Morgunblaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986
Khadafy stofnar
sjálf smorðssveitir
Tripólí, Líbýu, 20. janúar. AP.
MOAMMAR Khadafy Libýu-leiðtogi hefur skipað svo fyrir, að stofn-
aðar skuli „sjálfsmorðssveitir" til þess að sjá um framkvæmd skæru-
liðaaðgerða, að því er hin opinbera fréttastofa landsins, JANA, sagði
i dag, mánudag.
Fréttastofan sagði, að Khadafy
hefði fengið fyrirmæli frá libyska
alþýðuþinginu um að stofna „sjálfs-
morðssveitir og láta þeim í té her-
þjálfun, svo að unnt sé að bregðast
við ögrunum og fjandsamlegri af-
stöðu Bandaríkjamanna í garð líb-
ýsku þjóðarinnar".
JANA skýrði þetta ekki nánar
og tók ekki fram, hvenær né hvar
Khadafy hefði gefið út fyrirskipun
um stofnun sveitanna.
Flúði með rúm-
ið í eftirdragi
T-J OA A I)
Lundúnum, 20. janúar. AP.
BRÓÐUR arabísks sendiherra,
sem hafði verið rænt af mann-
ræningjum, tókst að flýja á föstu-
dag og dró á eftir sér rekkjuna
sem hann var hlekkjaður við.
íbúar í hverfi í Suður-London sáu
hvar maðurinn fór og gerðu
lögreglu og slökkviliði aðvart.
Arabíski sendiherrann, Sayed
Mohammed Al-Tajir, segist vera
rikasti maður í heimi, en hann
er sendiherra fyrir Sameinuðu
arabisku furstadæmin.
Manninum tókst að flýja eftir að
þriggja milljóna dala lausnargjald
hafði verið greitt fyrir hann. Honum
var rænt fyrir utan heimili sitt í
Lundúnum 6. janúar síðastliðinn.
Hann var bundinn á höndum og
fótum og hlekkjaður við rúm í
fangavistinni, auk þess sem hann
var neyddur til þess að bera grímu
oggefin róandi lyf.
Samningaviðræður um lausn
mannsins hófust í Bandaríkjunum
og héldu áfram í gegnum þvera og
endilanga Evrópu, uns samkomulag
náðist að lokum í Miðausturlöndum,
þar sem lausnargjaldið var greitt.
Það var maður í New York sem
hafði samband við sendiherrann
daginn eftir að bróðumum var
rænt, en lögreglan vildi ekkert
frekar gefa upp um hver hann
væri og nefndi hann Herra X í
samtölum við fréttamenn.
Fyrsta krafa mannræningjanna
var upp á 80 milljónir Bandaríkja-
dala. Sendiherrann hafði samband
við bresku lögregluna, þrátt fyrir
aðvörun þess efnis að gera það
ekki. Herra X fór frá New York til
Ziirich, síðan til Rómar og loks til
Beirút og sagðist eingöngu vera
milligöngumaður, sem ætti ekki
aðild að mannráninu. Sendiherrann
krafðist þess að fá eitthvað í hend-
uraar sem sannaði að bróðir hans
væri á lífi og fékk frá honum bréf-
miða sem hafði verið skrifaður af
fómarlambinu, auk þess sem hon-
um var send mynd af því, þar sem
það hélt á dagblaði þess dags sem
myndin var tekin. Það var frændi
sendiherrans sem afhenti lausnar-
gjaldið og fylgdu honum eftir le)mi-
lögreglumenn, sem tókst að komast
að raun um hver Herra X er.
Hann var síðan handtekinn á
laugardagskvöldið og reyndist vera
íbúi í New York að naftii Mustafa
Zein. Alþjóðleg leit stendur nú yfir
af mannræningjunum, en hún hefur
enn sem komið er engan árangur
borið.
AP/ljósmynd
Líbýskar konur jafnt sem karlar fá þjálfun í meðferð skotvopna. Þessi mynd var tekin nýlega i kvenna-
herskóla í Tripoli og er þarna verið að kenna konunum að meðhöndla vélbyssur.
