Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR1986 30 Eiríkur G. Brynjólfsson ráðsmaður - Kveðjuorð Fæddur 3. ágúst 1905 Dáinn 19. janúar 1986 Eiríkur G. Brynjólfsson lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 19. janúar síðastliðinn. Þó mig langi til að minnast Eiríks lítillega þá get ég ekki rakið ættir eða lífsferil hans, til þess þekkti ég Eirík ekki nógu vel. Hins vegar hef ég átt því láni að fagna að kynnast verkum hans og þar með að nokkru leyti áhuga- málum og persónuleika sem veru- lega tengjast lífsstarfí þess heiðurs- ’ manns sem nú er kvaddur, en hann lést á sjötíu og fímm ára afmælis- degi konu sinnar, Kamillu Þor- steinsdóttur. Það var mikið traust sem Eiríki var sýnt þegar hann aðeins tuttugu og tveggja ára var valinn úr hópi 19 umsækjenda til að gegna stöðu ráðsmanns fyrir heilsuhælið í Krist- nesi við stofnun þess 1927, en stjóm hans á þeirri stofnun í rúm fímmtíu ár reyndust starfseminni verulega happdrjúg og farsæl. Strax frá fyrsta degi Eiríks í starfí hafa verkefnin fyrst og fremst verið mótunarstörf, því þótt hælið væri nýtt og til þess vandað eftir föngum var aðbúnaður starfsfólks ekki góð- ur. Verst voru þrengslin, því allt starfsfólk og sjúklingar bjuggu í þessu eina húsi sem reist hafði verið og hræðsla almenn við berklana. Byggia þurfti yfír starfsfólk og hlúa að rekstrinum svo ávallt væri hann sem hagkvæmastur. Aðgát þurfti að hafa á öllum hlutum, sem til fjár- reiða horfðu, enda skall heims- kreppan á skömmu eftir að Krist- neshæli hóf starfsemi sína og hefur hún markað djúp spor í hugum þess fólks sem þá var komið til manns og oft er kallað aldamóta- kynslóð. Þegar ég tók við 'starfi fram- kvæmdastjóra á Kristneshæli fyrir rúmum 6 árum leiddi Eiríkur mig í starfí fyrstu dagana, en síðarmeir þegar ég fór að kynnast málum betur vöknuðu nýjar spumingar sem ég gat alltaf fengið svör við hjá Eiríki án þess að hann reyndi á nokkum hátt að hafa áhrif á mínar skoðanir á viðfangsefninu eða úrlausnir mála. Þegar Eiríkur afhenti mér Qárráð fyrir stofnunina get ég sagt að ijárhagsstaðan hafí verið sérlega blómleg, enda lagði hann sig fram um að skila mér búi þannig að Qárhagsáhyggjur væru ekki mín fyrstu kynni af nýju starfí. Fyrir allt þetta er ég afskaplega þakklátur. Það er líka góður en vandmeðfarinn arfur sem mér hefur tæmst, að fá verk Eiríks til varð- veislu og rekstrar, enda hefur sá orðstír legið á stofnuninni að þar ríkti ráðdeild og festa sem ég er oft minntur á. Ég hef oft velt því fyrir mér eftir að ég kynntist Eiríki hvemig hægt var að framkvæma allt það sem hér hefur verið gert í hans starfstíma eins og allar ákvarðanir virðast standa fastar í nefndum og ráðum nú þegar framkvæma þarf, jafnvel hin smæstu verk. Er ég helst á því að Eiríkur hafí fyrst og fremst framkvæmt af einstöku áræði og skipulagshæfíleikum, sem einnig sýndu sig í áhugamálum hans. í árdaga Kristneshælis hóf Eirík- ur framkvæmdir við mikinn og fagran garð umhverfis spítalann, sem síðar hafði góð og bætandi áhrif á sjúklingana, þó slíkt sé erfítt að meta til íjár eða heilsubót- ar. Nokkm síðar lét hann girða 27 hektara lands til friðunar og upp- græðslu skógar sem hann gerði sér vonir um að yrðu fyrsta átak til mikillar skógræktar í Hrafnagils- hreppi og að hólfíð mætti stækka til norðurs og suðurs eftir hlíðinni. Tel ég að þessi stórhugur beri órækt vitni áræðis og mikiþa skipulags- hæfileika því aldrei fékkst ein ein- asta króna viðurkennd hjá fjárveit- ingavaldinu til þessa verks, hvorki til plöntukaupa, vinnulauna eða annars. I þessu hólfí var á tímum Eiríks plantað u.