Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986 Hispania-kvikmynda- klúbburinn: Sýning á morgun Hispania-kvikmyndaklúbbur- inn efnir til kvikmyndasýningar í Regnboganum, E-sal, á morgun laugardag kl. 15.15. Sýnd verður kvikmyndin „Furtivos", sem gerð var árið 1975. Leikstjóri er José Luis Borau. Myndin ijallar um ungan pilt, Angel, sem býr með móður sinni í skóglendi upp til flalla og stundar veiðiskap, en með leynd. í heimsókn í borginni kynnist hann Milagros, sem flúið hefur af betrunarhæli. Hann leynir stúlkunni og fer síðan með hana heim til sín, móður hans mjög að skapi. Ráðamaður í hérað- inu, sem bamungur var í fóstri hjá konunni, leggst á sveif með syni hennar er hann vill kvænast stúlk- unni. Maður sá er Milagros hafði áður verið í tygjum við flýr réttvís- ina og Angel er beðinn aðstoðar við að hafa uppi á honum þar sem hann leynist í skóginum, en í stað þess að taka hann höndum hlítir Angel ráðum móður sinnar og hjálp- ar honum að komast undan. En er hann kemur heim segir móðir hans að Milagros hafl hlaupist á brott að leita uppi ástmann sinn fyrrver- andi. Angel gerist skógarvörður og afsalar sér fyrra frelsi. Dag nokk- um rekst hann á útilegumanninn og er sá biður hann að hjálpa sér að ná fundum Milagros vakna með Angel grunsemdir um hvarf hennar. Nokkm síðar kemst hann að þvf að Milagros er ekki lengur lifs og tekur að leggja á ráðin um að hefna hennar. Búnaðarsam- band Suður- lands með fræðslufundi BÚNAÐARSAMBAND Suðurlands efnir til fræðslufunda á Suðurlandi um tilraunamál og fleira. Ifyrsti fundurinn verður 17. janúar kl. 14 á Kirkjubæjarklaustri, næsti fundur sama dag í Ketilsstaðaskóla í Mýr- dal kl. 21.00. Þriðjudaginn 21. janúar verður fundur í félagsheimil- inu Hvoli kl. 21 og miðvikudaginn 22. janúar verður fundur í Borg Grímsnesi og þann sama dag í Þjórsárveri kl. 21.00. Þau fermdust 2. júní 1935: (f.v.) Haraldur Brynjólfsson, Króki; Þorsteinn Jónsson, Kaðlastöðum; Emil Hjartarson, Litla-Fjalli; Ingibjörg Ingólfsdóttir, Múlakoti; Margrét Tómasdóttir, Tandraseli; Guðrún Þórðardóttir, Högnastöðum; Halldór Þorbjamarson, Neðra-Nesi; Guðrún Einarsdóttir, Stóra-Fjalli; Ingibjörg Eirfksdóttir, Grjóti; Halldóra Magnúsdóttir, Laugalandi; Kristín Björnsdóttir, Sveinatungu (var skirð); Vigdís Björnsdóttir, Sveinatungu; Gísli Bjömsson, Sveinatungu (var skirð- ur); Ólafur Eiriksson, Grjóti og Þórður Kristjánsson, Hreðavatni. Stafholtskirkja: Fimmtíu ára ferm- ingarbörn hittast Stafholti, 15. janúar. FYRIR rúmlega hálfri öld, þ.e. sunnudaginn 2. júni 1935 sem ber upp á þrenningarhátið, er mannaferð æði mikil í sveitun- um norðan og vestan Hvitár i Borgarfirði. Allt stefnir þetta fólk á einn stað, til kirkjunnar i Stafholti. Þennan dag ætlar sóknarprest- urinn þar, sr. Gísli Einarsson, að ferma 14 böm og skíra 3, þar af tvö bamaböm sín. Þetta er því mikil hátíð og margt fólk við kirkju í vorblíðunni. Sr. Gísli er orðinn maður aldur- hniginn, kominn á 78. aldursár og þetta verður eitt af síðustu prestsverkum hans, enda hefur hann fengið lausn frá embætti einmitt þetta vor. En því er þetta rifjað upp hér, að nákvæmlega 50 ámm síðar, 2. júní 1985, sem líka ber upp á