Morgunblaðið - 21.01.1986, Síða 46
fclk í
fréttum
f —— ; T 7
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986
Donny Osmond
ogfrú
Gamlir Osmonds aðdáendur
hafa án efa gaman af að sjá
hvemig hjartaknúsarinn Donny og
konan hans Debra líta út f dag.
Ekki fylgdi myndinni hvað Donny
aðhefst þessa dagana, en líklega
er hann ekki búinn að gefa sönginn
alveg upp á bátinn þó svo að ekki
heyrist núorðið oft í honum og
systkinum hans hér á landi.
Búum ennþá
í torfbæjum
að áliti sumra í Noregi
Um þessar mundir stendur yfír hjá einu af
norsku vikuritunum uppskriftasamkeppni, þar
sem lesendum er gefinn kostur á að spreyta sig
með gulrætur og hvítkál. Fyrstu verðlaunin eru
ekki af lakari taginu, ferð til íslands með vorinu.
Með þessum upplýsingum fylgja svo tvær myndir
af íslandi, önnur tekin af Gullfossi en hin af alkunn-
um stað f Eyjafirði.
Það fylgir jafnframt sögunni að torfbærinn sé
einkennandi fyrir sveitahýbýli íslendinga og í slíku
umhverfí eigi vinningshafínn eftir að vera og kynn-
ast áhugaverðum hlutum ...
Tvær alíslenskar uppskriftir fylgdu svo í kjölfarið,
það er að segja, íslensk kál- og Jqotbollusúpa og svo
steikt sfld með gulrótum.
Woody Allen orðinn fimmtugur
að er langt síðan eitthvað
hefur frést af þeim Woody
Allen og fylgikonu hans Miu
Farrow. Þau skötuhjú búa í sitt
hvorri íbúðinni, (reyndar stutt á
milli), Mia með átta böm, fimm
sem hún ættleiddi frá Vietnam
og hin frá Kóreu. Það má geta
þess að Woody Allen sem varð
fímmtugur í desember síðastlið-
inn, er þessa dagana að vinna að
kvikmynd, en hún hefur ekki
hlotið nafn enn sem komið er.
-ogy/nn
enturtil
Séra Giinnar Björnsson gefur hjónin saman.
Nastassja
Kinski
á nú von á
öðru barni
í hlutverki Diönu i myndinni
Harem.
Nastassja Kinski á nú von á
öðru bami sínu. Fyrir á hún
soninn Aljosha með manninum sín-
um Ibrahim Moussa, en hann er
Egypti.
Nastassja hefur annars haft í mörg
hom að Iíta, því hún tekur móður-
hlutverkið alvarlega og er mikið
með syninum, en hefur einnig leikið
töluvert, nú síðast í myndinni „Har-
em“.
Til íslands
að láta gifta sig
Hjónin Scott Bradly Harris og
Gillian Seels-Harris vom
stödd hér á landi fyrir skömmu í
verslunarerindum, en þau flytja inn
til landsins eigin framleiðslu af
handunnum munum.
Þau slógu tvær flugur í einu
höggi því í leiðinni létu þau séra
Gunnar Bjömsson fríkirkjuprest
gefa sig saman í kapellunni í Garða-
stræti 36.