Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR1986 29 < Laugarásbíó frumsýn- ir „Vísindatruflun“ LAUGARASBÍÓ hefur frumsýnt gamanmyndina „Vísindatrufl- un“. Vísindatruflun er þriðja mynd leikstjórans og handritahöf- undarins John Hughes, en Laugarásbíó hefur sýnt báðar fyrri myndir hans, „Sixteen Candles“ og „The Breakfast Club“. Vísindatruflun er gamanmynd með vísindaskáldsögulegu yfir- bragði. Bíóið kynnir myndina þannig; Myndin fjallar um tvo unglinga, vinina Gary og Wyatt. Þeir liða fyrir það að njóta lítils álits jafnaldra sinna og þá sér- staklega kvenfólks. Þeirra eina skemmtun er tölvugrúsk og þegar kvenhyllin bregst, færa þeir sér tölvutæknina í nyt. Þeir vinir hanna fulikomið „kvennmannsforrit". Inn í það slá þeir sínum villtustu drauma og alþekkta mjaðmamála. En, út- prentunin er ekki á pappír heldur holdi klædd, og ætlar sú tölvu- boma að kenna Gary og Watt að umgangast fallegt kvenfólk, snyrtileg föt og hraðskreiða bíla - allt í þágu vísindanna." Vinina leika Anthony Michael Hall og Ilan Mitchell Smith, en Hall lék í báðum fyrri myndum Hughes. Lísu, hina tölvubomu, leikur Kelly Le Brock sem fyrst kom fram á sjónarsviðið í mynd- inni „The Woman in Red“. Samtök um jafnrétti milli landshluta: Sjallafundur á laugardag Akureyri, 15. janúar. SAMTOK um jafnrétti milli landshluta gangast fyrir opinberum fundi í Sjallanum á Akureyri á laugardag þar sem alþingismenn Norðurlandskjördæmis eystra og fulltrúar Samtakanna ræða bar- áttumál samtakanna. Fundurinn hefst kl. 13.30. Stjómarskrámefnd samtakanna dreifði drögum að stjórnarskrár- breytingum í allmiklu upplagi á sl. vori, m.a. til alþingismanna. Síðan hefur neftidin unnið að endurskoðun á drögunum með hliðsjón af at- hugasemdum sem bámst, og með samanburði við fjölmargar erlendar stjómarskrár. Við endurskoðunina hefur nefndin notið vemlegrar aðstoðar sérfróðra manna um ýmsa þætti. Sjallafundurinn er liður í því að kynna almenningi þetta mikilvæga mál sem alla varðar, og einnig leita skoðana fulltrúa okkar á Alþingi á því. Ræðutími fmmmælenda verður takmarkaður, en þeir geta skipt tíma sínum í tvennt eða þrennt eftir vild. Að framsögu lokinni verður svarað fyrirspumum frá fundar- gestum. (Úr fréttatilkynninxu) * Lögmannafélag Islands: Safnahúsið við Hverfisgötu verði dómhús Hæstaréttar Á FUNDI stjórnar Lögmannafé- lags íslands 8. janúar sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Stjóm Lögmannafélags íslands tekur undir ábendingar Dómarafé- lags íslands um að Safnahúsið við Hverfisgötu verði gert að dómhúsi Hæstaréttar þegar núverandi starf- semi flyst úr húsinu, en húsnæðis- aðstaða Hæstaréttar nú er með öllu óviðunandi. Telur stjómin að hér gefist tækifæri til að bæta úr biýnni húsnæðisþörf Hæstaréttar. Sómir húsið sér vel sem aðsetur æðsta dómstóls þjóðarinnar, jafn- framt því sem líklegt er að ekki þurfi að gera á því miklar breyting- ar vegna starfsemi réttarins." Kennarasamband íslands: Félögum KI verði tryggður full- ur samnings- og verkfallsréttur FIJNDUR fulltrúaráðs Kennara- sambands íslands sem haldinn var að Flúðum 10.—12. janúar mótmælir harðlega að ekki hefur verið staðið við gefin fyrirheit fyrrverandi fjármálaráðherra um jöfnun launa kennara á grunnskólastigi. Launamunur er nú um 5% eftir þvi hvort grunn- skólakennari er félagi í KÍ eða Hinu íslenska kennarafélagi. Megn óánægja ríkir meðal fé- FÉLAGSFUNDUR Félags ís- lenskra rafvirkja, sem haldinn var 13. janúar sl., samþykkti að fela samninganefnd félagsins að leggja áherslu á eftirfarandi: Að telquskattur á allt að 50.000 króna mánaðarlaun verði felldur niður, að lánskjör hækki aldrei umfram launahækkanir og að kaup og lqör rafvirkja séu