Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR17. JANÚAR 1986 13 Stjömuspámenn eða stj ömuspekingar „Hver er sinnar gæfu smiður“ rfUr Gunnlano m i+smssMsz '£>izrzz£rz. sÆsi-ir’jLtríiS «từ»«■•*!»« SStUr'uu’íjC'* £i^Æl'“^íf’í'2S lT<u«tonniwyH 2»3^!- rnr iJrSSTri rTrÍ-u, Mui^é-w.n.Hr*' i.bwUI(fft«r«U*(i 17Lr“^nL^.~o« iz*zzttxr-. gtÆvyrcpr. £S*j™E3S ÍÍÍLSÍ.^” MTrsSrc: jSasra e/tír Magnús Þránd Þórðarson Athug’asemd við grein Gunn- laugs Guðmundssonar í Morgun- blaðinu 3. janúar 1986. Það var ekki ætlun undirritaðs að efna til ritdeilna á íslandi um stjömuspár og stjömuspeki og annað í þeim dúr, þegar ég sendi frétt um það efni í desember síðast- liðnum, sem birtist í Morgunblaðinu 20. desember. Viðbrögð Gunnlaugs nokkurs Guðmundssonar með grein í blaðinu nýlega munu ekki heldur verða til Jjess að egna mig til kapp- skrifa. Eg vil þó koma nokkmm athugasemdum, útskýringum og viðbótum á framfæri. Ég hef engan sérstakan áhuga á að koma höggi á þann flokk manna, sem stundar þessi fræði, þó svo mér þyki ekki mikið þeirra koma. Ef einhveijir hafa gaman af þeim og einhver getur gert sér pening úr þeirri nautn, þá mega þeir það mín vegna. Aðeins gott eitt um það að segja og ekki mitt mál, að skipta mér af því. Það bar hins vegar svo við, að rannsókn, sem gerð var við Lawrence-tilraunastofumar í Ber- keley, varð fréttamatur hér í Bandaríkjunum og þótti mér til- hlýðilegt að vekja athygli á því á Islandi. Tíðindin af rannsókninni voru nokkuð áberandi í fjölmiðlum, bæði blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Óefað var þetta ein aðalfrétt dags- ins, þegar fréttum af morðum, rán- um og stjómmálum sleppti. Tilefni fréttarinnar var, að hið fræga, brezka raunvísindatímarit, Nature Magazine, birti niðurstöður áðumefndrar rannsóknar. Það er í fyrsta sinn í sögu tímaritsins, sem fjallað er um stjömuspeki á síðum þess. Það er vottur þess, sem ég kalla í minni frétt, að vísindamenn hafí gefíð lítið fyrir þessa speki. Sá sem reynir að gera lítið úr Nature, verður að fífli hafður. Lawrence-tilraunastofumar í Berkeley hafa heldur ekki slorlegt mannorð. Þær era hluti af Berke- ley-háskóla, en Berkeley er útborg San Francisco. Tilraunastöðin er nefnd eftir Emest Lawrence, sem ásamt Oppenheimer átti hvað stærstan þátt í tilurð atómsprengj- unnar. Við Lawrence í Berkeley og síðar í útibúi þess skammt frá, í Liver- more, hafa allar meiri háttar kjam- orkutilraunir Bandaríkjamanna til þessa dags farið fram og í dag era þær vagga raunvísinda í Kalifomíu. Auk mikillar áherzlu á kjamorku- vísindi era jafnframt stundaðar yfírgripsmiklar tilraunir í tölvuvís- indum og einnig um þessar mundir hinar athyglisverðustu rannsóknir á orsökum sjúkdómsins Aids. Þetta er nefnt, svo að menn skilji, að starfsmenn við Lawrence era mjög vandir að virðingu sinni í vísinda- legu tilliti og láta fátt óbiynvarið frá sér fara. Shawn Carlson er eðlisfræðingur við stofnunina og að sögn Nature- tímaritsins stjómaði hann rann- sókninni fyrir hennar hönd. Ég ætla ekki að tíunda rannsóknina frekar hér, enda gerði ég það af nokkurri vandvirkni í fréttinni. Hún mun hins vegar tíunduð í tímaritinu „Mér er ekki kunnugt um í hve mikilli tísku það er að spá í stjörnur til að ná tökum á sjálf- um sér. Ef einhveijum tekst það, þá ber að fagna því.