Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31.DESEMBER 1985 fyrir rúmu ári var ekki tekið í mál af viðsemjendum samtaka launa- fólks að semja um neinskonar tryggingu fyrir því að umsaminn kaupmáttur héldist á samnings- tímanum. Þegar á reyndi um mitt ár, sáu forustumenn atvinnurek- enda og ríkisvalds að vegna skerð- ingar sem þá var orðin á kaup- maetti, stefndi í uppsagnir kaup- liða kjarasamninga 1. september, ef ekki yrði þá þegar samið um áfangahækkanir til að bæta upp verðlagshækkanir. Þetta var gert og þannig komið í veg fyrir verk- fallsátök. Síðar samdi Albert Guðmundsson um 3% hækkun fyrir opinbera starfsmenn í BSRB, sem síðan gekk til alls launafólks. Þessi reynsla sýnir, að um tvær leiðir er að velja í kjarasamning- um hér, þar sem við búum við verulega verðbólgu. Annað hvort er að semja um kaupmáttartrygg- ingu á samningstímabili, sem þá getur náð yfir lengra tímabil, eða að semja aðeins til nokkurra mán- aða eins og í reynd var gert haust- ið 1984. Frá mínu sjónarmiði leik- ur ekki vafi á því að fyrri kosturinn er heppilegri fyrir alla aðila. A þessari reynslu byggist meg- inkrafa Alþýðusambandsins og BSRB í komandi samningaviðræð- um. Um þetta eru allir sammála. Vandinn í næstu samningum er, hvernig á að ganga þannig frá hnútum, að samningsákvæöi um þetta haldi. Til þess að tryggja umsamin laun og kaupmátt þeirra þarf sterka og órofa samstöðu samtaka launafólks. Allir, sem um þessi mál hugsa í alvöru, hljóta að hafa þungar áhyggjur af þeim viðhorf- um, sem hafa verið að skapast meðal þjóðarinnar á undanförnum árum. íslendingar eru djúpt sokknir í skuldafen erlendis. Það er undirrót þeirrar verðbólgu, sem ógnar hags- munum allrar þjóðarinnar. Upp úr þessu feni verðum við að komast. Annars fer fyrir okkur eins og þeim þjóðum, sem hafa misst fjár- hagslegt sjálfstæði sitt vegna óstjórnar eða ráðleysis í fjármál- um. Afleiðingar þeirrar óstjórnar, ekki síst í virkjanamálum og bankamálum, skipuiagsleysis og óreiðu sem hér hefur viðgengist um áratugaskeið er óviðunandi misrétti fólks í fjármálum. Ráða- menn þjóðarinnar bitu höfuðið af skömminni, þegar bann var sett við verðtryggingu launa vorið 1983 og lán voru um leið verðtryggð að fullu. Á meðan þetta ástand ríkir verður ekki gert það stórátak, sem þörf er á, til að lækka erlendar skuldir þjóðarinnar. íslendingar þurfa að láta af þeirri sundrung, sem hrjáir þjóð okkar á mörgum sviðum. Ég treysti engum til þess að takast á við þann vanda, sem við búum við, nema almannasamtökum meðal þjóðarinnar. Þar þurfa og eiga samtök launafólks að ryðja braut- ina, eins og þau hafa áður gert með árangri. En til þess að svo megi verða þurfa félagsmenn í samtökunum að hrista af sér slenið og taka sjálfir á vandanum. Menn verða að hætta að ætlast til að fáir forustumenn leysi allan vanda. Félagsmenn í BSRB sýndu í fyrra- haust að þeir vildu og gátu tekið á. Ef fylgt verður því fordæmi í launþegahreyfingunni almennt, þurfum við engu að kvíða um fram- tíðina. Kristján Thorlacius RagnarS. Halldórsson, formaður Verslunar- ráðs íslands: Efnalegt og menningar- legt