Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31.DESEMBER 1985 13 Guðmundur Einarsson, formaður Bandalags jafnaðarnianna: Ríkisbönkum verði breytt í aimenningshlutafélög 1. Ég tel ólíklegt að til harðra kjaraátaka komi í hinum sígilda skilningi þeirra orða. Því valda m.a. vantrú fólks á stjórnvöldum og endurteknar sannanir þess að ekki er staðið við samninga. Samn- ingakerfið, þ.e. stóru samtökin og samflotið, skilar fólki ekki í átt til efnahagslegs réttlætis. En kjaraátök eiga sér engu að síður stað. Þau birtast þannig að fólk breytir um vinnu eða jafnvel búsetu til að freista þess að bæta kjör sín. það eru kjaraátök. það eru einnig kjaraátök að bæta við sig vinnu ofan á eðlilegan vinnu- tíma til að hafa í sig og á. Þannig tekur fólk til eigin ráða til að lifa þegar stjórnvöld og aðil- ar vinnumarkaðar svíkja það. 2. Spurt er hvaða leiðir séu heppi- legastar til breytinga í skipuiagi banka. Hér er raunar um það að ræða að ein leið er ekki einungis heppileg, heldur óumflýjanleg og algjört skilyrði fyrir því að hér verði bankakerfi sem geymir fé og ávaxtar í stað þess að glata því og sóa. Sú leið er, að taka ríkisbankana undan flokkspólitískri samábyrgð og gera þá að almenningshlutafélög- um. Við eigum fjölda bankamanna, sem kunna að reka banka með ábyrgð og arðsemi að leiðarljósi. Slíkir menn eiga að taka við rekstri banka úr höndum stjórn- málamanna og standa reiknings- skap gera sinna frammi fyrir eig- endum bankanna. Þessi „breyting á skipulaginu" er forsenda fyrir heilbrigðu banka- kerfi. Ef hún kemst í gegn, ætti ekki að standa í bókhalds- og bankafróðum mönnum að gera aðrar þær tilfærslur, sem skyn- samlegar kunna að vera, s.s. að leggja einhverja banka niður og sameina aðra. 3. Það er nauðsynlegt að gera gengisviðskipti frjáls, þannig að verð erlendrar myntar á íslandi ráðist af innlendu framboði og eftirspurn. Þegar umhverfi slíkra viðskipta yrði mótað þyrfti að huga að ýmsu, m.a. því að einstök fyrirtæki eða samsteypur næðu því ekki að verða ráðandi um sölu og kaup gjaldeyris, t.d. vegna umsvifa sinna í sjávarútvegi. Setja þarf lög gegn einokun og auðhringamynd- un til að vernda fólkið í landinu gegn slíku. 4. Stjörnustríðsáætlun Reagans er magslungin. Hún er í fyrsta lagi samheiti yfir allskyns rannsóknir. Þar má nefna leisigeislafræði, geimstöðvatækni, nýja, hraðvirka gerð af tölvum og nýjar leiðir í boðsendingum. Rannsóknir af þessu tagi hafa farið fram í Amer- íku og Scvétríkjunum í áraraðir. í öðru lagi er áætlunin einungis hugmynd, sumir segja skýjaborg, um geislavarnakerfi gegn eld- flaugum. Ábyrgðarleysi stjórnarmeiri- hlutans á þingi, sem birtist í af- greiðslu hefðbundinna verðbólgu- fjárlaga fyrir jól, hefur aukið lík- urnar á kjaraátökum eftir áramót. Tilgangur okkar jafnaðarmanna með því að leggja fram „önnur fjárlög" var m.a. sá, að greiða fyrir kjarasamningum, án verðbólgu. Fjárlagatillögur okkar hefðu tryggt hallalausan ríkisbúskap og stórfellda lækkun erlendra skulda á næsta ári. Það hefði þýtt minni verðbólgu á næsta ári. Minni verð- bólga þýðir bætt kjör. Fjárlagatillögur okkar fólu líka í sér léttari skattbyrði almennings. Lægri skattar þýða aukinn kaup- mátt tekna eftir skatt; kjarabót, án verðbólgu. Þessu