“ og þar eiga menn aðgang að smáat- riðum. í spjalli við Shawn Carlson tjáði hann mér, að viðbrögð stjömuspá- manna væra mjög á mótmælaveg, enda vart við öðra að búast. A hinn bóginn hefðu. niðurstöðumar ekki verið formlega hraktar á vísinda- vísu. Spekingar eigi næsta leik, ef þeir telja sig ekki mát. Gunnlaugur telur það skrifum mínum til vansa, að ekki skuli hafa verið nefnd nöfn þátttakenda. Nokkur nöfn vora nefnd, en þó svo ég hafí ekki tínt þau til, breytir það ekki staðreyndum málsins. Gunn- laugur dregur fram nokkur nöfn og rit, fræðunum til stuðnings að því er virðist. Einn þeirra er dr. Geoffrey Dean, sem er efnafræð- ingur og stjömuspekingur. Hann hefur skrifað bækumar „Recent Avances in Natai Astrology", fyrsta og annað hefti. Dr. Dean skrifaði Shawn Carlson bréf í kjölfar grein- arinnar í Nature. í bréfínu segir hann meðal annars, að hann hafí hætt að teikna stjömukort fyrir fólk fyrir tveimur áram því að slíkt og þvílíkt sé skot í myrkri. Mér var ekki kunnugt um í hversu mikilli tízku það er að spá í stjömur til að ná tökum á sjálfum sér. Ef einhveijum tekst það, þá ber að fagna því. Það hefur hver sinn smekk í því efni. Sumir fara til sálfræðings, aðrir út að hlaupa og greinilega sumir í Stjömuspeki- miðstöðina í Reykjavík. Ef stjömu- spekingurinn telur sig vera betri en sálfræðingurinn eða þjálfarinn, verður hann að geta sannað það. Læknir, sem segist lækna krabba- mein betur en aðrir, verður að sanna mál sitt. Shawn Carlson heldur því fram, að niðurstöður rannsókn- ar sinnar sýni fram á yfírgnæfandi staðreyndir um, að stjömumar séu lakari til mannþekkingar en önnur meðul. Stjömuspekin sé jafnófær um að meta, hvort tvær steingeitur séu góðar saman í vinnu ellegar tvær kindur séu góðar saman í flár- húsi. Grein Gunnlaugs er hálfgerð hringferð. Fyrst er allt vitlaust og svo er allt rétt. Það er kallað í Ameríku, að kunna ekki skii á epl- um og appelsínum. í frétt minni var sagt frá staðreyndum um niðurstöð- ur ákveðinnar rannsóknar. Fréttin er ekki vísindaritgerð, og þó svo orðalag fréttarinnar hafí farið í taugamar á manninum, þá er það hvorki mér né Morgunblaðinu til vansæmdar. Ég skal hins vegar fúslega biðja afsökunar á því, að hafa notað orðin stjömuspámenn og stjömuspekingar of fijálslega. í almennri ensku er ekki gerður greinarmunur þar á. Ensk- íslenzka orðabókin segir, að enska nafnorðið astrologer þýði stjömuspekingur, stjömuspámaður. Ég notaði hvoru tveggja þýðinguna á víxl til að bleyta aðeins upp í skrifunum. Mér hefði verið nær, að nota aðeins astrólóg, fyrst að til era mismun- andi lógar innan stéttarinnar. Og þar með er þessum skrifum lokið af minni hálfu. Höfundur er búsettur í San Fran cisco og sendir Morgunblaðinu fréttirþaðan. 20-50% AFSLÁTTUR ^PPVJW Nú er tækifærið að kaupa teppið á íbúðina, á stigaganginn, herbergið, skrifstofuna eða hvaða gólf sem er. Greiðsluskilmálar, útborgun um 20% og eftirstöðvar á allt að 9 mánuðum. Rýmum til fyrir nýjum tegundum og gefum 20—50% afslátt af gamla verðinu. VERÐ FRÁ KR.: 195 pr. m2. Missið ekki af þessu einstaka tækifæri, til að eignast úrvals teppi á alvöru afsláttarverði. Opiö laugardag til kl. 16.00. %ÆbMMMmm Byggingavörur hf. REYKJAVÍKURVEGI 64 HAFNARFIRÐI, SÍMI 53140.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.