Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR 1986 Nordfoto/Símamynd Lögreg’lumenn flytja innflytjendurna brott. Innflytjendaóeirðir í Kaupmannahöfn: ■M— Bareflum beitt og bensínsprengjum Kaupmannahðfn, 31. janúar. AP. LÖGREGLAN beitti í dag táragasi til að kveða niður óeirðir í inn- flytjendamiðstöð fyrir norðan Kaupmannahöfn. 70 Líbanir, sem bíða þess að fá landvistarleyfi í Danmörku, gengu berserksgang í húsinu og átti starf sfólkið fótum sínum fjör að launa. Ólætin hófust þegar það spurðist, sér út um glugga á annarri hæð að einum Líbananna í innflytjenda- hússins. miðstöðinni í Torup hefði verið Lögreglunni tókst loksins að neitað um landvist f Danmörku og svæla óeirðaseggina út með tára- að hann yrði fluttur úr landi síðar gasi og voru þeir fluttir til annarrar í dag. Brutu Líbanimir húsgögnin innflytjendamiðstöðvar. Um 3.700 og notuðu brotin sem barefli og auk manns, aðallega frá Miðausturlönd- þess kom í Ijós að þeir vom með um, bíða þess nú í 23 innflytjenda- undir höndum heimatilbúnar bens- miðstöðvum að fá landvist í Dan- ínsprengjur. Starfsfólkið gat forðað mörku. Haiti: Verður Duvalier steypt af stóli? Port-au-Prince, Haiti, 31. janúar. AP. JEAN-CLAUDE Duvalier var aðeins 19 ára, er hann var gerður að forseta Haiti ævi- langt. Gerðist það árið 1971 og erfði hann forsetaembættið eftir föður sinn, einræðisherr- ann Francois „Papa Doc“ Duv- alier, sem stjómaði þessu fá- tækasta landi Vesturálfu með jámhnefa. Duvalier yngri var stundum kallaður „Baby Doc“ fyrstu ár- in, sem hann var við völd. Hann reyndi í fyrstu að koma á ein- liverjum stjómarfarsumbótum í landi sínu, en þrátt fyrir það fór svo að fátækt fór vaxandi og kröfur um umbætur urðu enn háværari á meðal almenn- ings. Eftir þriggja áratuga stjóm auðugu Duvalier-ættar er því enn svo farið, að örbirgð er alls ráðandi á Haiti. Samkvæmt síðustu tölum Alþjóðabankans voru þjóðartekjur á mann 420 dollarar 1980, en hafa síðan lækkað niður í 380 dollara 1985. íbúar landsins eru 6 milljón- ir. Forsetinn og fjölskylda hans hafa aftur á móti búið við ríkidæmi í hinni skínandi hvítu þjóðarhöll í miðri höfuðborginni. Þar að auki átti ijölskyldan stóran búgarð, tvö stór einbýlishús og nýtt sumarhús. Duvalier yngri dró heldur úr harðræði því, sem einkennt hafði stjómartíð föður hans. Hann lét hina alræmdu óeinkennisklæddu „tontons" eða leynilögreglumenn, sem faðir hans hafði stuðst svo mjög við og allur almenningur hræddist ákaflega, klæðast bláum einkennisbúningum. Þá hét forset- inn því hvað eftir annað í ræðum sínum að virða mannréttindi. En breytingin varð lítil og nærvera lögreglunnar allsráðandi, jafnvel í minnstu þorpum landsins. Alþjóðlegu mannréttindasam- tökin Amnesty Intemational hafa haldið því fram, að stjómarand- stæðingar, blaðamenn og verka- lýðsforingjar í landinu væm áfram píudir og teknir af lífí. Papa Doc, faðir Duvaliers yngra, var gerður að forseta ævilangt 1964 og ein síðasta stjómvalds- ákvörðun hans var að gera þær breytingar á stjómarskrá Haiti, sem þurfti til þess að gera son hans einnig að forseta landsins ævilangt. Þá var Jean-Claude þekktur sem áhugalítill stúdent og glaumgosi, sem hafði mestan áhuga á dýmm bflum. Reynsla hans af samskipt- um við önnur lönd var afar lítil. Hann hafði verið menntaður á Haiti og hafði þá aðeins einu sinni sem unglingur farið til annarra landa. Á þessum ámm var Jean-Claude ennfremur frægur fyrir fímamik- inn gildleika sinn, en talið var að hann væri 130—140 kg að þyngd og sagt er, að hann hafí síðar lagt mikið af til þess fyrst og fremst Jean-Claude Duvalier að ganga i augun á vinkonum sín- um, sem þyrptust í kringum hann. Sem bam fékk Jean-Claude þó að kynnast þeim hættum, sem fylgja völdunum á Haiti. Árið 1963, er hann var 11 ára gamall, var gerð tilraun til þess að drepa hann. Tveir af lífvörðum hans vom drepnir í þessari árás. Hann á að hafa riijað það upp oft síðar, er hann mátti „hlaupa undan byssu- kúlunum, þegar hann var á leið í skólann." Það er því ekki að ástæðulausu, sem Jean-Claude Duvalier hefur eins og faðir hans jafnan um sig öflugan lífvörð, sem gætir hans og fjölskyldu hans við hvert fótmál. NÝTT SÖLUUMBOÐ: BÍLASALAN STÓRHOLT LAUGARDAG 1. FEBRÚAR KL. 10:00 - 18:00 SUNNUDAG 2. FEBRÚAR 13:00 - 18:00 BILASALAN STORHOLT HEFUR TEKIÐ VIÐ SOLUUMBOÐI TOYOTA BIFREIÐA Á AKUREYRI. ERIR SEM ÁÐUR SÉR BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ BLÁFELL UM VIÐGERÐAR- OG VARAHLUTAÞJÓNUSTUNA TOYOTA BlLASALAN STÓRHOLT HJALTEYRARGÖTU 2 S. 96-23300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.