markmiði hefðum við náð mgð lækkun tekju- og eignarskatts Sölumaðurinn Reagan hefur ofið saman hinar áþreifanlegu stað- reyndir rannsóknanna og óáþreif- anlegu hugmyndir loftkastalanna. Hann hefur búið til pólitíska vöru, geimvarnafrumkvæðið, og þvingar bæði fjandmenn og vini til að taka afstöðu eins og hann hafi fundið upp eitthvað nýtt. Rússar taka þessu illa, enda mun slíkt kapphlaup leggja þungar efnahagslegar byrðar á þá. Vest- ur-Evrópumenn eru f vandræðum, því Reagan tekur af þeim frum- kvæði. hann veifar líka framan í þá bústnum spenum rannsókna- og verksamninga upp á milljarða dollara. Ég tel að geimvarnafrumkvæðið sé óumflýjanlegt. Það er hluti af samfelldum rannsóknum, sem munu að venju verða bæði til góðs og ills. Um áhrif þess á gildi ógnar- jafnvægisins er ómögulegt að spá. þorra fólks, lækkun tolla- og vöru- gjalds. lægri söluskattsálagningu og skatthreinsun. Fjárlagatillögur okkar gerðu líka ráð fyrir auknum framlögum til húsnæðis- og tryggingarmála og auknum opinberum framkvæmd- um. Þessar tillögur fólu því í sér óbeinar kjarabætur til hinna ungu, beinar kjarabætur til hinna öldr- uðu og auknar atvinnutekjur á landsbyggðinni. í heild sinni hefði samþykkt á „fjárlögum Alþýðuflokksins" þýtt óbeinar kjarabætur, án verðbólgu. Þar með hefðu aðilar vinnumark- aðarins getað einbeitt kröftum sinum að því að draga úr launa- mun, sem er orðinn óhóflegur, með því að hækka lægstu laun, sem er orðin þjóðarnauðsyn. Með óábyrgri stefnu í ríkisfjár- málum eru stjórnarflokkarnir að bjóða heim átökum á vinnumark- Guðmundur Einarsson Þar munu niðurstöður rannsókna og stundum tilviljunarkennd framvinda samningaviðræðna ráða. En ég mótmæli því og harma, að fjárhirslur stórveldanna skuli sopnast vísindunum mest þegar árangur þeirra má nýta til her- mennsku af einhverju tagi. 5. í spurningunni er talað um átak til varðveislu tungunnar. aðinum. Háar kaupkröfur, studdar verkföllum, eru nauðvörn laun- þega, þegar öðrum leiðum hefur verið lokað. 2. Hin pólitíska stýring banka- og sjóðakerfis hefur gersamlega brugðizt. Pólitísk stýring fjármagnsins gegnum banka- og sjóðakerfi skil- ar ekki arði. Enginn ber ábyrgð á mistökunum. ófarir Útvegsbank- ans í viðskiptum við Hafskip hf. eru aðeins eitt dæmi af ótal mörg- um af sama toga. Þetta þýðir að stjórn peninga- mála er í molum. Róttækasta lausnin væri sú, að breyta öllum ríkisbönkum í al- menningshlutafélög. Það mætti gera með því að senda öllum fjár- ráða íslendingum hlutabréf í ríkis- Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins: Markmiðið er að taka upp frjálsa gjaldeyrisverslun í hins vegar að Seðlabankinn, sem stærsti aðilinn á markaðnum, réði honum að mestu einn. Slíkt tel ég afar óæskilegt og tel Seðlabankann þegar ráða of miklu um gengissrkáningu hér á landi. Gengisskráningin er ein af stóru stærðunum í efnahagslífinu og getur m.a. í sjálfu sér verið verð- bólguhvetjandi. Því tel ég nauð- synlegt að stjórnvöld beri meiri ábyrgð á skráningu gengisins en nú er og geti og verði að gæta þess að gengisskráningin sé í samræmi við aðrar aðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum. 4. Geimvarnafrumkvæði eða stjörnustríðsáætlanir Reagans Bandaríkjaforseta marka þátta- skil í