Morgunblaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986 Khadafy stofnar sjálf smorðssveitir Tripólí, Líbýu, 20. janúar. AP. MOAMMAR Khadafy Libýu-leiðtogi hefur skipað svo fyrir, að stofn- aðar skuli „sjálfsmorðssveitir" til þess að sjá um framkvæmd skæru- liðaaðgerða, að því er hin opinbera fréttastofa landsins, JANA, sagði i dag, mánudag. Fréttastofan sagði, að Khadafy hefði fengið fyrirmæli frá libyska alþýðuþinginu um að stofna „sjálfs- morðssveitir og láta þeim í té her- þjálfun, svo að unnt sé að bregðast við ögrunum og fjandsamlegri af- stöðu Bandaríkjamanna í garð líb- ýsku þjóðarinnar". JANA skýrði þetta ekki nánar og tók ekki fram, hvenær né hvar Khadafy hefði gefið út fyrirskipun um stofnun sveitanna. Flúði með rúm- ið í eftirdragi T-J OA A I) Lundúnum, 20. janúar. AP. BRÓÐUR arabísks sendiherra, sem hafði verið rænt af mann- ræningjum, tókst að flýja á föstu- dag og dró á eftir sér rekkjuna sem hann var hlekkjaður við. íbúar í hverfi í Suður-London sáu hvar maðurinn fór og gerðu lögreglu og slökkviliði aðvart. Arabíski sendiherrann, Sayed Mohammed Al-Tajir, segist vera rikasti maður í heimi, en hann er sendiherra fyrir Sameinuðu arabisku furstadæmin. Manninum tókst að flýja eftir að þriggja milljóna dala lausnargjald hafði verið greitt fyrir hann. Honum var rænt fyrir utan heimili sitt í Lundúnum 6. janúar síðastliðinn. Hann var bundinn á höndum og fótum og hlekkjaður við rúm í fangavistinni, auk þess sem hann var neyddur til þess að bera grímu oggefin róandi lyf. Samningaviðræður um lausn mannsins hófust í Bandaríkjunum og héldu áfram í gegnum þvera og endilanga Evrópu, uns samkomulag náðist að lokum í Miðausturlöndum, þar sem lausnargjaldið var greitt. Það var maður í New York sem hafði samband við sendiherrann daginn eftir að bróðumum var rænt, en lögreglan vildi ekkert frekar gefa upp um hver hann væri og nefndi hann Herra X í samtölum við fréttamenn. Fyrsta krafa mannræningjanna var upp á 80 milljónir Bandaríkja- dala. Sendiherrann hafði samband við bresku lögregluna, þrátt fyrir aðvörun þess efnis að gera það ekki. Herra X fór frá New York til Ziirich, síðan til Rómar og loks til Beirút og sagðist eingöngu vera milligöngumaður, sem ætti ekki aðild að mannráninu. Sendiherrann krafðist þess að fá eitthvað í hend- uraar sem sannaði að bróðir hans væri á lífi og fékk frá honum bréf- miða sem hafði verið skrifaður af fómarlambinu, auk þess sem hon- um var send mynd af því, þar sem það hélt á dagblaði þess dags sem myndin var tekin. Það var frændi sendiherrans sem afhenti lausnar- gjaldið og fylgdu honum eftir le)mi- lögreglumenn, sem tókst að komast að raun um hver Herra X er. Hann var síðan handtekinn á laugardagskvöldið og reyndist vera íbúi í New York að naftii Mustafa Zein. Alþjóðleg leit stendur nú yfir af mannræningjunum, en hún hefur enn sem komið er engan árangur borið. AP/ljósmynd Líbýskar konur jafnt sem karlar fá þjálfun í meðferð skotvopna. Þessi mynd var tekin nýlega i kvenna- herskóla í Tripoli og er þarna verið að kenna konunum að meðhöndla vélbyssur. Iðnríkjafundurinn í London: Ekkert samkomulag um