sjálfstæði Við fslendingar erum stoltir af sjálfstæði okkar. Við metum mik- ils menningararf okkar, tungu og sögu, ekki síst vegna þess, hversu mikilvægur hluti þetta er af sjálf- stæðri tilveru okkar sem þjóðar. En metum við rétt hvað það er, sem gerir okkur efnalega og þá um leið menningarlega sjálfstæða? Sjálfstædi í peningamálum í fljótu bragði virðist sjálfstæði þjóðar feia í sér, að hún hafi eigin gjaldmiðil, gefi út sjálfstæða mynt. Ef einhver legði til að við tækjum upp danskar krónur i stað þeirra íslensku, hljómar það sem svik við landið og það sem íslenskt er. En bíðum við. Peningar eru einungis tæki, sem notað er sem gjaldmiðill í viðskiptum, til að geyma verðmæti og til að vera mælikvarði á verðmæti. Þessu þríþætta hlutverki þjónar islenska krónan illa vegna þess að hún heldur ekki verðgildi sínu. Við mundum skipta um vog, sem vigt- aði rangt, reyndist ekki unnt að lagfæra hana. Af sömu ástæðu gæti verið rétt að taka upp annan, og betri gjaldmiðil í viðskiptum. Utanríkisviðskipti þjóðarinnar eru mikil og fáar þjóðir flytja út stærri hluta framleiðslu sinnar en við. Þjónustuviðskipti okkar við aðrar þjóðir eru einnig mikil. f þeim viðskiptum er íslenska krón- an ekki gjaldgeng og við komumst ekki hjá að nota gjaldmiðia ann- arra þjóða. Það teljum við sjálf- sagt og berum af því engan kinn- roða. Énda er það svo, þegar betur er að gáð, að það eru einungis stór- þjóðirnar, u.þ.b. sex ríki, sem búa við markaðsgengi á mynt sinni samhliöa stöðugleika í verðlagi innanlands. í reynd ætti smáþjóð- um ekki að vera neitt kappsmál að halda úti eigin mynt, enda er það harla óvenjulegt hjá þjóðum á stærð við okkur. Þær telja sig frekar hafa hag af því að nota myntir stærri þjóða eða binda gengið myntum þeirra. Með því fyrirkomulagi er þeim kleift að nýta kosti frjálsra gjaldeyrisvið- skipta — sem smáríki sjá sér ekki að öðrum kosti fært að nýta — og búa við peningakerfi, þar sem alls konar mistök verða ekki leyst með sífelldri „hagræðingu" peninga- kerfisins. Áhættan af afskiptum stjórnmálanna af því er jafnvel svo lítil, að þessi ríki verða fyrir valinu sem aðsetur fyrir alþjóðlega bankastarfsemi. Þessi lönd eru m.a. smáríki Evrópu, Lúxemborg og Liechten- stein. Lúxemborg þekkjum við allvel vegna náinna samgangna. Þar er annar stærsti fjármagns- markaður í Evrópu á eftir London, en það eru Belgíumenn, sem prenta peningaseðlana fyrir þá sem hlut- fall af eigin seðlaútgáfu. Reyndar gildir belgíski frankinn þar jöfn- um höndum. Liechtenstein er iengra í burtu og við þekkjum það minna. Það er einnig bankaland. íbúarnir eru um 26 þúsund. Þeir njóta árstekna á íbúa, sem eru tvöfalt hærri en í Bretlandi. Þing- mennska er ólaunað starf og öll ráðherraembættin nema tvö, enda hafa þeir enga þörf fyrir mikla yfirbyggingu og háa skatta. Þar hefur aldrei orðið verkfall. Liechtenstein notar svissneska frankann sem gjaldmiðil. Það samstarf gengur einstaklega vel og hefur engin áhrif á sjálfstæði landsins. Verðbólga er þar því sú sama og í Sviss, 3,4% síðustu 12 mánuði, og vextir 4%—5%. Við tslendingar búum hins vegar að eigin