Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR1986 ÚTYARP/SJÓNVARP Agnar Fimmtudagsleikritið Konsert á biðlista ritaði að þessu sinni sá góðkunni leikritahöfundur Agnar Þórðarson en Agnar hefír verið manna ötulastur við að rita útvarpsleikrit. Nefndist fyrsta leikrit hans fyrir út- varp: Brasilíuför (1953), þá má nefna tvö framhaldsleikrit: Víxla með afföll- um er flutt var í 9 þáttum 1958 og Ekið fyrir stapann er spannaði 13 þætti árið 1960. Agnar Þórðarson er sum sé þrautþjálfaður útvarpsleikrita- smiður og þá má minna á það að hann hefír hlotið haldgóða undirstöðu- menntun á sviði bókmennta er hann skrapp á sumamámskeið fyrir erlenda stúdenta í Oxford 1940, þá lauk Agnar cand.mag. profí í íslenskum fræðum við Háskóla íslands, 1945, framhalds- nám í bókmenntum stundaði hann ennfremur við Worcester College í Oxford 1947—1948 og við School of Drama, Yale, New Haven 1960—61 einnig sótti hann ýmsa fyrirlestra við háskóla í París og Nice veturinn 1948—49. Ég veit ekki hvort ráða- menn þessa stundina telja nám Agnars Þórðarsonar hagnýtt, enda hefír Agnar vart hlýtt á marga fyrirlestra um „ffamleiðni" og „hámarksnýtingu" eða hvemig menn geta „ávaxtað sitt pund með brögðum". Og þá má eins spyija þeirrar spum- ingar hvort Agnar Þórðarson hefði ekki alveg eins getað sleppt því að sækja í dýrar námsferðir, „arður" þess náms sæist hvort sem er ekki í verkum hans. En lítum aðeins nánar á fímmtu- dagsleikritið: Konsert á biðlista. Þar segir frá ungri íslenskri sveitastúlku sem er á leið heim úr Klúbbnum en þar starfar hún sem söngkona. Svo óheppilega vill til að miðaldra maður ekur á stúlkukindina. Hún meiðist lítil- lega og maðurinn býður henni heim með sér. Er ekki að orðlengja það að stúlkan sest að hjá manninum en hann býr í afar veglegu húsi ásamt eigin- konunni sem er hinn mesti forkur. í þessu glæsihúsi býr einnig móðir mannsins, öldmð kona er varar sífellt stúlkuna við tengdadótturinni. Að iokum flýr stúlkan af hólmi en þá hefir hún kynnst glæsilegum heimi menningar og auðs. Tyggur blessuð stúlkan í sífellu: þetta er eins og í ævintýri, enda hafa þessir fósturfor- eldrar hennar úr nógu að spila og það sem meira er að þau hafa dvalið víða um heim vegna starfa mannsins; rétt eins og Agnar Þórðarson forðum daga þá hann treysti sinn andlega grunn. Ég segi fyrir mig að mér fannst heim- ur þessara auðugu hjóna miklu áhuga- verðari en heimur hinnar óupplýstu sveitastúlku. Hjónabandið var máski ekki alveg samkvæmt kokkabókum en fólkið naut þess samt að vera til eins og þeir einir gera er hafa víða sýn yfir veröldina og næga peninga til að njóta lystisemda. Um langan aldur hefír þessi þjóð verið þjökuð af þeirri kenningu að hin æðsta sæla sé fólgin í því að mæna í svörðinn og muldra taóískt rugi. Sigldir og víð- menntaðir menn á borð við Agnar Þórðarson hafa burði til að sýna okkur heimalningunum inní heim aeðri menn- ingar og mennta. Sú sýn auðgar líf okkar þar sem við sinnum hagnýtum störfum samfélagsins hvort sem þau eru fyrir framan tölvuskjá eða ljósa- borð. Með öllum ráðum verður að hindra að fæti sé brugðið fyrir þá einstaklinga er vilja auðga anda sinn á erlendri grund og færa þann sjóð hingað á eyskerið. Þar verða allir að sitja við sama borð án tillits til efna- hags eða iðni við utanbókarlærdóm. Með kærri þökk til Agnars Þórðarson- ar fyrir að lyfta andanum eina kvöld- stund, einnig sendi ég leikstjóranum Hallmari Sigurðssyni bestu kveðju svo og leikurunum Þorsteini Gunnarssyni, Guðbjörgu Thoroddsen, Margréti Helgu og Guðbjörgu Þorbjamardóttur. Þá má ekki gleyma Sigurði Demetz Franssyni söngkennara er flutti með sér andblæ aldinnar tónmenningar. Þetta ágæta fólk ávaxtar ekki sitt pund á 17% reikningum þeirra er stunda hér hagnýtt nám, ætli sé ekki nær að tala um 1700% ef hægt er að nefna prósentur í ríki andans. Ólafur M. Jóhannesson Flóttinn til Aþenu — bresk