Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR17. JANÚAR1986 Það er ekki svo lítið og hreint ekki sjálfsagt mál að allir þessir hæfileikar og kunnátta séu til staðar í einni og sömu manneskj- unni í miklum mæli. Veikasti hlekkurinn í keðjunni í „Oklahoma" í Eyjum, — og eiginlega sá eini sem er svolítið áberandi veikur —, er einsöngur- inn. Enginn aðalleikaranna virðist mikill söngvari. Hávarður slapp nokkuð vel eftir óstyrk í byijun sem greinilega háði honum í bar- áttunni við djúpu tónana. Elfa söng rétt, en lágt. Þráinn stóð sig hvað best, Heiða lenti í erfíðleik- um með hæstu tónana vegna taugaspennu og Ólafur Viðar gleymdi að hlusta á hljómsveitina í einu laginu með þeim afleiðing- um að úr varð ákaflega sérkenni- legt tónverk. Öll stóðu þau sig hins vegar mjög vel sem leikarar og er það athyglisvert þegar þess er gætt að ekkert þeirra hafði leikið áður nema Elfa eitthvað smávegis, að því er mér skilst. Sama er að segja um þann sem sífellt stal senunni um leið og hann birtist. Það var Ástþór Jónsson í hlutverki Ali Hakims. Hlutverkið býður upp á mikla möguleika og Ástþór nýtti þá með miklum sóma. Ekki ber að skilja þetta sem svo að hann hafí viljandi skyggt á aðra leikara. Hann fór einfaldlega með fyndn- asta hlutverkið og skilaði því með glæsibrag. Það var greinilegt í upphafí sýningarinnar að reynslan skiptir miklu máli í leiklist sem öðru. Þannig léku þau Kolbrún Hálf- dánardóttir og Runólfur Dag- bjartsson strax af miklu öryggi. Aðrir þurftu að hita sig upp. Það sem vakti hvað mesta athygli og jafnvel undrun mína voru þó dansatriðin eftir hlé. Þau gáfu því ekkert eftir sem ég hef áður séð svipaðrar tegundar. Eiga allir sem taka þátt í sýningunni heiður skilið fyrir þessi atriði. Þó kannski sérstaklega þær Hrund Hjaltadóttir sem leiðbeindi í square-dönsum og Ingveldur Gyða sem samdi og æfði dansana í sýningunni. í heild er þessi sýning fjörug og hressileg án þess þó að hinar fínni tilfínningar gleymist, enda skemmtu áhorfendur á þessari sjöundu sýningu sér konunglega, en þeir voru svo sannarlega á öllum aldri. Það er því alveg ljóst að Leik- félagi Vestmannaeyja hefur tekist það sem það ætlaði sén Að minnast stóraftnælis síns með vel heppnaðri, viðamikilli og skemmtilegri sýningu. Eg leyfí mér að lokum að óska Leikfélag- inu til hamingju með afmælið og Vestmanneyingum öllum til ham- ingju með þetta glæsilega leiklist- arframtak. Svipmyndir úr söngleiknum Oklahoma. Afrek Leiklist Sveinbjörn I. Baldvinsson Leikfélag Vestmannaeyja: OKLAHOMA eftir Rodgers og Hammerstein Leikstjóri: Guðjón Ingi Sigurðs- son Um þessar mundir er Leikfélag Vestmannaeyja 75 ára. Á þessum tímamótum ræðst það í það stór- virki að setja á svið hinn sívinsæla söngleik þeirra Rodgers og Hammersteins, „Oklahoma". Þetta er 115. verkefni félagsins og það viðamesta til þessa. Það eitt, að áhugaleikfélag í byggð sem telur um það bil 4700 íbúa skuli takast á við svo um- fangsmikið sviðsverk er auðvitað glæsilegur vitnisburður um stór- hug og dugnað leiklistarfólksins í Eyjum. Sýning af þessu tagi kemst ekki á íjalimar nema með ótrúlegri vinnu mikils §ölda fólks. Það hriktir jafnvel í stærstu at- vinnuleikhúsum þegar svona