vaxtalækkun ings bandarískum atvinnugreinum og efnahagslífi. í kjölfar þessa Fjánnálaráðherrar og seðla- bankastjórar 5 helztu iðnríkja heims náðu ekki samkomulagi um vaxtalækkun á fundi sínum í London um helgina. Þeir urðu hins vegar sammála um að halda áfram aðgerðum til þess að halda niðri gengi dollarans. Tillagan um vaxtalækkun kom frá Japönum og var markmið henn- ar að hafa hvetjandi áhrif á efna- hags- og atvinnulíf iðnrikja en minnka vaxtabyrði vanþróaðra rílq'a. Niðurstaðan varð sú, að minnkandi verðbólga yrði til þess að lækka vexti um allan heim á þessu ári og því væri ekki þörf á samræmdum, víðtækum ráðstöfun- um til þess að lækka þá. I yfirlýsingu, sem gefin var út eftir fundinn, sagði að þátttakendur í fundinum væru „ánægðir með þann árangur, sem náðst hefur“ og fólginn væri í því, að tekizt hefði að knýja fram lækkun dollarans frá því metgengi, sem hann var í fyrir ári síðan. Á síðasta fundi sínum, sem hald- inn var í New York 22. september sl., samþykktu fulltrúar iðnríkjanna fimm að grípa til samræmdra ráð- stafana til þess að knýja fram lækkun á gengi dollarans. Tak- markið með því var fyrst og fremst að draga úr viðskiptahalla Banda- ríkjanna og jafnframt úr þiýstingi þeirra, sem viija taka upp viðskipta- hömlur og vemdarlöggjöf til stuðn- og efnahagslífi. 1 kjölfar þessa lækkaði gengi dollarans fljótlega um 10%. Talið er, að ekki verði efnt til annars fundar iðnrílq'anna 5 á næstunni í því skyni að knýja niður gengi dollarans. Hins vegar sé um það fullt samkomulag milli þeirra að grípa strax til aðgerða, ef dollar- inn tæki að hækka á ný. Stjórn S-Afríku að baki breyt- ingunum á stjórn Lesotho? Jóhannesarborg, 20. janúar. AP. HERINN í Afríkulandinu Les- otho hefur ýtt úr sessi forsætis- ráðherra landsins Leabua Jon- athan og við hefur tekið sem formaður herráðs landsins Justin Lekhanya hershöfðingi. Frá þessu var sagt í útvarps- fréttum í Lesotho um helgina og tekið fram að Moshoshoe konungur II haldi áfram tign sinni. I fréttunum var ekki tekið fram hvar fyrrverandi forsætisráðherra Lebua Jon- athan væri niðurkominn. Lengi hefur verið ágreiningur með harðýðgislega stjómarháttu Jonathans og þessi aðgerð hersins kemur því ekki með öllu á óvart. Jonathan hefur í auknum mæli leitað stuðnings kommúnistaríkj- anna og skæruliðar afríska þjóð- arráðsins hafa, að sögn suður- afrískra yfírvalda átt sér slqol í Lesotho. Lesotho er inni í Suður Aftíku, suðaustanverðri. Landið er um 30 þúsund ferkílómetrar að stærð, fjöllótt land og íbúar eru um 1,3 milljónir. Stjómin í Pretoriu stjómar efnahagsmálum í landinu og um þriðjungur atvinnubærra manna stundar vinnu í Suður Afríku og Lesotho er um flest mjög háð Suður Afriku. Eins og sagt hefur verið frá í fréttum, ákvað Pretor- iustjómin að herða mjög eftirlit á landamærum rílq'anna þar sem grunur lék á því að skæruliðar Afríska þjóðarráðsins fæm óáreittir á milli landanna. í hvatningarávarpi sem Justin Lekhanya sendi frá sér í útvarpi eftir að kunngert hafði verið um forsætisráðherraskiptin var hvatt til að þjóðin sýndi samstarfsvilja svo að eðlilegt ástand mætti sem fyrst verða í landinu á