Morgunblaðið - 21.01.1986, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 21.01.1986, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1986 33 Loðnuveiðarnar: Aflinn frá ára- mótum rúmar 100.000 lestir Morgunblaðið/Rax Stærsti rækjutogari Dana í Reykjavík DANSKI rækjutogarinn Ocean Prawns kom til Reykjavíkur á mánudag til að skipta um áhöfn og sækja þjónustu af ýmsu tagi. Ocean Prawns er stærsti rækjutogarinn og sá nýjasti í eigu Dana. Eigandi og skipstjóri á Ocean Prawns, Birger K. Pedersen, sagði í samtali við Morgunblaðið, að skipið hefði verið afhent frá norskri skipasmíðastöð í október síðastliðnum og kostaði um 470 milljónir íslenzkra króna. Skipið væri 1.749 tonn, 74 metrar á lengd og 14,5 á breidd. og í áhöfn væru 30 manns. Frystigeta er 70 lestir á sólarhring og lestarrými 800 lestir og getur skipið verið á sjó í fjóra mánuði samfellt. Meðal búnaðar í skipinu eru fullkomin aflsingartæki. Birger K. Pedersen sagði að skipið þyrfl að afla um 2.500 lesta af rækju á ári til að standa undir sér, en það hefði veiðiheimildir við Grænland, Sval- barða og Kanada. Einstakur atburður í Flugleiðavél: Gleymdist að taka flug'freyj urnar með ÍSLENDINGAR hafa aflað rúmlega 100.000 lesta af Fiskmarkaðurinn í Grimsby: 72 krónur fyrir stóra þorskinn TOGARINN Birtingur frá Nes- kaupstað seldi á mánudag afla sinn, mest þorsk í Grimsby. Fékk hann mjög gott verð, meðal annars 72 krónur fyrir hvert kíló stórs þorsks. Birtingur seldi alls 126 lestir. Heildarverð var 8.104.900 krónur, meðalverð 64,31. Aflinn var að mestu þorskur og fór hann allur á yfír 60 krónur hvert kíló. Leiðrétting eða ábending FYRIRSÖGN greinar HJÓ í þættinum Úr heimi kvikmynd- anna í Morgunblaðinu sl. sunnu- dag var svohljóðandi: „Austrið og vestrið berast á banaspjótum í Rocky IV. “ Þetta er mesta klambur, svo vitnað sé í niðurlag greinarinnar. Réttara er að segja: Að berast á banaspjót (banaspjót(um) er að vísu géfíð upp í orðabókum en þykir ekki til fyrir- myndar). Slæmt er þegar slíkt er í stórum fyrirsögnum og biður Morg- unblaðið lesendur sína afsökunar á þvi. loðnu frá áramótum, en hlutur okkar frá ármótum til loka vertíðar var 340.000 lestir. Afli Norðmanna hér er orðinn um 38.000 lestir. 48 norsk skip hafa nú yfir- gefið miðin með fullfermi og ekkert þeirra komið aft- ur. 6 skip eru á miðunum, en alls var von á 77 norskum, skipum hingað tii veiða. Á laugardag öfluðu íslenzku skipin 5.160 lesta og á sunnudag 16.750. Eftirtalin skip tilkynntu um afla á laugardag: Börkur NK, 1.250; Jöfur KE, 440, Þórshamar GK, 600, Eldborg HF, 1.300, Erl- ing KE, 540, Orn KE, 500 og Harpa RE 620 lestir. Á sunnudag voru eftirtalin skip með afla: Kefl- víkingur KE, 420, Höfrungur AK, 880, Gísli Ámi RE, 640, Skarðsvík SH, 630, Bjami Ólafsson AK, 1.170, Magnús NK, 300, Heimaey VE, 530, Guðmundur Olafur ÓF, 450, Sæberg SU, 450, Þórður Jón- asson EA, 300, Víkurberg GK, 510, Húnaröst ÁR, 630, Jón Kjart- ansson SU, 1.150, Rauðsey AK, 570, Kap II VE, 690, Hilmir II SU, 560, Sighvatur Bjamason VE, 650, Beitir NK, 1.250, FífiU GK, 650, Gullberg VE, 400, Dagfari ÞH, 530, Albert GK, 600, Ljósfari RE, 570, Þórður Jónasson EA, 500, Svanur RE, 740, Helga II RE, 530 og Jöfur KE 450 lestir. Síðdegis á mánudag höfðu eftirtaí- in skip tilkynnt um afla: Guðrún Þorkelsdóttir SU, 700, Hilmir SU, 1.350, Bergur VE, 520, Erling KE, 430 og Magnús NK, 530 lestir. SKÖMMU eftir að Flugleiðavél á leið til Egilsstaða og Neskaup- staðar með 44 farþega innan- borðs fór í loftið frá Reykjavík á laugardagsmorguninn kom í Ijós að um borð var engin flug- freyja. Þegar einn farþeganna hafði gert flugstjóranum viðvart var snúið aftur til Reykjavíkur og sátu þá flugfreyjurnar tvær, sem áttu að vera um borð, i mestu makindum í flugstöðvar- byggingunni. Eljagangur var í Reykjavík þenn- an morgun og sætti flugstjórinn færis á að taka á ioft um leið og rofaði til og brautarskilyrði höfðu verið lýst fullnægjandi. Taldi hann þá, sem og hlaðmenn, að öll áhöfnin