vígbúnaðarkapphlaupinu milli stórveldanna. Þessar áætlanir munu, í fyrsta lagi, gera himingeiminn að átaka- vettvangi fyrir kjarnorkuvopn. Jafnframt verða yfirráð í geimn- um lykilatriöi fyrir Bandaríkja- menn þar sem slík geimvarnakerfi eru mjög viðkvæm fyrir árásum. I öðru lagi munu þær leiða til ógn- vænlegrar stigmögnunar í víg- búnaði þar sem mikil áhersla verð- ur lögð á þróun árásarvopna gegn geimvopnum. I þriðja lagi eru þessar áætlanir gríðarlega fjárfrekar. Lauslegar ágiskanir miða við um 1.000 millj- arða dollara. Vaxandi halli er á Sigríður Dúna Kristmundsdóttir bandarískum fjárlögum nú þegar, ekki síst vegna mikilla hernaðar- framkvæmda. Þessi skuldastaða endurspeglast í efnahagskerfi heimsins og kemur þeim verst sem skulda í dollurum, ekki síst fátæk- um þjóðum þriðja heimsins. f fjórða lagi munu þessar áætl- anir gera að engu ABM-sáttmál- ann um takmörkun gagneldflauga- kerfa, sem er snar þáttur í SALT I-samkomulaginu. Rök forsetans og stuðnings- manna hans til að réttlæta geim- vopnaáætlanir sínar hafa verið breytileg og mótsagrakennd. Þau hafa ekki tekið tillit til veigamik- illa veikleika í tæknilegri fram- kvæmd þessara áætlana, enda hefur vaxandi fjöldi bandarískra vísinda- og stjórnmálamanna lýst yfir andstöðu sinni við þær. Ef slíkar áætlanir yrðu að veru- leika í einhverri mynd, mundu þær gera ógnarjafnvægið mun við- kvæmara en það er nú þegar, ekki síst vegna þess að slík geimvopna- kerfi eru háð viðvörunar- og fjar- skiptaboðum sem auðvelt væri að trufla. Neyðarástand gæti því myndast ekki síður en nú vegna tæknibilana og það svigrúm sem gefst til ákvarðana mun enn minnka. Alls óvíst væri ennfremur, hve áreiðan- legt varnarkerfið væri þar til það yrði endanlega prófað í alvöru. Öll rök hníga því í þá átt að spyrna beri af alefli gegn geim- vopnaáætlunum Reagans þar eð þær munu leiða til gríðarlegrar aukningar á vígbúnaði og gera ógnarjafnvægið enn viðkvæmara en þaðernú þegar. 5. Til að varðveita íslenska tungu verður að láta af þeim niðurskurði fjárframlaga til mennta- og menn- ingarmála sem tíðkast hefur á undanförnum árum. Það þýðir lítið að halda þjóðhátíðarræður um varðveislu tungunnar og um að snúa vörn í sókn á meðan skorið er við nögl og stundum niður við trog í framlögum til mennta og lista. íslensk tunga verður ekki varð- veitt ein og sér, án samhengis við aðra þætti íslenskrar menningar. Tungan er samofin skynjun og tjáningu þjóðarinnar, bæði á sjálfri sér og á umhverfi sínu, nátt- úrulegu sem félagslegu. Til að varðveita tunguna er því nauðsyn- legt að varðveita og styrkja sjálfs- vitund og umhverfisskynjun manna. Það er ekki unnt nema með því að gera hverjum og einum kleift að lifa mannsæmandi lífi, sem hann eða hún getur borið virðingu fyrir — og með því að styrkja og efla menntir og listir í landinu. Án virðingar íslendinga fyrir sjálfum sér, þjóð sinni og menningu, án góðrar menntunar hvort sem er á efri eða neðri stig- um skólakerfisins, og án samvista við frjóvgandi anda listanna geta menn ekki vænst þess að íslensk tunga varðveitist sem tjáning ís- lenskrar þjóðar á sjálfri sér og veröld sinni í fortíð og nútíð. Tillögur mínar til varðveislu íslenskrar tungu eru því: Mannúð- legri launastefna og stóraukin framlög