Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR1986 „Hefurðu \&sb &i tth\scx£> ? " le'1~ ... að sýna þolinmæði þegar þú ert að kenna henni að nota veiði- stöngina. TM Rsg. U.S. Pat. OH.—aíl rlghts roserved « 1976 Los Angeies Tlmm Syndlcate Okkar er getið í hjúskaparslita- dálkinum í dag! Nokkurn tollvarning? HÖGNI HREKKVtSI „ AFSAKAÐU '..GETURPU SAGT/MÉI? HVAÞ KL.UKKAN ER?* Bergþórugata 20 tengist upphafi verkalýðsbaráttu Heiðraði Velvakandi. í tilefni af bréfi Erlu Kristjáns- dóttur í Mbl. hinn 29. janúar sl. langar mig að koma eftirfarandi á framfæri. 1. Húsið að Bergþórugötu 20 er sögulega séð stórkostlega merkilegt hús. Húsið er fyrsta átak verkalýðs- hreyfingarinnar á íslandi í hús- næðismálum, þannig að fráleitt væri að rífa verkamannabústaðina við Hringbrautina. Sá sem manna mest beitti sér fyrir byggingu samvinnufélagshúsanna við Berg- þórugötu var Pétur G. Guðmunds- son, sem þá var formaður verka- mannafélagsins Dagsbrúnar, sem einmitt þessa dagana heldur upp á 80 ára afmæli sitt. Formaður Bygg- ingarfélags Reykjavíkur, sem byggði húsið, var Jón Baldvinsson sem þá var formaður ASÍ. Eins og Dagsbrún þá á Alþýðusamband ís- lands merkisafmæli á þessu ári, það var stofnað árið 1916 og verður því 70 ára á þessu ári. 2. Samvinnuhúsin við Bergþóru- götuna (aðeins nr. 20 stendur enn) tengjast upphafi verkalýðsbaráttu á ísiandi böndum sem ekki má ijúfa. Þar bjuggu t.d. um árabil ýmsir af virtustu frumkvöðlum ís- lenskrar verkalýðshreyfingar. Þar nægir að nefna Pétur G. Guð- mundsson, sem áður er nefndur, einn helsta forystumanninn fyrstu tvo tugi aldarinnar og einn aðal- stofnanda Dagsbrúnar, Jóhönnu Egilsdóttur, sem hafði forystu um fyrsta kvennaverkfall á Islandi og Guðgeir Jónsson, fyrrum forseta ASÍ og líklega eina núlifandi stofn- félaga Byggingarfélags Reylqavík- ur. 3. Það er samdóma álit bygg- ingafróðra manna sem húsið hafa skoðað, að það sé í mjög góð ástandi hið innra. Allar innréttingar eru óbreyttar frá 1920, og gefa því skýra hugmynd um húsakynni reykvískrar alþýðu á fyrsta áratug- um aldarinnar. Húsið er nærri Iðn- skólanum, og því hefur komið fram sú hugmynd að nemendur Iðnskól- ans gætu tekið að sér að sjá um endumýjun þess. Að endingu vil ég upplýsa, að ástæða þess að Búseti í Reykjavík hefur öðrum fremur beitt sér í þessu máli, er einfaldlega sú, að félag það sem byggði „bárujámshúsin við Bergþórugötu", Byggingarfélag Reykjavíkur, var stofnað á grunni nákvæmlega sömu hugmynda og Búseti 65 ámm seinna. Félagið er samvinnufélag um byggingu leigu- íbúða, sem má hinum Norðurlönd- unum hefur reynst farsælasti kost- urinn við félagslegar íbúðabygging- ar. Með vinsemd og virðingu. Jón Rúnar Sveinsson, félags- fræðingur, formaður Búseta — Reykjavík. wm VELVAKANDI 8VARAR i SÍMA 10100 KL. 14—15 frAhánudeoi I' .1 ' Hlálegt að varðveita húsið við Bergþórugötuns Nú erv uppi raddir um að varð- veita beri gamalt hús við Berg- ^ þórugötu. Borgaryfirvöld vilja það burt og það skil ég vel. Ef einhvetjir halda að saga þesaa , húss sé eitthvað fyrir borgina okkar til að státa sig af A 200 ára af- mælinu, er það mesti misakilningur. íbúar húsanna no. 18 og 20 við Bergþórugötu voru efnalltiö fólk, oftast ekkjur, böm og gamalmenni. Húsin voru köld og yiðhald þeirra lélegt. Brunavamir engar. Gengið var framþjá þessum húsum þegar aveita var á sinum tíma lögð inn f önnur hús við Bergþórugötuna. tbúamir sendu þá bacnaskjal til borgaryfrrvalda en fengu neitun, þvi húsin Atti að rifa við fJrrsU tækifæri. Þessi framkoma borgar- yfirvalda við íbúa húsanna var til lftils sóma. Með þetta I huga finnst mér hlálegt að fara nú að sóa QAr- magni borgarinnar í það að gera upp þetU gamla húa. Nær hefði verið að haida húsinu við A slnum tíma og fyrir fólkið sem I þvi þjó. Annað sýnist vera sýndarmennska og hégómaskapur. Nei, rifum húsið, þvi fyrr því betra. Sóum ekki f munum okkar, notum þá hddu! þess að byggja mannsæmandi n næði fyrir alla. Reisum ekki minnisvarða c til hAðungar þvi húsið er ófs að liU og þar að auki ilia at þar sem það myndar blint 1 gagnvart umfcrð fri Iönskólam Við sem vi|jum koma í veg ij alys, ryðjum alysagiklrunni b leyfum svo hverjum sem ’ kaJla það söguiegt §1 ErtaK Lyftuverðir sinna skyldu sinni Bláfjallagestur skrifar: Mig langar að svara grein sem birtist í