Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 9
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31.DESEMBER 1985 9 í Jesú nafni áfram enn — eftir séra Heimi Steinsson IJZfmenn því vilja leggja lið lifandi sameiningarafli, mun þeim hentast að taka upp þráð kirkjulegrar trúar. Með nýtízkulegu orðfœri mœtti geta þess til, að um vœri að rœða ^kynsamlega fjár- festingu “. Boðun ogiðkun trúar í kirkju ogá heimilum, í skólum.fjölmiðlum og hvarvetna annars staðar, er verkefni dagsins ogársins. “ Áramót búa yfir víðtækari skír- skotun en aðrar hátíðir. Það á sér augljósa skýringu. Tilveran er formlega römmuð inn í tímatal, sem enginn fær umflúið. Strangt tekið getur hver, sem þess óskar, haft t.a.m. jól, páska, hvítasunnu, þjóðhátíðardaginn og aðrar merk- isstundir að engu. En öðru máli gegnir um áramót. Ef þú einum sólarhring eftir lestur þessa greinarkorns heldur áfram að skrá ártalið 1985 á þau margvís- legu plögg, er frá þér kunna að fara, stór og smá, verður þú fljót- lega fyrir ýmsum óþægindum, sem menn reyna að forðast. Hér er ekki um neitt að villast: í kvöld verða tímamót í lífi okkar alira — áramót. Þau gjöra sér engan mannamun og heimila enga und- antekningu. Allt að einu er auðvelt að halda því fram, að áramót séu tilbúning- ur. Raunar eru þau miðuð við gang himinhnatta. Einhvers stað- ar verður að ljúka hverri hring- ferð jarðar um sólu. Hin ýmsu mannfélög hafa valið áramótum stað á mismunandi árstíðum. Heppilegast er, að þeir, sem búa innan einnar menningarheildar, hafi þar sama háttinn á. En sá tími, sem við teljum í dögum, vikum, mánuðum og árum, tekur að öðru leyti á sig ýmsar myndir. unnt er að færa rök fyrir því, að tíminn sé fullkomlega afstæður, jafnvel heilaspuni og annað ekki. Til hagræðis mælum við þó tím- ann með alkunnum hætti. Þar af leiðir meðal annars, að áramót orka á hugi manna upp til hópa. Þau eru áminning, jafnvel nær- göngul áminning. Ærsl og um- brot, er þeim tengjast, kynnu öðrum þræði að vera feluleikur, settur á svið í því skyni að dyljast þeirrar staðreyndar, að ævi- tíminn eyðist: Klukkan, sem slær tólf högg í kvöld, glymur ekki einungis árinu, sem er að kveðja, heldur einnig þér og mér. Þetta er ekki sérlega frumleg nýting á alkunnri tilvitnun. En þetta er satt. Eilífð og andartak Áramót einkennast af hvoru tveggja í senn, hraðfara ham- skiptum og djúpri kyrrð. Hið fyrr nefnda birtist í hugstæðum ljóð- um: „Nú allt er á fljúgandi ferð liðið hjá.“ Þannig syngjum við í kvöld með orðum séra Valdimars Briem. Hnitmiðaðri er hendingin gamla, sem einn af meisturum íslenzkrar arfleifðar gaf nýtt líf í ógleymanlegri ræðu fyrir fáum árum: „Hratt flýgur stund." Hverfulleikinn er áleitinn við áramót. Allt fram streymir. Ég er að breytast og þú líka, og þjóðin okkar beggja stingur stömpum. Við sjáum, að flest er á hverfanda hveli og vitum ekki, hvað framtíð- in kann að bera í skauti sér. Flugastraumur ára og alda veldur öryggisleysi og kvíða. Þar af leið- andi eiga enn önnur gömul orð vel við í dag: Kostaðu hugann að herða. En jafnframt vekur orðið „ára- mót“ með okkur hugmynd um tiltekið andartak eða augnablik, svo að notað sé tökuorð, sem ekki fæst annað betra: Áramótin verða í þeirri andrá, er mundang tímans staldrar við á mörkum tveggja skeiða. Reyndar staldrar það ekki við. En mörkin eru á sínum stað. Sjálf getum við beint athyglinni að mörkunum, numið staðar við andartakið, stöðvað það milli lófa okkar og starað í augnabliksins algjöradjúp. Augnablikið er andstæða hins hraðfleyga tíma. Þú minnist augnablika, sem voru ofar tíman- um, hófu sig hátt yfir hafrót verðandinnar. Eitt slíkt augna- blík varpar ljósi eða skugga yfir heila ævi. Það er sinnar