Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR1986 13 5 .G!R.A 396 fra kr. w w U ■ Tökum vel með farnar Lada-bifreiðir upp í nýjar. Hagstæðir greiðsluskilmálar. VERÐSKRA: Lada 1200 195.000.- Lada Safír 230.000.- Lada 1500 skutb. 4 gíra 248.000.- Lada Lux 4 gíra 259.000.- Lada 1500 skutb. 5 gíra 268.000.- Ryðvörn innifalin í verði Allir okkar bílar eru árgerð 1986, ryðvarðir og tiibúnir til afhendingar strax. Söludeildin er opin í dag frá kl. 13- Varahlutaverslunin opin fré 9-12. BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF. SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEELD: 31236 Enginn rígur á milli okkar“ . fjöldanum! — segja þremenningarnir ungu sem skipa efstu sæti Skákþings Reykjavíkur KAPPKOSTUM ÁVALLT AÐ BJÓÐA LADA-VARAHLUTI Á SEM LÆGSTU VERÐI. „Það er alltaf stefnan að sigra á mótum og auðvitað gaman ef það tekst, en á milli okkar er enginn rígur þó að við séum að berjast um sömu sætin,“ sögðu þremenningarnir Þröstur Árna- son 13 ára, Hannes Hlíðar Stef- ánsson 13 ára og Héðinn Stein- grímsson nýorðinn 10 ára í samtali við blaðamann. Þröstur' Arnason varð eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu skákmeistari Reykjavíkur, yngstur þeirra, sem unnið hafa þann titil. Piltar þessir hafa vakið sérstaka athygli á skákmótum fyrir góða frammistöðu þótt ungir séu. Þeir Hannes og Þröstur hafa sótt um þátttöku í Reykjavíkurskákmótinu, sem hefst 11. febrúar næstkom- andi, en þar sem þeir hafa ekki hlotið alþjóðleg skákstig, verður mótsnefnd að bjóða þeim sérstak- lega. Þá halda þeir til Svíþjóðar í dag til að tefla í einstaklingskeppni norrænna skólanema 20 ára og yngri ásamt sjö öðrum keppendum héðan. „Við verðum í viku erlendis,“ sagði Hannes. „Nei, þetta tefur okkur ekkert sérstaklega frá nám- inu. Við þurfum auðvitað að fá frí hjá skólastjórunum, en það er yfir- leitt í lagi frá þeirra hálfu." Þeir félagar sögðust allir vera í Taflfélagi Reykjavíkur þar sem væri teflt á þriðjudags- og fimmtu- dagskvöldum og á iaugardögum. „Við þekktumst ekkert áður enda úr sitt hvorum skólanum, en nú hittumst við bæði hjá félaginu, teflum alltaf á sömu mótunum og vinnum til skiptis, sagði Þröstur. Héðinn er í Hvassaleitisskóla en sagðist einu sinni hafa verið í ísaks- skóla, þar sem mikið hefði verið teflt, aðallega í hádeginu, og skóla- stjórinn m.a.s. stundum tekið þátt. Stelpurnar eru lítið í skák — „ætli þetta sé ekki bara strákaíþrótt." Héðinn sigraði í sínum aldursflokki í fyrra á Norðurlandakeppni skóla- bama. „Hinir voru allir svo lélegir nema einn Daninn og Magnús Ar- mann einnig frá íslandi, en við Magnús sömdum upp ájafntefli. Ég stefni ákveðið á sigur nú á mótinu og hlakka mikið til ferðarinnar. Ég missi lítið úr skólanum þar sem alls konar foreldra- og kennara- fundir eru framundan og krakkarn- ir því í fríum hvort sem er.“ Þröstur er í Seljaskóla og sagði hann skákáhuga hafa aukist mjög þar að undanfömu. Hann sagði að pabbi sinn hefði kennt sér mann- ganginn er hann var 6 ára gamall og hefðu þeir feðgar teflt mikið í gegnum tíðina. „Pabbi vann mig alltaf fyrstu árin, en nú hefur dæmið snúist við. Ég er afskaplega afslappaður á skákmótum. Maður verður að venja sig á það ef árangur á að nást.“ Hannes er í Hagaskóla og sagði hann að bræður sínir hefðu að mestu kennt sér skák þegar hann var 5 ára gamall. Hann sagði að það væri alls ekki víst að honum tækist að sigra Héðin í biðskákinni og þar með hreppa 1. sætið. Það eina sem hann gæti gert er að hugsa allar mögulegar leiðir — það gæti hvað sem er gerst. Þeir Hannes og Þröstur sögðust hafa teflt saman sl. þrjú ár og fóm þeir báðir einnig á norræna skóla- mótið í fyrra. Hannes sigraði þá í sínum aldursflokki og Þröstur lenti í 3. sæti. Þeir sögðust ekki undir- búa sig neitt sérstaklega fyrir skák- ir heldur reyndu að fylgjast vel með öðmm skákum andstæðinganna. Morgunblaðið/Bjami Skákmennirnir ungu frá vinstri: Þröstur Árnason, Héðinn Steingrímssosn og Hannes Stefánsson. Þröst- ur er yngsti skákmeistari Reykjavíkur frá upphafi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.