Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið. Ritfrelsi og reykingar X- Til varnar tjáni Læknisfræðilegar rannsóknir eru því til staðfestingar, að reykingar eru hættulegar heilsu manna og lífí. Um þessa niðurstöðu er ekki lengur deilt. Hér á landi hefur verið gripið til víðtækra aðgerða til að stemma stigu við reykingum. Fyrir ári tóku gildi ströng lög um tóbaksvamir. Gætir áhrifa þeirra víða og hafa þau vakið eftirtekt hjá öðrum þjóðum. Á grundvelli laganna hefur af opinberri hálfu verið gripið til ýmissa úrræða. Á aðfangadag rit- aði Ragnhiidur Helgadóttir, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, til að mynda undir reglur um tóbaks- vamir á vinnustöðum, sem hafa það að markmiði, að tryggja að starfsmenn, sem ekki reykja, verði ekki fyrir skaða og óþægindum af völdum tóbaksreyks á vinnustað. Eiga vonandi sem flestir eftir að hlýða þessum reglum. Þegar tekist er á við vandamál af þessu tagi, er oft erfitt að rata hinn gullna meðalveg í opinberum afskiptum. Séu hinu opinbera kerfi fengin mikil og víðtæk völd í þágu góðs málstaðar, skiptir miklu að vel sé með þau farið. í 7. grein laganna um tóbaksvamir er lagt bann við hvers konar auglýsingum á tóbaki og reykfærum. I 3. tölulið þessarar lagagreinar segir, að með auglýsingum sé átt við hvers konar tilkynningar til almennings, eftir- lfkingar af tóbaksvamingi, skilti og svipaðan búnað, útstillingar og notkun tóbaksvöruheita og auð- kenna. Heilbrigðisnefndum undir yfírumsjón Hollustuvemdar ríkis- ins hefur verið falið að hafa eftirlit með því að ekki sé brotið gegn þessu lagaákvæði. Með vísan til þess hafa heilbrigðisnefndir utan Reykjavíkur og Seltjamaness ákveðið að banna dreifingu á des- emberhefti tímaritsins Samúel; þar sé að finna ólögmæta grein um þýskar sígarettur. Er vísað til 27. greinar laga um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit til að rökstyðja heimildina tii bannsins. Morgunblaðið tekur ekki afstöðu til efnisatriða þessarar deilu Samú- els og heilbrigðiseftirlits. Á hinn bóginn er ástæða til að efast um, að þingmönnum hafi verið almennt ljóst, þegar þeir samþykktu lögin um hollustuvemd, að þar með væru þeir að veita heilbrigðiseftir- iitsmönnum heimild til skerðingar á ritfrelsi. í 27. grein umræddra laga er hvergi veitt heimild til að innkalla prentað mál. Tóbaksvamir eru vissulega mikilvægar en prent- fielsi er talið til grundvallarrétt- inda f lýðfijálsum löndum, eins og ákveðið er í sljómarskrá fsienska lýðveldisins. Það er rétt hjá Áma Johnsen, þingmánni Sjálfstæðisflokksins og formanni tóbaksvamanefndar, að það eru „hömlur á öllu og einnig prentfrelsi". Samstaða hefur tekist um vissar hömlur vegna tóbaks- vama. En sé ráðist á ritfrelsi með þeim hætti, sem heilbrigðiseftirlitið hefur nú gert í nafni reykinga, er ástæða til að staldra við. Telji stjómvöld sig þurfa vald til að innkalla rit, þar sem birtar eru greinar um sígarettur eða aðrar tóbaksvömr, ætti löggjafínn að ræða það mál sérstaklega og taka skýrari afstöðu en gert er f lögun- um um hollustuhætti og heilbrigð- iseftirlit. Óljós lagaákvæði um jafn mikilvæg mannréttindi og prent- frelsi stangast á við fslenska rétt- arhefð. Ríkisstyrkir og auglýsingar Við lokaafgreiðslu fjárlaga sameinuðust vinstrisinnar eins og jafnan áður á þeirri stundu og samþykktu að auka styrk skatt- greiðenda til flokksmálgagna. Þau dagblöð, sem njóta þessara styrkja, em Alþýðublaðið, Tíminn og Þjóð- viljinn. Blaði eins og Alþýðublaðinu hefur verið sniðinn sá stakkur, sem samræmist best þeim ijármunum, sem koma úr ríkissjóði. Svo virðist sem málgagn Framsóknarflokks- ins