Morgunblaðið - 29.01.1986, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1986
25
gekni
lafið
Vesturlöndum, fara í gegnum Búlg-
aríu og nota þá gjaman tækifærið
til að græða peninga með því að
selja svartamarkaðsbröskurum of-
beldis- og klámmyndir á mynd-
böndum. Nýlega gerðu yfírvöld í
Búlgaríu upptækan smyglvaming
og var hann sagður vera: „ .. við-
bjóðslegar myndir sem ólögleg
einkafyrirtæki framleiða í kjallara-
holum og hóruhúsum einhvers stað-
ar á milli Istanbúl og Kalkútta."
Víst er, að slíkar fréttir eru síst til
þess fallnar að slæva áhuga unga
fólksins í Búlgaríu.
Lokuð samfélög-
Vandi kommúnistaríkjanna felst
í sjálfri samfélagsgerðinni. Hvemig
er unnt að samræma upplýsinga-
flæði tæknialdar og lokað þjóðfé-
lag? Tækniframförum fylgir pólitísk
áhætta, einkum innan þeirra sam-
félaga, þar sem takmörkun upplýs-
inga er grundvöllur valdsins.
Tölvuvæðingin er þegar tekin að
valda stjómvöldum erfíðleikum.
Pólskir andófsmenn nota margir
hveijir tölvur og prentara og eiga
þannig auðveldara en áður með að
koma gagnrýni sinni á framfæri.
Bæklingum og jafnvel heilum bók-
um er smyglað inn í Pólland á diskl-
ingum og þær síðan prentaðar þar.
Og hvað gerist ef ungum tölvusnill-
ingum tekst að „bijótast inn í“
tölvukerfí vamarmálaráðuneyta
V arsj árbandalagsríkj anna?
Tékkneskir andófsmenn hafa
sagt, að myndbandstækni muni á
næstu tíu ámm verða jafn mikilvæg
fyrir frelsisbaráttu þeirra og ljósrit-
unarvélin hefur verið síðustu tvo
áratugi. í Tékkóslóvakíu eru um
5.000 myndbandstæki í einkaeign,
í Ungveijalandi em þau 40.000 og
u.þ.b. 10.000 í Búlgaríu. Hins vegar
er talið að um 150.000 slík tæki
séu í Póllandi. Stöðugt fleiri eignast
myndbönd en ennþá em þau fyrst
og fremst leikföng yfírstéttarinnar.
Hinu má ekki gleyma, að eitt tæki
getur haft ótrúleg áhrif.
Gervihnattasendingar
Loftnet til móttöku á gervihnatt-
arsendingum em seld á svörtum
markaði í vesturhluta Póllands.
Einnig á því sviði eiga stjómvöld
undir högg að sækja. Þegar sjón-
varpssendingar í gegnum gervi-
hnetti hefjast verður nánast óger-
legt að trafla þær. Leiðtogar Aust-
antjaldsríkjanna óttast mjög, að
Bandaríkjamenn taki að framleiða
sérstaka sjónvarpsþætti fyrir áhorf-
endur í kommúnistaríkjunum og
keppi þar með við innlendar dag-
skrár. Jafnvel þótt Bandaríkjamenn
láti nægja að sýna þætti eins og
Dallas og Dynasty má telja ömggt
að stór hluti sjónvarpsáhorfenda í
Austur-Evrópu mun fylgjast með
þeim myndaflokkum.
Ráðamenn sjónvarpsmála í Aust-
ur-Evrópu hafa þegar reynt að
bregðast við þessari þróun með
ví að auka sýningar á léttu efni.
Austur-Þýskalandi eiga sjón-
varpsáhorfendur þess kost að horfa
á vestur-þýska sjónvarpið. Austur-
Þjóðveijar hafa bmgðist við þessari
samkeppni með því að fjarlægja svo
til allan pólitískan áróður úr sjón-
varpsdagskránni og sýna nú mikið
af gömlum og góðum kvikmyndum.
Pólska sjónvarpið hefur einnig leit-
ast við að gera dagskrána léttari
og hafa ráðamenn þess íhugað að
taka kvikmyndina Emanuelle til
sýningar.
Ljóst er að nú er hafíð mikið
kapphlaup á milli austurs og vesturs
á sviði fjölmiðlunar og hátækni.
Ríki Austur-Evrópu munu gera
hvað þau geta til að vinna upp
forskot Vesturlanda því keppnin
snýst um hylli almennings handan
járntjaldsins.
(Grein þessi birtist í The
Times í London.)
leggja meiri alúð og markvissari
vinnubrögð en flest málverkanna.
