Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐID. ÞRIÐJUDAGUR 31.DESEMBER 1985 21 Stríði Mali og Burkina Faso lokið Abidjan, Fílabein>wtröndinni, 30. des. AP. Moussa Traore, forseti Mali, undirritaði í dag friðarsamkomulag, sem bindur enda á stríð Mali og Burkina Faso. Stríð ríkjanna, sem spratt út af landamæraágreiningi, stóð í fimm daga. Ruanda: Górillu-fræð- ingur myrtur Nairobi, Kenya, 30. desember. AP. DIAN Fossey, bandarískur dýra- fræðingur, sem dvalist hefur undan- farin 18 ár Ruanda og rannsakað fjallagórillur, lifað meðal dýranna og stuðlað að friðun þeirra, var myrt á aðsetursstað sínum á fjöllum uppi, að því er embættismenn í Ruanda greindu frá á laugardag. Sendifulltrúi frá Ruanda, Gregorie Karambizi, sem hefur aðsetur í Kenya, sagði AP-fréttastofunni, að útvarpið í Ruanda hefði sagt frá morðinu á laugardagsmorgun. Starfsmenn útvarpsstöðvarinnar í Kagali, höfuðborg Ruanda, sögðu síðar í símaviðtali, að morðið hefði verið framið á fimmtudag. Fossey talaði iðulega um „górill- urnar mínar“ og var þekkt af skrif- um sínum og sjónvarpsþáttum um þær. I fréttaviðtali í maímánuði síð- astliðnum sagði hún: „Eg á enga vini. En því betur sem maður kynn- ist górillunum, því fremur leitast maður við að forðast samneyti við mennina." Engar handtökur hafa enn farið fram vegna morðsins. Svissnesku Alpamir: Langþráður skíðasnjór Bern, Srias, 30. deaember. AP. SKIÐALYFTUR, sem staðið hafa þögular vikum saman á flestum skíðastöðum í Sviss, tóku mikinn fjörkipp á sunnudag, eftir að ríflega 30 sm langþráðan snjó hafði sett niður um mestallt landið á einum sólarhring. Svo skyndileg vetrarkoma hefur þó einnig í för með sér aukna snjó- flóðahættu. Einn þeirra, sem tók fram skíðin á sunnudag, lenti undir snjóskriðu í Chateau d’Oex, en náð- ist aftur heill á húfi. íranir taka danskt skip á Oman-flóa Nkosiu, Kýpur, 30. desember. AP. A sunnudag tóku íranir danskt flutn- ingaskip á Omanflóa og losuðu það í höfn í Iran. í skipinu voru vopn og skotfæri, sem áttu að fara til Iraks, að sögn írönsku fréttastofunnar IRNA. Fréttastofan sagði, að íranski flot- inn hefði tekið danska skipið, Horn- land, á siglingu á Oman-flóa, um 200 km frá Hormuz-sundi. Tekið var fram, að vopnin hefðu átt að fara til íraks, um Kuwait, og hefði átt að nota þau i stríðinu milli íranaog íraka. íranir reyna nú að taka öll skip, sem eru á leið inn á Persaflóa, í þvf skyni að koma í veg fyrir vopna- flutninga til óvinarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.