Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31.DESEMBER 1985 STJÓRNMÁLAMENN SVARA ÁRAMÓTASPURNINGUM MorgunbladiÖ hefur eins og um síöustu áramót snúiö sér til forystumanna Alþýöubandalags, Alþýöuflokks, Bandalags jafn- aðarmanna, Framsóknarflokks og Samtaka um kvennalista og lagt fyrir þá fímm áramótaspurningar. Þær birtast hér ásamt með svörum forystumannanna. 1. Telur þú líklegt, aö til harbra kjaraátaka komi á næsta ári? 2. Bankamálanefnd seyir, að yrípa verði til tafarlausra ákvarðana um breytinyar á skipulayi banka. Hvaða leiðir telur frn heppiley- astar í því efni? 3. Efþú sœtir í nefnd til að athuya yenyisskráninyu, hvaða tillöyur myndir þú yera? 4. Hver er afstaða þín til yeim- vamarfrum kvæðis Bandarikja- stjórnar? Telur þú það leið til að draya úr yildi óynarjafn- væyisins, sem byyyist á fælinyar- mœtti kjamoi'kuvopna? 5. Boðað hefur verið að yera þurfi sérstakt átak til varðveizlu ís- lenzkrar tunyu. Hverjar em þínar tillöyur l því efni? Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, formaður Framsóknarflokksins: Frjáls gengisskráning er ófram- kvæmanleg fyrir smáþjóð 1. Um það hvort til harðra kjara- átaka komi á næsta ári vil ég engu spá. Von mín er að sjálfsögðu, að svo verði ekki. Kaupmáttur ráð- stöfunartekna heur aukist mjög á þessu ári. Vegna þess litla hag- vaxtar, sem spáð er, getur ekki orðið nein umtalsverð kaupmátt- araukning á árinu 1986. Hins vegar á kaupmáttur ekki að þurfa að lækka og ef til vill geta tekjur jafnast nokkuð, ef tekst að draga úr þenslu og launaskriði. Von mín er, að málefnaleg umræða um stöðu þjóðarbúsins stuðli að því, að samkomulag náist um viðráðanlega kjarasamninga. Stjórnvöld munu verða reiðubúin tii þess að taka þátt í slíkum við- ræðum. 2. Bankamálanefnd gerir tillögur um fækkun ríkisbanka, annað- hvort með sameiningu Búnaðar- banka og Útvegsbanka, eða Iðnað- arbanka, Verslunarbanka, spari- sjóða og Útvegsbanka. í báðum tilfellum er gert ráð fyrir tilfærslu verkefna. Þessar tillögur eru nú til meðferðar hjá stjórnvöldum og koma báðar leiðir til greina. Þó tel ég að margt þurfi enn að athuga áður en ákveðið er hvor leiðin verður farin. í því sambandi vil ég sérstaklega nefna: Ef síðari leiðin er farin og stofn- aður öflugur einkabanki, er nauð- synlegt, að sá banki taki þátt í fjármögnun allra atvinnuvega, einnig sjávarútvegsins. Ég tel því, að Vestmannaeyjar og Siglufjörð- ur ættu ekki að flytjast til Búnað- arbanka eða Landsbanka. Sömu- leiðis, ef Útvegsbankinn sameinast einkabanka er óhjákvæmilegt að gera upp mikla skuld hans við líf- eyrissjóð starfsmanna. Ekki er ljóst, hve sú skuld er mikil. Hún skiptir að öllum líkindum hundr- uðum milljóna. Loks tel ég vafa- samt, að ríkið verði hluthafi í slík- um einkabanka. Vek ég athygli á því, að undanfarin ár hefur mark- visst verið að því unnið að því að draga ríkisvaldið út úr slíkri þátt- töku. Niðurstaða mín er því sú, að auðveldara sé að sameina ríkis- bankana. Tel ég, að í því sambandi kæmi jafnvel til greina að sameina þá alla þrjá. Steingrímur Hermannsson 3. Ég er þeirrar skoðunar, að geng- isskráning verði að ákveðast af Seðlabanka, eins og nú er, að höfðu samráði við ríkisstjórn og með tillits til stöðu útflutningsatvinnu- veganna og jafnvægis í viðskipt- um. Frjáls gengisskráning, eins og um er talað, er að mínu viti ófram- kvæmanleg fyrir smáþjóð. 4. Mér virðist geimvarnaáætlun Bandaríkjastjórnar orka mjög tví- mælis. Allir sérfræðingar virðast sammála um, að slíkar varnir gætu aldrei stöðvað nema 80—90 af hundraði flugskeyta í fyrstu árás, og lítið sem ekkert í annarri. Það sem eftir er væri feikinóg til þess að eyða mestum hluta Bandaríkj- anna. Mér sýnist að slikar varnir mundu frekar auka en draga úr spennu, ógnarjafnvægi eða fram- leiðslu gjöreyðingarvopna. 5. Helstu leiðina til þess að varð- veita íslenska tungu tel ég vera markvissa fræðslu í skólum og í hljóðvarpi og sjónvarpi. Þá er nauðsynlegt að leggja áherslu á gott mál í fjölmiðlum og hvar sem ritað eða mælt mál birtist á opin- berum vettvangi. Sigrfður Dúna Kristmundsdóttir, þingmaður Samtaka um kvennalista: Til snarpra kjaraátaka kann að koma á næsta ári í. Mér sýnist að til snarpra kjara- átaka kunni að koma á næsta ári. Það marka ég m.a. af því að verka- lýsðhreyfingin virðist gera sér grein fyrir að „þeir kjarasamning- ar sem gerðir verða á næstunni geta skorið úr um það hvort hreyf- ingin heldur tiltrú almennra fé- lagsmanna" eins og segir í nýlepi fréttabréfi Alþýðusambands ls- lands. Verkalýðshreyfing