sé á sömu leið. í Tímanum á þriðjudag birtist forystugrein undir fyrirsögninni: Óopinber ríkisstyrkur. Þar kveink- ar blaðið sér undan því, að þeir, sem bera ábyrgð á skynsamlegri meðferð opinbers flár, kjósi að auglýsa meira í Morgunblaðinu en í öðmm blöðum. Telur Tíminn, að hér sé um óopinberan ríkisstyrk að ræða. Þetta er einkenniieg hagfræði og ráði hún við fjármála- stjóm Tímans er ekki von að vel fari. Þeir, sem ráðstafa fé skatt- greiðenda, hafa sömu skyldur og aðrir, sem treyst er fyrir fjármun- um annarra, að þeir eiga að gæta hagsýni. Morgunblaðið lætur les- endum sínum eftir að taka afstöðu til þess, hvemig þessir flármunir nýtast best, ef hagsýni á að ráða vali á prentuðum augiýsingamiðli. Þeir, sem em f vafa, geta leitað álits hjá reyndum auglýsinga- mönnum og samtökum auglýs- ingastofa. Tfminn er ekki einn um að sjá ofsjónum yfír viðsldptum við Morg- unblaðið. Vinstrisinnaðir þing- menn og fréttamenn ríkisQöImiðla hafa alið á þessu sama. Hvað fyrir hinum síðamefiidu vakir er óljóst, en vekur enn spuminguna um, hvemig reglum um óhlutdrægni er háttað. Að lesa tölur um útgjöld opinberra auglýsenda án þess að gera grein fyrir því, hvað fæst fyrir peningana, er auðvitað út í hött, eins og allir góðir fréttamenn ættu að vita. eftir Hannes H. Gissurarson Virðulegi dómari! Við Kjartan Gunnarsson og Eiríkur Ingólfsson stóðum frammi fyrir vandasömu siðferðilegu vali hinn 1. október 1984, er starfsmenn Ríkisútvarps- ins lokuðu því fyrirvaralaust í kjara- deilu sinni við skattgreiðendur og umboðsmenn þeirra í ríkisstjóm. Engir flölmiðlar störfuðu þar sem prentarar voru á sama tíma í hörðu verkfalli. Við þremenningamir töld- um að með þessu væri lýðræði í landinu sem hvílir auðvitað á óhindmðum fréttaflutningi, stofnað í mikla hættu. Ný sturlungaöld stjómmálanna gæti gengið í garð, tækist harðdrægum sérhagsmuna- hópum að stöðva alla fjölmiðlun með valdi. Við þessar aðstæður væri borgaraleg skylda okkar að reyna að reka útvarpsstöð til upp- lýsingamiðlunar og í öryggisskyni. Janframt vomm við sannfærðir um, að óréttlátt váeri að banna mönnum útvarpsrekstur, eins og gert var með útvarpslögunum frá 1971. Með slfku banni væri það tjáningarfrelsi, sem stjómarskráin tryggði Iands- mönnum, óhæfilega takmarkað. Við hófum því útsendingar undir nafninu „Fijálst útvarp" 2. október og héldum þeim uppi til 10. október, er Rannsóknarlögregla rfkisins lok- aði stöð okkar að tilmælum ríkis- saksóknara. En á hinn bóginn var okkur vitanlega ljóst, að með þá- gildandi lögum var Ríkisútvarpinu fenginn einkaréttur til útvarpssend- inga. Hér rakst virðing okkar fyrir einstökum lögum greinilega á borg- aralega skyldu til að reka útvarps- stöð og á sannfæringu okkar þre- menninganna um, að óréttmætt væri að meina einstaklingum með valdboði að senda út efni á öldum Ijósvakans. Hér urðum við þess vegna að velja um siðferðileg verð- mæti. Ég hef óskað eftir að fá að taka til máls hér f þessu réttarhaldi til þess að skýra sjónarmið mín og leiða nokkur rök að því, að þágild- andi útvarpslög hafi vikið fyrir sér- stökum aðstæðum og almennum rétti, svo að okkur þremenningana beri að sýkna af ákæru rfkissak- sóknara um brot á einkarétti Rfkis- útvarpsins. Frelsisreglan og lögin Upplýstum Vesturlandabúum þykir það eðlilegra en orðum taki, að sérhver maður njóti hins fyllsta frelsis, er fari saman við jafnt frelsi annarra, eins og Immanúel Kant sagði. Frelsi þitt takmarkist þannig af sama frelsi mfnu. Þú megir gera það, sem þér sýnist, sé það öðrum að meinalausu. Mönnum voru að fomu lagðar þijár frægar lífsreglur f þessum anda: Honeste