Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR1986 Islenskur lögreglu- þjónn í námi hjá FBI ÍSLENSKUR _ lögreglumaður, Ómar Smári Armannsson, kom fyrir nokkru heim frá námi hjá bandarísku alríkislögreglunni, FBI. Ómar var i einum virtasta og þekktasta lögregluskóla heims, FBI National Academy í Virginíu á austurströnd Banda- ríkjanna. Hann var sérstaklega valinn til fararinnar af embætti lögreglustjórans í Reykjavík. Um langt árabil hafa Bandaríkja- menn boðið lögreglumönnum víðs vegar úr heiminum til námt í FBI National Academy. Ómar /ar í Virginíu ásamt um 200 lögreglu- mönnum, flestum Bandaríkjamönn- um, en einnig voru lögreglumenn frá Englandi, Finnlandi, Noregi, S-Kóreu, Svíþjóð, Tyrklandi, Pan- ama og Púerto Ríkó. Lögregluskólinn í Virginíu var stofnaður árið 1935 og er sérstak- lega ætlað að þjálfa lögreglumenn alríkislögreglunnar, FBI. Tæplega 20 þúsund lögreglumenn hafa úr- skrifast úr skólanum í þau liðlega 50 ár, sem hann hefur verið starf- ræktur í tengslum við háskóla Virginíufylkis. Sólheimar Vinir mínir, fólkið í Sólheimum í Laxárdal, hafa misst hús sitt og búnað í eldinn. Ekki get ég haft orð um sársauka þeirra af því að ganga frá heimili sínu í rjúkandi rúst — né heldur um þá erfíðleika, sem þau eiga nú við. Hitt get ég aftur á móti sagt fullum fetum, að þannig hafa menn kynnzt Sólheimafólkinu, að þeir vilja rétta því hjálparhönd nú þegar það þarf hennar við. Ein leiðin til þess liggur í gegn um sérstaka Ómar Smári Armannsson, lög- regluþjónn. Ómar Smári hóf störf í lögregl- unni í Reykjavík í maí 1976. Hann var skipaður rannsóknarlögreglu- maður í mars 1980 og hefur unnið í slysarannsóknadeild embættisins. Frá 1982 hefur hann kennt við Lögregluskólann. í Laxárdal bankareikninga, sem stofnaðir hafa verið í Reykjavík og Búðardal. Báðir reikningamir heita: „Sól- heimar í Laxárdal". Reykjavíkur- reikningurinn er tékkareikningjir númer 8199 við Búnaðarbanka ís- lands við Hlemm. Hinn reikningur- inn er númer 5850 við útibú Búnað- arbanka íslands í Búðardal. Inn á þessa reikninga má leggja fé með gíróseðli í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. Freysteinn Jóhannsson ÁFRAM Á þessu kjörtímabili hefur Sigurður E. Guðmundsson, borgar- fulltrúi, haldið fram stefnu Alþýðuflokksins í borgarstjórn af reisn og íestu. Hann hefur flutt þar mörg góð og athyglisverð mál, sem fengið hafa hljómgrunn. Allir sanngjarnir menn viðurkenna, að þrátt fyrir mjög þrönga og eríiða stöðu hefur honum tekist að halda vel á málum flokksins. í prófkjöri Alþýðuflokksins um næstu helgi er hann, að hinum ólöstuðum, sá frambjóðandi, sem býr yfir langmestri reynslu og þekkingu á borgarmálum. Án hennar má flokkurinn ekki vera. Sigurður er óhræddur við að hafa sjálfstæðar skoðanir og fylg- ja þeim eftir. Á slíkum manni þuríum við að halda. Vísum því flokksræðinu á bug. Munum að fólkið velur frambjóðandann. Prófkjörið fer fram laugardaginn 1. febrúar og sunnudaginn 2. febrúar kl. 13—19. KJOSUM REYNSLU OG ÞEKKINGU Kjörstaðir verða í lðnó uppi, fyrir þá sem búa vestan Snorra- brautar, Sigtún við Suðurlandsbraut fyrir þá sem búa austan Snorrabrautar en vestan Árbæjarhverfis og Breipholts. Gerðuberg í Breiðholti fyrir íbúa í Breiðholti og Árbæjarhverfi. Kosningaskrifstofa stuðningsmanna Sigurðar E. Guðmunds- - sonar verður í veitingasalnum í Glæsibæ (uppi). Hún verður opin báða dagana kl. 10—19. Síman 68-88-70,71,72,73 og 74. ☆ Vinsamlegast kjósið snemma og látið kosningaskrifstofuna vita af því sem fyrst. Hafið einnig samband ef einhverra upplýsinga eða aðstoðar er þörf. Hvert atkvæði vegur þungt í þessu prófkjöri Stuðningsmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.