Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR1986 45 M U JJ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS hy UJVUTTFK'tr Misnotkun á lánsfé LIN í Morgunblaðinu 18. janúar sl. er blaðagrein undirrituð af Rósu Guðbjartsdóttur með fyrirsögninni „Námsmenn ekki forréttindahóp- ur“. Grein þessi fjallar um Lánasjóð íslenskra námsmanna og þar segir m.a.: „Ef gert er ráð fyrir að há- mark endurgreiðslna náist, þ.e. 88%, þá er ljóst að styrkurinn sem fylgir láninu er 12% af lánsupp- hæðinni. Reiknað í beinhörðum peningum hefur þetta gert 85—100 milljónir á síðastliðnu ári. Hafi endurgreiðslur ekki verið nema 70% af styrkupphæðinni, um 160 millj- ónir. Þetta kerfi felur í sér vissan hvata fyrir námsmenn að taka sem mest lán, jafnvel þótt þeir hafi ekkert við það að gera. Þess eru mýmörg dæmi að námsmenn sem t.d. enn búa í heimahúsum taki full lán og komi svo peningunum fyrir á sem arðvænlegastan máta.“ Þetta eru mjög athyglisverðar upplýsingar hjá greinarhöfundi og þess vert að velta þvi fyrir sér, hvaða möguleika fjársterkir nem- endur hafa í þessum efnum til að ávaxta fé sitt. Ef við stillum upp dæmi þess efnis að námsmaður hafí fengið lán úr LÍN að uppæð 4 milljónir króna vaxtalaust, sem hann þarf ekki að nota í kostnað við nám sitt, vegna góðra efna. Ef hann ávaxtar þessa upphæð í 40 ár með aðeins 7% vöxtum og vaxta- vöxtum, hefur hann eignast um 80 milljónir króna í lok tímabilsins. Þessi útreikningur fæst þegar gert er ráð fyrir að nemandi byiji strax við fyrsta hluta lántöku að ávaxta lánsfé sitt á þennan hátt. Auk þess fær hann þriggja ára frest frá síð- ustu lántöku þar til hann þarf að fara að greiða afborgun af láni sínu. Þegar að fyrstu afborgun kemur er vægt í farið að hann hafi bætt við þessar 4 milljónir einni milljón króna svo ávöxtunarfé hans er þá minnst 5 milljónir. Eftir 10 ár verð- ur góður hans 10 milljónir, eftir 20 ár 20 milljónir, eftir 30 ár 40 milljónir og eftir 40 ár 80 milljónir. Til þess að einfalda dæmið er gert ráð fyrir að verðlag sé stöðugt, engar greiðslur fari fram af láninu og að tekjur fyrrverandi náms- manns séu óbreyttar allan tímann. Ifyrrverandi námsmaður hefur eina milljón í árstekjur. Hann borg- ar reglulega eins og honum ber af láni sínu hjá LÍN, 5% af árstekjum sínum eða 40 þúsund krónur árlega. Að 40 árum liðnum hefur hann greitt 2 milljónir króna og það sem eftir er af láninu, þ.e.a.s. 2 milljónir falla niður skv. fymingarreglum sjóðsins. Ef verðbólga hefði verið varanleg allan lánstímann eins og verið hefur frá stríðsbyrjun og fram á þennan Gugga skrifan Ég vil þakka Hrafni Gunnlaugs- syni fyrir mikið Qölbreyttari og skemmtilegri dagskrá í sjónvarpinu t.d. alla íslensku skemmtiþættina og betri.bíómyndir. Nú er þó hægt að setjast fyrir framan sjónvarpið án þess að þurfa að standa strax dag, hefði maðurinn hagnast á því, með greiðslum upp í lánið með verðminni krónum. Að skuldir við LÍN séu greiddar með verðtrygg- ingu er bara orðaleikur einn, því uppsafnaðar verðbætur falla niður með eftirstöðvum stofnláns, að 40 ára lánstíma liðnum skv. fyrr- greindum fymingarreglum. Ég hef haft þá skoðun að Lána- sjóður íslenskra námsmanna hafí verið stofnaður til þess að styðja við bakið á eftiilegum en efnalitlum námsmönnum og jafna aðstöðu ungs fólks til mennta hvar sem það býr í landinu. En eftir því sem fyrir liggur virðist ektóvera svo. Ólafur Á. Kristjánsson upp aftur. Svo vil ég biðja þá sem um það sjá að hætta ekki aftur við Dallas. Loksins er maður kominn aftur inn í atburðarásina og þætt- imir orðnir óslýsanlega spennandi þá em þeir að hætta. Þið getið bara ekki gert þetta, svekkt alla aftur. Áfram með Dallas Völt framtíð Völt er framtíð félagsins framsóknar með skæði. Soramarkið Sambandsins var sett á eyrun bæði. Hákur. Höfum endurbætta og glæsilega veislusali fyrir öll samkvæmi, 50—70,100—200 manna. Veislumatur í hæsta gæðaflokki. Ath.okkarverð. Upplýsingar í síma 666195. Útvegum einnig hljómsveit ef óskað er. Hlégarður. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekiö á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö aö notfæra sér viötalstíma þessa. * 8 Laugardaginn 1. febrúar veröa til viðtals Ragnar Júlíusson ^ * formaður fræðsluráös og launamálanefndar og Gunnar S. fe ^ Björnsson í stjórn ráðningarstofu og Iðnskólans í Reykjavík. ^ I--------------------------------------------------------t Bladburðarfólk óskast! Austurbær Ingólfsstræti Úthverfi Ártúnsholt (iðnaðarhverfi) Kópavogur Þinghólsbraut

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.