Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ.Í’ÖSTUDAGUR 17. JANÚAR1986 SVAR MITT eftir Hillv (irahani Biblíuútgáfur Úlgáfur Biblíunnar eru margar. Ein þeirra er kennd við Scofield. Viðurkennið þér hana? Ég tilheyri fjölmennri kirkjudeild, og ég hei' heyrt tvo af prestum okkar gagnrýna hana. Ég hef notaö þessa Biblíu í átta ár og þykir ákafiega vænt um hana. Einnig hef ég heyrt, að sonur minni eigi að fleygja sinni, þegar hann fer að læra í einum skólanum okkar. Ef þér samþykkið þessa útgáfu Biblíunnar og notið hana, viljið þér þá gera grein fyrir því í þessum þætti yðar? Ég á ýmsar gerðir og útgáfur Biblíunnar í bókasafni mínu, þar á meðal þá, sem þér víkið að. Satt að segja hef ég gefið mörg hundruð eintök af þessari útgáfu Biblíunnar. Eini munurinn á henni og venjulegri Biblíu eru neðanmálsgreinarnar,. sem hópur lærðra manna hefur skráð. Þessi Biblía hefur nýlega verið endurskoðuð og stórbætt. Menn geta verið ósammála um túlkunina í sumum atriðum. Samt er þarna að finna ótrúlega miklar upplýsingar og uppörvun, í þessum neðanmálsgreinum, og allir ættu að hafa gagn af þeim. — . Eg skil aldrei þess konar lærdóm, sem kemur fram í því, að menn vísa öllu því á bug, sem kemur ekki heim við sérskoðanir þeirra. Mjög oft er þetta viðhorf kennt við „frjálslyndi". Hvernig má kalla slíka þröng- sýni frjálslyndi? Sérhver kristinn maður ætti að rannsaka hvaðeina, sem honum er boðið til að auðvelda honum skilning á Biblíunni. Við ættum að hafa andlegan þroska til að greina kjarnann frá hisminu, sannleikann frá lyginni. Biblían segir: „Rannsakið yður sjálfa, hvort þér eruð í trúnni." Við ættum að reyna að bæta sí- » fellt lestur okkar á Biblíunni. Allar nútímaþýðingar hafa orðið mér til hjálpar, þó að ég meti sumar meira en aðrar. Áðurnefnd Biblía hefur reynzt mér haldgóð í þrjátíu ár. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásúium Moggans! Petrína S. Jóns- dóttír - Minning Fædd 5. ágúst 1901 Dáin 10. janúar 1986 Föstudaginn 10. janúar andaðist í Borgarspítalanum móðursystir mín, Petrína Jónsdóttir, eða Peta frænka, eins og hún var ávallt kölluð á mínu heimili. Hún fæddist 5. ágúst 1901 í Reykjavík en flutt- ist ung til Keflavíkur, þar sem hún bjó alla tíð. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson sjómaður og Guðrún Þorkelsdóttir. Þau eignuðust tvær dætur, Petu og Sigríði, sem dó ung. Föður sinn missti Peta 1905. Móðir hennar giftist síðar Guð- mundi Guðmundssyni og eignuðust þau eina dóttur, Jónu, sem gift er Gesti Gamalíelssyni, búsett í Hafn- arfírði. Árið 1921 giftist Peta Friðmundi Híeronymussyni og eignuðust þau eina dóttur, Ásthildi Sveinbjörgu, fædda 31. október 1932. Hennar maður var Yrving Herman, en hann lést á besta aldri 1972. Þeirra böm em tvíburamir Friðmundur Leon- ard og Toby Sigrún, fædd 1949, sem að sjálfsögðu vom augasteinar ömmu sinnar og afa. Toby býr í Reykjavík með Gunnari Þórðarsyni og eiga þau soninn Karl Brook Herman, sem nú er Qögurra ára og heillaðist langamma mjög af tilvem hans, sem og aðrir í fjöl- skyldunni og Friðmundur er ókvæntur, búsettur í Ameríku. Kom hann til landsins snemma þann 10. janúar og trúi ég því að þó að Peta væri mikið veik, hafi hún fundið nærvem hans síðustu klukkustund- imar sem hún lifði, því svo