sem þarf að sanna tilverurétt sinn í kom- andi samningum er væntanlega tilbúin til harðra átaka. Atvinnu- rekendur virðast fyrir sitt leyti einnig tilbúnir til að láta sverfa til stáls, þar sem þeir hafa hafnað grundvallarkröfum verkalýðs- hreyfingarinnar og telja lítið svigrúm vera af sinni hálfu til kjarabóta. Sama er uppi á teningn- um hjá stjórnvöldum, sem eru viðsemjendur opinberra starfs- manna. Allt bendir þetta í átt til átaka á vinnumarkaðnum. Það gerir einnig sívaxandi óánægju launa- fólks, ekki síst kvenna, vegna ósæmilega lágra launa, vegna þess að afborganir af skuldunum hækka meira en iaunin og vegna dugleysis stjórnvalda við að halda aftur af almennum verðlagshækk- unum. Þar við bætist að fólk hefur dofnað í trúnni á þá sem með stjórn fjármála fara hér á landi í kjölfar Hafskipsmálsins og það mál sýndi fólki einnig glöggt hversu ójafnt byrðarnar skiptast álandsmenn. Konur ganga þess ekki lengur duldar að þær eru beittar misrétti á vinnumarkaðnum og glöggt hef- ur komið í ljós að undanförnu að þær sætta sig ekki lengur við að vera hálfdrættingar á við karla í launum. Er skemmst að minnast þeirrar samstöðu um bætt kjör kvenna sem konur sýndu á kvenna- daginn 24. október sl. Ég á því von á því að konur muni knýja fast á um ieiðréttingu sinna mála í komandi kjarasamningum. 2. Atburðarás siðustu vikna í mál- efnum Útvegsbanka íslands er ástæða þess að bankamálanefnd segir að nú verði án tafar að taka ákvarðanir um endurskipulagn- ingu bankakerfisins. Það er rétt, málefni Útvegsbankans þola enga bið og sú ákvörðun sem tekin verð- ur í málefnum þess banka mun hafa áhrif á framtíðarskipulag bankakerfisins. Uppi eru einkum tvær hug- myndir í þeim efnum. Annars vegar að sameina Útvegsbankann Búnaðarbankanum, hins vegar að steypa saman Útvegsbankanum og einkabönkum og efla samstarf á milli Búnaðarbanka og Lands- banka. Að svo stöddu tel ég heldur hæpið að steypa bönkunum saman í tvær stórar einingar eins og síð- ari hugmyndin felur í sér. Eg er hrædd um að við það yrði báknið aðeins illviðráðanlegra og fjar- Iægðin milli hinna smærri við- skiptamanna og bankastjórnar enn meiri en nú er. Vænlegra sýn- ist mér vera að fara þá leið að sameina Útvegsbankann og Bún- aðarbankann, ná þannig aukinni hagræðingu í rekstri, sameiningu útibúa og jafnari dreifingu útlána. Síðan mætti athuga hugsanlegt samstarf hins nýja banka og Landsbankans á einu eða fleiri sviðum með sérstöku tilliti til þarfa íslenskra atvinnuvega og samkeppnishæfni íslenskra banka gagnvart erlendum bönkum. Hitt er aftur ljóst af atburðum í málefnum Útvegsbankans að ákveða verður með lögum að bönk- um sé .óheimilt að lána einum viðskiptaaðila meira en ákveðið hlutfall af eigin fé sínu, að setja verður skýrari ákvæði um ábyrgð stjórnenda bankanna og að banka- eftirlitið verður að stórefla og gera að sjálfstæðri stofnun. Jafnframt er ljóst að breyta verður ákvæðum í lögum um bankaleynd þannig að þau standi ekki í vegi fyrir því að unnt sé að gæta þeirrar almenn- ingseignar sem ríkisbankarnir eru og eiga að vera. 3. Ef ég ætti sæti í nefnd til að athuga gengisskráningu þá léti ég athuga: í fyrsta lagi, hvers vegna sú sveigjanlega gengisskráning, sem hér hefur verið notuð undan- farin 12 ár, hefur ekki skilað okkur betri árangri en raun ber vitni. í því sambandi vil ég láta athuga sérstaklega hlut bankanna varð- andi erlendar lántökur og framboð á peningum innanlands. Ég hef ástæðu til að ætla að bankarnir hafi ekki veitt það aðhald í erlend- um lántökum á undanförnum árum, sem nauðsynlegt hefði verið til að ná því markmiði sveigjan- legrar gengisskráningar að jafna verðbólguáhrif hérlendis og í við- skiptalöndum okkar. I öðru lagi Iéti ég athuga hvaða forsendur þurfi að vera fyrir hendi til þess að fastgengisstefna skili árangri, þ.e. sú stefna sem hefur það markmið að gera stöðugleika í gjaldeyrismálum að kjölfestu efnahagskerfisins. Sú stefna felur í sér „frystingu" á svonefndum kostnaðarbreytingum í efnahags- lífinu og ef hún yrði notuð tel ég frumskilyrði að stokka fyrst upp launakerfið í landinu, launafólki til hagsbóta. í þriðja lagi léti ég athuga hvort nægilegt svigrúm sé í gjaldeyris- viðskiptum hérlendis til þess að gengið geti ákvarðast af framboði og eftirspurn á frjálsum markaði. Spurningin í því efni er hvort ís- lenski gjaldeyrismarkaðurinn sé nógu stór til þess að á honum geti myndast sæmilega stöðugt gengi frá degi til dags, nema þá með hlutdeild Seðlabankans. Það þýddi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.