mynt. Hjá okkur er verð- bólgan tífalt meiri og vextir í misjafnlega góðu samræmi við verðbólgustigið. Þessi „munaður" að geta falið mistök okkar með gengisfellingum og verðbólgu gerir okkur ekki sjálfstæðari. Þvert á móti er sjálfstæði okkar hætta búin af þessum sökum. Sjálfstæði í samstarfi Margir íslendingar hafa einnig talið sér trú um, að við værum sjálfstæðari, ef við gengjum þann- ig til samstarfs við útlendinga um atvinnurekstur eða fjárfestingu, að við ættum meirihluta í slíkum fyrirtækjum og héldum um stjórn- artaumana. Reglan hefur því verið sú að taka heldur erlend lán en leyfa erlendum aðilum að leggja fram áhættufé í umtalsverðum mæli í innlendan atvinnurekstur. Afleiðingin er sú, að við erum nú orðnir svo skuldugir erlendum lán- ardrottnum, að nemur 55% af þjóðarframleiðslu og um fjórðung- ur af útflutningstekjum okkar fer til að standa undir vöxtum og afborgunum af þessum lánum í ár. Erum við sjálfstæðari fyrir bragðið? Eru lánardrottnar betri viðureignar en þeir sem leggja fram eigið fé? Gagnvart lánar- drottnum þurfum við skilyrðis- laust að standa skil á vöxtum og afborgunum, hvernig sem árar. Arðgreiðslur ráðast hins vegar af aðstæðum. Eru stundum lægri en vextir, stundum hærri, stundum engar. Auk þess er eigið fé varan- leg fjármögnun á líftíma fjárfest- ingarinnar. Með erlendum lántökum erum við að veðsetja landið. Við verðum háðir lánardrottnum okkar. Fáum við hins vegar erlenda aðila til samstarfs við okkur, koma þeir með eignir sínar hingað. Ef kaup- andi finnst, geta þeir að vísu selt þær og yfirfært andvirðið úr landi, en á meðan þær endast vinna þær fyrir okkur. Slíkt samstarf er einn- ig lærdómsríkt. Okkur áskotnast ný þekking og tækni á sviði fram- leiðslu, viðskipta og stjórnunar. Erlendu lánin auka ekki þekkingu okkar í þessum efnum. En þau hafa kennt okkur annað. Því miður hafa erlend lán okkar í allt of miklum mæli runnið til áhættusamra fjárfestinga, sem ekki hafa skilað því, sem til stóð. Skýringin er sú að ríkisvaldið, þ.e. skattgreiðendur, stendur í ábyrgð fyrir stærstum hluta erlendu lán- anna. Yfirleitt eru það ríkissjóður eða sjóðir á vegum ríkisins, sem eiga að borga. Fari eitthvað úr skorðum verðum það hins vegar við öll eða niðjar okkar sem borg- um. Þetta er helsti galli kerfisins. Stjórnmálamenn eru ekki að hætta eigin fé á eigin ábyrgð. Hér ættum við að treysta sjálfstæðið og breyta til, leyfa einkaaðilum að taka frjálst lán erlendis, sé það gert á eigin ábyrgð. Það er ekki hættulegt að taka erlend lán, ef þau fjármagna arð- samar fjárfestingar, sem munu skapa erlendar tekjur í sömu mynt. Arðsemin og tekjurnar eru hins vegar alltaf óvissu háðar. Lán til orkumáia, sem virtust gulltryggð í orkukreppunni, snúast í höndun- um á okkur. Með því að vanrækja sölu á orku frá væntanlegum virkj- unum, rennur nú virkjuð orka óseld til sjávar. Með styrkjum til húshitunar breyttist arðsemi hita- veituframkvæmda. Lán til togara- kaupa voru arðsöm, uns skipin urðu svo mörg, að þau taka aflann hvert frá öðru, eða svo dýr, að aflinn stendur ekki undir fjárfest- ingunni. Ef við