Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986 „ þes5i \JOr rmc\\ub í Frönslcu ©yltin^- unni." 0)981 Univrtol Prmu Syndicata .. .Áster ... leikur um alla lífstíð. TM R«c. UA f«l M.—d rigfrts iwrad • «M2 Lm togiln TkMt Syndkati i , ■ ..... I Við flytjum svo oft að það er ódýrara fyrir okkur að flytja með okkur vegg- fóðrið? Með morgimkaffrnu Þakkaðu fyrir að hafa ekki borgað þig inn til að sjá þessa keppni! HÖGNI HREKKVtSI í* ■ i\ Framlíf eða endurburður 'm §1 Um endurholdgnn og ihin fornu vísindi Til VetvakandjL Bókin „Á yatu nör eftir leikkon- i frægu Shiriey MacLaine, sem ft kom núna fyrir jólin hefur vakið athygii og umtaJ 1 manna. Höfundurinn hreyfir r nefnilega efni aem furöu sjaldan Ir fært í tal — endurholdgunar- lenninguna, þá kenningu aem segir 1 við höfum fæðst áður á þessa '• og eigum eftir að gera það ( framtíðinni. 1 bókinni er fjallad um þetta efni á peraónulegan ' t og tekst höfundinum vel upp öll er frásögnin trúverðug og t er þar merkilegt og forvitni- Endurminningar leikkonunnar i tyrri llf eru þó hvergi nær eins- Margt fólk sem ég þekld Ifur slíkar minningar þó þær séu |til vill ekki cins skýrar og þær i Shiriey greinir frá, enda hefur | grcinilcga iagt mikla rækt við “nþerupp. i síðaKta áratug kom út all rbók um þeási efni á Eng- Shirley MacLaine, höfundur bók- arinnar „Á ystu nöf íslendinga. Þetta hefur víða.komið fram, og sést m.a. á því hve bækur um dulræn efni eru mikið lesnar og hversu mikil umræða er milli mannaum þesai máJ. Eins og sjá má í þjóðsögunum hafa íslendingar alltaf vitað að lífi mannsins er ekki lokið við líkams- dauðann og hér hefur yfírieitt ekk verið deilt um þá staðreynd. Um hitt hafa menn hins vegar verið sammála; hvort endurfæðing arkenningin væri rétt og hefui furðu lítið verið skrifað um hana hér — væri gaman að sjá meira um þau mál á prenti. Hina almennu vissu um framlífk eigum við íslendingar eflaust þv að þakka að hér hafa á hverri c komið fram nokkrir merkir ein staklingar sem hafa gaumgæf) þessi máJ og frætt aðra um þess efni, sem þegar allt kemur tií j varðar manninn mestu að kunna skil á. Nú óttast sumir að [ gömlu visindi gleymist í hávaða c múgmennsku nútJmans, en ekl ' í Velvakanda 14. janúar er grein „um endurholdgun og hin fomu vísindi" og leggur höfundurinn, sem því miður lætur ekki nafns síns getið, út af nýútgefinni þýðingu á bók eftir Shirley MacLaine, sem telur sig vera endurboma. En það orð „endurborinn“ er gamalt mjög í íslensku máli, og er mun betur hugsað og myndað en „endurholdg- aður“. Munurinn er sá að með hinu foma orði, „endurborinn" er sett fram ákveðin hugsun - hvað sem sannleiksgiidi þeirrar hugsunar líð- ur - en „endurholdgun" er eitt þeirra orða sem menn nota án þess að leiða huga að merkingu þeirra. Margt af því sem greinarhöfund- urinn („Oddveija" kallar hann sig) minnist á, er í sjálfu sér skemmti- legt og athyglisvert, til dæmis þar sem hann minnist á hinn mikia þjóð- sagnaauð íslendinga, og hvemig þar kemur víða fram sú trú, að lifað sé áfram. Má með vissu segja að þær hugmyndir em fomar orðnar, og eiga rætur sínar á Norðurlöndum löngu fyrir íslandsbyggð. Sbr. orð eins og „framliðinn“, „framgeng- inn“ og svo á hinn bóginn „aftur- ganga“ um það að stefna í öfuga átt við þá sem „líða fram“ til full- komnara lífs. En hvort rétt sé að segja, eins og greinarhöfundur, að menn hafi vitað þetta hér, kann að vera álitamál, og munu flestir menntamenn, einnig þeir sem sann- gjamir vilja vera, að nokkuð sé hæft í því. En að telja þetta við- fangsefni í sjálfu sér til trúarbragða er önnur villan frá, og er það ekki af öðm en hlýðni við vanann, sem mönnum verður slíkt á. „Oddavetji" segir að hér á landi hafi aliur almenningur verið svo ömggur í þeirri skoðun, að um framlíf sé að ræða, að um það hafí varla verið deilt. En svo segir hann: „Um hitt hafa menn ekki verið sammála, hvort endurfæðingar- kenningin væri rétt, og hefur furðu lítið verið skrifað um hana hér.“ Það er nú svo, að „lítið og mikið“ miðast ekki alltaf við fyrirferð. Einn höfundur segir meira í stuttri _rit- gerð en annar í tíu bókum. Árið 1928 skrifaði íslenskur höfundur ritgerð sem nefnist „íslensk heims- fræði og trúin á endurburð, rein- camation". Þar er með glöggum rökum sýnt fram á að sum sálfræði- leg dæmi sem menn hafa talið stuðning við endurburð, líkjast mjög mikið öðmm dæmum sem ekki geta verið það (vegna þess að þeir sem hefðu átt að vera endurbomir, samkvæmt samskonar dæmum, vom fæddir áður en hinir fyrri dóu.) Þessi samanburður er einn út af fyrir sig alveg nægiiegur til að sjá alvarlegan brest í rökfærslu endur- burðarsinna. Ritgerðin sem ég nefndi er í Ennýal (s.247 o.áfr.) og höfundur dr. Helgi Pjeturss, sem einnig víkur að þessu efni víðar í ritum sínum. „Trúin á endurburð er, eins og svo mörg önnur trú, sprottin af misskilningi," segir hann. En þó að ég meti jafnan mest það, sem Helgi Pjeturss leggur til mála, veit ég af öðmm enn fastari rökum gegn endurburðarkenning- unni en ofangreindum. í bókinni „Samtöl um íslenska heimspeki" sem út kom 1940, í „Tunglsgeisl- um“ (1953) og í „Lausn gátunnar“ (1984) setur Þorsteinn Jónsson fram minningakenningu sína (eink- um í Tunglsgeislum), en hún er heimspekileg túlkun á erfðafræði og líffræði. „Meðvitundin byggist upp á sama hátt og lífið," segir þessi höfundur, „og hvorttveggja byggist upp af sögu sinni og minn- ingum." Mannsævin er samkvæmt þessum skilningi ekki annað en lítið eitt breytt endurútgáfa á sögu, sem alltaf er verið að taka upp að nýju. En sú saga er áður skráð í erfðavís- ana, samkvæmt þeirri sögu, sem tegundin á að baki sér (kynminni), þegar þannig er skilið, nefnilega byggt á eiginlegri erfðafræði, er augljóst, að endurburðarkenningin er í mótsögn við þekkinguna. Hún stenst ekki. Ennfremur ber þess að geta, að endurburðarkenningin er ókristileg. Svo að ég segi fonia sögu, þá var það eitt sinn er Ólafur konungur digri reið í fyrsta sinn um Vestfold, þá fögru byggð, að honum varð að orði: „Hér vórum og hér fórum". En síðar munu biskupar hans hafa talað um fyrir honum, hvað þetta varðar, réttilega að ég hygg. En Ólafur konungur hefur líklega verið í sambandi við Ólaf Geirstaðaálf forföður sinn, sem þama hafði ríkt. Og mun hafa farið að örla eitthvað á minningum frá þeim tíma í huga hans. Hefur hann þá haldið að hann