mjög var kært með þeim. Mínar fyrstu minningar em tengdar Petu frænku. Það er sér- stakur ævintýraljómi yfir ferðunum til Keflavíkur. Tilhlökkunin að hitta Petu og fjölskylduna var mikil, því það var alltaf glatt á hjalla kringum hana Petu og mikið hlegið. En það var líka stjóm á hlutunum þar og þýddi ekkert fyrir okkur frænd- systkinin annað en að hlýða settum reglum. Hún var ákaflega gamansöm og lét engu ósvarað, en það er einmitt slíkt fólk sem laðar að sér annað fólk, og fáa hef ég hitt sem búið hafa í Keflavík, að þeir þekktu ekki hana Petu. Þó efast enginn um að sínar erfiðu stundir hafi hún átt, sérstak- lega eftir £ið hún missti mann sinn 1956 og einkadóttirin og hennar fjölskylda búsett í flarlægum lönd- um. En Ásta gætti þess vel að hafa reglulegt samband við móður sína og koma heim eins oft og hægt var. Eftir að Ásta missti mann sinn 1972 flutti hún heim og hélt heim- ili með móður sinni þar til Peta varð að fara á hjúkrunarheimilið Garðvang í Garði sökum Tieilsu- brests, en hún þjáðist mjög af liða- gigt hin síðari ár. En þrátt fyrir vanlíðan var grunnt á gamansem- inni og alltaf var hægt að hlæja með henni Petu. Hún naut líka umhyggju dóttur sinnar og dótturdóttur og allt var gert fyrir hana sem hægt var af læknum og hjúkrunarfólki Garð- vangs. Fýrir það var hún þakklát. Hún veiktist skyndilega á Þor- láksmessu og var flutt á Borgarspít- alann. Ljóst var að meinið var heila- blæðing og Peta hafði m.a. misst málið. Þökk sé Guði að þannig þurfti hún ekki að lifa lengi, en hún lést eins og áður sagði 10. janúar sl., 84 ára. Skemmtileg kona hefur kvatt þennan heim, kona, sem skilaði dagsverki sínu með sóma. Okkur sem þótti vænt um hana, við munum sakna hennar. Elsku Ásta, Toby og Mundi, við geymum minninguna um elskulega móður, ömmu, systur og frænku og biðjum Guð að geyma hana. Blessuð sé minning hennar. Erla G. Gestsdóttir Þegar Peta í hárri elli kveður þennan heim, er mér bæði ljúft og skylt að flytja henni fáein kveðju- og þakklætisorð, raunar frá okkur öllum bömunum hennar Eyju. Peta var glaðværðin sjálf holdi klædd, æðrulaus og hugrökk svo af bar, hjálpsöm og sterk. í minningunni stendur þú í hálf- gerðum ævintýraljóma. Á heimili þeirra Friðmundar var gleðin alls ráðandi og henni var einkar lagið að kveða áhyggjumar í kútinn og gera alla bjartsýna í kringum sig. Mín böm mundu í dag kalla það algert æði, ef þau mættu upplifa þá tilhlökkun, sem gagntók mig jafnan, þegar ég fékk að fara með foreldrum mínum í heimsókn til hennar suður í Keflavík eða mátti hlaupa niður í Verkamannaskýli, þegar hún hafði komið í bæinn. Að vera í návist hennar var að lifa líf- inu. Nú er það svo, að lífíð er ekki bara dans á rósum. Og fáir vissu það betur en hún eða gerðu sér grein fyrir því á líðandi stundu. í því lá styrkur hennar. Mótlætið herti hana alltaf og eigin áhyggjur hurfu eins og dögg fyrir sólu, þegar hún þurfti að liðsinna öðrum, ráð- leggja eða hjálpa. Hún varst óbug- andi. Oft hefur mér virst, að hennar kynslóð og nokkrar á undan henni hafí beinlínis verið að storka nátt- úruöflunum með því að beijast hér til lífs. Lýsingar Áma og Páls í Jarðabókinni á jarðnæði forfeðra hennar á Miðnesi er gersamlega óskiljanleg lesning nútíma hita- veitu-íslendingi. En þetta allt