bíómynd frá 1979 ■■■■ Breska bíó- 0045 myndin „Flótt- —' inn til Aþenu" frá árinu 1979 er seinni bíómynd kvöldsins og hefst kl. 22.45. Leikstjóri mynd- arinnar er George Pan Cosmatos, en með aðal- hlutverk fara þau Roger Moore, David Niven, Elliot Gould, Telly Savalas og Claudia Cardinale. Mynd þessi segir frá stríðsfongum sem tekst með góðri aðstoð að stijúka úr fangabúðum Þjóðveija á grískri eyju. Eftir að hafa gert mikinn usla í óvinalið- inu halda þeir síðan í fjár- sjóðsleit. Þýðandi myndarinnar er Bjöm Baldursson. Djassspjall ■■■■ Vemharður 01 00 Linnet stjómar í £ kvöld þætti sín- um Djassspjalli í fyrsta sinn eftir áramót, en þátt- urinn á að vera hálfsmán- aðarlega á dagskrá rásar 2 kl. 21.00 á laugardags- kvöldum. Vemharður ræðir við Þráin Kristjánsson veit- ingamann, sem búsettur er í Winnipeg og rekur nokkra matsölustaði í Kanada. Þráinn er nú að opna djass- klúbb í Winnipeg í sam- vinnu við borgina og var honum úthlutað gamalli dælustöð, þar sem hann hyggst starfrækja klúbb- inn. Þráinn rak djassklúbb- inn Tjamarbúð hér í Reykjavík á árunum 1965—1968 og flutti þá inn marga kunna djassista frá öðmm löndum. Hann lék sjálfur djass með hljóm- sveitum í gamla daga og stofnaði m.a. hljómsveitina Dáta, sem vinsæl varð á Bítlaárunum. Þá var Þrá- inn jafnframt formaður Djassklúbbs Reykjavíkur á þessum áram. í Djassspjalli í kvöld verður mikið til leikin tón- list þeirra manna er komu hingað til lands á vegum Þráins. Telly Savalas Claudia Cardinale Sæfarinn 17 ■I „Á hafsbotni" QO heitir 3. þáttur — framhaldsleik- ritsins „Sæfarinn" sem er á dagskrá rásar 1 í dag kl. 17.00. Leikritið er byggt á samnefndri sögu eftir Jules Veme. Þýðandi er Margrét Jónsdóttir og leik- stjóri er Benedikt Ámason. 1 sfðasta þætti komust þremenningamir, sem — á hafsbotni hrokkið höfðu útbyrðis af leiðangursskipinu, að því að það sem þeir höfðu haldið að væri sæskrímsli var í rauninni kafbátur. Skömmu seinna vora þeir orðnir fangar hins dular- fulla Nemó kafbátsforingja og manna hans. Leikendur í 3. þætti era: Sigurður Skúlason, Róbert Amfinnsson, Pálmi Gests- son, Harald G. Haralds, Þorsteinn Gunnarsson, Karl Guðmundsson, Ellert Ingimundarson, Aðalsteinn Bergdal, Tinna Gunnlaugs- dóttir, Randver Þorláks- son, Flosi Ólafsson og Rúr- ik Haraidsson. Tæknimenn era Friðrik Stefánsson og Runólfur Þorláksson. UTVARP LAUGARDAGUR 1. febrúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.16 Tónleikar, þulur velur og kynnir. 7.20 Morguntrimm. 7.30 íslenskir einsöngvarar og kórarsyngja. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.16 Veðurfregnir. Tónleikar. 8.30 Lesiö úr forystugreinum dagblaðanna. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 8.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynn- ir. 10.00 Fréttir. 10.06 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá kvöldinu áður sem Margrét Jónsdóttir flyt- ur. 10.10 Veðurfregnir. Óskalög sjúklinga, fram- hald. 11.00 Heimshorn. Umsjón: Ólafur Angantýsson og ÞorgeirÓlafsson. 12.00 Dagskrá.Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.46 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.60 Hér og nú. Fréttaþáttur ívikulokin. 15.00 Miðdegistónleikar. a. Barbara Hendricks syng- ur amerísk trúarljóð. Dmitri Alexeev leikur með á píanó. b. „Gullhaninn", svíta eftir Rimsky-Korsakoff. Sinfóníu- hljómsveitin í Cleveland leik- ur; Lorin Maazel stjórnar. 16.40 Fjölmiðlun vikunnar. EsterGuömundsdóttirtalar. 16.60 (slenskt mál. Jón Aðal- steinn Jónsson flytur þátt- inn. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.16 Veöurfregnir. 16.20 Listagrip. Þáttur um list- ir og menningarmál. Um- sjón: Sigrún Björnsdóttir. 