væri sjálfur þessi fyrri maður, vegna þess að hann greini þama ekki nógu vel á milli. Og ef höfundur greinarinnar í Velvakanda 14. jan. heldur, að hann sé einn af hinum fomu Oddaveijum endurborinn, þá gerði hann vel með því að gera sér sem nákvæmasta grein fyrir því, hvemig minningar frá tímum þeirra birtast í huga hans, og skýra síðan frá því. Að þvf mundi verða meiri ávinningur en að þessum engilsaxnesku glanspíu-sögum um endurburð, sem eru hver annarri líkar. Þorsteinn Guðjónsson Víkverji skrifar Samkvæmt blaðafregnum kom nýlega upp deila milli fram- kvæmdastjóra og yfirlæknis sjúkra- hússins á Siglufírði. Tildrögin voru þau að framkvæmdastjórinn lagði mann nokkurn inn á spítalann sem læknirinn hafði áður úrskurðað að þyrfti þar ekki á læknisaðstoð að halda. Um útigangsmann mun hafa verið að ræða og trúlega hafa báðir aðilar nokkuð til síns máls í þessari deilu. Það sem eftir stendur í huga Víkveija er spurningin um hvort nægilega sé hugsað um það fólk sem lent_ hefur á skjön við þjóð- félagið. Ymsir hópar vinna mikið og þarft verk að málefnum þessa fólks og hafa þeir sérstaklega verið áberandi á suðvesturhorni landsins. Margir „kunningjar" af strætum borgarinnar hafa horfið þaðan á liðnum árum og eru nú orðnir nýtir borgarar. Leigubílstjóri nokkur sagði Víkveija á dögunum að vandamálið væri þó alls ekki úr sögunni. Ný kynslóð útigangs- manna væri komin fram, manna sem ungir hefðu ánetjast eiturlyfj- um auk áfengisins og þeirra vanda- mál væru enn erfiðari viðureignar heldur en hinna. XXX * Igamla daga fóru krakkar í hlut- verk kappa úr íslendingasögun- um, einn var Gunnar, annar Skarp- héðinn og þannig fram eftir götun- um. Þá var Hrói höttur vinsæll og hans menn, Roy Rogers var nokkuð notaður og slíkar hetjur. I íjölskylduboði á dögunum varð Víkveiji vitni að því að leikirnir voru talsvert öðruvísi en áður og fyrrnefndar hetjur voru ekki lengur nefndar á nafn. Áramótaskaup sjónvarpsins átti hug krakkanna og sérstsaklega úttektin á framburðar- kennslu sjónvarpsins. „Nú má ég vera konan," sagði einn krakkinn þegar Víkvetji kom á vettvang og síðan var byijað. „Snjó ... eða eitthvað lítið og ræfilslegt" og áfram var haldið „fruussssaa...“ Tveir húseigendur sem nýlega hafa lokið við að byggja í nýj- asta hluta Fossvogshverfis, tóku sig til í haust og hugðust snyrta í kring- um sig. Fenginn var verktaki til að ganga frá hellulögn í gangstíga og verönd við húsin. Framan af miðaði ágætlega þó komið væri haust og farið að frysta að næturlagi. Að því kom þó að ekki varð lengur haldið áfram vegna tíðarfarsins og sjálfhætt þó verkið væri ekki nema um það bil hálfnað. Verktakinn hafði sig því á braut með sitt hafur- task en heldur væntanlega áfram þar sem frá var horfið er vorar á ný. Hluta af eigum sínum skildi hann þó eftir, húseigendum til mikillar gremju. Rækilega merktur pallbíll verktakans hefur nú í nokkra mánuði staðið á þröngum bílastæðum er tilheyra þessu rað- húsi og fleiri húsum í götunni. Bíll- inn bíður trúlega vorsins þarna úr því sem komið er og sömuleiðis stæður af hellum, sem fjárfest var í á liðnu hausti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.