eigin tegundar, óskylt tifi þess tíma- mælis, sem þú berð um úlnliðinn. Augnablikið eigin tegundar — og þó ekki. Sem andstæða tímans er það hluti af eilífðinni, óháð eftirgangssömum höggum kluk- kunnar miklu, er slær í kvöld. Augnablikið er spegilmynd eilífð- arinnar, sjónarhóll og gluggi. Af þeim hóli, um þann skjá, færð þú skynjað ævarandi veruleika, sem ekki gengur á grunn, heldur er og varir án tillits til þeirrar hagkvæmu sjónhverfingar, sem við nefnum tíma. Sjálf ert þú eilífðarvera, sem lent hefur á villigötum. Öll vand- kvæði þín eiga rætur sínar að rekja til þeirrar villu, sem hrjáir eilífðarbarn í fjötrum tímans. Gjörðu sjálfum þér þann greiða í kvöld að nema staðar við augna- blrkíð, sem verður á mörkum áranna tveggja. Kappkostaðu síð- an að varðveita endurminninguna um það augnablik allt til næstu áramóta. „Var hann látinn heita Jesús“ Á aðfangadag hugleiddum við þverstæðuna miklu, er Guð gjörð- ist maður. Sama þverstæða er til umræðu hér að framan: Eilífðin skerst í leik tímans. Ævarandi Guð birtist á sviði hraðfara verð- andi. Hvort tveggja er óvænt og kemur til skjalanna sem viðburð- ur, er ekki verður borinn saman við atvik, sem gjörast í sögunni og eiga sér almennar orsakir. Þú lifir augnablikið, eilífðina, Guð, að baki hversdagsatburðum ævi þinnar. Sjálfur gengur Guð aðeins einu sinni inn á vettvang manna í eigin persónu. Við þekkjum þann mann, sem er Guð. Við fögnuðum fæðingu hans fyrir fáum dögum. Á morgun er ekki aðeins nýárs- dagur, heldur einnig áttundi dag- ur jóla eða „áttidagur", eins og þeir gömlu nefndu hann. I guð- spjalli þess dags greinir frá því, að sveininum, sem borinn var í Betlehem, hlotnaðist nafn, „og var hann látinn heita Jesús, eins og engillinn nefndi hann, áður en hann var getinn í móðurlífi". Síðar meir á ævinni kynnti Jesús sig á ýmsa vegu. Skýrust eru orð hans í Jóhannesar guð- spjalli, er hann segir: „Áður en Abraham fæddist, er ég.“ Jesús Kristur er eilífðarvera, sem ekki hefur lent á villigötum, heldur brýtur af sér fjötra tímans og hverfulleikans. Hann er „augnablikið" einstæða holdi klætt á jörðu, eilífðin í tímanum, í manns mynd. Sjálfur færð ú höndlað eilífan Guð með því að festa augun á Jesú í trú og í trausti. „I Jesú nafni áfram enn með ári nýju, kristnir menn.“ Þannig syngjum við á morgun og göngum óskelfd til móts við flugastraum hæpinn- ar framtíðar. Gott er að „herða hugann“ á allar lundir, vissulega. En við eigum óbrigðulan huggara, sem til okkar talar í kvöld, þegar umskiptin verða og síðan ævin- lega, er við minnumst hans og hleypum honum inn. Við eigum Jesúm og þar með eilífð hans. Þegar kurlin koma til grafar, kemur klukkan mikla okkur ekk- ert við að öðru leyti en því, að hún minnir okkur á ábyrgð okkar gagnvart Guði og meðbræðrunum — að við notum tímann á jörðinni til að þjóna báðum réttilega. NauÖsyn þjóðar- átrúnaðar Meðbræður þeir, sem okkur er ætlað að þjóna réttilega, eru bú- settir um alla jörð. Hitt er þó jafnan skyldast að þjóna sam- borgurum í eigin landi. Meint umhyggja fyrir framandi þjóðum getur snúizt upp í hræsni, meðan einhver á bágt hér heima. Það öryggisleysi og sá kvíði um framtíð og afdrif, sem að framan getur, eru ekki einkamál, heldur varða þau vandkvæði okkur öll, sem landið byggjum. Lausnin, sem boðuð er í Jesú nafni og trú, er enn fjær því að vera einum fengin eða fáum. í henni eiga allir sömu hlutdeild, ef þeir vilja. Nýlega flutti ungur og glæsileg- ur fræðimaður erindi í Ríkisút- varpið, þar sem hann fjallaði um „trú og þjóð“. Hann vitnaði m.a. í erlendan starfsbróður sinn, er hélt því fram, „að trúin væri for- senda þjóðfélagsins. Sameinandi trú gegnsýrir heilbrigt þjóðfélag". Ræðumaður