þ.b. sextíu þúsund plöntum, en auk þess hefur vaxið þar sjálfsáður skógur í miklum mæli. Þannig varð þessi skógur til án þess að fólk vissi af, en á aðal- fundi Skógræktarfélags íslands 1963 má segja að skógurinn hafí verið afhjúpaður þegar gestum var kynnt verkið og þótti svo mikið til umhverfís staðarins koma að Sig- urður Blöndal, núverandi skógrækt- arstjóri, taldi vera einsdæmi við opinbera stofnun hérlendis. Árið 1964 yar Eiríkur sæmdur silfur- bikar Skógræktarfélags íslands. Eiríkur var mikill áhugamaður um málefni sveitarinnar. Sat hann m.a. í sveitarstjóm í 2 kjörtímabil og var formaður skólanefndar um árabil. Eiríkur var líka ötull tals- maður sameiningar sveitarfélag- anna þriggja framan Akureyrar, sérstaklega með tilliti til hagræð- ingar í rekstri og uppbyggingu. Skrifaði hann m.a. blaðagreinar þessu til stuðnings þar sem fram- sýni hans á málefnum sveitarfélag- anna kemur glögglega í ljós. Ég vil að lokum láta í ljós þakk- læti Kristnesspítala fyrir að hafa fengið til forystu slíkan stórhuga með áræði og framsýni sem Eiríkur hafði. Það hefur eflaust verið erfítt að sitja undir þeirri umræðu sem átti sér stað 1962 um að leggja stofnunina niður, en ég er ekki í vafa um að Eiríkur hefur með sannfæringarkrafti og framsýni átt stóran hlut í því að ekkert varð úr þeim áformum heldur hélt hann áfram uppbyggingunni. Eitt sinn þegar Eiríkur var að segja skógræktarfólki frá skógar- hólfínu sagði hann að trén væru bæn jarðarinnar til himinsins. Ég vil biðja góðan guð að veita Kamillu og öðrum aðstandendum styrk á erfíðri stund, en minningin um góðan dreng, ástríkan eigin- mann og föður mun lifa. Bjarni B. Arthursson Minning: GuðlaugurJ. Alex- andersson, Sólbakka ^ Fæddur 9. nóvember 1894 Dáinn 22. janúar 1986 Sem Ioftbára risi við hörpuhljóm og hverfi í eilífðargeiminn, skal þverra hver kraftur og kulna hvert blóm —þau komu til þess í heiminn. En þó á sér vonir hvert lífsins Ijós er lúta skal dauðans veldi, er moldin sig hylur með rós við rós erroðnaísólareldi. (Jóhannes Jónsson frá Asparvík) í dag verður til moldar borinn elsku- legur afí minn, Guðlaugur Jakop Alexandersson, Sólbakka Hellis- sandi. „Afí á Sandi" eins og við systkin- ^ in vorum vön að kalla hann, fæddist í Stapatúni Snæfellsnesi þann 9. nóvember 1894, og var því á 92. aldursárí þegar kallið kom frá þeim sem er æðstur allra. Þetta er hár aldur, og margj, hægt að gera á svo langri ævi, enda er óhætt að segja að afí hafí ekki setið auðum höndum um ævina frekar en aðrir sem byggðu upp landið fyrir okkur unga fólkið. Afí hóf búskap ásamt ömmu árið 1929 á Sólbakka á Hellissandi og bjuggu þau þar öll sín hjúskaparár. Þau eignuðust 8 böm og komu þeim öllum til manns, og það eitt sér er nú ekki svo lítið verk, því að ekki var nú mikið um hin verald- legu gæði í þá daga, ekki rafmagn hvað þá meira. Það var alltaf gaman að koma vestur á Hellissand að heimsækja afa og ömmu, en það gerðum við lengi framan af á hveiju sumrí og alltaf var eftirvæntingin jafn mikil hjá okkur systkinunum, enda var þetta ævintýri líkast. Afí var með kindur og það þurfti náttúrlega að heyja fyrir þær, hápunktur sumars- ins var því tengdur heyskapnum enda fengum við að hjálpa til, topp- urinn var svo þegar heyið var komið í hlöðu en þá stálumst við krakkam- ir til að leika okkur í heyinu en afí var nú lítt hrifínn af að vita af okkur inn í troðfullri hlöðunni, en mig gmnar nú samt að hann hafi haft lúmskt gaman af því þegar við tvístruðumst í allar áttir þegar við sáum hann nálgast. Eftir að afí og amma fluttu í bæinn