Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR1986 Svona burstum við tennurnar FÉLAG aðstoðarfólks tannlækna kynnti tannhirðu í stórmörkuðum í Reykjavík í gær; Hagkaupi Miklagarði, Víði í Mjóddinni og Vörumarkaðnum Eiðistorgi. Og eins og þessar myndir sýna, sóttu bæði böm og fullorðnir fræðslu í þessa kynningu. Morgunblaðið/Bjarni Bíðum eftir að- gerðum Banda- ríkjastjórnar — segir Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra „VIÐ munum hinkra við og sjá hver viðbrögð Bandaríkjastjórn- ar verða við þessari niðurstöðu áfrýjunardómstólsins áður en við tökum ákvörðun um aðgerðir af okkar hálfu. Sendiráðið í Wash- ington er í sambandi við banda- ríska utanríkisráðuneytið og lætur okkur vita strax og eitt- hvað gerist,“ svaraði Matthías Á. Mathiesen utanrikisráðherra þeirri spurningu hvernig ríkis- stjórn Islands hygðist bregðast við staðfestingu áfrýjunarrdóm- stóls í Washington DC á úrskurði undirréttar i máli bandaríska skipafélagsins, Rainbow Naviga- tion Inc., gegn þarlendum stjóm- völdum. Dómstóllinn staðfesti að útboð flotamálaráðuneytisins á sjóflutningum til varaarliðsins á Keflavíkurflugvelli væri brot á forgangsflutningalögunum frá 1904. Hörður H. Bjamason í sendiráði íslands í Washington sagðist hafa vissu fyrir því að málinu væri ekki lokið af hálfu bandarískra stjóm- valda. „Það er nú til athugunar hjá bandaríska utanríkisráðuneyt- inu til hvaða ráða hægt sé að grípa og ætti ákvörðun um framhald málsins að liggja fyrir fljótlega," sagði Hörður. Hörður sagði að dómaramir þrír, sem skipuðu áfrýjunardómstólinn, hefðu allir verið sammála þeirri túlkun undirréttar að þetta mál snerist fyrst og fremst um farm- gjöld skipafélagsins. „Bandaríkja- stjóm hafði bent á í sínum málflutn- ingi að það yrði að taka tillit til þess að þetta vandamál gæti skaðað samskipti þjóðanna og þar með bandaríska hagsmuni. Þessari rök- semd vísuðu dómaramir algerlega á bug og sögðu að málið snerist einungis um það hvort farmgjöld Rainbow væm óeðlilega há eða ekki,“ sagði Hörður. Forgangsflutningalögin frá 1904 veita bandarískum fyrirtækjum forgangsrétt á flutningum fyrir bandaríska herinn. í ákvæði þess- ara laga segir að frá þeim megi víkja ef verðlagning viðkomandi fyrirtækis er óeðlilega há. Að sögn Harðar töldu dómaramir að Banda- ríkistjóm hefði ekki tekist að sýna fram á það að svo væri í tilfelli Rainbow. Að sögn Magnúsar Ármanns hjá skipamiðlun Gunnars Guðjónssonar sf., sem er umboðsaðili Rainbow hér á landi, hafa flutningar skipafé- lagsins með vömr til vamarliðsins gengið vel undanfama mánuði. „Það er iðulega 80—100% nýting á flutningsgetu skipsins frá Banda- ríkjunum, en hún er eitthvað minni frá íslandi," sagði hann. Farmgjöld Rainbow hækka nú um mánaðamótin um 7—8% og sagði Magnús að sú hækkun væri mjög eðlileg. Vísaði hann til þess að launakostnaður hefði hækkað á íslandi frá síðustu verðhækkun skipafélagsins og hafnargjöld hefðu hækkað um 35% frá 24. jánúar. Hádegisverðarfundur SVS og Varðbergs: Slökun spennu milli austurs og* vesturs MARY Dau, sendiráðunautur I dönsku utanríkisþjónustunni og ríthöfundur um sovésk málefni, flytur fyrirlestur á hádegis- verðarfundi Samtaka um vest- ræna samvinnu og Varðbergs í dag. Fyrirlesturinn, sem fluttur verður á ensku, ber yfirskriftina: Hlutverk Noðurlandaþjóða við að draga úr spennu milli austurs og vesturs. Fundurinn, sem er opinn félags- Áfrýjunardómarinn í lögbannsmáli Rainbow Navigation: Engin stoð í lögunum til að taka tillit til stefnu Mary Dau mönnum Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs, verður haldinn í Átthagasal Hóteis Sögu og verða salarkynnin opnuð klukkan 12 áhádegi. stjóraarinnar í hermálum, sem til dæmis tæki mið af óskum ís- lendinga um að þeirra skip annist flutningana og hótunum þeirra um að loka herstöð okkar,“ segir Antonin Scalia, dómari í áfrýjun- ardómstól í Washington DC, m.a. í forsendum sinum fyrír úrskurði liðsins. í yfirlýsingu frá George P. Shultz, utanríkisráðherra