Þær em býsna máttugar og hrif-
miklar sumar hveijar og allar vel
unnar. Nefni ég hér sérstaklega
myndimar „Andlit" (4), „Janus og
félagi“ (18) og „Skepnan" (36).
í sumum þessara höggmynda em
taktar sem ekki hafa sést áður í
list Gunnars Amar svo sem skýr
og klár form, sem em meitluð í
steininn af yfírvegun og mikilli til-
fínningu.
Margt á þessari sýningu Gunnars
Amar bendir til þess að hann standi
á tfmamótum í listsköpun sinni og
verður næsta fróðlegt að fylgjast
með framvindunni.
Hér fylgja honum allar frómar
óskir.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir ÁGÚST ÁSGEIRSSON
Robert Murdoch biaðaútgefandi. Hann telur sig hafa brodð veldi hinna herskáu prentsamtaka á
bakaftur.
Loksins náði prentbylt-
ingin til Bretlands
MEÐ ÚTKOMU dagblaðanna Sun og The Times f fyrradag var
brotið blað í sögu brezkrar blaðaútgáfu, þvf þau eru fyrstu dag-
blöðin, sem prentuð eru f Bretlandi án þess að félagsmenn brezku
prentarafélaganna og bókagerðamenn kæmu þar nærri. Þessi
þátttaskil kunna að marka upphaf mikilla og jafnvel ófyrirsjáan-
legra breytinga f brezkri blaðaútgáfu. Ný útgáfutækni er að ryðja
sér til rúms, verið er að leggja niður gömlu blýsetninguna en taka
upp offset- og tölvutækni, samskonar tækni og beitt hefur verið
við vinnslu Morgunblaðsins í röskan áratug. Félög prentlærðra
hafa beitt sér gegn þessari tækni af mikilli hörku, en Robert
Murdoch, eiganda Sun og The Times hefur nú tekizt að knésetja
þau.
Robert Murdoch tók um helgina
f notkun nýtt blaðhús f Wapping
á hafnarsvæðinu f austurhluta
Lundúna. Hann reyndi árangurs-
laust að ná samningum við prent-
ara um starfsfyrirkomulag í nýju
prentsmiðjunni en þær viðrœður
fóm út um þúfur fyrir helgi. Prent-
arar féllust ekki á ákvæði f nýjum
samningi sem bönnuðu verkföll.
Þeir segjast hins vegar hafa boðist
til að samþykkja nýju prenttækn-
ina gegn atvinnutryggingu. Þeir
hafí boðið að gerðardómur úr-
skurðaði um launamál þeirra, að
sá úrskurður yrði bindandi og að
ákvæði jnðu í samningi er fyrir-
byggðu skæmverkföll.
Murdoch kveður reynslu sína af
prenturum f Fleet Street það
slæma að hann hafí ekki treyst sér
til að ráða þá f vinnu nema þeir
afsöluðu sér verkfallsréttinum.
Hann hafði um 6.000 prentara f
Fleet Street en kvaðst þurfa aðeins
„nokkur hundmð“ f Wapping.
Samdi Murdoch á endanum við
félag rafeindavirkja og gengu um
hundrað rafeindavirkjar f störf,
sem prentarar hefðu ellegar sinnt
f nýju prentsmiðjunni, sem tekin
var f notkun um helgina.
Blaðamenn við The Times sam-
þykktu á sunnudagskvöld með
tveimur þríðju atkvæða að vinna
áfram við blaðið og flytjast úr Fleet
Street og út f Wapping, þar sem
áður vom dokkir Lundúna.
Murdoch setti blaðamönnunum tvo
valkosti, flutning í Wapping eða
uppsögn. Þeir sem tækju fyrri
kostinum fengju sjálfkrafa launa-
hækkun, sem næmi 2.000 sterl-
ingspundum (120 þúsund krónur)
á ári. Áður höfðu blaðamenn við
Sun og helgarblöðin tvö, Sunday
Times og News of the Worid,
samþykkt sama tilboð.
Stéttarfélög brezkra prent-
verksmanna hafa f áratugi barizt
einstrengingslega gegn nýjungum
f prentlistinni, en hafa nú beðið
ósigur f þeirrí baráttu. Hingað til
hafa félögin verið f aðstöðu til að
sljóma ráðningu prentara á vinnu-
staði og þann rétt hafa þau ekki
viljað gefa frá sér. Þau hafa svarað
breytingum í starfsmannahaldi eða
brottrekstri með aðgerðum af ein-
hveiju tagi og það hefur verið
ásetningur Murdochs að bijóta
þetta ofrfki félaganna á bak aftur.