og í þjónustuíbúðir Hrafnistu við Jökulgrunn í Reykjavík, fóm samskiptin að verða meiri enda styttra að fara. Afí var mjög bam- góður maður, og hún var nú ekki há í loftinu dóttir mín þegar hún var farin að heimta að fá að fara til „langana — langana", helst á hveijum degi, enda höfðum við mamma mjög gaman af því að fara með Matthildi Dröfn komunga í burðarrúmi til afa og sjá hvað hann ljómaði þegar hann horfði á einn yngsta afkomanda þeirra hjóna. Afkomendur þeirra em orðnir æði margir eða 83, það sagði afí mér á aðfangadagskvöld nú sl. og hann þurfti ekki einu sinni að hugsa sig um þegar ég spurði hann að því hvað við væmm nú orðin mörg. Það segir meira en mörg orð um það hve vel og fallega afi hugsaði til okkar. Afí dvaldi síðustu árin á Hrafn- istu í Reykjavík og vil ég þakka starfsfólki hjúkmnardeildar G fyrir góða umönnun. Ég veit að góður Guð heldur vemdarhendi sinni yfír ömmu gömlu, sem nú sér á eftir tryggum og elskulegum eiginmanni sínum. Að lokum vil ég þakka afa fyrir allt það góða sem hann leiddi af sér á langri ævi. Blessuð sé minning hans. Fanney Björk Karlsdóttir Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargrein- ar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minning- arorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Meginregla er að minningargreinar birtist undir fullu höfundamafni. raðauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar Sjálfstæðisfólk Akureyri Sjálfstæðisfélögin á Akureyri hafa ákveðið að efna til prófkjörs vegna væntanlegra bæjarstjórnarkosninga. Prófkjörið fer fram þann 22. og 23. febr. nk. Framboðsgögn afhendir hrl. Ragnar Steinbergsson, Espilundi 2, vinnusimi 24150 og heimasimi 24459. Skilafrestur er til 10 febr. nk. fyrir kl. 17.00. Kjörstjórn. Sauðárkrókur Félagsfundur í sjálfstæðlsfélögum Sauðárkróks verður haldinn mánu- daginn 3. febr. nk. kl. 20.30 i Sæborg. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Undirbúningur fyrir væntanlegar bæjarstjórnarkosningar. 3. Önnur mál. Sjálfstæðisfólk fjölmennið. Vestmannaeyjar Fulltrúaráðsfundur sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum verður haldinn sunnudaginn 2. februar kl. 16.00 i Hallarlundi. Dagskrá: 1. Prófkjörslisti kynntur. 2. Önnur mál. Stjómin. Þorrablót Selfoss Sjálfstæðisfélögin á Selfossi halda árlegt Þorrablót föstudaginn 14. febrúar nk. í Inghól, Selfossi. Skemmtiatriði og dans. Miðaðpantanir hjá formönnum félaganna fyrir miðvikudaginn 12. febrúar: Haukur, sími 1766. Sigurður Þór, sími 2277 eða 1678, Alda, sími 4212 og Þóra, sími 1608. Sjálfstæðisfélögln. HF.IMDALl.UR f ■ U ■ S Vetrarferð Heimdallar Dagana 8.-9. febrúar mun Heimdallur halda til fjalla i skíða- og skemmtiferð. Farið verður i skiðaskála Vals í Hamragili. Áhugasamir eru beðnir að hafa það hugfast, að skiði eru ekki nauðsynlegur búnað- ur, en þeir geta strax farið að pakka niöur ullarsokkunum og góða skapinu. Verö ferðarinnar er kr. 550 og er þá rútugjald og kókópöffs- morgunverður innifaliö. Nánari upplýsingar og skráning er í síma 82900. Skólanefnd Heimdallar. Sjálfstæðisfólag Sauðórkróks, Sjálfstæðis- kvennafólag Sauðárkróks og FUS Vikingur. Landsmálafélagið Vörður Straumhvörf í íslenskum stjórnmálum ? Dr. Hannes H. Gissurarson flytur erindi á Varðarfundi þriðjudaginn 4. febrúar nk. kl. 20.30 i Sjálfstæðishúsinu Valhöll sem hann nefnir „Straumhvörf i islenskum stjórn- málurn?". Að loknu framsöguerindi verða umræður. Sjálfstæöismenn og aðrir áhugamenn um stjórnmál eru hvattir til að fjölmenna. Stjóm Varðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.