vivere, neminum laedere, suum cuique tribuere. Eða lifðu heiðarlegu lífí, skaðaðu ekki náunga þfna, gefðu hveijum manni það, sem hann á skilið. Og John Stuart Mill orðaði svo þetta frelsislögmál f hinni miklu málsvöm sinni fyrir einstaklings- frelsi, sem hefur þrisvar komið út á fslensku: „Þvf aðeins er öllu mannkyni, einum manni eða fleir- um, heimilt að skerða athafnafrelsi einstaklings, að um sjálfsvöm sé að ræða. í menningarsamfélagi getur nauðung við einstakling helg- ast af þeim tilgangi einum að vama þess, að öðmm sé unnið mein. Stjómarskrá okkar íslendinga er öll f þessum háleita frelsisanda. Þar er sérstakt ákvæði um óskorað prentfrelsi, en mönnum að sjálf- sögðu gert að bera ábyrgð á orðum sfnum fyrir dómi. Þú hefur fullt ritfrelsi, notir þú það mér og öðrum að meinalausu. í stjómarskránni er einnig ákvæði um fundafrelsi, en það auðvitað skilið til, að þetta frelsi sé ekki misnotað til upphlaups og ófriðar. Hvers vegna settu höf- undar hennar sérstök ákvæði um prentfrelsi og fundafrelsi? Vegna þess að þessi réttindi skiptu að þeirra dómi höfuðmáli. Höfundar stjómarskrárinnar vom sömu skoð- unar og Kant og Mill um það, að fullt tjáningarfrelsi væri nauðsyn- legt skilyrði fyrir þroska einstakl- ings og þjóðar. Þeir vissu, að sann- leikurinn kæmi ekki fram nema við fijálsa samkeppni hugmynda. En hvers vegna settu þeir ekki sam- bærileg ákvæði umfrelsi til útvarps- sendinga? Engum dettur í hug, að þeir hafi gert það, vegna þess að þeir hafi talið slíkt frelsi óæskilegt. Auðvitað var meginástæðan sú, að þeir sáu tækniþróun tuttugustu aldarekkifyrir. Tvennt skiptir hér meginmáli. í fyrsta lagi sköðuðum við þremenn- ingamir, sem ákærðir emm, ekki nokkum mann með útvarpssend- ingum okkar. Við neyddum engan til þess að hlusta á þær, og við siguðum innheimtumönnum ekki á eigendur útvarpstækja eins og Rík- isútvarpið gerir. Enginn hefur held- ur höfðað meiðyrðamál gegn stöð okkar. Ég tel mér því óhætt að fullyrða, að við notuðum tjáningar- frelsi okkar öðmm að meinalausu. í öðm lagi hnfga sterk rök að því að tjáningarfrelsi f sem víðustum skilningi njóti vemdar stjómar- skrárinnar. Þetta verk okkar var réttmætt. En gera verður greinarmun á því sem er réttmætt og hinu, sem er lögmætt. Á borgumnum hvílir öll- um hygg ég, nokkur skylda til að hlýða lögum, þótt okkur kunni að þykja sum þeirra óréttmæt. Heim- spekingar deila um, af hveiju þessi skylda helgist, en þeir em sammála um það aðrir en stjómleysingjar, að hún fyrirfinnist. Vandséð er, með hvaða rökum einhver einn einstaklingur eða hópur er þess um kominn að taka lögin f eigin hendur. Við eigum auðvitað, þyki okkur einhver lög óréttmæt, að reyna að fá þeim breytt með eðlilegum og lýðræðislegum hætti. Skylda okkar til að hlýða lögunum er að vísu ekki ótakmörkuð: Þeir lögfræðingar eða réttarspekingar em ekki marg- ir, sem telja, að Þjóðvetjum hafi borið skylda til þess að hlýða öllum lögum Hitlers. En við getum varla með góðri samvisku jafnað óánægju okkar með einstök lög í lýðræðisríki eins og íslandi saman við ólög þau, sem sett em í alræðisríkjum. Við eðlilegar aðstæður nægir sannfæring einstakra manna um réttmæti fijáls útvarpsreksturs trauðlega til þess að bijóta útvarps- lög eða önnur lög, sem einhveiju varða, og skorast þannig undan almennri skyldu borgara f réttarríki til að hlýða lögunum. Við slíkar aðstæður má enginn upp á sitt einsdæmi ijúfa hið óskráða sam- komulag, sem er skilyrði fyrir samstilltu, siðuðu mannlffí, en til þess vísar Platón með miklum ágætum f samræðunni Krítóni. Eða svo að vitnað sé til Þorgeirs Ljós- vetningagoða: „Þat mon