Félögin hafa upp á sfðkastið látið
í það skfna að þau séu ekki jafn
ósveigjanleg og áður fyrir nýrri
útgáfutækni, en vera kann að þessi
8tefnubreyting sé of seint á ferð-
inni. Murdoch er ákveðinn f að
hleypa ekki prentarafélögunum inn
f blaðhúsið vfggirta f Wapping og
í stórri fyrirsögn á forsíðu Sun á
mánudag lýsir hann sigri yfír
„verkfallsþijótunum", sem hann
kallar prentarana.
Arðbær útgáfa
Murdoch kveðst hafa reynt í sex
ár að semja við prentarafélögin en
án árangurs. Hann vildi ekki fá
prentara úr Fleet Street f Wapping.
Því er haldið fram að meðalmenn-
skan hafí verið orðin allsráðandi f
Fleet Street. Gffurleg stöðnun
hefur einkennt blaðaútgáfuna þar
og þörf hafí verið á nýju blóði.
Miklar breytingar séu nú hins
vegar í uppsiglingu.
Með nýrri prenttækni er hagn-
aðarvonin í blaðaútgáfu mikil, fái
stjóraendur blaðanna að brúka
hagkvæmustu framleiðsluaðferðir.
Miklir möguleikar em á að lækka
tilkostnað með offset- og tölvu-
tækninni. Frá 4. marz nk. munu
t.d. um 500 menn framleiða 352
síður á viku af blaði Eddie Shah,
(Today), en til samanburðar af-
kasta 4.000 menn aðeins 288 sfð-
um á viku af Mirror, SundayMirr-
or og Sunday People með gömlu
prenttækninni, þ.e. blýsetning-
unni. Afköstin á hvera starfsmann
Shah, í blaðsfðum talið, em því tfu
sinnum meiri en hjá Mirror-blaða-
fyrirtækinu.
Ný blöð fæðast
Afköstin segja þó ekki alla
söguna, því með nýjum samning-
um er komið f veg fyrir linnulausar
vinnudeilur, sem valdið hafa blað-
aútgefendum stórtjóni. í fyrra
töpuðu t.d. 13 brezk blöð 96,5
milljónum eintaka f deilum, sem
spmttu út af öðm en launamálum.
Þá hefur töf sú, sem orðið hefur
á innreið nýrrar tækni, valdið út-
gefendum tjóni. Robert Murdoch
heldur þvf t.d. fram að vaxtagjöld
hans vegna Wapping-blaðahúss-
ins, sem staðið hefur ónotað um
skeið vegna deilna við prentara-
samtökin, nemi 30 mil(jónum sterl-
ingspunda (nær tveimur milljörð-
um króna). Til samanburðar kost-
aði blaðhúsið með öllu tilheyrandi
70 milljónir punda. Vaxtakostnað-
urinn sé glatað fé, sem ellegar
hefði mátt nota til frekari tækni-
væðingar eða til að borga betri
laun.
Með nýrri tækni er von nýrra
blaða og munu a.m.k sjö vera f
deiglunni. Nær öruggt er að tvö
þeirra hefli göngu sfna, Today,
blað Eddie Shah, og London
Post, sem Murdoch hefur senn
útgáfu á. Báðum verður hleypt af
stokkunum f marz. Því er reyndar
haldið firam að auglýsingar geti
ekki staðið undir öllu fleiri blöðum.
Breyta litaauglýs-
ingar blöðunum?
Reyndar mun vera óplægður
akur á sviði litaauglýsinga, en út-
gefendur em misjafnlega trúaðir á
að þar sé að fínna gjöful mið.
Murdoch er vantrúaður á að þar
sé auð að sækja, en Shah telur að
litaauglý8ingar eigi eftir að breyta
hlutdeild Qölmiðla f auglýsinga-
markaðinum. Liturinn muni auka
hlut blaðanna á kostnað sjónvarps.
Blöð, sem ekki bjóði upp á litaaug-
lýsingar, verði smám saman undir
f harðri samkeppni um auglýsing-
ar. Munu mörg brezku blaðanna
nú búa sig undir að geta birt
auglýsingar í liL Menn, sem velta
framtíðinni fyrir sér, segja að
innan fimm ára verði gífurlegar
breytingar á brezkri blaðaútgáfu
staðreynd. Nýjasta tækni verði
allsráðandi, blöðin verði gefín út f
lit, ódýr, unnið verði allan sólar-
hringinn að útgáfu þeirra, sjö daga
vikunnar. Allur þankagangur við
blaðaútgáfu verði allt annar en
verið hefúr, starfsmöguleikamir
verði miklir og jarðvegur frjór fyrir
sköpunargáfa stjóraenda og
starfsmanna.
Heimildir: AP. Spectmtor. TheEcoaomkt