þurfum á erlendu fé að halda, þá er hinsvegar betra að taka það inn í landið sem fram- taksfé, þar sem útlendingar taka áhættuna, en að taka það að láni. Við ættum því að setja okkur nýjar og skynsamlegri reglur um heim- ildir okkar til samstarfs við er- lenda aðila og rétt þeirra til að fjárfesta hér á landi. Okkur þykir sjálfsagt að geta átt að öllu leyti fyrirtæki í Bandaríkjunum og Évrópu og hið sama ætti að gilda hér á landi innan skynsamlegra marka. Er þess þá að vænta, að erlent fé leiti í arðbærar fjárfest- ingar, sem bæta lífskjörin í stað þess að lánin verði baggi og ógni sjálfstæði okkar eins og nú blasir við. Sjálfstæði í atvinnurekstri Við atvinnurekendur höfum einnig haft okkar ranghugmyndir um það hvað gerir okkur sjálf- stæða. Sagt er að í einkafyrirtækj- um séu menn sjálfs sín herrar. En er það svo? Jú, það má til sanns vegar færa ef eiginfjárstaðan er sterk. I flestum atvinnurekstri er eigið fé hins vegar svo lítið, að fyrirtækið er allt of háð lánar- drottnum. Stjórnendur fyrirtækja, sem þannig er ástatt um, eru langt í frá sjálfstæðir. Ytri áföll, rangar áætlanir og illt umtal um fyrir- tækið geta hæglega svipt þá sjálf- stæði sínu. Einkarekstrarmenn telja sér gjarnan trú um, að þeir missi yfirráð yfir fyrirtækjum sínum bjóði þeir út hlutafé í fyrirtækinu á almennum markaði. Svo þarf alls ekki að vera. Því fleiri sem hluthafarnir eru og því óskyldari sem þeir eru stjórnanda fyrirtæk- isins, þeim mun líklegra er að stjórnandinn sé látinn afskipta- laus um rekstur fyrirtækisins, skili það eðlilegum arði. Það er leitt til þess að vita að ónógur arður hefur verið allt of áberandi í íslenskum atvinnu- rekstri. Sá litli arður sem til kann að verða hverfur oft strax í auknar kaupgreiðslur, hærri skatta eða meiri úttektir eigenda. í of litlum mæli verður hann eftir í fyrirtæk- inu til að styrkja stöðu þess og getu til að mæta áföllum. Hér þurfum við að ráða bót á. Okkur ber brýn nauðsyn til að ná fram fullu jafnræði með hlutafé og öðrum sparnaði í skattalegu tilliti. Við ættum að læra af nágrönnum okkar hvernig við getum hvatt almenning til fjárfestinga í at- vinnurekstri með skattalegum aðgerðum. Þannig eflum við þann vísi sem hér er að myndast að hlutabréfamarkaði, og greiðum fyrir þeim viðskiptum. Með mark- vissum aðgerðum í þessa veru getum við gert fyrirtækin sjálf- stæðari og traustari sem undir- stöðu atvinnu, lífskjara og menn- ingar. Verzlunarráð íslands óskar landsmönnum öllum árs og friðar og hagsældar á nýju ári. Víglundur Þorsteinsson, form. Fél. ísl. iðnrekenda: Alvöru efnahagskerfi í byrjun ársins 1985 reið yfir verðbólgualda í kjölfar kjara- samninganna í nóvember 1984. Sú alda hjaðnaði að vísu nokkuð þegar kom fram á vorið en þó ekki nánd- ar nærri í þeim mæli sem nauðsyn- legt var og unnt hefði verið. Fyrir því voru ýmsar ástæður sem ekki verða raktar ítarlega hér. Þó verð- ur að nefna hlut ríkisbúskaparins en ríkissjóður hefur verið rekinn með miklum halla á þessu ári. Sá halli hefur átt sinn þátt í því að viðhalda þenslunni og hann hefur ýtt undir launaskrið, sem síðan veldur