nýjan leik. Tekið var fram að útlend fyrirtæki í Lesotho þyrftu engu að kvíða og engin afskipti yrðu höfð aí starfsemi þeirra. Fréttamaður Associated Press í Maseru, höfuðborg Lesotho, þar sem 55 þúsund manns búa, sagði í símtali við AP-skrifstofuna í Jóhannesarborg að allhörð skot- hríð hefði heyrst viða í höfuð- borginni fram eftir sunnudegi þó hefði hún heyrst einkum í útjaðri hennar, en þar í grenndinni er stærsta landamærastöðin inni í Suður-Afrfku. Skömmu áður hafði Leabua Jonathan skýrt fréttamönnum frá því að hann að grunaði að stjóm Suður Afriku hygðist steypa honum af stóli, þar sem hann hefði verið stjómvöldum óþægur ljár í þúfu. Forsætisráðherrann sagðist vona að ekkert yrði úr þessari aðgerð, enda væri óþol- andi að suður afriska stjómin ráðskaðist með innanríkismál Lesotho. Jonathan er 71 árs að aldri og er foringi ijölmennasta ættbálksins í Lesotho. Hann hefur verið forsætisráðherra síðan 1966, að Lesotho fékk sjálfstæði frá Bretlandi. Jonathan sagði að atburðir síð- ustu viku, þegar Suður Afríku- menn hertu eftirlit við landamær- in, væm tilkomnir af vaxandi ágreiningi innan stjómar Suður Afríku og hræðslu þeirra vegna framvindu mála í Suður Afriku. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagði í þessu viðtali að Lekhanya hefði neitað að láta undan þiýst- ingi frá suður-aftískum stjóm- völdum vegna þess að hann væri ekki áfjáður í pólitísk völd, heldur væri hann fyrst og fremst her- maður. Svo virðist sem þetta hafi síðan breyzt eftir fféttum að dæma. Botha, utanríkisráðherra Suður Afríku, neitaði að tjá sig um atburðina í Lesotho en hann sagð- ist þó binda vonir við að það gæti dregið úr spennu að Jonath- an hefði verið komið frá völdum, þar sem hann hefði átt mestan þátt f að kynda undir ókyrrð og ólgu á landamærunum og æst Lesothomenn til andúðar á Suður Afríkustjóm. Norsk lax- eldisstöð til Sovét Osló, 20. janúar. AP. NORSKU fyrirtækin Humlen Trading i Alasundi og Seafarm Trading í Björgvin eru nú í oða önn að framleiða fyrstu tilbúnu fiskeldisstöðina, sem Norðmenn selja til Sovétríkjanna. Þetta er í fyrsta sinn, sem slík eldisstöð ásamt tilheyrandi búnaði er seld frá vestrænu ríki til Sovét- ríkjanna. Kaupverðið er 14 millj n.kr. (um 77 millj. ísl.kr.) og í því er innifalinn allur útbúnaður og þjálfun fyrir þá, sem vinna eiga við laxeldisstöðina í Sovétríkjunum. Ungverjaland: Ríflega 15 millj- ónir ferðamanna á síðasta ári Búdapest, Ungverjalandi, 20. janúar. AP. YFIR 15 milljónir ferðamanna úr austri og vestri komu til Ung- veijalands á árinu 1985, og var það 13% aukning frá árinu þar á undan, samkvæmt skýrslu, sem ferðamálaráð landsins kynnti um helgina. Af alls 15.126.000 ferðamönnum komu 11,3 milljónir frá öðrum Austur-Evrópulöndum, en 3,8 millj- ónir annars staðar frá. Stærsti hópurinn kom frá ná- grannaríkinu Tékkóslóvakíu, en af þjóðum Vestur-Evrópu voru Aust- urríkismenn fjölmennastir, eða um tvær milljónir. Mesta aukningin kom hins vegar frá Bandaríkjunum. Alls komu um 140.000 Bandaríkjamenn til Ung- verjalands á sfðasta ári, um 25% fleiri en árið áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.