Morgunblaðið - 29.01.1986, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 29.01.1986, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1986 29 Utandagskrárumræður á Alþingi um viðhorf í stjórnmálum: ,, Lífskj arasamningur er athyglisverð hugmynd“ — sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra — Hart deilt á ríkissljórnina fyrir skattaálögur og sundurlyndi ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórnina harð- lcga fyrir sundurlyndi og óstjórn í almennum stjórnmálaumræðum utan dagskrár í sameinuðu þingi i gær. Það voru Svavar Gestsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Guðmundur Einarsson, Guðrún Agnars- dóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Kristín Kvaran, sem töluðu af hálfu stjórnarandstæðinga, en fyrir svörum urðu Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, og Friðrik Sophusson, varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins. Svavar Gestsson (Abl.-Rvk.) fjall- aði í ræðu sinni um Þróunarfélagið, skattahækkanir, ágreining ráð- herra um kjötinnflutning vamar- liðsins og Lánasjóð námsmanna. Hann óskaði eftir því að forsætis- ráðherra upplýsti hvaða afskipti ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hefðu haft af ráðningu fram- kvæmdastjóra Þrounarfélagsins. „Hafa þeir lýst yfír andstöðu við ráðninguna?" spurði hann. Svavar gagnrýndi skattahækk- anir Þorsteins Pálssonar og „hringl hans með vörugjaldið". Hann hefði ekki staðið við þau fyrirheit, sem hann hefði gefíð, er hann sóttist eftir að komast í ríkisstjómina. Þorsteinn hefði enn fremur ekkert gert til að taka á þeim vanda, sem nú blasir við vegna halla ríkissjóðs. Þingmaðurinn veik síðan að deilu Alberts Guðmundssonar, iðnaðar- ráðherra, og Geirs Hallgrímssonar, fráfarandi utanríkisráðherra, um innflutning varnarliðsins á hráu kjöti. Rifjaði hann m.a. upp ummæli Geirs um landráðabrigsl Alberts og kvað það einsdæmi að ráðherrar viðhefðu slík orð. Svavar spurði Sveitastjórnar- kosning'ar: * Ovissa um kjördaginn VIÐ umræður utan dagskrár í sameinuðu þingi í gær kom fram, að samkomulag hefur tekist milli stjómarflokkanna um helstu ágreiningsatriði í fmmvarpi til laga um sveitarstjórnir, sem ligg- ur fyrir þinginu. Verða breyting- artiílögur stjómarliða við fmm- varpið kynntar innan skamms. Gert er ráð fyrir því, að frum- varpið fái afgreiðslu á þinginu, en dragist það eru allir þingflokkar sammáia um að samþykkja sérstak- lega ákvæði um lækkun kosninga- aldurs í 18 ár. Skoðanir eru hins vegar skiptar um það ákvæði í frumvarpinu, að framvegis verði kosið annan laugardag í júní, og hvort það ákvæði eigi að gilda á þessu ári, ef það verður samþykkt. Frá því atriði á eftir að ganga. hvers vegna Albert Guðmundsson væri hættur við að flytja frumvarp til laga um að stöða kjötinnflutning- inn. Það væri engjn afsökun að málið heyrði ekki undir hans ráðu- neyti, hann væri alþingismaður og málið varðaði hann sem slíkan. Svavar Gestsson sagðist ekki ætla að hafa mörg orð um málefni Lánasjóðs námsmanna vegna sér- stakra umræðna um þau á fímmtu- dag. Hins vegar deildi hann mjög á menntamálaráðherra, sem hann kvað hafa gengið á bak