samræmd við sérkjarasamninga RSÍ og að stefnt sé að samræmdum lífeyri allra landsmanna, til tryggingar raun- hæfs lífeyris við starfslok. IWNLENT lagsmanna KÍ með þennan launa- mun og sjá þeir sig nauðbeygða til að grípa til aðgerða nái þessi sjálfsagða leiðrétting ekki fram að ganga nú þegar, segir í frétt frá fulltrúaráðinu. í fréttinni segirennfremur: „Fulltrúaráð KÍ vill vekja athygli fjármálaráðherra á því að í KI er fjórðungur allra ríkisstarfsmanna. Ljóst er að svo stórt stéttarfélag sættir sig ekki við að vera án þeirra Að öðru leyti lýsti fundurinn stuðningi við sameiginlegar kröfur Alþýðusambands íslands. EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt samhljóða á fundi trúnaðarmanna Kennarafélags Reykjavíkur og Kennarafélags KSK 8. janúar sl.: „Undanfamar vikur hafa dunið á launafólki í landinu stöðugar hækkanir á vöruverði, ppinberri þjónustu Og óbeinum sköttum. sjálfsögðu mannréttinda að geta samið um kaup og kjör félags- manna sinna. Fulltrúaráðið skorar því á íjár- málaráðherra að beita sér fyrir lagasetningu á þessu þingi sem tryggi félögum í KÍ fullan samn- ings- og verkfallsrétt. Þá harmar fulltrúaráð KÍ þann seinagang sem orðið hefur á að frumvarp til laga um lögvemdun kennarastarfsins sjái dagsins ljós og hljóti afgreiðslu Alþingis. Jafn- framt lýsir ráðið áhyggjum sínum yfir þeirri þróun að hlutfall þeirra sem kenna án réttinda í skólum landsins fer stöðugt vaxandi. Full- trúaráð KÍ samþykkti eftirfarandi ályktun um kjaramál: Undanfamar vikur hafa dunið á launafólki í landinu stöðugar hækkanir á vöm- verði, þjónustu og óbeinum skött- um. Sem dæmi má neftia hækkun á lyfjum og læknisþjónustu um allt að 33%, 17% hækkun á gjaldskrá Pósts og síma, 20% hækkun dag- Laun hafa verið óverðtryggð frá árinu 1983 sem hefur haft í för með sér gífurlega kaupmáttar- skerðingu, en á sama tíma hefur lánskjaravísitala verið í fullu gildi. Launafólk þolir ekki frekari kjara- skerðingu. Samningar em lausir og ekkert skrið komið á samningavið- ræður. Það er sjálfsögð krafa launa- vistaigjalda, hækkun á flugvallar- skatti og svo mætti lengi telja. Laun hafa verið óverðtryggð frá árinu 1983 sem hefur haft í för með sér gífurlega kaupmáttar- skerðingu. Benda má á að kaup- máttur kauptaxta minnkaði um 18,9% á árinu 1983 og um 7,7% á árinu 1984. Á sama tíma hefur láns- kjaravísitala verið í fullu gildi. Frá því í mai 1983 hafa laun hækkað um 83,9% en á sama tíma hefur lánskjaravísitala hækkað um 120,6% og framfærsluvísitala um 112,4%. Launafólk þolir ekki frekari kjaraskerðingu. Samningar em lausir og ekkert skrið komið á samningaviðræður. Það er sjálfsögð krafa launafólks að samið verði strax. Fulltrúaráð KÍ skorar á allt launafólk að standa saman í kom- andi baráttu um að krefjast beinna launahækkana, verðtiyggingar launa og samninga strax." fólks að samið verði strax. Stjómir og trúnaðarráð Kennara- félags Reylqavíkur og Kennarafé- lags KSK skora á allt launafólk að standa saman í komandi baráttu og krefjast beinna launahækkana, kaupmáttartiyggingar og samn- jnga strax." Félag íslenskra rafvirkja: Lagði kröfur síriar fyrir samninganefnd Kennarafélag Reykjavíkur: Launafólk standi saman í komandi kjarabaráttu STÝRILIÐAR SEGULROFAR YFIRALAGSVARNIR STJORNUÞRI- HYRNINGSROFAR TIMALIÐAR ROFAHUS gaeði Hagstættverð = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRFANTANIR-WÓNUSTA Hagstætt verð vönduð vara IZUMI STÝRIROFAR SNERLAR LYKILROFAR HNAPPAROFAR GAUMUÓS = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMl: 24260 LAGER-SÉRFANTANIR-WÓNUSTA Þu sparar með ____HEQINN === VÉLAVÉRZLUN-SIMI: 24260 LAGERnSÉFfWlAMR-TUÓNUSTA 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.