Iðnríkjafundurinn í London:
Ekkert samkomulag
um vaxtalækkun
ings bandarískum atvinnugreinum
og efnahagslífi. í kjölfar þessa
Fjánnálaráðherrar og seðla-
bankastjórar 5 helztu iðnríkja
heims náðu ekki samkomulagi
um vaxtalækkun á fundi sínum
í London um helgina. Þeir urðu
hins vegar sammála um að halda
áfram aðgerðum til þess að halda
niðri gengi dollarans.
Tillagan um vaxtalækkun kom
frá Japönum og var markmið henn-
ar að hafa hvetjandi áhrif á efna-
hags- og atvinnulíf iðnrikja en
minnka vaxtabyrði vanþróaðra
rílq'a. Niðurstaðan varð sú, að
minnkandi verðbólga yrði til þess
að lækka vexti um allan heim á
þessu ári og því væri ekki þörf á
samræmdum, víðtækum ráðstöfun-
um til þess að lækka þá.
I yfirlýsingu, sem gefin var út
eftir fundinn, sagði að þátttakendur
í fundinum væru „ánægðir með
þann árangur, sem náðst hefur“ og
fólginn væri í því, að tekizt hefði
að knýja fram lækkun dollarans
frá því metgengi, sem hann var í
fyrir ári síðan.
Á síðasta fundi sínum, sem hald-
inn var í New York 22. september
sl., samþykktu fulltrúar iðnríkjanna
fimm að grípa til samræmdra ráð-
stafana til þess að knýja fram
lækkun á gengi dollarans. Tak-
markið með því var fyrst og fremst
að draga úr viðskiptahalla Banda-
ríkjanna og jafnframt úr þiýstingi
þeirra, sem viija taka upp viðskipta-
hömlur og vemdarlöggjöf til stuðn-
og efnahagslífi. 1 kjölfar þessa
lækkaði gengi dollarans fljótlega
um 10%.
Talið er, að ekki verði efnt til
annars fundar iðnrílq'anna 5 á
næstunni í því skyni að knýja niður
gengi dollarans. Hins vegar sé um
það fullt samkomulag milli þeirra
að grípa strax til aðgerða, ef dollar-
inn tæki að hækka á ný.
Stjórn S-Afríku að baki breyt-
ingunum á stjórn Lesotho?
Jóhannesarborg, 20. janúar. AP.
HERINN í Afríkulandinu Les-
otho hefur ýtt úr sessi forsætis-
ráðherra landsins Leabua Jon-
athan og við hefur tekið sem
formaður herráðs landsins
Justin Lekhanya hershöfðingi.
Frá þessu var sagt í útvarps-
fréttum í Lesotho um helgina
og tekið fram að Moshoshoe
konungur II haldi áfram tign
sinni. I fréttunum var ekki
tekið fram hvar fyrrverandi
forsætisráðherra Lebua Jon-
athan væri niðurkominn.
Lengi hefur verið ágreiningur
með harðýðgislega stjómarháttu
Jonathans og þessi aðgerð hersins
kemur því ekki með öllu á óvart.
Jonathan hefur í auknum mæli
leitað stuðnings kommúnistaríkj-
anna og skæruliðar afríska þjóð-
arráðsins hafa, að sögn suður-
afrískra yfírvalda átt sér slqol í
Lesotho.
Lesotho er inni í Suður Aftíku,
suðaustanverðri. Landið er um 30
þúsund ferkílómetrar að stærð,
fjöllótt land og íbúar eru um 1,3
milljónir.
Stjómin í Pretoriu stjómar
efnahagsmálum í landinu og um
þriðjungur atvinnubærra manna
stundar vinnu í Suður Afríku og
Lesotho er um flest mjög háð
Suður Afriku. Eins og sagt hefur
verið frá í fréttum, ákvað Pretor-
iustjómin að herða mjög eftirlit á
landamærum rílq'anna þar sem
grunur lék á því að skæruliðar
Afríska þjóðarráðsins fæm
óáreittir á milli landanna.
í hvatningarávarpi sem Justin
Lekhanya sendi frá sér í útvarpi
eftir að kunngert hafði verið um
forsætisráðherraskiptin var hvatt
til að þjóðin sýndi samstarfsvilja
svo að eðlilegt ástand mætti sem
fyrst verða í landinu á nýjan leik.