tók síðan í sama streng og hrærði hann á ýmsa vegu. Hér var vel að verið. Öllum mun ljóst, að ekkert verður Islending- um heilladrýgra á komandi ári og árum en ræktarsemi við þann þjóðarátrúnað, er sameinar velf- lesta landsmenn. — Þess konar umsýsla eflir samstöðu og kjark, en léttir af mönnum tortryggni og ótta. 1 annan stað er aukið gengi kristinnar trúar líklegt til að bæta þá þjónustu, sem lands- menn veita hver öðrum — en styrkja um leið góðan hlut þeirra að málum á alþjóðavettvangi. Þessi orð eru þeim mun tíma- bærari sem nýjar kannanir leiða í ljós einkar jákvæða afstöðu ís- lendinga til kristinnar arfleifðar. Alkunnugt er, að viðhorf manna til flestra efna annarra eru næsta blendin. En blendin viðhorf kynda undir sundrungu, átök og örvænt- ingu, er um síðir leiða til falls. Margt bendir til, að við um þessar mundir stöndum á tíma- mótum. Efnishyggja síðustu alda er sér til húðar gengin. Hún sameinar enga um nokkurn skap- aðan hlut framar, og má einu gilda í hverra kvikinda líki hún bregður sér. Efnishyggjan er dauð sem virkt afl. Hún er einungis nærstödd sem lík, misjafnlega átakanlegur smurlingur. Ef menn því vilja leggja lið lifandi sameiningarafli, mun þeim hentast að taka upp þráð kirkjulegrar trúar. Með nýtízku- legu orðfæri mætti geta þess til, að um væri að ræða „skynsamlega fjárfestingu". Boðun og iðkun trú- ar í kirkju og á heimilum, í skól- • um, fjölmiðlum og hvarvetna annars staðar, er verkefni dagsins og ársins. Sú boðun mun skila arði í ein- huga og bjartsýnni þjóð, er ódeig horfir fram á veginn og skipast í samtaka sveit við lausn vand- kvæða allra. Niðurlag Þegar ég í septembermánuði hóf að skrifa hugleiðingar í Morg- unblaðið að nýju, að loknum sumarönnum, talaðist svo til, að stefnunni yrði fram haldið til ára- móta. Nú er sú stund komin. Ég þakka fjölmörgum lesendum vin- semdarorð og hvatningu. Starfs- mönnum blaðsins þakka ég ánægjulega samvinnu og lipurð í hvívetna. Landsmönnum öllum bið ég blessunar Guðs á nýju ári. 911RÍ1- 71170 S0LUSTJ LARUS Þ VALDIMARS 4IIJU ^.IJ/U logm joh þoroarson hdl Upplýslngar til viöskiptamanna okkar um víðskiptin á árinu 1985 úr meöaltali allra seldra eigna Útborgun 87,4% af nafnveröi eöa 77,4% af raunviröi. Á fyrstu 29 dögum samningstimans greiddu kaupendur 33,3% af nafn- veröi eöa 25,8% af raunviröi. Afhending var aö meöaltali 89 dögum eftir gerö kaupsamnings. Útborgun greiddist aö meöaltali á 335 dögum. Hlutfall raunviröis miöaö viö fasteignamat var aö meöaltali 118,3%. Hlutfall raunviröis af brunabótamati var aö meöaltali 94,5%. Miöaö er viö hækkun lánskjaravísitölu á milli ára sem var rúm 39% og vexti 5% af verötryggöum skuldum. Óvenjumargir fjársterkir kaupendur hafa leitað til okkar um útvegun é húsnæði. Margir með mjög góða útborgun strax við kaupsamning. Vinsamleg- ast hafið samband við skrifstofuna. Bestu nýársóskir - með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að kveðja. SIMAR Fasteignasalan Hátún Nóatúni 17, s: 21870, 20998 Ábyrgd - reynsla - öryggi Við óskum viðskiptavinum okkar svo og öllum lands- mönnum árs og friðar Innilega þakka ég vinum og frœndum allan sóma sýndan mér og fjölskyldu minni á sjötugsafmæli mínu 18. des- ember síðastliðinn. SIGURDUR BJARNASON FRÁ VIGUR. Gleðilegt ár! Þökkum árið sem er að líða. Viöskiptum hjá okkur fylflja _______________________ ráögjöf og trauatar FASTEIGNASALÁN upplysingar LAUGAVEG118 SIMAR 21150-21370 AtMENNA Hilmar Vaidimarsson s. 687225, Kolbrún Hilmarsdóttir s. 76024, Sigmundur Boðvarsson hdl. 28444 HÚSEIGNIR VCLTUSUNDM 8» SIMI 28444 ðltlr Daníel Arnason, lögg. fast. !*■> Ornólfur Örnólfsson, söluatj. UfQj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.