Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR1986 spurt og svarad I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINSI SKATTAMAL HÉR FARA á eftir spurningar, sein lesendur Morgun- blaðsins hafa beint til þáttarins Spurt og svarað um skatta- mál, og svörin við þeim. Þjónusta þessi er í því fólgin að lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 10100, milli klukkan 10 til kl. 12 virka daga og borið upp spumingar sínar um skattamál. Morgunblaðið leitar síðan svara hjá starfsmönnum embættis ríkisskattstjóra og birtast þau í þessum þætti að nokkrum dögum liðnum. Vextir af líf- eyrissj óðslánum frádráttarbærir Páll Pálsson spyr: Eru vextir og vísitöluálag af lífeyrissjóðsláni frádráttarbær frá skatti? Gildir það sama um önnur lán í sambandi við íbúðakaup? Svar: Við ákvörðun á því hvort vextir eru frádráttarbærir þurfa m.a. eftirtalin skilyrði að vera uppfyllt: 1. Að lánið sé sannanlega notað til öflunar íbúðarhúsnasðis eða til endurbóta á því (a.m.k. 7% af fasteignamati þess). 2. íbúðarhúsnæðið þarf að vera til eigin nota framteljenda. 3. Sé um önnur lán að ræða en fasteignaveðlán eða sjálfskuld- arábyrgðarlán við lánastofnan- ir til a.m.k. tveggja ára má einungis draga vexti frá f fjög- ur ár sé um fbúðakaup eða endurbætur að ræða en sjö ár sé um nýbyggingu að ræða (sem framlengist ef húsnæðið er tekið í notkun síðar). Sé þessum skilyrðum fullnægt færast vextir og greiddar verð- bætur í dálkinn „Vaxtagjöld til frádráttar", ef ekki þá f dálkinn „Önnur vaxtagjöld". Meðlag með frá- skildum maka — Húsaleigutekjur Halldór spyr: 1) Er meðlag til móður frá fyrrverandi maka frádráttarbært frá skatti? (Hér er ekki átt við meðlag með bömum.) 2) Nú er greidd húsaleiga leigukaupanda frádráttarbær að hálfu frá skatti. Hvemig færast leigutekjur leigusala? Eru þær skattlagðar að hluta eða að fullu? Svar: a) Nei. b) Gjaldanda sem leigir sér íbúð til eigin nota, er heimilt að færa tii frádráttar í reit 70 helming greiddrar húsaleigu vegna tekjuársins. Sá sem leigir út húsnæði skai gera rekstraryfírlit yfír leigutekjur og er heimilt að telja til gjalda beinan kostnað við öflun þess- ara leigutekjna, þó ekki vaxta- gjöld eða fymingar. Hreinar tekjur af leigunni skal færa í reit 72 á 4. bls. framtalsins. Verðbætur á verð- tryggð lán f rádráttarbærar Olga Marinósdóttir spyr: 1. Em verðbætur á verð- tryggðu iáni vegna íbúða- kaupa frádráttarbærar? I mínu tilviki er um það að ræða að við hjónin keyptum íbúð í fyrra og gefíð var út verðtryggt skuldabréf til fjögurra ára fyrir eftirstöðvunum. Spum- ingin er því hvort áfallnar verðbætur séu frádráttar- bærar? 2. Hvemig nýtist heimild til að færa hluta tekna eigin- manns yfír á heimavinnandi húsmóður, sem hlaut fæðing- arorlof á sl. ári? Svar: 1. Aðeins verðbætur á af- borganir og vexti, sem greiddar em á árinu 1985 (þ.e. gjaldfallnar verðbæt- ur), teljast til vaxtagjalda ársins. Hins vegar skal telja skuldir í árslok ásamt áföllnum verðbótum (þ.e. vísitöluhækkun annaðhvort samkvæmt lánskjaravísi- tölu eða byggingarvísistölu eftir því sem við á). 2. Það má ekki færa fjárhæðir á milli framtala (bls. 2 og 3) hjá hjónum. Tekjuskatt- ur reiknast af tekjuskatts- stofni sem fram kemur í reit 63 á hvom framtali hjóna um sig. Af þeim hluta tekjuskattsstofnsins sem ekki er yfír 272.000 kr. skal reikna 20%. Sé tekju- skattsstofn annars hjóna lægri en 272.000 kr. hækk- ar fyrmefnd tekjumark hjá tekjuhærri makanum um þá upphæð sem á skortir að tekjuskattsstofn þess tekjulægri nái 272.000 kr., en þó ekki um hærri upp- hæðen 136.000. Hvernig- færa á SÍS-bréf Sveinn Guðmundsson spyr: Hvemig og hvar á skattskýrslu skal færa svonefnd SÍS-bréf, sem Samvinnusjóður Sambandsins gaf út? Um er að ræða fímmta flokk, útgefínn 30. janúar, og vom bréf- in keyptá 77.090 kr. hver 100 þúsund. Ég átta mig ekki á hvem- ig færa skal þennan mismun, þar sem ekki er um bein afföll að ræða heldur vaxtavexti. í leið- beiningunum stendur að mismun- inn eigi að færa hlutfallslega, en það virðist ekki nokkur leið fyrir leikmann að reikna þetta út. Svar: Bréfín skal færa í lið E 6 á 1. bls. framtals í dálkinn „Fjárhæð með vöxtum" á nafnverði að við- bættum áföllnum vöxtum og verð- bótum í árslok skv. ákvæðum þess. Fyrirspyijandi kaupir bréfin undir nafnverði, þ.e. með afföll- um. Afföllin, 22.910 kr. pr. 100.000 kr. bréf skal telja fram í dálkinn „Vextir" með hlutfalls- legri flárhæð ár hvert. Bréf þessi em með gjalddaga 31. mars 1990. Hafi fyrirspyijandi keypt þau t.d. í mars 1985 reiknast hlutfallsleg flárhæð á árinu 1985 vera 10/60 (mánuðir) af 22.910 kr. eða 3.818 kr. á framtali 1986. Ef bréfín em innleyst eða seld fyrir ofangreind- an gjalddaga, telst sá hluti affall- anna sem ekki hefur þegar verið tekjufærður, en fæst endurgreidd- ur í sölu- eða afhendingarverði, til tekna í eignu lagi á afhending- ar- eða söluári ásamt vöxtum og verðbótum. A /1 llt frá stofnun fyrir 10 árum hefur NYJA KOKUHUSIÐ kappkostað að hafa sem allra Ijölbreyttast úrval af brauðum og kökum á boðstólum, og oftast komið fram fyrst með nýjungar t'töhöldum upp á afmæltö með fjölmörgum nýjum tegundum afkökum og brauðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.