orða sinna á þingi og fyrir þingnefnd á síðasta ári. Ráðherra hefði þá lofað að koma ekki aftan að námsmönnum á miðjum vetri, en hann hefði síðan svikið það með því að breyta reglu- gerð Lánasjóðsins. Þingmaðurinn fjallaði loks um skipun Geirs Hallgrímssonar í embætti Seðlabankastjóra. Taldi hann að skipunin yrði ekki til þess að styrkja bankann, sem með þessu væri orðin pólitísk stofnun. „Fram- vegis er ekki ástæða til þess að taka meira mark á Seðlabankanum, en pólitískum samþykktum, sem fram koma frá Sjálfstæðisflokknum þá og þá,“ sagði hann. Taldi Svavar nauðsynlegt að skipta um alla bankastjóra Seðlabankans til að skapa traust á honum á ný. Leikið á f iðiu, meðan Róm brennur Jóhanna sagði, að nota mætti ýmsa aðra mælikvarða á hag og velferð almennings en hagskýrslur stjómvalda. Það segði t.d. sína sögu um ástandið hér á landi, að 16. hver Reykvíkingur hefði þurft að leita til Félagsmálastofnunar borg- arinnar á síðasta ári. í þessum hópi væru um 20% einstæðra foreldra og áttundi hver ellilífeyrisþegi í borginni. „Staðreyndin er sú, að framfærsla verður stöðugt erfiðari þrátt fyrir verðbólguhjöðnun," sagði þingmaðurinn. Jóhanna sagði að það skipti ekki máli hvaða einstaklingar skipuðu ráðherraembætti í ríkisstjóminni. „Þeir leika allir á fiðlu á meðan Róm brennur," sagði hún. í stað þess að taka á úrlausnarefnunum, sem fyrir lægju, kvað hún ráðherr- ana eyða tíma sínum í innbyrðis deilur. Guðmundur Einarsson (BJ.-Rn.) taldi að skýra mætti „uppákomur" undanfarinna daga Steingrímur Hermannsson með öðm en ósamlyndi á stjómar- heimilinu. Rekja mætti þær til miðstýringar, hagsmunavalds og flokksræðis, sem viðgengist hér á llandi. Miðstýringuna mtti rekja aftur til stríðsáranna og grunntónn hennar væri sá, að fólk hefði ekki vit til að sjá um sín mál. „Til að stjóma þarf stofnanir," sagði þing- maðurinn og fór nokkmm orðum um ýmsar þær valdastofnanir, sem stjómmálamenn hefðu komið á fót: Framleiðsluráð, Búnaðarfélagið, Seðlabankann, sjóðakerfið o.fl. Hann fjallaði síðan um það hvemig þessum stofnunum væri stjómað í anda flokksræðis. Guðmundur sagði að átökin í rík- isstjórninni að undanfömu væm átök flokksræðis og fámennisvalds. „Það er spuming um hentistefnu hveiju sinni, hvemig þessi ágrein- ingur birtist," sagði hann. * „Osmekklegnr óþarfi“ Guðrún Agnarsdóttir (KI.-Rvk.) benti á, að sá halli á rekstri ríkissjóðs, sem stjómarand- stæðingar hefðu séð fyrir og bent á, væri nú kominn fram í dagsljós- ið. Hann næmi tveimur og hálfum milljarði króna. Á sama tíma bæmst fréttir um háan rekstrarkostnað ráðherrabíla og fríðindi við bíla- kaup. „Þetta er ósmekklegur óþarfi og undrast ég að ráðherrar skuli geti varið slíkt fyrir samvisku sinni,“ sagði þingmaðurinn. Guðrún sagði að klaufalega hefði verið staðið að nýjum álögum ríkis- stjómarinnar. Spurði hún hvers vegna fjármálaráðherra hefði ekki kynnt sér betur stöðu ferðamála er hann ákvað að hækka flugvallar- skatt úr 250 kr. í 750 kr. Hún taldi að vömgjald á kökur og sætabrauð kæmi sér sérstaklega illa fyrir úti- vinnandi konur, sem hefðu lítinn tíma til að sinna bakstri. Þingmaðurinn nefndi síðan að olíuverð færi lækkandi, eins og fulltrúi Kvennalista hefði vakið athygli á við umræður um íjárlög, og þegar það færi saman við met- afla og hagstæð ytri skilyrði, hlyti að vera unnt að bæta kjör manna. Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir (KI.-Rvk.) beindi þremur fyrirspumum til forsætisráðherra og fj'ármálaráðherra (sem var fjar- verandi vegna veikinda). Hún spurði í fyrsta lagi hvemig ríkis- stjórnin ætlaði sér að taka á vand- anum, sem skapaðist vegna fjár- lagahallans, í öðm lagi hvemig á því stæði að efnahagur þjóðarinnar tæki engum framfömm þrátt fyrir metafla, og í þriðja lagi hvemig ríkisstjómin hygðist halda á kjara- samningum við opinbera starfs- menn. Kristín Kvaran (Rvk.) , sem sagt hefur sig úr þingflokki Banda- lags jafnaðarmanna og er utan þingflokka, lýsti þeirri skoðun sinni að brýnna væri að fjalla rækilega um einstök mál er lægju fyrir þing- inu en að efna til almennrar stjóm- málaumræðu, enda hefði það verið gert áður á þessu þingi. Alit lögfræðinganna ekki bindandi Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, svaraði ýmsu því er fram kom í ræðum þing- mannanna. Hann sagði að það væri rétt að laun í fiskvinnslu væm lág. Á hitt bæri að líta að samkvæmt skýrslu Kjararannsóknamefndar væm laun á hvert kg hærri hér á landi en í nágrannalöndunum. Afköst væm m.ö.o. minni hér og þetta væri ein af skýringunum á því að Islendingar byggju ekki við jafn góð lífskjör og ýmsar aðrar þjóðir. Þetta væri þó ekki verkafólk- inu sjálfu að kenna, heldur því skipulagi í fiskvinnslu að þar er mikið um óvana starfsmenn og afleysingarfólk, en færra af föstu starfsfólki. Fiskvinnsluhús hér á landi væm líka alltof Iítil miðað við það sem tíðkast erlendis. Forsætisráðherra veik síðan að fyrirspumum Sigríðar Dúnu Krist- mundsdóttur. Hann sagði að greiðsluhalla ríkissjóðs á síðasta ári yrði mætt með því að breyta honum í lán og það greitt sem slíkt. Ekki kæmi til greina að taka erlent lán eða auka skattaálögur til að ná endum saman. Hann taldi að binda mætti vonir við að rekstur ríkissjóðs á þessu ári yrði hallalaus. Steingrímur sagði að hagur manna hefði almennt batnað á síð- asta ári. Kaupmáttur ráðstöfunar- tekna hefði þá hækkað um 6%, sem væri líklega nokkuð meira en at- vinnhvegimir gætu ráðið við. Hann „ÉG VARÐ hissa þegar ég frétti um ákæruna. Ég hélt ekki að það sem okkur er gefið að sök væri svona brotlegt,“ sagði Hjalti Pálsson framkvæmdastjóri versl- unardeildar SÍS, og einn hinna ákærðu í „kaffibaunamálinu" svokallaða. Hjalti var staddur á Akureyri þegar ríkissaksóknari gaf út frétta- tilkynningu um ákæru á 5 starfs- menn SÍS vegna „kaffibaunamáls- kvað viðræður fjármálaráðherra og fulltrúa BRSB hafnar, en taldi ekki við hæfi að ræða framgang þeirra að svo stöddu. „Opinberir starfs- menn hafa lagt áherslu á varðveislu lífskjara," sagði forsætisráðherra. „Það gæti leitt til lífskjarasamn- ings, sem ég tel mjög athyglisverða hugmynd er fram kom á síðasta ári.