þrenningarhátíð, koma 13 af þessum 14 fermingarbömum, auk þeirra sem skfrð vom, saman í Stafholtskirkju. Aðeins einn vant- ar í hópinn, Þorstein Hjálmsson frá Hofsstöðum, sem látinn er fyrir allmörgum ámm. Að lokinni helgistund í kirkj- unni í umsjón sóknarprestsins, Biynjólfs Gíslasonar, þar sem skírt er bamabam eins skím- þegans er farið í veitingaskála BSRB í Munaðamesi og dmkkið kaffí og rifjaðar upp gamlar minningar. Að lokum er svo farið út á stéttina fyrir utan skálann og tekin mynd af hópnum í vor- bliðunni. Skylt er að geta þess, að af þessu tilefni var kirkjunni færð vegleg peningagjöf. — Fréttaritari Sr. Gísli Einarsson og kona hans Vigdfs Páls- dóttir. Atvinnuleysi á landinu helming’i meira í desember en í nóvember — verst er ástandið á Húsavík og í Keflavík FJÖRUTÍU þúsund atvinnuleysisdagar voru skráðir á landinu öllu í desembermánuði sl., en það eru sem næst helmingi fleiri atvinnu- leysisdagar en í mánuðinum á undan. Þetta jafngildir því að 1.900 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá allan desembermánuð, en það svarar til 1,6% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði í mánuðinum samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Síðasta virka dag mánaðarins voru hinsvegar um 3.300 manns á atvinnuleysisskrá víðsvegar á landinu og er skýringin sú að víða komu uppsagnir á kauptrygginga- aamningiim ekki til framkvæmda f frystihúsum fyrr en sfðari hluta mánaðarins. Þeir 3.300, sem á skrá voru 30. desember sl., voru 2.900 verkamenn - 1.900 konur og 1.000 karlar - 60 iðnaðarmenn og 340 úr öðrum starfsgreinum. Eins og þessar tölur gefa til kynna verður atvinnuleysið í des- ember sl. fyrst og fremst rakið til stöðvunar fískvinnslunnar, eins og jafnan á þessum árstíma. Skráð atvinnuleysi í desember sl. var nán- ast það sama og á sama tíma 1984. Árið 1983 voru hinsvegar skráðir 48.500 atvinnuleysisdagar í des- embermánuði, sem er mesti fjöldi atvinnuleysisdaga, sem skráðst hefur í þeim mánuði frá því skrán- ing atvinnuleysisdaga hófst árið 1975. Enda þótt nýliðinn desember- mánuður hafí í heild komið svipað út og í fyrra, er dreifíng atvinnu- leysisins nokkuð önnur. Á höfuðborgarsvæðinu, Vestur- landi, Norðurlandi vestra, Austur- landi og Suðurlandi skráðust færri atvinnuleysisdagar nú en í sama mánuði í fyrra. Það eru hinsvegar Norðurland eystra og Suðumes sem skera sig úr með verulega fjölgun atvinnuleysisdaga. Einkum eru það þó tveir staðir, einn á hvoru svæði, sem mestu valda um aukninguna - Húsavík og Keflavík. En á báðum þessum stöðum var atvinnuleysi venju fremur mikið í desembermán- uðisl. Á árinu 1985 voru skráðir sam- tals 288 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu. Þetta jafngildir því að 1.100 manns hafí verið á at- vinnuleysisskrá allt árið sem svarar til 0,9% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóð- hagsstofnunar. Þetta er 97 þúsund dögum minna en árið 1984, þegar skráð atvinnuleysi nam 385 þúsund dögum eða 1,3% af mannafla. Hlutfallslega var atvinnuleysi á sl. ári svipað og árið 1983 á landinu í heild. Skráð atvinnuleysi á árinu 1985 kom misjafnlega niður eftir lands- hlutum. Þannig var hlutdeild höfuð- borgarsvæðisins, þar