lag- að stendur til, slíkt er álagið. Þó er þar um að ræða fólk sem hefur þetta að atvinnu og hefur auk þess f flestum tilfellum margra ára nám og þjálfun að baki í sínu fagi. Það að setja upp söngleik eins og „Oklahoma" í hjáverkum hlýtur að teljast til afreka. Vitanlega verður útkoman ekki hin sama og í atvinnuleikhúsi, enda fráleitt að ætlast til þess. Atvinnuleikhús á að vera í beinni samkeppni við önnur atvinnuleik- hús úti í hinum stóra heimi og það hlýtur að stefna hiklaust að fullkomnun á öllum sviðum upp- setningarinnar, leiktúlkun, söng, dansi, hljóðfæraleik, o.s.frv. í hjáverkum Markmiðið hlýtur að vera ann- að þegar um sýningu áhugafólks er að ræða. Það hlýtur fyrst og fremst að vera það, að koma verkinu til skila með þeim hætti að innihald þess njóti sín og verði áhorfendum til ánægju. Takist það, hlýtur leiklistarfólkið að uppskera þau laun sem hvorki skattar né verðhækkanir fá grandað. Söngleikir þeirra Richards Rodgers, tónskálds, og Oscars Hammerstein, textahöfundar, eru margir og frægir og má því til áréttingar minna á „South Pac- ifíc“, „The King and 1“ og „The Soundof Music". „Oklahoma" var fyrsti söng- leikurinn sem þeir félagar sömdu og var hann frumsýndur í Vestur- heimi árið 1943. Hann varð strax feykivinsæll og er enn. Kemur það til af því að bæði er tónlistin létt og skemmtileg og sagan mann- eskjuleg, bæði fyndin og líka svolítið harmræn á köflum. Þetta er auðvitað ástarsaga enda fátt eins skoplegt og harmþrungið í senn og samskipti kynjanna. Þessi saga gerist að sjálfsögðu í Oklahoma í Bandaríkjunum eitt- hvað nálægt sfðustu aldamótum. Kúrekinn Curly (Hávarður Bern- harðsson) er skotinn í heimasæt- unni Láru (Elfa Kolbeinsdóttir) og hún í honum, en hún er þó ráðvillt nokkuð vegna þess að vinnumaðurinn á bænum, Jud Fry (Ólafur Viðar Birgisson) lætur hana ekki í friði. Kúrekinn Will Parker (Þráinn Óskarsson) er hins vegar skotinn í heimasætunni Ado Annie (Heiða Björg Scheving) og sú er ráðvillt vegna þess að hún er alltaf hrifnust af þeim sem hún er með í það skiptið. Fleiri koma við sögu: Farand- salinn Ali Hakim (Astþór Jóns- son), sem ekki er í giftingarhug- leiðingum, án þess þó að taka það alltaf skýrt fram, Ella frænka (Kolbrún Hálfdánardóttir) hús- móðir á heimili Láru og Ándrew Cames (Runólfur Dagbjartsson) faðir Ado Annie, en hann beitir oft sannfæringarkrafti tvíhleyp- unnar með góðum árangri. Þá eru aðeins ótaldar fjórar persónur og leikendur. Þær eru: Ike (Garðar Tryggvason), Slim (Svanur Gísli Þorkelsson), Cord Elam lögreglu- stjóri (Ásgeir Karlsson) og hin hláturmilda kaupmannsdóttir Gertie Cummings (Berglind H. Halldórsdóttir). Auk þessara tólfmenninga koma fram í sýningunni 25 söngv- arar og dansarar auk tíu manna hljómsveitar. Þetta er sem sagt mjög fjölmenn sýning og mikið starf að stjóma henni og búa henni rétta umgjörð. Auk leik- stjórans, Guðjóns Inga Sigurðs- sonar, eiga þar hlut að máli Olafur Gaukur, sem hefur útsett tónlist- ina, Jóhann Jónsson leikmynda- hönnuður, Lárus Bjömsson ljósa- meistari, Guðni Guðmundsson söng- og hljómsveitarstjóri og Ingveldur Gyða Kristinsdóttir danshönnuður. Ég læt hér staðar numið í upptalningu sem gæti orðið mun