Morgunblaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 1
64SIÐUR B
STOFNAÐ1913
16. tbl. 72. árg.
ÞRBÖJUDAGUR 21. JANÚAR 1986
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Suður-Jemen:
Sovétmenn vilja við-
ræður um vopnahlé
Aden lýst sem draugaborg af fólki sem þaðan hefur flúið
Shimon Peres
Friðarvið-
ræður Israela
og Jórdana?
Haaff 20. janúar. AP.
RICHARD Murphy, sérlegur
sendimaður Bandaríkjastjórnar
hvað snertir friðarviðræður fyr-
ir botni Miðjarðarhafsins, er að
reyna að koma af stað viðræðum
milli ísrael og Jórdaníu. í þvi
skyni hefur hann hitt þá báða
að máli, Peres, forsætisráðherra
ísrael, sem er í opinberri heim-
sókn í Haag, og Hussein, konung
Jórdaníu, sem er í Lundúnum og
borið boð á milli þeirra.
Peres lofaði friðarvilja Husseins
á fréttamannafundi í gær og sagði
að nokkur árangur hefði náðst í
því að undirbúa viðræður. Hann
bætti við að þó væri eftir að ganga
frá tveimur lykilatriðum. í fyrsta
lagi hvemig skipa ætti alþjóðlega
nefnd til að hafa yfimmsjón með
viðræðunum og í öðra lagi hvaða
samsetning ætti að vera á viðræðu-
nefnd Palestínumanna og Jórdana,
sem þátt tæki í viðræðunum við
ísrael.
Manama, Bahrain, 20. janúar. AP.
ENN er barist í Suður-Jemen
og óljóst hvorir hafa betur,
uppreisnarmenn eða stjórnar-
liðar. Margt bendir til að
vopnahléstilraunir séu í gangi
undir forystu Sovétmanna og
annarra arabaríkja. Á sama
tíma lýsir fólk sem flúið hefur
frá Aden, höfuðborg Suður-
Jemen, borginni sem drauga-
borg, þar sem lik liggi eins og
hráviði á götum úti innan um
ónýt drápstól. Ekkert vatn eða
rafmagn er að hafa í borginni,
fæðu er erfitt að afla og
sjúkrahús hafa lent í skotlín-
unni milli uppreisnarmanna
og stjórnarliða.
Heimildir úr arabaheiminum
herma að Aden skiptist milli hinna
stríðandi fylkinga og hafi báðir
aðilar komið sér upp vígjum í sfnum
borgarhiutum. Þar hafí dregið úr
bardögum, en þeir breiðst út um
landið og þar eigist bæði við ólíkir
ættbálkar og Marxistar ólíkrar
sannfæringar.
Fréttastofa TASS í Moskvu
sagði að stjómvöld í landinu hefðu
Oveður í Evrópu
Frankfurt, Varsjá og Vín, 20. janúar. AP.
MIKIÐ óveður geysaði í Þýska-
landi, Austurríki og Póllandi um
helgina og lést að minnsta kosti
einn maður og tiu slösuðust.
Vindhraðinn náði allt að 180
kílómetrum og jafnframt fylgdu
veðrinu miklar rigningar i sum-
um héruðum.
Vindurinn reif þök af húsum
*
Astrali deyr
I árás Iraka
Manama, Bahrain, 20. janúar. AP.
HOLLENSKT skip varð fyrir
írösku fiugskeyti í gærmorg-
un. Ástralskur kafari er sagð-
ur hafa látist í árásinni, sem
gerð var skammt undan
strönd írans og tíu aðrir særst
af áströlsku, ný-sjálensku og
hollensku bergi brotnir.
Árásin, sem staðfest hefur
verið af talsmanni hersins í írak,
var auðsjáanlega til þess gerð
að trafla vinnu við nýja olíuhöfn,
suður af Kharq eyju. Hinir
særðu vora fyrst fluttir til hafn-
ar í íran af dráttarbátum, sem
þustu skipinu til hjálpar og
þaðan flogið með þá á sjúkra-
hús.
og tré upp með rótum og braut
sýningarglugga verslana. Trufl-
anir urðu á umferð og rafmagni
vegna þess að raflinur lögðust
niður og leggja varð niður vinnu
sums staðar meðan versta veðrið
gekk yfir.
