Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1986 47 Símamynd/Nordfoto •Atli Hilmarsson reynir skot f leiknum í gærkvöldi en Sovótmenn eru vel á verði. •Kristján Arason á hér í höggl vlð elnn sovóska risann f vörninni. Naumt hjá UMFN NJARÐVÍKINGAR unnu KR-inga með einu stigi, 89-88, f æsispenn- andi leik í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum bikarkeppni KKÍ. í hálfleik var staðan 46-40 fyrir KR og varð að útkljá leikinn í leng- ingu, þar sem Njarðvfkingar jöfn- uðu 10 sekúndum fyrir lok venju- legs leiktfma. KR-ingar léku betur en Njarðvík- ingar og höfðu forystu naer allan tímann, eða þar til innan við tvær mínútur voru eftir. Ólánið elti KR-inga, þar sem tveir af beztu mönnum þeirra, Páll Kolbeins og Garðar Jóhanns, urðu að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Leikurinn var hraður og skemmtilegur á að horfa. KR-ingar börðust mjög vel en Njarðvíkingar voru sumir hálf slappir. Jóhannes Kristbjörns var langbezti maður UMFN og hélt liði sínu á floti. Stig KR: Garðar Jóhanns 23, Birgir Mikaels 21. Páll Kolbeins 17, Guðni Guðna 12, Guð- mundur Björns 8 og Þorsteinn Gunnars 7. Stig UMFN: Jóhannes Kristbjörns 35, Valur Ingimundar 21, Kristinn Einars 11, Helgi Rafns 10, (sak Tómasar 6, Ingimar Jóns 3, Ellert Magg 2 og Hreiðar Hreiðars 1. -ágás. Þjálfarinn trylltist EFTIR leik Dana og Sovótríkjanna á miðvikudagskvöldið varð sov- óski þjálfarinn, Ewtuschenko, algjörlega óður. Hann hund- skammaði leikmenn sfna svoleið- is að einn þeirra besti maður, Apilogow, sem er 2,10 metrar á hæð, gekk hór um eins og lúbar- inn hundur. Þjálfarinn lét ekki þar við sitja því morguninn eftir sendi hann allt liðið út að hlaupa og eftir það voru leikmenn látnir sitja í rútu fyrir utan hótelið í tvær klukkustundir. Þeir máttu ekki talast við og fengu hvorki vott né þurrt til að svala hungri og þorsta. Þaö gildir ekkert nema harkan sex þegar hand- knattleikur er annars vegar. Sovétmenn léku íkvöld eins og þeir gera best — sagði Bogdan um stórleik Sovétmanna „VIÐ spiluðum ekki nógu vel í sókninni. Eins og ég hef sagt áður vantar okkur samæfingu. Við átt- um aldrei möguleika gegn Sovót- mönnum en engu að sfður er sigur þeirra of stór,“ sagði Bogd- an þjálfari íslenska landsliðsins eftir leikinn í gær. „Það má ekki gleyma því að við vorum líka óheppnir í þessum leik. Attum skot í stangirnar, slárnar og rétt framhjá þegar við hefðum átt að skora. Sovétmenn léku mjög vel í „ÞEIR kláruðu þennan leik í fyrri hálfleik og þurftu þvf ekki að spyrja að leikslokum," sagði Þorgils Óttar Mathiesen Ifnumað- urinn knái úr FH eftir leikinn f gær. „Samæfingin hjá okkur er ein- faldlega ekki nógu góð. Þetta er ef til vill eðlilegt þar sem við náum ekki að halda sama hópnum í undirbúningnum og þetta lagast kvöld, eins vel og þeir geta leikið. Að mínu mati er ekki að marka sigur Dana á þeim í gær því þá hvíldu fjórir af fastamönnum þeirra. Þeir urðu að vinnan þennan leik gegn okkur með eins miklum mun og þeir gátu til þess að eiga möguleika á að vinna mótið. Það er eðlilegt í svona keppni að leika vel einn daginn og illa þann næsta. Við, Danir og Sovét- menn höfum gert það núna og það er eðlilegt. Það verða einhverjar breytingar ekki fyrr en við getum æft meira saman. Þrekið hjá okkur er ekki nægt og það er mikill munur á að leika í 1. deildinni heima og síðan gegn þessum sterku þjóðum. Sovetmenn eru mjög sterkir, þeir þekkja vel til hvers annars og leika mjög vélrænt. Þeir áttu topp- leik í dag en ekki í gær gegn Dönum og við áttum okkar léleg- asta leik í mótinu til þessa.“ á liðinu fyrir leikinn gegn Pólverjum á morgun en ég get ekki sagt hverjar þær verða á þessari stundu." Steinar Birgisson: Hrein martröð „ÞETTA var hrein martröð. Þeir eru að vísu mun betri en viö en ekki svona mikið. Við hefðum átt aö hafa sóknirnar lengri en viö geröum og smella síðan á þá leikkerfum,“ sagöi Steinar Birgis- son eftir stórtapiö gegn Sovót- mönnum í gær. „Við héldum knettinum ekki ngu lengi og því fór sem fór. Það er mjög erfitt að skjóta yfir vörnina hjá þeim og því hefðum við frekar átt að reyna gegnumbrot og blokk- eringar. Þeir eru geysifljótir og skoruðu mikið úr hraðaupphlaupum í leikn- um í kvöld eftir mistök okkar í sókninni. Mér fannst vörnin hjá okkur þokkaleg en þeir gerðu út um leikinn strax í fyrri hálfeik og í þeim síðari gátu þeir leyft sér meira.