Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1986 21 Grikkland: 4.500 ára gömul stytta afhjúpuð Aþenu, 16. janúar. AP. 4.500 ÁRA gömul stytta, sem nýlega var grafin úr jörðu á einni af grisku eyjunum, var afhjúpuð í dag á forsýningu nýs listasafns, sem opnað verður í Aþenu í næstu viku. í safninu verða einungis listmunir frá Hringeyjum í Eyjahafi. Þessi foma stytta, sem höggvin er í marmara, er 1,4 m á hæð og hefur e.t.v. verið tignuð á einni af Hringeyjunum, sem em á miðrju Eyjahafi. Hundr- uð smærri líkneskja með sama svipmóti og af sama myndefni — ófrískri konu, tákn frjósemi — hafa fundist í fomum gröfum. „Stærð styttunnar eykur nýjum þætti í sögu grískr-ar höggmyndalistar," sagði sérfræðingar, sem kennir forsöguleg fræði Eyjahafssvæðisins við há- skólann í Aþenu. „Við vitum aðeins um eina aðra styttu sömu gerðar." Styttan er í hálf-afströktum stfl og er mest ger- sema meðal fjölda grískra listmuna úr ómetanlegu safni skipakóngsins Nikosar P. Goulandris, sem nú er látinn, og eiginkonu hans, Dolly. Á sýningunni í nýja listasafninu verða yfir 200 gripir hringeyskrar listar, þar af um 50 úr Goulandr- is-safninu. Er ætlunin, að sýning þessi hljóti fastan sess í safninu og búist við, að hún dragi að mikinn fjölda ferðamanna. pix Dolly Goulandris, ekkja griska skipakóngsins Nikosar Goulandris, eftir afhjúpun styttunnar í nýja Iistasafninu i Áþenu. Katólikkar á Norður-írlandi: Fundur fjármálaráðherra um helgina: Ræða lækkun vaxta iðnríkja París, 16. janúar. AP. FJÁRMÁLARÁÐHERRAR og seðlabankastj órar finun helstu iðnríkja heims munu ræða leiðir tíl þess að lækka vexti í löndunum á fundi, sem hefst um helgina, að sögn opinberra embættismanna. Staðfestir þetta orð franska efnahagsmálaráðherrans, Pierre Bergovoy, sem hafði sagt að vextir yrðu helsta mál fundarins. Þeir væru of háir nú. Opinberir aðilar í Bandaríkjunum að örva efnahagslífið í ríkjunum, neituðu því, að bandaríski fjármála- ráðherrann, James Baker, myndi leggja fram áætlun um samstillt átak ríkjanna til þess að lækka vexti. Yrði það gert í því augnamiði auk þess sem það myndi hjálpa ríkj- um þriðja heimsins, þar sem það myndi minnka vaxtagreiðslur þeirra af erlendum lánum. Verður „varahjarta“ gert úr vöðvavef ? Sarasota, Flórída, 15. janúar. AP. VÖÐVAVEFUR verður e.t.v. notaður innan skamms til þess að mynda nýja „blóðdælu" hjá sjúklingum með alvarlega hjarta- bilun, svo að hlífast megi við að grípa til hjartaígræðslu eða notk- unar gervihjarta, að því er vís- indamenn sögðu á þriðjudag. Vilja valdajafnvægi fremur en sameiningu við Irland Tækni þessi, sem er á tilrauna- stigi, felur það í sér, að læknar taka vöðva úr líkama viðkomandi sjúklings, styrkja vöðvavefinn með raflosti, móta úr honum líffæri og tengja það síðan við helstu slagæð- amar einhvers staðar í líkamanum. Loks er gangráður tengdur við vöðvann, til þess að hann starfi eins og heilbrigt hjarta. Dr. Larry Stephenson, skurð- læknir á háskólasjúkrahúsinu í Pennslylvaniu, kvaðst búast við, að unnt yrði að prófa þessa aðferð á mönnum innan tveggja ára. Hann sagðist vinna að tilraununum með skoskum og sænskum vísinda- mönnum. „Þama yrði um varadælu að ræða,“ sagði hann. „Hún yrði notuð til að auka blóðstreymið hjá fólki með alvarlega hjartabilun." Belfast, Norður-írlandi, 1G. janúar. AP. FLEIRI katólikkar á Norður-írlandi vilja sanngjarnt valdajafnvægi þar, en þeir sem vilja sameiningu við írska lýðveldið í nánustu fram- tið. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem birt var í gær. 27,8% vilja að málum sé komið í sanngjarnt horf, en 21,2% vi\ja sameiningu við írland. Könnunin náði bæði til katólikka og mótmælenda, auk annarra trúar- hópa. Hún var framkvæmd af ráð- gjafafyrirtækinu Coppers og Ly- brand fyrir stærsta dagblað lands- ins, The Telegraph. Skoðanakönn- unin er birt viku áður en kosningar verða til þings í landinu og eru þær tilkomnar vegna baráttu mótmæl- enda gegn samkomulagi Bretlands og írska lýðveldisins um málefni Norður-írlands, þar sem írska lýð- veldið fær ráðgjafahlutverk um máiefni þess. Samkvæmt skoðanakönnuninni er aðeins eitt málefni sem báðir trúarhópamir eru sameinaðir um. Það er hugmyndin um sanngjamt valdajafnvægi, sem stjómmála- menn mótmælenda hafna alger- lega. Hins vegar em skiptar skoð- anir innan trúarhópanna um flest það sem spurt var um. 5% katólikka vilja samband við írland, 16,9% sameiginlega yfírstjóm Bretlands og írlands, 5,3% vilja sjálfstætt Norður-írland og 11,7% vilja sam- einast Bretlandi alveg. 35,4% mótmælenda vildu algera sameiningu við Bretland og 20,9% valdajafnvægi á norður-írlandi, aðeins færri en katólikkar sem vildu það. Aðeins 3,1% vildu einhvers konar samband við írska lýðveldið. Hins vegar þegar spurt var hvort stefna bæri að valdajafnvægi sem slíku, sögðu 78,6% katólikka já og 61% mótmælenda. Þó að samkomulag írlands og Bretlands geri aðeins ráð fyrir ráð- gjafahlutverki þess fyrmefnda, þá trúa 53,6% mótmælenda og 29,4% katólikka því að írska lýðveldið muni hafa mikið að segja í ákvarð- anatöku um málefni Norður- írlands. Þá herma fregnir frá Bandaríkj- unum, að sijóm Reagans sé tilbúin til að láta vemlegt fé að mörkum til uppbyggingar á Norður-írlandi í framhaldi af samningnum um málefni þess. Sameiginleg nefnd á vegum Breta og íra hefur verið þar í landi að kanna jarðveginn fyrir slíkrí aðstoð. Yfirlýsing um aðstoð við blökkumenn NORÐURLÖNDIN fimm munu undirrita umfangsmikla sameig- inlega yfirlýsingu varðandi við- skipti og aðstoð við 9 ríki blökku- manna í Afríku sunnanverðri. Skýrði Odd Jostein Saether, tals- maður norsku stjóraarinnar, frá þessu i dag. Markmiðið er að gera þessi ríki óháðari Suður-Afríku en áður á viðskiptasviðinu. Yfirlýsing þessi verður undirrituð í Zimbabwe 29. janúar nk. Bandaríkin: Niðurskurð- ur fjárlaga bitnar á Israel Tel Aviv, 16. janúar. AP. YITZHAK Rabin, varnarmála- ráðherra ísraels, sagði að áætl- anir um niðurskurð á bandarísku fjárlögunum gæti þýtt niður- skurð um 72-80 milljónir dala á hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við ísrael. Hins vegar lofaði Rabin skilning Bandaríkjamanna á öryggismálum í ísraels og benti á að Bandaríkja- menn hefði aukið hemaðaraðstoð sína við ísrael um 400 milljónir dala á þessu ári. Samtals nemur aðstoðin við ísrael á þessu fjár- hagsári þremur milljörðum dala. Þar af fara 1,8 milljarðar til hemað- armála og 1,2 milljarðar til efna- hagsmála, auk 750 milljóna sér- stakrar Qárveitingar vegna alvar- legs efnahagsástands í Israel. MCX50F HONDA-UMBOÐIÐ VATNAGÖRÐUM 24 SÍMAR: 38772, 82086 Nýtt og glæsilegt létt bifhjól frá Honda í „Chopper“stíl. MCX50 hefur frábæra aksturseiginleika og mjúkan fjaðrabúnað. MCX50 er búið steyptum ál- felgum, vökvadiskabremsum að framan, ferhyrndri fram- lukt, stóru fullkomnu mæla- borði, bögglabera og ýmsu öðru. Hagstætt verð og greiðslu- skilmálar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.