til skóla og listrænnar starfsemi í landinu. Af sértækari tillögum vil ég nefna aukna áherslu á sómasamlega þýðingu kennsluefnis á öllum skólastigum, lækkun kostnaðar við útgáfu ís- lenskra ritverka, og setningu nýrra útvarpslaga sem spornað gætu við þeirri flóðbylgju lélegs erlends efnis sem vænta má í kjölfar þeirra útvarpslaga sem gildi taka um þessi áramót. Það hljómar vafalaust kunnug- lega í eyrum fólks að heyra stjórn- málamenn tala um þörf átaks í hinu og þessu. Menn muna eftir átökum til að stöðva uppblástur og að byggja þjóðarbókhlöðu. Gott er ef ekki var talað um sérstakt átak eða jafnvel þjóðarátak. Menn geta svo velt fyrir sér hvernig þessi átök eru nú á vegi stödd. Sum verkefni eru þess eðlis, að þörf er snöggs og snarps aðgangs til að vinna þau. Önnur verða að vinnast með stöðugri alúð og at- hygli þar sem aldrei má slaka. Varðveisla íslenskrar tungu og menningar er verkefni af þeirri gerðinni. Þar er ekki þörf skyndi- upphlaupa eða þjóðernisrembings. Þar eiga stjórnvöld hinsvegar að sinna stöðugt því hlutverki sínu að búa þannig að skólum og menn- ingu, að íslensk tunga verði mönn- um lipurt tæki til tjáningar og óþrjótandi uppspretta sköpunar. - Þannig gerir tungan meir en að varðveitast. Þannig þroskast hún og eflist. Verkefni stjórnvalda í þessu skyni eru t.d. að gera bókinni fært að dafna, að færa kennsluefni á íslensku af hryggilegu hand- og fjölritastigi yfir á sómasamlegt prent, að styrkja bókasöfn innan og utan skólanna, að styðja menn- ingarstarf o.fl. o.fl. bönkum, sem samsvarar hlut hvers og eins í eiginfé bankanna. Hlutabréfin gengju síðan kaupum og sölum á verðbréfamarkaði. Þar með væri pólitísk stýring fjár- magnsins gegnum bankaerfið af- numin. Spurning: Mundi einka- banki, án ríkisábyrgðar, hafa tekið sömu áhættu og Útvegsbankinn gerði í viðskiptum við áhættufyrir- tæki eins og Hafskip? Það hefur vakið athygli, að Alþýðuflokkur- inn var eini þingflokkurinn á Alþingi, sem fylgdi eftir gagnrýni sinni á stjórnun Útvegsbankans, með því að skipta um fulltrúa í bankaráði. í óbreyttu kerfi var það sjálfsögð ráðstöfun. Næsta skref er hins vegar að breyta sjálfu kerfinu. Fyrstu skref í átt til kerfis- breytingar eru þessi: — Ný lög um réttindi og skyldur miðlara á verðbréfamarkaði. — Ný lög um Seðlabanka, til þess að takmarka umsvif hans og fá honum ný stjórntæki til að stýra peningamagni í umferð (kaup og sala verðbréfa á opnum markaði). — Ný lög um sjálfstætt bankaeft- irlit. — Afnám ríkisábyrgðar, en laga- skylda um öflugan tryggingasjóð viðskiptabanka í staðinn. — Einn ríkisbanki, sem yfirtaki hlutverk fjárfestingarlánasjóða. Þessu þarf að fylgja eftir með nýju og einfoldu skattakerfi, þar sem innbyggð hvatning núverandi kerfis til lántöku og skuldasöfnun- ar væri afnumin. Það mundi draga verulega úr hóflausri eftirspurn eftir lánsfé og þar með stuðla að lækkun vaxta. Sameining 100 lífeyrissjóða og jöfnun lífeyrisréttinda lands- manna verður að teljast veigamik- ill þáttur í uppstokkun sjóöakerfis- ins. 3. Gengisskráning krónunnar er röng. Mælikvarðinn á það er um- fang viðskiptahallans. Þessi ranga gengisskráning virkar sem skattur á sjávarútveg og samkeppnisiðnað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.