stóðst hennar kynslóð og er úrvalslið náttúmnnar. Ég veit, að hún Gróa föðursystir hennar, sú sem villtist með brauð prestsins og Kiljan hefur gert ódauðlega, var henni mikil fyrir- mynd í smáu sem stóru. Þijóska þeirra og þrekið, viljafestan og trúin á landið gerði gæfumuninn í allri þessari sögu. Ég vil endurtaka þakklæti mitt og alls míns fólks. Ástu og bömun- um sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Ingi R. Helgason ***' raðauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsin Aðalfundur Félags ungra sjálfstæðismanna í Norður-ísafjarðarsýslu verður haldinn í verkalýðsfólagshúsinu í Bolungarvík sunnudaginn 19. janúar kl. 14.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aöalfundastörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Ungir sjálfstæðismenn í Bolungarvík eru hvattir til að mæta. Nýir félagar sérstaklega boðnir velkomnir. Stjórnin. Akureyringar Alþingismennirnir Halldór Blöndal og Björn Dagbjartsson verða til viðtals i Kaupangi sunnu- daginn 19. janúar milli kl. 10.00 og 12.00. Vestmannaeyjar Fundur í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum verður haldinn sunnudaginn 19. janúar nk. kl. 16.00 í Hallarlundi. Dagskrá: 1. Bæjarstjórnarkosningar og ákvörðun tekin um prófkjör. 2. Önnur mál. Félagar hvattir til að fjölmenna. Stjórnin. Auglýst er eftir framboðum til prófkjörs sjálfstæðisflokksins í Kópavogi Ákveðið hefur verið að prófkjör um val frambjóðenda sjálfstæðis- flokksins við bæjarstjórnarkosningarnar í Kópavogi vorið 1986, fari fram 1. mars 1986. Val frambjóðenda til prófkjörs fer fram með eftirfarandi hætti. A. Gerð er tillaga um val frambjóöenda Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi til kjörnefndar. Tillagan er því aðeins gild að hún sé bundin við einn flokksmann. Enginn flokksmaöur getur staöið að fleiri tillögum en hann má fæsta kjósa í prófkjörinu. Tillagan skal borin fram af 20 flokksmönnum búsettum i Kópavogi. B. Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til viöbótar frambjóðendum samkv. A. liö. Hér með er auglýst eftir frambjóðendum til prófkjörs, Sbr. A. lið hór að ofan. Skal framboðiö vera bundið við flokksbundinn einstakling enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu bæjar- stjórnarkosningum. 20 flokksbundnir sjálfstæðismenn, búsettir i Kópavogi, skulu standa að hverju framboöi og enginn flokksmaður getur staöiö að fleiri framboðum en 8. Framboðum þessum ber að skila til kjörnefndar, eigi síðar en kl. 14.00 laugardaginn 1. febrúar 1986, en þá mun kjörnefnd verða stödd i sjálfstæðishúsinu aö Hamraborg 1, 3. hæð. Kjörnefnd sjálfstæðisflokksins i Kópavogi. Sauðárkrókur — Sjálfstæðiskonur Aðalfundur Sjálfstæðiskvennafélags Sauðárkróks verður haldinn í Sæborg sunnudaginn 19. janúar nk. kl. 14.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Kaffi i boði stjórnar. Stjómin. Stúdentapólitíkin Opinn stjórnarfund- ur Heimdallar verð- ur haldinn mánu- daginn 20. janúar nk. í Valhöll, Háa- leitisbraut 1, og hefst hann kl. 20.00. Gestir fundarins verða Vökumennirn- ir Stefán Kalmanns- son og Ólafur Arnar- son. Munu þeir ræða um stúdenta- pólitíkina og lána- málin. Allir ungir sjálfstæðismenn velkomnir. Stjórn Heimdaiiar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.