væri komin um borð. Flugfreyjum- ar biðu hins vegar eftir útkalli, sem ekki kom, og var vélin yflr Þingvöll- um þegar farþeginn ákvað að spyij- ast fyrir um flugfreyjumar. Vélin tafðist nokkuð vegna þessa, meðal annars vegna þess að veður hafði versnað í Reykjavík, en hún komst aftur af stað til Egils- staða nokkru síðar. Ekki er fyllilega ljóst hvemig þetta gat gerst en samkvæmt öllum reglum má flug- vél ekki fara í loftið fyrr en öll áhöfnin er komin um borð, að sögn Sæmundar Guðvinssonar, frétta- fulltrúaFlugleiða. „Þetta á ekki að geta gerst og það er verið að fara rækilega yflr öll atvik þennan morgun til að leita skýringar á þessu," sagði Sæmund- ur. „Við munum að minnsta kosti sjá til að þetta gerist ekki aftur.“ Hlaut innvortis meiðsl í átökum RLR lýsir eftir pilti UM KLUKKAN eitt aðfaranótt laugardagins 14. desember síð- astliðinn kom til átaka með tveimur piltum, um 18 og 19 ára gömlum, við veitingahúsið Sig- tún. Fólk kom að og skildi pilt- ana. Annar lá þá óvígur og þurftí að gangast undir læknisaðgerð vegna innvortis meiðsla. Rannsóknarlögregla ríkisins lýsir eftir piltinum sem slóst við hinn slasaða. Honum er lýst sem 180 sentimetra háum með ljóst, liðað hár. Hann var dökkklæddur í stutt- erma bol. Þeir sem kunna að búa yflr upplýsingum um hann eru vinsamlega beðnir að snúa sér til RLR. Leiðrétting Undir grein um Lóu í Nesi í síðustu Lesbók Morgunblaðsins var rang- lega gerð grein fyrir höfundinum, Eggert Ásgeirssyni. Það rétta er, að Eggert er skrifstofustjóri Sam- bands ísl. rafveitna. Rekstrarafkoma ríkissjóðs á síðasta ári neikvæð um 8,1% Hefur ekki verið lakari um árabil Gjöld umfram tekjur námu 2.381 millj. króna Rekstrarafkoma rikissjóðs (a-hluta) á greiðsiugrunni, sem hlutfall af - gjöldum, á árunum 1978—1985. GREIÐSLUAFKOMA ríkis- sjóðs (A-hluta) í árslok 1985 var neikvæð um 2.478 milljón- ir króna en var í árslok 1984 jákvæð um 639 milljónir króna. Greiðsluafkoman er því lakari sem nemur 3.117 milljónum króna. Gjöld um- fram tekjur námu 2.381 millj- ónum króna á síðasta ári. Á árinu 1984 voru tekjur um- fram gjöld hins vegar 783 milljónir króna. Rekstraraf- koma A-hluta rikissjóðs hefur því versnað um 3.163 milljón- ir króna frá fyrra ári, sam- kvæmt bráðabirgðatölum fjármálaráðuneytísins. í frétt frá ráðuneytinu segir: „Ríkissjóður fjármagnaði hina neikvæðu greiðsluafkomu á árinu 1985 með þvi að auka skuldir sínar á viðskiptareikn- ingum hjá Seðlabankanum, ásamt aukningu á sjóðsreikn- ingum um 1.107 milljónir króna, og lántökum umfram afborganir af langtímalánum að Qárhæð 1.371 milljón króna hjá Seðla- bankanum. Versnandi rekstrarafkomu A—hluta ríkissjóðs á árinu 1985 miðað við árið 1984 má rekja til þess að gjöld hækkuðu veru- lega umfram verðlagsbreyting- ar og hins vegar að hækkun tekna ríkissjóðs milli ára er undir verðlagsbreytingu. Á ár- inu 1984 var þessu öfugt farið. Á því ári hækkuðu tekjur ríkis- sjóðs talsvert umfram verð- hækkun en gjöld urðu nokkuð undir verðlagsbreytingum. Meðalbreyting framfærsluvísi- tölu milli áranna 1984 og 1985 er áætluð 32,5%. Tekjur hafa hækkað um 29,6% en gjöld aftur á móti um 46,6%. Launaútgjöld A-hluta ríkissjóðs hafa hækkað um 44,0% milli áranna 1984 og 1985 í samanburði við tæplega 20,0% hækkun milli áranna 1983 og 1984. Launaútgjöld nema fjórðungi af heildargjöld- um A-hluta ríkissjóðs. Rekstrarafkoma A-hluta rík- issjóðs sem hlutfall af gjöldum í árslok 1985 var neikvæð um 8,1% og hefur ekki verið verði allt frá árinu 1978. Á þessu árabili var rekstrarhalli hjá A-hluta ríkissjóðs á árunum 1978 til 1980 og enn á árinu 1983 en þá nam hann 7,1% sem hlutfall af gjöldum þess árs. Innheimtar tekjur á árinu 1985 námu 26.889 milljónum króna, sem er 6.142 milljónum króna hærri fjárhæð en á árinu 1984 eða hækkun um 29,6%. Greidd gjöld námu 29.270 millj- ónum króna og er það 9.306 milljónum króna hærri fjárhæð en var á fyrra ári eða hækkun sem nemur 46,6%.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.