verða satt, es vér slftum í sundr lögin, at vér monum slfta ok friðinn." En öðm máli gegnir, þegar aðstæður era eins sérstakar og f októberbyijun 1984. Þá var verk okkar ekki aðeins réttmætt, heldur einnig lögmætt. Þá þokuðu lögin, lex, fyrir réttinum, jus, og skal ég hér reyna að rökstyðjaþað. Fjórar röksemdir færðar fyrir rekstri frjálsu stöðvanna Færa má flórar röksemdir, að því er mér virðist, fyrir rekstri stöðvar okkar, Fijálss útvarps, í október 1984. Ifyrsta röksemdin er nauðsynleg til réttlætingar verki okkar, en vegna almennrar skyldu okkar tii að hlýða lögum sennilega ekki nægileg. Hún ér, að líta beri á ákvæði stjómarskrárinnar um prentfrelsi og fundafrelsi í ljósi tíð- aranda og tækniþróunar og skýra þau sem ákvæði til vemdar tjáning- arfrelsi í víðum skilningi. Lögin um einkarétt Rfkisútvarpsins á út- varpssendingum feli í sér og hafi alltaf falið f sér brot á núgildandi stjómarskrárákvæðum til vemdar tjáningarfrelsi með svipuðum hætti og Hæstiréttur íslands taldi á sínum tíma lögin um sérstaka stafsetningu fomrita rekast á þessi ákvæði. Önnur röksemdin er sú, að einka- rétti Ríkisútvarpsins til útvarps- sendinga hafi fylgt skýlaus skylda til slíkra sendinga, en þessi réttur fallið niður vegna vanefnda þess. Lögfræðingar leggja meira upp úr þessari röksemd en ég geri, þótt ég hafni henni alls ekki. En ég bendi á að hún ætti ekki síst að hafa áhrif á þá sem telja að einkaréttur Ríkisútvarpsins hafi á sínum tíma verið nauðsynlegur. Þeir geta ekki sagt í öðm orðinu, að einkaréttur Ríkisútvarpsins til útsendinga hafi verið nauðsynlegur, en í hinu, að því hafi ekki borið nein skylda til þess að senda út efiii og að engu breyti, hvort það hafi rækt þessa skyldu sfna eða ekki. Þriðja röksemdin er sú, að nauð- sjmlegt hafi verið við hinar sérstöku aðstæður í októberbytjun 1984 að halda uppi einhveijum fréttaflutn- ingi. Henni má að vísu svara með tveimur spumingum: Er þessi skír- skotun tii hugsanlegs neyðarréttar ekki óþörf, þar sem umsvifalaust hefði verið opnað fyrir útvarpið, hefði neyðarástand orðið einhvers staðar (til dæmis eldgosv skips- strand eða jarðskjálfti)? Og hvers vegna hættum við þessum útsend- ingum ekki, eftir að rfkisútvarpið hóf sinn fréttaflutning 6. október? Því er til að svara á móti, að ég taldi þann neyðarrétt, sem við þre- menningamir tókum okkur, ekki helgast af hættu á náttúmham- foram, heldur af þeirri óumdeilan- legu þörf, sem er í lýðræðislandi fyrir óhindmð skoðanaskipti boig- aranna. Þessari þörf var ekki full- nægt með hinum takmörkuðu út- sendingum Ríkisútvarpsins eftir 6. október 1984, þótt segja megi, að með þeim hafí þessi þörf verið við- urkennd af öðmm en okkur, því að allur fréttaflutningur þess var mjög hlutdrægur, eins og Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmað- ur hefur lagt ýmis gögn fram um f þessu réttarhaldi. Hvemig gátu menn reyndar búist við öðm, þar sem fréttamenn Ríkisútvarpsins áttu í harðri kjaradeilu? Hver getur verið sanngjam dómari f sjálfs sfn sök? Fjórða röksemdin er, að bókstaf- ur útvarpslaganna hafí, er hef var komið sögu, verið orðinn úreltur. Renna má ýmsum stoðum undir þetta. Ifyrst er það auðvitað, að einkaréttur Ríkisútvarpsins var felldur úr gildi skömmu eftir verk okkar með lögum nr. 68/1985. Við þremenningamir emm þvf ákærðir fyrir að ijúfa einkarétt, sem ekki fyrirfinnst lengur! Með hinum nýju útvarpslögum hefur „glæpur" okk- ar horfið.I öðm lagi höfðu fulltrúar allra stjómmálaflokka lagt það til f stjómarskámefnd árið áður eða 1983, að prentfrelsisákvæði stjóm-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.