lengri, því auðvitað er enn margur ónefndur sem unnið hefur að þessari sýningu. Þó má það ekki gleymast að geta þess hverjir hafa þýtt þetta verk. Það eru Óskar Ingimarsson og Egill Bjamason og var það frumsýnt hér á landi í Þjóðleikhúsinu árið 1972. Söngleikir gera geysimiklar kröfur til leikara. Auk þss að geta leikið verða leikarar í söngleikjum að vera söngvarar og dansarar. Norris hækkar flugið Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Þagnarskyldan — Code of Silence ★ ★ Framleiðandi Reymond Wagn- er. Handrit Michael Butler, Dennis Shryack, Mike Gray. Tón- list David Frank. Kvikmynda- taka Frank Tidy, BSC. Leikstjóri Andy Davis. Aðalhlutverk Chuck Norris, Henry Silva, Bert Rems- en, Mike Genovese. Bandarísk frá Orion, gerð 1985. Þeir hafa sótt á sömu mið á undanförum árum, Eastwood, Stall- one og Chuck Norris. Eastwood lengst af í fararbroddi með til- heyrandi umsvifum, Stallone verið skammt undan. En á meðan hefur karatekempan Norris mátt þola það auma hlutskipti að þræða farvegi B-myndanna. En tímamir breytast. Eastwood er enn að vísu hinn ókrýndi kóngur þeirra þögulu föð- urlandsvina og drápgarpa réttlætis- ins sem þessir þrír leikarar hafa löngum túlkað, en áð öllum líkind- um er Stallone orðinn vinsælli, (í kjölfar tveggja nýrra mynda Rambo II og Rocky IV). Nýir jaxlar eru og komnir til skjalanna með vöðva- fjallið Schwartzenegger í fylkingar- bijósti og B-myndakóngurinn Norr- is hefur aukið vinsældir sínar jafnt og þétt í mörgum fíma lélegum, en hröðum og átakamiklum bar- dagamyndum. Þagnarskyldan er fyrsta mynd Norris sem nokkumveginn sleppur hjá hinum lítt eftirsóknarverða B-stimpli. Þó ekki fyrir dramatíska sigra leikarans, frekar en endra- nær, heldur er reynt að setja saman þolanlegan efnisþráð sem gengur ekki útá einhliða útlimaskak kar- atemeistarans fyrrverandi. Efnið er í ætt við lögreglumyndir Eastwoods. Norris er flokksstjóri Chicagolögreglunnar, viðfangsefni hans eru eiturlyfjasalar. Mafíustríð er í uppsiglingu og að sjálfsögðu er það okkar maður sem reynist einfær um að bera að lokum sigur úr býtum á hetjum glæpamanna. Það væri synd að segja að Þagn- arskyldan sé skynsamlegri skemmtun en fyrirrennarar hennar með þessum kindarlega slagsmála- hundi, erfítt er t.d. að sitja undir lokaatriðinu er Norris fellir óvígan her andskota sinna. Og ekki fer karli fram í leikrænni tjáningu þó óneitanlega sé gaman að fylgjast með tilraunum hans til að leika Steve McQueen. En öll framleiðslu- gæði og handrit hefur stórlagast, svo nú virðist svo komið sem „Norr- is-myndir“ séu að ná því að teljast meðalgóð afþreying fýrir augað og eru það stórstígar framfarir. Norris færir sér og í nyt þann nýtilfundna þjóðemisrembing sem gripið hefur um sig vestra í kjölfar hasarmyndanna Rocky, Rambo og fleiri sprellikarla. Hér em það sölu- menn hvítagullsins frá Colombiu sem teknar em á beinið. Morgunblaðia/Árni Sæberg TF-GRÓ seld til Þýskalands Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GRÓ hefur verið seld úr landi til Þýskalands. Á myndinni eru starfsmenn Landhclgisgæslunnar að búa þyrluna undir flutninginn og pakka henni inn í plast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.