Ungur maður lést í Austurríki''
er tré féll á hann. Hann vann við
það að saga niður tijástofn, sem
hindraði umferð um veg í nágrenni
Salzburg, er slysið varð. Lögregla
sagði að heita mætti að neyðar-
ástand hefði ríkt í Hamborg. Talið
er að tjónið nemi milljónum marka
í bæversku Ölpunum einum. í
Munchen urðu sýningargluggar
verslana hart úti og hvassviðrið
færði tíu bfla úr stæðum sínum og
út á eina aðalgötuna þar, auk þess
sem fjöldi bifreiða varð fyrir
skemmdum vegna Qúkandi um:
ferðaskilta og annars lauslegs. í
svissnesku Ölpunum norðanverðum
er tjónið einnig metið til milljóna
franka.
Fleiri en hundrað bæjarfélög í
Póllandi vora án rafmagns og síma-
sambands vegna veðursins. Engin
slys urðu á mönnum svo vitað sé,
en haft var eftir læknum á slysa-
varðstofum í Varsjá að fólk kvart-
aði óvenju mikið um verki fyrir
hjarta.
ástandið í hendi sér og lét þess þá
getið í fyrsta sinn að borgarar af
erlendum upprana hefðu verið
fluttir frá landinu. Gert er ráð fyrir
að Sovétmenn muni fara að öllu
með gát í afskiptum sínum af mál-
efnum Suður-Jemen, en þar hafa
þeir tvær herstöðvar.
Sagt er að Ali Nasser Mo-
hammed forseti hafi snúið heim úr
skyndiheimsókn til Eþíópíu í gær-
kveldi, þar sem hann hafí reynt að
tryggja sér stuðning stjómarinnar
þar, en hún er lykilbandamaður
Sovétríkjanna á svæðinu í kringum
Rauðá hafið, eins og stjóm Suður-
Jemen. Jafnframt hafi forsetinn
reynt að tiyggja sér stuðning
Sovétmanna og haft samband við
leiðtoga annarra arabaríkja, svo
sem Assad, forseta Sýrlands,
Benjedid, forseta Alsír og Khadafy
í Líbýu. Þessi þijú ríki era í banda-
lagi með Suður-Jemen og neita
hvers konar friðarsamningum milli
araba og ísraela.
Jámbrautargöng
urðu fyrir valinu
Lille, Frakklandi, 20. janúar. AP.
ÁRIÐ 1993 verður hægt að fara eftir jámbraut-
argöngum undir Ermarsund, sem aðskilur Bret-
landseyjar frá meginlandi Evrópu. Margaret
Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, og Fran-
cois Mitterrand, forseti Frakklands, tilkynntu
þetta í frönsku borginni Lille í dag. Gert er ráð
fyrir tvöföldum járnbrautargöngum og síðar
verður tekin ákvörðun um göng fyrir bílaum-
ferð.
Andstaða við göngin er talsverð beggja vegna
Ermarsundsins. Þannig hefur aðalritari stærsta
verkalýðssambands Bretlands, Sambands flutninga-
verkamanna, Ron Todd, lýst andstöðu sinni við
þessar hugmyndir og sama er að segja um forráða-
menn feija á Ermarsundi. Segist einn þeirra hafa
verið fullvissaður um það af frönskum mið- og
hægrimönnum, að ef sósíalistar tapi í kosningunum
í mars, muni nauðsynleg löggjöf vegna ganganna
aldrei fá samþykki franska þjóðþingsins.
Þá er á það bent að bílaumferð sé litlu betur
sett með tilkomu ganganna en nú er, þó önnur
þeirra séu eingöngu til þess ætluð að flytja bfla.
Jafnframt er á það bent að ferðalangar munu ekki
lengur geta keypt sér skattfijálsan vaming á leiðinni
yfir Ermarsund, eins og nú er raunin um borð í
feijunum.
Stuðningsmenn ganganna segja hins vegar að það
muni taka helmingi styttri tíma að ferðast milli
Lundúna og Parísar eða Brassel en nú er, þijár
klukkustundir í stað fímm til sex áður, og segja að
þegar göngin verða orðin að veraleika, verði ferðir
á klukkustunda fresti milli Lundúna og Parísar.
Sjá ennfremur: „Draumurinn um Ermarsunds-
göngin fær loksins að rætast" á bls. 24 og 25.
AP/Símamynd
Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands,
og Francois Mitterrand, forseti Frakklands, í
Lille, eftir að þau höfðu tilkynnt að járnbrautar-
göng hefðu orðið fyrir valinu sem samgönguæð
undir Ermarsund.
* - AP/Símamynd
Britannia, snekkja Bretadrottningar, hefur bjargað 600 erlendum
borgurum frá Aden. í gærkvöldi beið hún fyrir utan höfnina þar
eftir þvi að samningar tækjust um að hún tæki 700 til viðbótar um
borð. Á myndinni sjást nokkrir erlendu borgaranna meðal sjóliða á
leið um borð í snekkjuna. Höfnin í Aden í baksýn.