Morgunblaðið - 21.01.1986, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986
25
Efrikalklög
AP/Símamynd
Teikningin sýnir hvar göngin eiga að liggja og hvernig þau verða úr garði gerð. Annars vegar eru
göng fyrir farþega og vöruflutningalestir en hins vegar fyrir lestir, sem flytja bifreiðir. Göngin á
milli eru fyrir loftræstingu.
Verða ferjurnar
gjaldþrota?
Göngin undir Ermarsund eiga
sína andstæðinga og eru þar
fremstir í flokki eigendur og starfs-
menn fetjanna. Segjast þeir hafa
flutt 11 milljónir farþega yfir sundið
í fyrra án nokkurra vandkvæða og
gætu auðveldlega tekið við áætlaðri
aukningu. Nú blasir hins vegar við
fjárhagslegt gjaldþrot.
Breskir bílaeigendur eru einnig
óánægðir með, að ekki skuli strax
ráðist í gerð bílaganga. Segja tals-
menn þeirra, að sú ákvörðun sýni
„skammsýni og afturhaldssemi" og
spá þeir þvi, að til verðstríðs muni
koma milli ferjanna og bílalestar-
innar.
Pólitískar hliðar
Ýmsir hafa vakið athygli á því,
að ákvörðunin um gangagerðina á
sér sínar pólitísku hliðar. Laurent
Fabius, forsætisráðherra Frakka,
sagði, að göngin myndu binda Breta
Evrópu og Evrópubandalaginu en
auk þess kemur tilkynningin þegar
skammt er til kosninga í Frakklandi
en þær verða 16. mars nk. Hafa
Mitterrand og Sósíalistaflokkurinn
að undanfömu átt undir högg að
sækja og svo er einnig með Thatch-
er og íhaldsflokkinn. Gangagerðin
er því rós í hnappagatið fyrir báðar
ríkisstjómimar.
Byrjað á göngum 1880
Frakkar urðu fyrstir til að stinga
upp á göngum undir Ermarsund
árið 1801 en Bretar voru þeim
andvígir enda Napóleon þá í miklum
uppgangi. Draumurinn um göngin
vakti þó alltaf með mönnum og
tvisvar sinnum var hafist handa við
þau, árið 1880 og 1974. í fyrra
sinnið hættu Bretar við af ótta við,
að innrásarher eða byltingarsinnar
streymdu til landsins eftir göngun-
um en í síðara sinnið vegna sam-
dráttarins í kjölfar olíukreppunnar.
Thatcher endurvakti málið árið
1980 og ári síðar féllst Mitterand
á það.
Kari Storækre:
Segir Treholt fara með
ósannindi fyrir réttinum
Ósló, 20. janúar. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins.
MIKLAR sviptingar eru enn í
Treholtsmálinu, sem nú hefur
verið í rúmar tvær vikur fyrir
rétti í Osló, en í dag eru ná-
kvæmlega tvö ár liðin frá því
Treholt var handtekinn á
Fornebu-flugvelli á leið til
fundar við vin sinn Titov,
ofursta í KGB.
Treholt hefur að mestu lokið við
málflutning sinn og útskýringar og
í dag var haldið áfram með að yfir-
heyra ný vitni. Niðurstöðumar af
málarekstrinum nú munu verða
lagðar til grundvallar þegar áfrýjun
Treholts verður tekin fyrir í hæsta-
rétti seinna á árinu. Upphaflega átti
að taka hana fyrir þar 4. mars en
það frestast eitthvað.
Kari Storækre, eiginkona Tre-
holts, hefur nú í fyrsta sinn látið til
sín heyra um málflutning Treholts
fyrir réttinum.
„Ame lýgur," segir hún í viðtali
við Verdens Gang og á þá við þá
fullyrðingu hans, að hún hafi vitað
um peningana, sem fundust í tösk-
unni hans eftir handtökuna.
„Kari sá þegar ég tók við 25.000
dollurum fyrir Mercedes Benz-
bifreiðina og þegar ég setti pening-
ana í töskuna," sagði Treholt fyrir
réttinum.
„Það er ekki rétt. Ég vissi hvorki,
að hann gengi um með 25.000 doll-
Ame Treholt
ara í töskunni, né, að hann ætti
52.000 dollara í svissneskum banka.
Þegar við komum heim frá New
York varð ég fyrst í stað að þvo
þvottinn hjá mömmu af því að við
höfðum ekki ráð á þurrkara,“ segir
Kari Storækre.
Veijandi Treholts hefur gagnrýnt
þessar yfírlýsingar Storækre en ekki
er talið líklegt, að hún verði kvödd
til sem vitni á næstunni.
