Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1986 31 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson Heill og sæll. Ég er ákaflega lífsglöð Reykjavíkurmær með nær óslökkvandi áhuga á öllu sem flokka má undir samskon- ar speki og þú fæst við. Því hef ég áhuga á að vita hver merki mín eru. (Hvemig í ósköpunum fínnur maður það út?) Ég er fædd 24.10 ’69 í Rvík rétt eftir 18.00. Hvemig er skapgerð minni háttað o.s.frv.? Eg hef heyrt að ein- hver ákveðin merki passi sér- staklega vel við önnur. Er það einhver tilviljun að besta vin- kona mín er Krabbi? Svar: Það er í raun ekki svo flókið mál að fínna út úr hvaða merkjum fólk er samsett. Til em sérstakar bækur sem segja okkur til um stöðu plánetanna á hveijum degi. Hver sem er getur keypt svona bók og at- hugað í hvaða merkjum vinir og ættingjar em. Til er t.d. ágæt bók sem nær frá 1900-2000. Þú hefur Sól í Sporðdreka, Tungl í Hrút, Merkúr, Venus og Júpíter í Vog, Mars og Miðhiminn í Steingeit og Tví- bura Risandi. Þú hefur því einkenni frá Sporðdreka, Hrút, Vog, SteingeitogTvíbura. Grunntönninn Sporðdreki setur mark sitt á vilja og lífsorku. Það táknar að þú ert skapstór, föst fyrir og stjómsöm. Þú ert öfgafull, þ.e. þú hellir þér heilshugar út í þau mál sem þú færð áhuga á og vilt komast til botns. Þú hefur Satúmus í mótstöðu við Sól og táknar það að þú ert metnaðargjöm og hefur góða skipulags- og stjómunarhæfi- leika. Þú ert einnig vandvirk. Það sést greinilega í korti þínu að þú ert hress og kraftmikil en hins vegar bendir þessi Satúmusarstaða til þess að í þér búi einnig alvara og sterk ábyrgðarkennd. Daglegt líf Tungl í Hrút er í afstöðu við Júpíter og Mars. Það táknar að þú ert tilfinningalega kraft- mikil og ákveðin. Þú þarft á hreyfíngu að halda í daglegu lífi og hefur líkast til ánægju af ferðalögum. íþróttir og úti- vera eiga einnig vel við þig. Hugsun og til- finningar Þú hefur Merkúr í vog. Það táknar að þú ert jákvæð í hugsun og reynir að sjá margar hliðar á hveiju máli. Þú vilt vera réttlát. Venus í Vog í samstöðu við Úranus táknar að þú ert félagslynd en jafti- framt sjálfstæð. Þú vilt ekki láta binda þig niður og vilt fara eigin leiðir. Tilfinningaleg samskipti þín gætu því orðið eilítið skrautleg. Framkoma Þú ert Rísandi Tviburi og tákn- ar það að þú ert hress í fram- komu, ert jákvæð og félags- lynd. Þú ert eirðarlaus og þarft að hafa margt fyrir stafni. Þú hefur gaman af því að ræða við fólk og skiptast á upplýs- ingum. —' Félagsleg stjórnun Þegar allt er dregið saman má segja að þú sért kraftmikil og hress. Þú þarft á töluverðri hreyfíngu að halda, þarft að ferðast, víkka sjóndeildar- hringinn og fást við flölbreyti- leg og lifandi viðfangsefni. Þú hefur sterka ábyrgðarkennd og stjómunarhæfileika, ert jafn- framt félagslynd og því ættu störf sem tengjast félagslegri stjómun að eiga vel við þig. P.s. Já, sumum merkjum lyndir betur saman en öðmm. Krabbi og Sporðdreki eru meðal þeirra. CONAN VILLIMAÐUR /fí/A/rt ttA'Þ ■ypú Vfífífíc/K F/.ýjxf’fífí,, A& sropfíA FUr6Sfí£y7/Z> f/A/SH. Ffí/í/ //j?/va'Aaz/ lA/ArrT//' i ák. AA//////. W/tm. /á HVD A/^l CMO U Y KAuLtNo LJQoKA —? rnm —i ^ ........... ....................................................... TOMMI OG JENNI Petta ee TÖFKA- 3PE&JLL, Tom/yv FERDINAND ‘i!!!!?!!!!!!!!ii!!.n.!!!!!!!!!!!!!!lt!!!!i!!!!!!!!!!!!!!!i!!!!!!i!!!!!!!!i!?ii!!!!!!!!!!!!!.,!!l!i!!!i!!U!!!!!!!i!!!i!!!!!l!i!!!!!!i!!i!{ii!!i!!!!!H SMÁFÓLK S0METIME5 Y0U UE IN EEP AT NIGHT, ANP YOU PON'T HAVE A 5IN6LE THING TO W0RR.Y AB0UT... Þetta er f urðulegt_ Stundum liggur maður í bælinu að kvöldlagi og hefur engar áhyggjur... Það veldur mér alltaf áhyggjum! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Vestur tekur tvo efstu í trompi og skiptir yfír í laufgosa gegn fjóram spöðum suðurs: Vestur gefur, N/S á hættu. Norður ♦ 5 ¥ 62 ♦ 109743 ♦ K9842 Vestur Austur ♦ ÁK ♦ 7632 ¥ KG9754 111 ¥83 ♦ G862 ♦ KD5 ♦ G Suður ♦ D763 ♦DG10984 ¥ ÁD10 ♦ Á ♦ Á105 Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta Pass 1 grand Dobl 2 hjörtu Pass Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Það var hálfgerð tuddameld- ing hjá suðri að hendast beint í fjóra spaða þrátt fyrir ládeyðuna í makker. Én spilin em góð og hann þarf ekki mikla hjálp frá makker til að geimið sé reyn- andi. 4 Sagnhafi henti tígli úr blind- um í spaðakónginn og tók lauf- gosa vesturs heima á ás. Sagn- hafí gerði sér grein fyrir því að spilið væri einfalt til vinnings ef laufið væri 3—2. Hann gæti gefíð austri slag á drottninguna og kastað síðan tveimur hjörtum niður í frilauf. Hann tók fyrst tvisvar tromp og vestur kastaði hjörtum. Vakandi fyrir því að laufgos- inn gæti verið einspil, lagði suður næst niður tígulásinn og spilaði litlu laufí á níuna f blind- um. Austur varð að sjálfsögðu að gefa þann slag. Þá var tígull trompaður heim, og Iaufi spilað á kónginn. Fram að þessu hafði vestur kastað hjörtum, en hann var kominn niður í KG9 og mátti ekki missa fleiri (þá fríar suður hjartaslag). Vestur henti því tígli. Sagnhafi trompaði þá tígul með sfðasta trompinu og spilaði sig út á hjartadrottningu. Vestur varð að gefa honum sfðustu tvo slagina á Á10 í hjarta. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Nis í Júgóslav- íu fyrir jól kom þessi staða upp í skák Júgóslavanna Martinovic, stórmeistara, og Cebalo, sem hafði svart og átti leik. Svarti riddarinn á g3 virðist strandað- ur, en svartur fann leið til að bjarga málunum. ■ I. 1*1 m .. ...1 ■ ■ iMli ■ jH’& | m A wii,, ^éi§ 28. — b5! (Hvfta drottningin missir nú valdið á f4 og þar með er staðan hrunin) 29. Dxb5 — * Dxf4+, 30. Kg2 - BxeS, 31 / Hxg3 — Df2+, 32. Kh3 — Hxh4+ og hvítur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.