17.00 Framhaldsleikrit barna og unglinga. „Sæfarinn" eftir Jules Verne í útvarpsleikgerð Lance Sieveking. Þriðji þáttur: „Á hafsbotni". Þýðandi: Mar- grét Jónsdóttir. Leikstjóri: Benedikt Árnason. Leikend- ur: Sigurður Skúlason, Ró- bert Arnfinnsson, Pálmi Gestsson, Harald G. Har- alds, Þorsteinn Gunnars- son, Karl Guðmundsson, Ellert Ingimundarson, Aðal- steinn Bergdal, Rúrik Har- aldsson, Tinna Gunnlaugs- dóttir, Randver Þorláksson og Flosi Ólafsson. 17.36 Síðdegistónleikar. a. Edda Erlendsdóttir leikur á píanó „Einskonar rondó" eftir Karólínu Eiríksdóttur. b. Elín Sigurvinsdóttir syng- ur lög eftir Björgvin Þ. Valde- marsson, Sigvalda Kalda- lóns og Hólmfríði Gunnars- dóttur. Sigríður Sveinsdóttir leikur með á píanó. Tónleikar. Tilkynningar. 18.46 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.36 „Samaogþegið". Umsjón: Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson og ÖmÁrnason. 20.00 Harmoníkuþáttur. Um- sjón: SigurðurÁlfonsson. 20.30 Leikrit: „Konsert á biðlista" eftir Agnar Þórðarson. Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson. Leik- endur: Þorsteinn Gunnars- son, Margrét Helga Jó- hannsdóttir, Guðbjörg Thor- oddsen, Guðbjörg Þorbjarn- ardóttir, Sigurður Demetz Fransson, jakob Þór Magn- ússon, Jónlna H. Jónsdóttir og Eyþór Árnason. (Endur- tekið frá fimmtudagskvöldi.) 21.40 „Rhapsody in blue" eftir George Gershwin. Stenley Black leikur með og stjórnar Hátíöarhljómsveitinni í Lundúnum. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. 22.16 Veöurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma (6). 22.30 Bréf úr hnattferð — Fimmti þáttur. Dóra Stefánsdóttir segir frá. 23.00 Danslög. SJONVARP 14.46 Ipswich — Liverpool. Bein útsending frá ensku knattspyrnunni. 16.46 (þróttir. Umsjónarmaöur Bjarni Fel- ixson. Golf — Rydersþikar- inn og frá Flugleiðamótinu I handknattleik. 19.26 Búrabyggö. (Fraggle Rock). Fimmti þátt- ur. Brúöumyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 19.60 Fréttaágripátáknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.26 Auglýsingar og dag- skrá. 20.36 Staupasteinn. (Cheers). Sextándi þáttur. Bandarískur gamanmynda- flokkur. Þýðandi Guöni Kol- LAUGARDAGUR 1. febrúar beinsson. 21.00 Börnin við járnbrautina — Endursýning. (The Railway Children). Bresk bíómynd frá 1970 gerð eftir samnefndri barna- bók eftir Edith Nesbit. Leik- stjóri Lionel Jeffries. Aðal- hlutverk: Dinah Sheridan, William Mervyn, Jenny Ag- uttér og Bernard Cribbins. Myndin gerist í ensku sveitahéraði um síöustu aldamót. Þrjú systkini flytj- ast þangaö með móður sinni eftir að faðir þeirra varð óvænt að hverfa á brott frá fjölskyldunni. í grennd við nýja heimiliö er járn- brautarstöð. Systkinin kom- ast þar í kynni við brautar- vörð og fleira skemmtilegt fólk og við jámbrautina lenda þau I ýmsum ævintýr- um. Áður sýnd í sjónvarpinu árið 1974. 22.45 Flóttinn til Aþenu. (Escape to Athena) Bresk bíómynd frá 1979. Leikstjóri George Pan Cos- matos. Aðalhlutverk: Roger Moore, David Niven, Elliott Gould, Telly Savalas og Claudia Cardinale. Með góðri aðstoð strjúka nokkrir stríðsfangar úr fangabúðum Þjóðverja á griskri eyju. Þeir gera mikinn usla í óvinaliðinu og halda síðan í fjársjóðsleit. Þýðandi Björn Baldursson. 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar. Umsjón: Jón Örn Marinós son. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 03.00. LAUGARDAGUR 1. febrúar 10.00 Morgunþáttur. Stjórnandi: Sigurður Blönd- al. 12.00 Hlé. 14.00 Laugardagurtillukku. Stjórnandi: SvavarGests. 16.00 Listapopp. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 17.00 Hringborðið. Erna Arnardóttir stjórnar umræðuþætti um tónlist. 18.00 Hlé. 20.00 Bylgjur. Árni Daníel Júlíusson kynnir framsækna rokktónlist. 21.00 Djassspjall. Vernharður Linnet ræöir við Þráin Kristjánsson veitinga- mann I Montreal. 22.00 Bárujárn. Þáttur um þungarokk i umsjá Sigurðar Sverrisson- ar. 23.00 Svifflugur. Stjórnandi: Hákon Sigur- iónssnn. 24.00 Á næturvakt með Pétri Steini Guðmundssyni. 03.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.