Ame Treholt og Kari Storækre
standa nú í skilnaði og fer það ekki
fram með friði og spekt. Lögfræð-
Kari Storækre.
ingamir bítast um hveija krónu og
ágreiningur er einnig um rétt Tre-
holts til að sjá son sinn. Hafa þeir
hist aðeins einu sinni síðan Treholt
var handtekinn.
í réttarhöldunum nú hefur Treholt
sagt frá nánu sambandi hans og
Jens Evensens, fyrrum hafréttarráð-
herra, en Treholt leit næstum á hann
sem föður. Þegar árið 1974 varaði
Evensen Treholt við og sagði honum,
að sími hans væri hleraður. Treholt
kveðst ekki hafa tekið þá aðvömn
alvarlega.
Veður
tægst Hæst
Akureyri +2 skýjað
Amsterdam 4 10 rigning
Aþena 3 14 heiðskirt
Barcelona Vantar
Berlin 4 5 skýjað
Briissel 2 9 heiðskirt
Chicago +1 2 skýjað
Dublin 4 7 skýjað
Feneyjar 6 þokum.
Frankfurt 5 10 rigning
Genf •f1 10 skýjað
Helsinki +20 +10 heiðskírt
Hong Kong 17 21 heiðskírt
Jerúsalem 2 7 heiðskirt
Kaupmannah. +2 2 skýjað
Las Palmas 19 skýjað
Lissabon 5 14 skýjað
London 5 9 heiðskírt
Los Angeles 15 29 heiðskírt
Lúxemborg 4 skýjað
Malaga Vantar
Mallorca Vantar
Miami 20 25 heiðskirt
Montreal 2 3 rigning
Moskva +11 +1 skýjað
NewYork 7 13 heiðskírt
Osló +15 +11 skýjað
Paris 6 12 heiðskírt
Peking +10 +1 skýjað
Reykjavík +3 skýjað
Ríóde Janeiro 22 40 heiðskírt
Rómaborg 1 12 skýjað
Stokkhólmur +11 +8 skýjað
Sydney 18 25 heiðskírt
Tókýó 2 6 skýjað
Vinarborg +1 6 heiðskirt
Þórshöfn '2 skýjað
Japan:
Ný eyja skýtur
upp kollinum
Tókýó, 20. janúar. AP.
LITIL eyja kom i dag upp úr
sjónum í grennd við japönsku
eyjuna Iwo Jima á Kyrrahafi og
fylgdi fæðingunni mikill reykjar-
mökkur, er lagði til himins.
Skip í nágrenninu staðfestu, að
eyjan hefði skotið upp kollinum um
50 km suðsuðvestur af Iwo Jima,
sem er eldfjallaeyja um 1200 km
suður af Tókýó.
Nýja eyjan er um 700 metra löng,
2-300 metra breið og um 15 metra
há, að sögn sjónarvotta.
Eyjar mynduðust í neðanjarðar-
gosum á þessu svæði 1905 og 1908,
en hurfu fljótt. Samt sem áður hefur
mátt greina brennisteinslitaða fláka
á sjónum þar allar götur síðan.
Gengi
gj’aldmióla
London, 20. janúar. AP.
BANDARÍKJADOLLAR hækk-
aði gagnvart helztu gjaldmiðlum
Vestur-Evrópu í dag, en pundið
lækkaði um nær 2 cent. Gull
lækkaði líka.
Síðdegis í dag kostaði pundið
1,4168 dollara (1,4385), en annars
var gengi dollarans þannig, að fyrir
hann fengust 2,4700 vestur-þýzk
mörk (2,4630), 2,0957 svissneskir
frankar (2,0905), 7,5725 franskir
frankar (7,5587), 2,7840 hollenzk
gyllini (2,7745), 1.683,25 ítalskar
lírur (1.679,00), 1,40065 kanadískir
dollarar (1,4030) og 202,95 jen
(202,30).
Verð á gulli var 349,75 (352.50)
hverúnsa.
Með stórmeistara
í stofunni!
2001 skáktölvan er einstök í
sinni röð, sannkallaður stór-
meistari skáktölvanna.
• Hún býr yfir 12 styrkleikastigum.
• Hún er eldfljót að hugsa.
• Hún er 100% sjálfskynjandi (enginn þrýst-
ingur á reiti þegar leikið er). Hún er skýr
og skemmtilegur heimilisvinur sem öll fjöl-
skyldan á eftir að hafa gaman af.
• Verð með staðgreiðsluafslætti er nú aðeins
kr. 13.985 (ca. 20% verðlækkun).
• Útsölustaðir í Reykjavík: Rafbúð Samband-
sins, Bókabúð Braga, Skákhúsið og hjá
Magna.
• Söluaðilar úti á landi óskast.
Marco hf.f
Langholtsvegi 111.
Símar 687970/71.