Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31.DESEMBER 1985 41 Sagan endurtók sig á Skaganum SAGAN endurtók sig á Skipa- skaga er ísland sigraói Dan- mörku, 24-20, í skemmtilegum leik á laugardaginn. íslenska landsliöið í handknattleik sigraöi einnig á Akranesi fyrir nákvæm- lega fjórum árum og þá meö ellefu marka mun, 32-21. Leikurinn var lengst af jafn, staðan í hálfleik 12-12. íslensku strákarnir náöu svo að sýna mjög góöan leik á lokakaflanum og unnu veröskuld- að. Valsmaðurinn Julius Jónasson kom nú inn í liöiö og stóö sig mjög vel. Skoraöi þrjú mörk á fyrsta stundarfjóröungnum auk þess aö eiga tvær línusendingar sem gáfu mörk. Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn og var jafnt á flestum tölum. Þó komust íslendingar í 12-10 rétt fyrir hálfleik, en Danir geröu tvö síöustu mörkin. f seinni hálfleik var jafnt á með liöunum þar til staöan var 16-16 og 20 mínútur eftir. Þá kom stór- góöur kafli hjá íslenska liöinu — skoruöu þá fimm á móti einu marki Dana á næstu tíu mínútum og breyttu stööunni í 21-17. Þá skor- uöu Danir eitt en næstu tvö mörkin voru íslensk og staðan því oröin 23- 18 og þrjár mínútur til leiksloka. Á þessum kafla fór Bjarni Guö- mundsson á kostum og skoraöi fjögur mörk. Kristján Sigmunds- son, sem kom í markiö í seinni hálfleik, stóö sig einnig mjög vel og varöi oft úr ótrúlegum færum, alls 10 skot í hálfleiknum. Loka- tölunar voru eins og áöur segir, 24- 20. Danir áttu ekkert svar við góöum leik íslenska liösins á lokaminútun- um og voru þeir vel studdir af Skagamönnum sem troöfylltu íþróttahúsiö. Var mörgum á oröi eftir leikinn, aö íslenska landsliöiö i handknattleik ætti aö leika alla sína landsleiki við Dani á Akranesi. fslenska liöiö lék þennan leik mjög vel. Vörnin var góð og sama má segja um sóknarleikinn. Sig- uröur Gunnarsson stjórnaöi sókn- arleiknum eins og herforingi og var þetta hans besti leikur um nokkurt skeiö. Leikfléttur liösins gengu vel upp. Vörnin var vel skipulögð og hraöaupphlaupin árangursrík. Júl- íus komst mjög vel frá leiknum og ógnaöi vel á vinstri vængnum. Þorgils Óttar bregst aldrei og hefur hann sennilega aldrei veriö betri en nú. Kristján stendui alltaf fyrir sínu, þótt hans væri vel gætt. Steinar var drjúgur og Þorbjörn eins og klettur í vörninni. Danska liöiö lék einnig vel, en réö ekki viö stórleik íslenska liösins á lokamínútunum. Roepstorff var þeirra bestur, ótrúlega lunkinn viö aö læöa knettinum í netiö úr von- litlum færum. Norsku dómararnir dæmdu af stakri prýöi. Mörk islandt: Þorgils Óttar 5. Sigurður Gunnarsson 5/1, Ðjarni Guömundsson 4, Kristján Arason 4, Júlíus Jónasson 3 og Stein- ar Ðirgison 3. Mörk Dana: Roepstorff 5, Rasmussen 3, Christensen 3, Fenger 3, Nielsen 3 (víti), Jens- en 2 og Andersen 1. — Val Anægjulegt að sigra Dani „ÞAÐ VAR mjög gaman aö fá aö kom inná í svona sigurleik. Mig var virkilega farið aö langa til spila,“ sagöi Júlíus Jónasson, sem stóð sig mjög vel í lands- leiknum á Akranesi. Júlíus er einn af yngri og efnilegu leikmönnum liösins. „Ég held aö ég hafi komist þokkalega frá þessum leik. Áhorf- endur hér á Akranesi voru mjög góöir og studdu vel viö bakiö á okkur. Þar sem viö erum ekki meö okkar sterkustu menn, en þeir aftur með alla sína bestu leikmenn. Ég hitaöi upp í fyrsta leiknum í 20 mínútur, en fékk ekki aö fara inná og var þetta því kjöriö tækifæri til aö sanna getu sína. Danir eiga á aö skipa góöu liöi og ánægjulegt aö geta unniö þá,“ sagöi Júlíus Jónasson, sem svo sannarlega sýndi hvaö í honum bjó. • Júlíus Jónasson átti góöan leik meö landsliöinu gegn Dönum á Akranesi. Hór gnæfir hann yfir vöm Dananna og sendir inn á línuna þar sem Þorgils Óttar er við öllu búinn. Danskur sigur Þorgils Óttar Mathiesen: Stjórnuðum hraðanum „SÓKNARLEIKURINN var mjög góöur í þessum leik og viö náöum aö stjórna hraöanum mjög vel,“ sagöi Þorgils Óttar Mathiesen, eftir sigurleikinn á Akranesi. „Þaö var reglulega gott aö vinna þennan leik, þar sem lykilmenn vantar í liðið, eins og Pál Ólafsson, Atla Hilmarsson og Alfreö Gísla- son. Þetta sýnir aö