Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 5
;mj jtM'iH.V’i v ;>íuir;» umof MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR 1986 t 5 Norræna húsið: Fyrirlestur um ís- lenska píanótónlist í TENGSLUM við sýninguna „Tónlist á Islandi“, sem nú stend- ur yfir í Norræna húsinu, heldur Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld fyrirlestur um íslenska píanótón- list í fyrirlestrasal Norræna hússins laugardaginn 1. febrúar kl. 17:00. Atli Heimir Sveinsson tónskáld og Snorri Sigfús Birgis- son tónskáld leika úr verkum sín- er og hefur verið vinsælt hljóðfæri á íslandi og til á mörgum heimil- um.“ Atli Heimir Sveinsson tónskáld mun leika úr verkum frá sjöunda áratugnum, frammúrstefnuverk- um, og taka nokkur tóndæmi og Snorri Sigfús Birgisson tónskáld leikur úr verki eftir sjálfan sig. Bankamir vilja miða lán við 2 ár - fjármálaráðherra telur rétt að halda við 3ja ára markið TILLÖGUR Þorsteins Pálssonar fjármálaráðherra um afnám vísitölubindingar skammtímalána verða vænt- anlega teknar til afgreiðslu í ríkisstjórninni í næstu viku. Ríkisstjórninni hefur borist álit bankanna á til- lögunum og gerir Þorsteinn ráð fyrir að ríkisstjórnin muni á næstunni ákveða að koma þessari breytingu til framkvæmda. í svari Sambands . íslenskra viðskiptabanka (SÍV) kemur fram það álit bankanna að ekki sé ráðlegt að afnema vísitölubind- ingu innlána. SÍV getur hinsveg- ar fallist á afnám vísitölubinding- ar skammtímaútlána, en leggur til að miðað verði við 2 ár en ekki 3 eins og gert hefur verið ráð fyrir. Þá er lagt til að þessi breyting komi til framkvæmda þegar ákvörðun um vexti færist til viðskiptabankanna eins og gert er ráð fyrir í hinni nýju Seðlabankalöggjöf. Þorsteinn sagði sjálfsagt að taka þessar ábendingar ban- kanna til skoðunar, en sér sýndist rétt að halda sig við þriggja ára markið. Hann sagði að ríkis- stjómin legði mikla áherslu á að stjórnarfrumvarp um nýja Seðla- bankalöggjöf yrði afgreitt sem fyrst ásamt tengdum frumvörp- um, svo sem um verðbréfavið- skipti. Guðmundur Kristinn seldi af la í Grimsby GUÐMUNDUR Kristinn SU seldi afla sinn á föstudag í Grimsby. Hann seldi alls 55 lestir, mest þorsk. Heildarverð var 2.993.700 krónur, meðalverð 54,41. um. „I fyrirlestrinum mun ég íjalla um píanótónlist sem samin hefur verið fyrir píanó á Islandi," sagði Hjálmar. „Ég mun tala um íslenska píanótónlist frá upphafi til vorra daga en einkum og sér í lagi frá 1950, enda lang mest til frá því tímabili. Ég held að fyrirlesturinn geti orðið fræðandi fyrir leikmenn, þá sem leika á píanó og þá sem eru að læra eða kenna píanóleik. Píanó Yeður markar loðnuveiðarnar LOÐNU VEIÐ AR ganga nú nokk- uð vel þegar veður leyfir. Á fimmtudag voru 15 skip með afla samtals 9.570 lestir og síð- degis á föstudag voru 6 skip komin með samtals 5.310 lestir. 9 skip hafa lokið kvóta sínum og eftir er að veiða um 167.000 lestir af leyfilegum afla. Á fimmtudag voru eftirtalin skip með afla: Víkurberg GK, 450, Júpít- er RE 1.100, Húnaröst ÁR, 560, Fífíll GK, 600, Sjávarborg GK, 800, Skarðsvík SH, 300, Kap II VE, 690, Sighvatur Bjamason VE, 690, Guðrún Þorkelsdóttir SU, 600, Guðmundur Ólafur ÓF, 600, Erling KE, 420, Magnús NK, 440, Beitir NK, 1.100, Isleifur VE, 690 og Dagfari ÞH 530 lestir. Síðdegis á föstudag voru eftirtal- in skip búin að tilkynna afla: Vík- ingur AK, 1.300, Eldborg HF, 1.450, Rauðsey AK, 570, Víkurberg GK, 490, Albert GK, 600 og Guð- mundur RE 900 lestir. Garður: Opið próf- kjör hjá H-listanum Garði, 81. janúar. H-LISTINN, listi sjálfstæðis- manna og annarra fijálslyndra, var með fund í Samkomuhúsinu í gærkvöldi þar sem ákveðið var að hafa opið prófkjör vegna hreppsnefndarkosninganna í vor. Var það samþykkt með yfir- gnæfandi meirihluta fundar- manna. Áætlað er að prófkjörið fari fram einhvern tíma í marz. I-listinn, listi óháðra borgara er einnig farinn að hugsa sér til hreyf- ings í framboðsmálum enda þótt með öðrum hætti sé en þar hefír prófkjör ekki tíðkast. sem allir hafa beðið eftir hófst í gær í 6 verslunum samtímis. 40-60% AFSLÁTTUR Allt nýjar og nýlegar vörur. OPIÐ TIL Kl. 16.00 í DAG. djSj KARNABÆR « H r Austurstræti V Laugavegi 30. Laugavegi 66. K Aflfl Glæsibæ. SIMI FRA SKIPTIBORÐI 45800. Bonaparte BARBO Jgp A. Austurstræti 22 Austurstræti 22 Arnór

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.