“ Sovétmenn eru geysilega sterkir — sagði Þorgils Óttar Mathiesen Sovéski björninn sýndi á sér klærnar — eitt stærsta tap íslands frá upphafi Frá Val Jónatanssyni, btaðamanni Morgunblaðsins í Danmörku. SOVÉSKI bjöminn sýndi svo sannarlega á sór klærnar gegn íslendingum f gærkvöldi. Þeir sigruðu frekar slakt fslenskt landslið meö fimmtán marka mun, 27:12, f Baltic Cup-keppn- inni hór í Danmörku. Sovótmenn, sem eru núverandi heimsmeist- arar f handknattleik, sýndu f gærkvöldi hreint ótrúlega yfir- burði. íslendingar skoruöu aö- eins þrjú mörk f fyrri hálfleik gegn 12 mörkum þeirra. Þaö er örugg- lega ár og dagur sfðan fslenskt handboltalandslið hefur skoraö svo fá mörk á 30 mfnútum. Flestir leikmanna Sovótrfkjanna eru tröll aö vexti, yfir tveir metrar á hæð og 100 kfló aö þyngd. íslensku strákarnir voru eins og fis f hönd- um þeirra. Það var aðeins fyrstu sjö mínút- ur leiksins sem íslensku strákarnir héldu í við sovéska björninn. Eftir það skoruðu þeir ekki mark, eöa í tuttugu og þrjár mínútur, það sem eftir var hálfleiksins. Sovétmenn byggðu upp stóran og sterkan varnarmúr sem íslenska liðinu tókst yfirleitt ekki að komast í gegn. Þegar knötturinn fór í gegn- um múrinn varði stórgóður mark- vörður þeirra. Danir unnu Pólverja DANIR unnu f gær Pólverja meö 28 mörkum gegn 21 en Austur- Þýskaland sigraöi B-landsliö Dana með 24 mörkum gegn 17. Staðan í mótinu er þannig að Austur-Þjóðverjar eru með forystu, hafa hlotið 6 stig, Sovétmenn og Danir í öðru sæti með 4 stig hvor þjóð, síðan koma Danmörk-B, ís- land og Pólland með 2 stig hver þjóð. Það voru þessar mínútur sem gerðu endanlega út um þennan leik — það var augljóst hvert stefndi — það var aðeins spurning um hversu sigurinn yrði stór. Seinni hálfleikur bar keim af þeim fyrri og gátu Sovétmenn leyft sér ýmsar kúnstir. Undirritaöur hefur aldrei séð eins sterkt hand- knattleikslandslið og voru þessir stóru og sterku leikmenn hreinir töframenn með knöttinn og leika eins og vel smurð vél. Stórkostlegt mark Eitt stórkostlegasta mark leiks- ins gerði leikmaðurinn Gopin, hann keyrði sjálfur í gegnum íslensku vörnina við vítapunktinn, fékk sendingu á eftir sér inn í vítateig- inn, greip knöttinn í loftinu og skoraði. Þetta er handknattleikur sem sést ekki á hverjum degi. Síöustu mínútur leiksins leyfði sovéski þjálfarinn yngri og óreynd- ari leikmönnum að spreyta sig og var það í eina skiptið í hálfleiknum sem jafnræði var á með liðunum. Stórsigur Sovétmanna var síst of stór. íslendingar vilja örugglega gleyma þessum leik. Þetta er einn af þeim dögum sem ekkert gengur hjá öðru iiðinu en allt hjá hinu. Það var sennilega ekki hægt að fá Sovétmennina á verri tíma þarsem þeir höfðu tapað fyrir Dönum daginn áður. Þeir lögðu því allt f þennan leik og urðu að sigra með miklum mun, því úrslit í mótinu gaetu ráðist á markahlutfalli. íslensku strákarnir léku ekki sem ein heild og reyndu of mikið á eigin spýtur. Sóknir þeirra voru stuttar og ekki mikið um ieikkerfi. Mikið var reynt aö stökkva upp fyrir framan vörnina, en þar sem þessi tveggja metra tröll eru fyrir gekk það ekki upp. Enginn í liði Islands bar af í þessum leik. Hávaxnir mjög Það var eins og Sovétmenn léku á annarri hæö en íslendingar. Kristján Arason, sem er okkar hæsti leikmaöur, var eins og peð við hliö þeirra. Sovétmenn eru með fjóra leikmenn sem eru yfir tveir metrar á hæð og sá stærsti er 2,15 metrar. Bestu leikmenn þeirra voru Gopin, Gagin og mark- vörðurinn Schipenko. Islendingar voru utan vallar í 4 mínútur og Sovétmenn í 10. Mörk islands: Krístján Arason 5/2, borgils Óttar Mathiesen 3, Atli Hilmarsson, Alfreö Gíslason, Þorbjörn Jensson og Jakob Sigurðs- son gerðu eitt mark hver. Markahæstur Sovétmanna var Gobin, sem skoraði 8 mörk, og Gagin skoraði 4 mörk. Sigurður ekki með? SAMKVÆMT áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins mun Sigurður Gunnarsson, handknattleiksmaður, hafa ákveðið að taka ekki þátt í undribúningi landsliðsins fyr- ir heimsmeistarakeppnina í Sviss og þar af leiðandi mun hann ekki leika þar. Ekki náðist í Sigurð í gær- kvöldi til að bera þetta undir hann en samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins mun þetta vera af persónulegum ástæðum. Guöjón Guðmunds- son, liðsstjóri ísienska lands- liðsins, sagði í gærkvöldi að ekkert væri hæft í þessum sögusögnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.