“ Steingrímur sagði, að ráðning framkvæmdastjóra Þróunarfélags- ins og kosning stjómarformanns félagsins hefði ekki borið á góma í ríkisstjóminni. Hann sagði jafn- framt að engar athugasemdir hefðu komið til sín vegna ráðningar fram- kvæmdastjórans. Forsætisráðherra veik síðan að „kjötmálinu“ svonefnda. „Þegar ég ákvað að biðja þijá lögfræðinga að skila áliti var það ekki bindandi - fyrir ríkisstjómina" sagði hann. Steingrímur kvað álitið hins vegar vel unnið og það hefði sannfært sig um lögmæti kjötinnflutningsins. Hitt væri svo annað mál, að íslend- ingar gætu útvegað vamarliðinu jafngott kjöt og þeir fengju. Lýsti hann þeirri von sinni, að samningar tækjust við vamarliðið um stórauk- in kaup á íslenskum kjötvömm. Hagur launþega verði tryggður Friðrik Sophusson vakti athygli á því, að þegar menn væra að bera saman fiskafla nú um stundir og fyrr á áram, mætti ekki gleymast að ríkur þáttur í velferð hér á landi á fyrri aflaáram hefði verið erlend lán. Þau hefðu staðið undir lífskjör- um manna að veralegu leyti. Friðrik lagði á það áherslu, að í komandi kjarasamningum yrði hagur launþega raunveralega tryggður án þess að verðbólgan færi á ný af stað. Hann veik síðan að málum Þróunarfélagsins og sagði að Sjálfstæðisflokkurinn hefði frá upphafi vilja að ríkissjóður yrði þar í minnihluta. „Við viljum ekki nýja útgáfu af Framkvæmdastofn- un,“ sagði hann. Hann sagði að um það hefðu engir samningar verið gerðir milli stjómarflokkanna að Davíð Scheving Thorsteinson yrði stjómarformaður. Það kjör væri ákvörðun stjómar félagsins. Friðrik sagðist telja óeðlilegt að forsætis- ráðherra reyndi að hafa áhrif á stjómarmenn Þróunarfélagsins. Það lýsti best hugarfari framsókn- armanna. Friðrik sagði að nú væri áætlað að tekjur ríkissjóðs af vöragjaldi á sætabrauð og kökur næmu 50 millj- ónum króna. Það væri talsvert lægri upphæð, en gert hefði verið ráð fýrir. Líta mætti á þetta vöragjald, sem tilraun til að spoma við sykur- neyslu, eins og víða væri gert er- lendis. Þá sagði Friðrik að hækkun flugvallarskatts væri til samræmis við verðlagsbreytingar. Skatturinn næmi nú svipaðri upphæð að raun- gildi og þegar hann var kom fyrst til sögunnar. Að ræðu Friðriks lokinni tók Svavar Gestsson á ný til máls og svaraði nokkrum atriðum í mál- flutningi hans og Steingríms Her- mannssonar. Að því búnu var þing- fundi slitið. ins“. Þegar Morgunblaðið leitaði viðbragða Hjalta kvaðst hann ekki - hafa haft tækifæri til að kynna sér málið nægjanlega vel, enda hefði honum ekki verið. birt nein kæra. Hann sagði þó ljóst að enginn þeirra hefði tekið sér peninga og taldi að ekki hefði verið um bókhaldsfals að ræða. Hann sagðist ekki geta séð að þeir hefðu getað farið öðra- vísi með kaffibaunaafslátt Brasilíu- manna en gert var. Skammstafanir í stjórnmálafréttum í stjórnmálafréttum Morgunblaðsins eru þessar skammstafanir notaðar. Fyrir flokka: Fyrir kjördæmi: A.: Alþýðuflokkur Rvk.: Reykjavík Abl.: Alþýðubandalag VI.: Vesturland Bj.: Bandalagjafnaðarmanna Vf.: Vestfirðir F.: Framsóknarflokkur Nv.: Norðurland vestra Kl.: Kvennalisti Ne.: Norðurland eystra Kf.: Kvennaframboð Al.: Austurland S.: Sjálfstæðisflokkur Sl.: Suðurland Rn.: Reykjanes „ Varð hissa á ákærunni“ — segir Hjalti Pálsson framkvæmda- stjóri hjá SÍS um „kaf fibaunamálið “

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.