áframhaldandi viðskipta- halla og verðbólgu. Við slíkar aðstæður verður ekki dregið úr erlendum lántökum. Þetta er því miður það sem einkennt hefur efnahagsþróunina á árinu 1985. Afleiðingar þessarar þróunar hafa verið að koma í ljós að undan- förnu í hríðversnandi afkomu fyr- irtækja, einkum útflutningsfyrir- tækja. Þau eru að reyna að selja íslenskar vörur í útlöndum en geta ekki selt þar íslenska verðbólgu. Ofan í verðbólguna hefur síðan komið mikil lækkun á gengi Bandaríkjadollars gagnvart öðr- um gjaldmiðlum sem þrengir mjög hag þeirra fyrirtækja sem eiga viðskipti í dollurum. Þetta á við um stóran hluta fiskiðnaðarins en einnig um annan útflutningsiðnað, ekki síst ullariðnaðinn. Frá árs- byrjun hefur verð á erlendum gjaldeyri hækkað að meðaltali um 19% en á sama tíma er verðbólgan 34%. Verð á Bandaríkjadollar hefur hins vegar aðeins hækkað um 3% á þessum tíma. Á hinn bóginn hafa helstu Evrópumyntir hækkað um 25—30% en það hefur þó ekki gert betur en jafna muninn á verðbólgunni hér á landi og í Evrópulöndum. Auðvitað má benda á að gengi dollars hækkaði mikið á árunum 1982—1984 en fyrirtækin fengu hins vegar ekki að njóta þess sem skyldi vegna hinnar miklu verðbólgu hér á landi mest allt það tímabil. Þau voru þess vegna ekki í stakk búin til að mæta gengislækkun dollarans. En það eru ekki aðeins útflutn- ingsgreinarnar, sem fara halloka í verðbólgunni. Fyrirtæki á heims- markaði eiga í harðri samkeppni við erlenda keppinauta og þau geta því ekki velt kostnaðarhækkun út í verðlagið án þess að bíða af því skaða í samkeppninni. Við þetta bætast síðan þeir miklu greiðsluerfiðleikar, sem öll íslensk fyrirtæki eiga við að glíma og eru fyrst og fremst afleiðingar langvarandi verðbólguáhrifa á atvinnulífið. Það sýnir sig nú enn einu sinni að peningakerfið ræður ekki við að fjármagna 30—40% verðbólgu eða þaðan af meiri. Það er mikilvægt að gera þær breyting- ar á peningakerfinu sem geri því kleift að sinna þörfum atvinnulífs- ins. Til þess þarf að stöðva afskipti stjórnmálamanna af vaxta- og peningamálum og láta viðskiptin á fjármagnsmarkaði ganga fyrir sig með eðlilegum hætti. Þetta er líka ein veigamesta forsenda þess áð takist að draga úr og hætta erlendri skuldasöfnun. Það er hins vegar nauðsynlegt að gera sér það alveg ljóst að þessar breytingar verða ekki framkvæmdar í 30— 40% verðbólgu eða þaðan af meiri. Við komum enn að því að veruleg hjöðnun verðbólgunnar er nauð- synleg til þess að koma peninga- kerfinu í lag. Versnandi hagur fyrirtækja hefur þegar leitt til þess að sam- dráttur er að verða í ýmsum grein- um. Það sem einkennir efnahags- ástandið á ísiandi í dag er þvi mjög þröng staða útflutnings- greina og hætta á samdrætti á heimamarkaði. Þetta er sú staðreynd sem menn verða að átta sig á og viðurkenna. Það þýðir ekkert að hefja viðræður um kjarasamninga og láta sem hlutirnir séu allt öðruvísi. Það mun ráðast á árinu 1986 hvort tekst að draga svo verulega úr verðbólgu að hér skipist raun- verulegur grundvöllur til bættra lífskjara í framtíðinni eða hvort

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.