Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR 1986 3 Á myndinni eru nokkrir þátttak- enda í fundinum í gær. Frá vinstri: Hrafn Pálsson, starfsmaður heil- brigðisráðuneytisins, Helga Jóns- dóttir, aðstoðarmaður forsætis- ráðherra, herra Pétur Sigurgeirs- son, biskup íslands, Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, Sverrir Hermannsson, mennta- málaráðherra, Erlendur Kristjáns- son, starfsmaður menntamála- ráðuneytisins, Knútur Hallsson, ráðuneytisstjóri menntamálaráðu- neytisins, og Jón Helgason, dóms- og kirkjumálaráðherra. NEYSLA á LSD jókst mjög mikið á íslandi á síðasta ári ef miðað er við tölur um fíkniefni sem gerð hafa verið upptæk á timabilinu 1979—85. Á liðnu ári var lagt hald á 2.223 LSD-töflur, árið áður voru 775 töflur gerðar upptækar, og aðeins 8 samanlagt á árunum 1979—83. Ennfremur virðist neysla á kókaíni hafa færst í vöxt, ef sama viðmiðun er notuð. Hins vegar var lagt hald á rúmlega helm- ingi meira magn af hassi árið 1983 en á siðasta ári. í heild lítur út fyrir að fíkniefnaneysla á síðasta ári hafi verið svipuð og árið áður, en árið 1983 var sérstakt að því leyti hversu mikið magn fannst af hassi og marihúana, samkvæmt upplýsingum Arngrims Isberg, full- trúa lögreglustjórans í Reykjavík. Áfengisneysla hefur á hinn boginn aukistár fráári, ekkisístl markmið allra þeirra sem vildu vinna að lausn þessa vanda að draga úr eftirspuminni eftir þessum efnum: „Það er illt að þurfa að sætta sig við þjóðfélag sem býr þegnum sínum þau skilyrði að nauðsynlegt sé að setja upp með- ferðarstofnanir fyrir unglinga á aldrinum 14—15 ára,“ sagði Jón. Ragnhildur Helgadóttir heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra var einnig á því máli að áfengis- neysla íslendinga væri stærsti hluti ávana- og fíkniefnavandans. Hún sagði að mun meiri áherslu þyrfti að leggja á fyrirbyggjandi ráðstaf- anir en hingað til hefur verið gert. I því sambandi benti hún á að sú upphæð sem varið er til vamar- starfs á þessu sviði sé innan við 1% af þeirri upphæð sem fer til daggjalda á meðferðarstofnunum. „Það hlýtur að skila betri árangri — bæði í aukinni hamingju fólks og betri fjárhag ríkisins — ef meiri áhersla er lögð á vamarstarfið," sagði Ragnhildur. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra vakti athygli á hversu skýrt samband væri milli heimilisaðstæðna unglinga og þess hvort þau leiddust út í áfengis- og fíknieftianeyslu. Hann sagði að fundurinn hefði verið gagnlegur fræðslu- og upplýsingafundur og vakið upp ýmsar sþumingar. Nú væri nauðsynlegt að allir þeir aðilar sem ynnu á ólíkum vígstöðvum að lausn fíkniefnavandans gerðu átak og samhæfðu krafta sína. Herra Pétur Sigurgeirsson biskup íslands sagði að ráðstefnan hefði leitt ótvírætt í ljós að hér væri við geysimikinn vanda að etja. „Við verðum að hjálpa þeim sem era ósjálfbjarga af völdum neyslu slíkra efna. En við verðum einnig að vinna að því að byrgja branninn áður en bamið er dottið í hann. Heilbrigð hugsun og heilbrigt líf þrífst ekki nema í heilbrigðu þjóð- félagi," sagði biskup. Fimm ráðherrar, biskup íslands og landlæknir, áttu, ásamt nánustu samstarfsmönnum sínum fund saman í gær þar sem ávana- og fíkniefnavandamálið var rætt á breiðum grandvelli. Eftir fundinn var fréttamönnum gefinn kostur á að spyija fundarmenn um umfang vandans á íslandi í dag og hvaða aðgerða væri að vænta af þeirra hálfu í nánustu framtíð. í könnun sem unnin var á vegum landlæknisembættisins á fíkniefna- neyslu unglinga árið 1984 sögðust 1% unglinga á aldrinum 15—20 ára nota kannabisefni einu sinni eða oftar í viku. Tæplega 17% þessara unglinga sögðust ^ einhvem tíma hafa prófað hass. Ólafur Ólafsson landlæknir sagði að ekki væri sjáan- legt að fíkniefnaneysla hefði aukist til muna undanfarið, en hins vegar bæri orðið meira á LSD og kókaíni. „En drykkja hefur aukist og færst neðar í aldurshópa. Það era orðin allt of mörg dæmi þess að 15 ára unglingar drekki reglulega um helgar, og draga þá dám af for- eldram sínum í mörgum tilfellum," sagði Ólafur Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra sagði að ríkisstjómin hygðist taka stórlega á til viðbragðs þessum vanda og lagði áherslu á að auka þyrfti fræðslu og umræðu meðal æskufólks um skaðsemi ávana- og fíkniefna. Jón Helgason dóms- og kirkju- málaráðherra neitaði því aðspurður að seinagangur væri ríkjandi í afgreiðslu fíkniefnamála. Sagði hann að fíkniefnadómstóllinn af- greiddi '/a þeirra mála sem til „hans kæmu samdægurs, og annan þriðj- ung innan viku. Hann sagði að hugmyndir væra uppi um fjölgun í fíkniefnadeild lögreglunnar. Jón lagði áherslu á að áfengisvandamál- ið væri mesta ávana- og fíkniefna- vandamál þjóðarinnar. Hann sagði að bæði hvað snerti áfengi og önnur fíkniefni hlyti það að vera megin- Sjálfstæðismenn á Akranesi: 12 gefa kost á sér í prófkjöri PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins á Akranesi fer fram dagana 8. og 9. febrúar nk. 12 gefa kost á sér í prófkjörinu og eru það eftirtaldir: Jónína Ingólfsdóttir, Pálína S. Dúadóttir, Rún Elva Oddsdóttir, Rúnar Pétursson, Sigurbjörg Ragn- arsdóttir, Viktor A. Guðlaugsson, Þórður Björgvinsson, Benedikt Jón- mundsson, Benjamín Jósepsson, Elín Sigurbjömsdóttir, Guðjón Guðmundsson og Guðrún L. Vík- ingsdóttir. Sjálfstæðisflokkurinn á 4 fulltrúa í núverandi bæjarstjóm, þau Valdi- mar Indriðason, Guðjón Guðmunds- son, Hörð Pálsson og Ragnheiði Olafsdóttur. Af þessum fjóram gefur aðeins Guðjón Guðmundsson kost á sér til endurkjörs. Valdimar Indriðason alþingismaður lætur nú af störfum í bæjorstjórn eftir að hafa setið þar samfleytt í 24 ár og þar áður í fjögur ár sem varafull- trúi. Hörður hefur setið í bæjar- stjóm sl. 12 ár og Ragnheiður í fjögur ár. Prófkjörið er opið flokksbundn- um sjálfstæðismönnum og stuðn- ingsmönnum flokksins. DAIHATSU sýning Frá kl. 1-5 Allir gæðabílarnir frá Daihatsu. Ríkisstjórnin boðar átak í ávana- og fíkniefnamálum: Neysla jókst á LSD og kókaíni á síðasta árí Drykkja eykst stöðugt og færist neðar í aldurshópa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.