Velvakanda þann 28. janúar varðandi geðvonsku lyftuvarða í Bláflöllum. Kæra Margrét og Kristín. Hvem- ig haldið þið að röðin yrði ef lyftu- verðir þar reyndu ekki að hafa hemil á henni eftir bestu getu? Hafið þið verið í röðinni þegar hún haggast ekki vegna þess að heilu hópamir troðast fyrir framan ykkur og lyftu- verðir eru að sinna skyldu sinni og reyna að koma í veg fyrir að fólk svindli sér í röðina. Sá sem fer úr röðinni til að kaupa miða eða annað, fer aftast. Annað er ekki nema sanngjamt fyrir þá sem hafa vit á því að fylgjast með því hvort þeir eigi miða eða ekki. Þetta eiga sumir erfitt með að skilja. Ég á mjög bágt með að trúa að lyftuvörður hafí bannað stelpunni fyrir framan ykkur að fara úr röðinni. Að lokum vil ég þakka starfsmönnum Blá- fjalla fyrir vel unnin störf og Iyftu- verðir: Haldið áfram að koma í veg fyrir að fólk svindli sér í röðina, ekki veitir af. Víkverji skrifar Skoðanakannanir em nú orðnar fastur þáttur í stjómmálalífi hér á landi. Þær eru hættar að valda sama uppnámi og þær gerðu í fyrstu, eins og við var að búast. Stjómmálamennimir hafa lært að lifa með þeim og almenningur er farinn að átta sig á því, að ekki á að trúa þeim of bókstaflega. Engu að síður hafa þær sín áhrif bæði á stjómmálamennina og umbjóðend- ur þeirra. Flokkar eru misjafnlega uppnæmir fyrir því, sem kannanim- ar gefa vísbendingar um. Þær hafa líklega mest áhrif innan þeirra flokka, þar sem nýlega hafa orðið umskipti, eða flokka, sem em að bijóta sér leið fram á völlinn, ef þannig má orða það. Sé þessi skoðun rétt er líklegt, að þær tölur úr könnun DV, sem nú eru að birtast, hafí mest áhrif innan Alþýðuflokksins og Banda- lags jafnaðarmanna. Flokkamir hafa ekki iengur sama byr og áður. Það hailar undan fæti og við þær aðstæður reynir meira á forystu- mennina, en þegar ailt leikur í lyndi og fylgið vex jafnt og þétt. Hitt getur ekki síður verið áhyggjuefni að hljóta of mikinn meðbyr í skoðanakönnunum. Það kann að leiða til sjálfumgleði og andvaraleysis. Hættulegri andstæð- inga glíma stjómmáiamenn tæp- lega við en áhugaleysi kjósenda eða almenningsálit, sem er þess eðlis að óþarft sé að leggja eitthvað af mörkum fyrir málstað, sem menn fylgja og vilja að hafi sigur. Sjálf- stæðisflokkurinn er kannski í þeirri aðstöðu nú, til dæmis hér í Reykja- vík, að mönnum fínnist í lagi að styðja hann ekki, af því að hann muni engu að síður bera sigur úr býtum í borgarstjómarkosningum. XXX Hvort sem menn hafa trú á niðurstöðum skoðanakannana eða ekki, geta þeir nokkuð metið það eftir opinbemm umræðum og þeirri spennu, sem í þeim er, hvem- ig stjómmálaástandið er. Sé dæmi tekið af Reykjavík, blasir við, að andstæðingar sjálfstæðismanna eru næsta máttlitlir í málflutningi sín- um, svo aó ekki sé minnst á þann vanda, sem þeir glíma við í ákvörð- unum um framboðslista vegna borgarstjómarkosninganna. Því fer fjarri að kosningabarátt- an sjálf sé hafin. Þingmenn eru ekki búnir að ákveða það enn, hvenær á að kjósa til sveitarstjóma. Sumir þeirra vilja seinka kjördegi, breyta þeirri reglu, að hann sé síð- asta sunnudag í maí, sem í ár er 31. maí. Hefur verið um það rætt að hafa kosningar 14. júní. Rökin fyrir því eru gamalkunn í íslenskum stjómmálum, að sauðburði ljúki ekki fyrr en eftir maílok og þess vegna geti mannskepnan ekki gengið til kosninga fyrr en þá. Æskilegt væri í máli sem þessu að kanna hug kjósenda sjálfra, hvort þeir setji sauðkindina fyrir sig eða vilji ljúka því af að velja sér forystumenn fyrir almenn sum- arleyfí. Víkveiji er ekki í vafa um niðurstöðuna. En þegar litið er til hins háa Alþingis þá eru valdahlut- föll þannig, ef ekki er farið eftir flokkslínum, að sauðkindin má sín býsna mikils, svo að þess er alveg eins að vænta, að blessuð lömbin verði ofan á í þessu máli eins og svo mörgum öðrum. XXX Annars erum við kannski öll í sporum bóndans, sem stóð á tröppum félagsheimilisins, á meðan kosningafundur fór fram innan dyra. Okunnur maður kemur til hans og spyr. „Veistu hver er að tala þama inni núna eða ertu kannski á leið inn?“ „Nei,“ svarar bóndinn, „ég var að koma út rétt í þessu, það er þingmaður Framsóknarflokksins, sem er að tala.“ „Um hvað er hann að tala?“ spyr ókunni maðurinn. „Ég veit það ekki. Hann sagði ekki frá því.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.