Bandarikjanna, sem lögð var fyrir dóminn, segir að takist ekki að leysa málið gæti það leitt til „einhliða gagnráðstafana af hálfu islensku ríkisstjórnarinnar, er gætu haft áhríf á hemaðarað- Forstjóri Skeljungs hf. um ummæli formanns LÍU: Ýmsar fullyrðingar ekki í samræmi við staðreyndir „ÝMSAR fullyrðingar fram- kvæmdastjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna um oliu- innkaup og oliuviðskipti almennt hér á landi hafa mér virst, sér- staklega á síðustu misserum, oft á tiðum hinar furðulegustu og langt frá þvi að vera í samræmi við staðreyndir. Þetta á sérstak- lega við þegar litið er til þess að fyrir nokkrum árum átti Krístján Ragnarsson verulegan þátt i þvi að samið var lun oliu- kaup til íslands frá bresku fyrir- tæki, sem hét Brítish National Oil Company, þannig að ég er viss um að Krístján hefur þekk- ingu á þessum málum. Upplýs- ingarnar sem hann notar hljóta því að vera meira en lítið vafa- samar svo ekki sé meira sagt,“ sagði Indriði Pálsson, forstjóri Skeljungs hf., er hann var spurð- ur áiits á ummælum Kristjáns Ragnarssonar í Morgunblaðinu í gær. Varðandi þau efnisatriði, sem fram koma f viðtalinu við Kristján í Morgunblaðinu í gær, vildi Indriði segja eftirfarandi: „Sameiginlegur innkaupajöfnunarreikningur olíufé- laganna fyrir svartolíu, sem sam- kvæmt lögum á raunar að leggja niður, var neikvæður ura síðustu veit ekki nákvæmlega hvemig þessi reikningur stendur í dag, það fer eftir sölu á svartolíu í janúarmán- uði. En áætlað er að hann sé nei- kvæður um verulega fyárhæð en ekki jákvæður eins og Kristján segir. Til jöfnunar á þessari nei- kvæðu stöðu eru nú inni í söluverð- inu rúmar 400 krónur á tonn en ekki 600 eins og Kristján segir. Það er rétt að skráning á svart- olíu var síðastliðinn mánudag um 91 dollari á tonn, en ekki dreg ég í efa að Kristján veit að sama skrán- ing hefúr farið hækkandi í þessari viku og er nú um 100 dollarar á tonn. Skráningar á gasolíu hafa áramót um 16 milljónir króna. *Ég ■ .verið mjög breytilegar. Síðustu daga hafa þær því miður farið hækkandi og era nú hærri en kaup- verð á þeirri gasolfu, sem er á leið til landsins, er byggt á. Um birgðir og birgðahald oífufélaganna vil ég aðeins segja það að þær era minni en með rökum má telja eðlilegt og minni en reglur Alþjóða olíumála- stofnunarinnar (IEÁ) í París gera ráð fyrir,“ sagði Indriði Pálssonað iokum. Morgunblaðið reyndi að ná sam- bandi við forstjóra hinna olíufélag- anna en Þórður Ásgeirsson, for- stjóri Olúverslunar íslands hf., er erlendis og Vilhjálmur Jónsson, forstjóri OUufélagsins hf., vildi ekki tjá sig uni málið. eram Þetta kemur fram í fréttaskeyti, sem AP fréttastofan sendi út í gær. Þar.er einnig haft eftir Shultz úr yfirlýsingu hans, að flutningar með skipi Rainbow Navigation, Inc., væra orsök „stórfelldra árekstra" f samskiptum íslands og Bandaríkj- anna. Scalia dómari vísaði á bug þeirri fullyrðingu bandaríska flotamála- ráðuneytisins, að farmgjöld Rain- bow Navigation váera of há eða að öðra leyti ósanngjöm — niðurstaða hans var sú, að gjaldskrá banda- ríska skipafélagsins væri ekki hærri en gjaldskrá íslensku skipafélag- anna, sem áður hefðu séð um þessa flutninga. Lögmenn bandaríska dómsmálaráðuneytisins héldu því fram í málflutningi, að of há farm- gjöld Rainbow Navigation ættu að koma í veg fyrir að skipafélagið nyti þeirrar vemdar, sem einokun- arlögin frá 1904 gera ráð fyrir. Þrátt fyrir þrýsting af hálfu ís- lenskra stjómvalda stenst þetta ekki, sagði dómarinn í forsendum sínum, og sömuleiðis hafnaði hann þeirri röksemd bandaríska utan- ríkisráðuneytisins, að það gæti orðið hættulegt samskiptum f slands og Bandaríkjanna að halda áfram að flytja vörar til vamarliðsins með bandaríska skipinu. Fréttamaður AP f Washington DC, Bob McHugh, hefur eftir Peter S. Maier, lögfræðingi í bandaríska dómsmálaráðuneytinu, að af hálfu flotans hafl enn ekki verið tekin , -ákvörðun um frekari áfrýjun máls- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.