Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31.DESEMBER 1985 7 60 % vilja áfengis- útsölu á Neskaupstað NeskaupsUð, 30. desember. Norðflrðingar samþykktu með 60% greiddra atkvæða að fara fram á að opnuð verði hér áfengisútsala. Kosn- ingin fór fram á laugardaginn. A kjörskrá voru 1.110 og kusu 800, eða 71,2%. Af þeim sagði 481 já, eða 60% 312 sögðu nei, og auðir seðlar voru 7. Hér voru svo sannarlega hvít jól og eru mörg ár síðan svo mikill snjór hefur verið í bænum. Jólin fóru friðsamlega fram, en veður var heldur leiðinlegt. Eftir at- kvæðagreiðsluna á laugardag héldu sjómenn sína árlegu „veiði- gleði“, sem orðin er ein fjölmenn- asta skemmtunin hér. Allur skipa- floti Norðfirðinga var í höfn um jólin og verður fram yfir áramót. Sigurbjörg Hlaut heimsreisu í vinning Frá því var skýrt hér í blaðinu í byrjun nóvember, að dreginn hefði verið út stóri ferðavinningur- inn hjá Útsýn í tilefni 30 ára afmælis ferðaskrifstofunnar, en það var farseðill fyrir tvo í heims- reisu Útsýnar til Thailands, Ástr- alíu, Nýja Sjálands og ævintýra- eyjunnar Balí. Var vinningurinn að verðmæti rúmar 200 þúsund krónur. Á myndinni er vinningshafinn, Guðjón Guðnason, læknir, Reykja- vík, og dóttir hans Herdís sem hann bauð með í ferðina. Þau sögðu ferðina hafa verið ævintýri frá upphafi til enda, sem yrði þeim báðum ógleymanlegt. MorKunblaðið/Bjarni. Trésmíðafélag Reykjavíkur: Þremur fyrirtækjum veitt yiðurkenning fyrir aðbúnað Trésmiðafélag Reykjavíkur hefur veitt þremur fyrirtækjum sérstaka viðurkenningu fyrir góðan aðbúnað starfsfólks á vinnustað. Fyrirtækin eru Húni sf. fyrir aðbúnað starfs- fólks á vinnusvæði við Funafold 20-28, Verkamannabústaðir í Reykjavík, fyrir aðbúnað á vinnu- svæði í Ártúnsholti og í Grafarvogi og Byggðaverk hf. fyrir aðbúnað að starfsfólki á vinnusvæði sínu við Kringluna8-12. Er þetta í fyrsta skipti sem þessi viðurkenning er veitt, en ætlunin er að hún verði veitt árlega í fram- tíðinni. Vonast er til þess að viður- kenningin verði fyrirtækjunum hvatning til þess að bæta aðbúnað á vinnustöðum, en ljóst er að honum er víða ábótavant, einkum hjá smærri fyrirtækjum. Á mynd- inni eru taldir frá vinstri: Þorbjörn Guðmundsson, varaformaður Tré- smíðaféiags Reykjavíkur, sem afhenti viðurkenningarnar, en hann var formaður úthlutunar- nefndarinnar, Guðjón Davíðsson og Sigurður Sigurðsson, frá Byggðaverki hf., Konráð Ingi Torfason frá Húna sf., og Guðjón Jónsson og Ríkharður Steinbergs- son frá Verkamannabústöðum í Reykjavík. •O ~ö—C MISSIÐ EKKIAF MEIRIHATTAR GLEÐII BKDAIDWAy # ■ GAMLARSKVÖLD föstudagskvöld 3. og laugardagskvöld 4. janúar Tremeloes Hin frábœra enska hljómsveit sem allirsannir tón- listarunnendur dá, m.a.fyrir hin frábœru lögSilence Is Golden, Here Comes My Baby og Someone Someone o.fl. o.fl. Johnny Logan J söngvarinn írski sem vann Evrópusöngvakeppnina 1980 ásamt 6 manna hljómsveit flytur m.a. verð- launalagið Whats Another Year auk fjölda laga af nýútkominni plötu sem þykir aldeilis frábœr. Sannkallaö stór- stjörnukvöldsem enginn málátafram hjásérfara. A gamlárskvöld er húsið opnað kl. 23.00 Hljómsveitin Bogart leikur fyrir dansi fram eftir nóttu eöatilkl. 04.00. Miðasala í Broadway í dag í síma 77500. Við óskum viðskiptavinum okkar svo ogöllum öðrum gleðilegs árs ogþökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.