sem 55-60% mannaflans starfar, aðeins 28% af skráðum atvinnuleysisdögum á landinu í heild og hlutfallslegt at- vinnuleysi aðeins 0,3% en 2,0% á Norðurlandi eystra og Suðumesjum þar sem flestir dagar skráðust utan höfuðborgarsvæðisins. Þessar tölur sýna fyrst og fremst hve fískvinnsl- an hefur mikla þýðingu fyrir at- vinnulífíð utan höfuðborgarsvæðis- ins. En tölumar gætu jafnframt bent til þess að umframeftirspum eftir vinnuafli hafí í raun verið meiri á höfuðborgarsvæðinu en könnun sú, sem Þjóðhagsstofnun og Vinnumálaskrifstofan stóðu fyr- ir og birt var í júlímánuði gaf til kynna. En samkvæmt þeirri könnun virtist um helmingur umframeftir- spumar vera á höfuðborgarsvæð- inu. í nýrri könnun sömu aðila virðist hafa dregið vemlega úr umframeft- irspum eftir vinnuafli á síðasta fjórðungi ársins og umframeftir- spumin virðist þá alfarið hafa verið utan höfuðborgarsvæðisins. Anglia: Silvia Briem kosin formað- ur félagsins Ensk-íslenska félagið Anglia hélt aðalfund nýlega og var for- maður kosin Silvia Briem, full- trúi hjá Ferðaskrifstofu Guð- mundar Jónassonar hf. Er þetta í fyrsta sinn sem kona er kosin í formannssæti félagsins, en félagið var stofnað 11. desember 1921 og verður því 65 ára á þessu ári. Anglia stóð f mörg ár fyrir árs- hátíðum og dansleikjum. Seinni árin hefur félagið aðallega haft á dag- skránni námskeið fyrir böm og fullorðna í enskum talæfíngum. Aðalfundur Skipstjóra- félags Islands: Fjórir nýir heiðursfélagar FJÓRIR skipstjórar, þeir Ingólf- ur Möller, Guðmundur Kjæme- sted, Ásgeir Sigurðsson og Kristján Aðalsteinsson vora gerðir að heiðursfélögum Skip- stjórafélags íslands á aðalfundi félagsins, sem haldinn var fyrir skömmu. Höskuldur Skarphéðinsson skip- herra var endurkjörinn formaður félagsins á fundinum var var jafn- framt lýst yfír stuðningi félagsins við Höskuld vegna máls Landhelgis- gæslunnar gegn honum, að því er segir í fréttatilkynningu frá félag- inu. Fram kom að undirbúningi nýs skipstjóratals er langt komið en það verður gefíð út í tilefni 50 ára afmælis félagsins á nýbyijuðu ári. „Laddi á Sögu“ — 15. sýning á laug- ardagskvöld HINN kunni grínisti Þórhall- ur Sigurðsson verður með skemmtidagskrá sína „Laddi á Sögu“ í fimmtánda sinn nk. laugardagskvöld i Súlnasal, en undanfarnar helgar hefur hann skemmt þar við miklar vinsældir. Laddi kemur fram í sínum helstu gervum skemmtiferils síns, svo sem Eiríkur Fjalar, Þórður húsvörður, mannfræð- ingurinn, búfræðingurinn o.fl. Laddi mun skemmta í Súlna- salnum fram á sumar, en á laugardagskvöld verður leyni- gestur á dagskránni. Húsið verður opnað kl. 19.00 og er matur borinn fram kl. 19.30. Hljómsveit Magnúsar Kjartans- sonar leikur fyrir dansi til kl. 3.00. Vegna árshátíðar Sambands íslenskra samvinnufélaga á föstudagskvöld í Súlnasalnum, tekur Laddi sér frí. Menntamálaráðuneytið: Forstöðumað- ur kvikmynda- sjóðs ráðinn Menntamálaráðherra hefur veitt Guðbrandi Gíslasyni blaða- manni stöðu forstöðumanns kvikmyndasjóðs og tekur hann við starfinu 1. febrúar 1986. Aðrir umsækjendur voru þau Elínborg Stefánsdóttir, Guðbjörg Gústafsdóttir og Gunnar H. Árna- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.