Tekið var fram að útlend fyrirtæki
í Lesotho þyrftu engu að kvíða
og engin afskipti yrðu höfð aí
starfsemi þeirra.
Fréttamaður Associated Press
í Maseru, höfuðborg Lesotho, þar
sem 55 þúsund manns búa, sagði
í símtali við AP-skrifstofuna í
Jóhannesarborg að allhörð skot-
hríð hefði heyrst viða í höfuð-
borginni fram eftir sunnudegi þó
hefði hún heyrst einkum í útjaðri
hennar, en þar í grenndinni er
stærsta landamærastöðin inni í
Suður-Afrfku.
Skömmu áður hafði Leabua
Jonathan skýrt fréttamönnum frá
því að hann að grunaði að stjóm
Suður Afriku hygðist steypa
honum af stóli, þar sem hann
hefði verið stjómvöldum óþægur
ljár í þúfu. Forsætisráðherrann
sagðist vona að ekkert yrði úr
þessari aðgerð, enda væri óþol-
andi að suður afriska stjómin
ráðskaðist með innanríkismál
Lesotho. Jonathan er 71 árs að
aldri og er foringi ijölmennasta
ættbálksins í Lesotho. Hann hefur
verið forsætisráðherra síðan
1966, að Lesotho fékk sjálfstæði
frá Bretlandi.
Jonathan sagði að atburðir síð-
ustu viku, þegar Suður Afríku-
menn hertu eftirlit við landamær-
in, væm tilkomnir af vaxandi
ágreiningi innan stjómar Suður
Afríku og hræðslu þeirra vegna
framvindu mála í Suður Afriku.
Forsætisráðherrann fyrrverandi
sagði í þessu viðtali að Lekhanya
hefði neitað að láta undan þiýst-
ingi frá suður-aftískum stjóm-
völdum vegna þess að hann væri
ekki áfjáður í pólitísk völd, heldur
væri hann fyrst og fremst her-
maður.
Svo virðist sem þetta hafi síðan
breyzt eftir fféttum að dæma.
Botha, utanríkisráðherra Suður
Afríku, neitaði að tjá sig um
atburðina í Lesotho en hann sagð-
ist þó binda vonir við að það
gæti dregið úr spennu að Jonath-
an hefði verið komið frá völdum,
þar sem hann hefði átt mestan
þátt f að kynda undir ókyrrð og
ólgu á landamærunum og æst
Lesothomenn til andúðar á Suður
Afríkustjóm.
Norsk lax-
eldisstöð
til Sovét
Osló, 20. janúar. AP.
NORSKU fyrirtækin Humlen
Trading i Alasundi og Seafarm
Trading í Björgvin eru nú í oða
önn að framleiða fyrstu tilbúnu
fiskeldisstöðina, sem Norðmenn
selja til Sovétríkjanna.
Þetta er í fyrsta sinn, sem slík
eldisstöð ásamt tilheyrandi búnaði
er seld frá vestrænu ríki til Sovét-
ríkjanna. Kaupverðið er 14 millj
n.kr. (um 77 millj. ísl.kr.) og í því
er innifalinn allur útbúnaður og
þjálfun fyrir þá, sem vinna eiga við
laxeldisstöðina í Sovétríkjunum.
Ungverjaland:
Ríflega 15 millj-
ónir ferðamanna
á síðasta ári
Búdapest, Ungverjalandi, 20. janúar. AP.
YFIR 15 milljónir ferðamanna úr
austri og vestri komu til Ung-
veijalands á árinu 1985, og var
það 13% aukning frá árinu þar
á undan, samkvæmt skýrslu, sem
ferðamálaráð landsins kynnti um
helgina.
Af alls 15.126.000 ferðamönnum
komu 11,3 milljónir frá öðrum
Austur-Evrópulöndum, en 3,8 millj-
ónir annars staðar frá.
Stærsti hópurinn kom frá ná-
grannaríkinu Tékkóslóvakíu, en af
þjóðum Vestur-Evrópu voru Aust-
urríkismenn fjölmennastir, eða um
tvær milljónir.
Mesta aukningin kom hins vegar
frá Bandaríkjunum. Alls komu um
140.000 Bandaríkjamenn til Ung-
verjalands á sfðasta ári, um 25%
fleiri en árið áður.