breiddin er meiri í liöinu en taliö hefur veriö. Júlíus blómstraöi í leiknum og þaö viröist koma maöur í manns stað. Einbeitningin var góö og viö héld- um henni út allan leikinn. Danska liöiö er mjög gott og þaö er alltaf gaman aö leggja þá aö velli," sagöi Þorgils Óttar sem stóö sig mjög vel og skoraöi fimm mörk. ÞRIÐJI og síöasti leikur íslands og Danmerkur í handknattleik var leikinn á sunnudagskvöldiö fyrir svo til fullri Laugardalshöllinni. Ekki tókst okkar mönnum aö sigra aö þessu sinni því lokatölur uröu 17:21 fyrir Dani eftir að þeir höföu haft eitt mark yfir í leikhléi, 8:9. Danir fara því meö sigur af hólmi í þessari þriggja leikja keppni, skoruðu 61 mark eins og íslendingar en skoruöu fleiri mörk í leiknum sem þeir töpuöu á Akranesi en okkar menn á sunnu- daginn. Leikurinn á sunnudaginn var trú- lega sá haröasti af þessum þremur og þótti þó mörgum nóg um hina • Þorbjörn Jensson fyrirliöi íslenska landslíösins er hér kominn inn sunnudaginn. Morgunblaðiö/Julius af línunni og skorar í leiknum á tvo. Varnarleikur danska liösins var hreint út sagt ótrúlega sterkur í þessum leik og sem dæmi má nefna aö þegar leikiö haföi veriö í 23 mínútur var staöan 5:7 fyrir Dani og þá haföi íslenska liöiö gert fjögur af þessum fimm mörk- um úr vítaköstum. Þaö var bókstaf- lega enga glufu aö finna á vörn þeirra og þaö hvorki gekk né rak hjá íslenska liöinu. Vörn íslenska liösins var einnig ágæt en sofnaöi stundum á veröin- um og því fékk liöiö oft á sig óþarf- lega ódýr mörk. Þorgils Óttar var duglegur aö fiska vítaköstin í þess- um leik og er hann nú meö okkar allra bestu leikmönnum. Þaö kemur ekki bolti inn á línuna án þess hann nái aö grípa hann og oftast tekst honum aö vinna ein- hvernveginn úr sendingunni. i síöari hálfleik var jafnræöi meö liöunum þar til um miöjan hálfleik- inn þá skora strákarnir ekki mark í tíu mínútur en á meðan gera Danir þrjú mörk og komust í 13:17. islenska liðiö náöi þó aö minnka muninn nokkuö en dómararnir, sem aö þessu sinni voru frekar ósannfærandi, geröu þá tvenn afdrifarík mistök og þar meö var útséö um sigur eöa jafntefli. islenskir leikmenn voru aöeins einu sinni útaf en þeir dönsku fjór- um sinnum. Danir nýttu sér vel aö vera einum fleiri en íslenska liöiö náöi ekki aö nýta sér þaö - náöi aldrei aö minnka muninn þó þeir væru einum fleiri. Þetta þarf aö laga hjá liöinu. Strákarnir eru allt of fljótir á sér þegar þeir eru fleiri en Danir höföu sóknir sínar eins langar og frekast var unnt. Spiluöu leikmanninn inná. Islenska liöiö átti sjö stangar- skot í þessum leik en Danir þrjú og af því sést aö talsverö óheppni var meö liöinu. Bestu menn islands í þessum leik voru þeir Kristján Arason, Siguröur Gunnarsson og Þorgils Óttar. Geir Sveinsson var sterkur t vörninni þann stutta tima sem hann fékk aö leika og Kristján átti ágætan leik í markinu og Guömundur Guömundsson barö- ist vel og skoraöi þrjú mörk af mikilli harðfylgni. Mörk íslands: Siguröur Gunnarsson 5/3, Krístján Arason 5/2, Guömundur Guömunds- son 3, Þorgils Óttar, Bjarni Guðmundsson, Júlíus Jónasson og Þorbjörn Jensson skoruðu allir eitt mark. Mörk Dana: Nielsen 5/4, Jacobsen 4, Gluver 4. Roepstorff 2. Rasmussen 2. Morten Stig 1, Hattersen 1, Fenger 1, Munkedal 1. — SU8 Þorbjörn Jensson: Hraðasti leikurinn „ÞESSI síðasti leikur var lík- amlega haröastur af þeim þremur leikjum sem viö lék- um viö Danina. Þaö var greini- legt strax í upphafi aö þeir ætiuöu aö selja sig dýrt því það heföi ekki verið gott veganesti fyrir þá aö fara é Baltik Cup meö tvö töp é bakinu gegn okkur og eitt jafntefli," sagöi Þorbjörn Jensson fyrirliöi íslenska landsliösins í handknattleik é sunnudagskvöldið eftir sið- asta leikinn viö Dani. „Þaö hefur mikiö aö segja aö vera of fáir eins og viö vorum í þessum leik. Þaö vantaöi nokkra menn í liöiö og þaö munar mjög mikiö um þá. Dómararnir fannst mér óhag- stæöir í þessum leik og þeir dæmdu allt ööruvísi núna en þeir geröu í hinum leikjunum tveimur,“ sagöi Þorbjörn. * '"Krwr.rr numsam ■ -MLimi I'.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.