Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1986 47 Fylkir tölvuvæðist Morgunblaðið/Bjarni Fylkir er nú í óða önn að tölvuvæða getraunaspá sína og um aðra helgi verður tekið f notkun nýtt form af getraunaseðlum eins og við skýrðum frá fyrir skömmu. Á fimmtudagskvöldið hittust getrauna- spekingar Fylkis ásamt tölvusérfræðingum til þess að kynna sér þessa nýju tækni. Framkvæmda- stjóri getrauna var að sjálfsögðu mætt á staðinn og eins og sjá má á þessari mynd voru allir niður- sokknir ítölvuna. FLUGLEIÐAMÓTIÐ í handknatt- leik karla hófst í Laugardalshöll í gærkvöldi með leik Bandaríkja- manna og Pólverja. Fyrirfram var búist við stórsigri Pólverja en þeir áttu samt í hinum mestu vandræðum framan af með bandaríska liðið. Pólverjar unnu þó leikinn með átta marka mun, 25:17, eftir að staðan í leikhléi hafðiverið10:8. Það var aldrei nokkur vafi á hvort liðið var betra í leiknum þrátt fyrir erfiðleika Pólverja í byrjun. Bandaríkjamenn komust tvívegis yfir í leiknum, 1:0 og 2:1, en eftir það höfðu Pólverjar alltaf foryst- una þó svo hún væri ekki alltaf mikil. í byrjun síðari hálfleiks náðu Pólverjar að skora þrjú mörk í röð og síðar í leiknum skoruðu þeir fjögur mörk án þess að Bandaríkja- mönnum tækist að svara fyrir sig. Bandaríkjamönnum er sífellt að fara fram í handknattleik. Liðiö leikur nú meiri handknattleik en þeir hafa áður gert hér á landi og það er mun minni körfubolti í þeim en verið hefur. Það sem háir þeim mest er að aðeins einn leikmaður getur skotið fyrir utan og það er ekki nægiiegt. Markvörður þeirra, Oshita, var góður og það sama má segja um Schneeberger (nr.14), Goss (nr.8) og Oleksyk (nr. 18). Schneeberger er stór og stæði- legur, rétt rúmir tveir metrar, og leikur á línunni. Leikmenn liðsins voru sérlega óheppnir með hraða- upphlaup sín, létu verja frá sér eða skutu framhjá. Pólverjarnir eru ekki með sterkt lið, að minnsta kosti sýndu þeir það ekki í þessum leik hvað svo sem verður. Það var furöulegt að sjá hve vandræðalegar sóknir liðs- ins voru þrátt fyrir að Bandaríkja- menn kæmu ekki langt út á móti þeim. Boltinn gekk ekki nógu vel fyrir utan og um tíma var þetta hálfgert hnoð hjá þeim. Þeirra bestir voru Wenta (nr. 4), Robert (nr. 5) og Dziba (nr. 14). Allir leikmenn liðsins iéku í leiknum og allir skorðu mark nema mark- verðirnir. Markahæstir hjá Bandaríkjunum uröu Schneeberger og Oleksyk en þeir skoruöu fjögur mörk hvor. Hjá Pólverjum skoraöi Dzíba sjö mörk, þar af 4 úrvítum, Robert geröi 5 og Wenta 4. • Atli Hilmarsson sést hér svífa inn í teiginn framhjá frönsku vörninni. Atli skoraði alls sjö mörk í fyrsta leik íslands á mótinu. Njarðvík vann íframlengingu NJARÐVIKINGAR unnu KR ífram- lengdum leik í úrvalsdeildinni í gærkvöldi með 91 stigi gegn 84. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 75:75 en í leikhléi höfðu KR-ingar átta stiga forystu 37:45. Það var jafnræði með liðunum í byrjun leiksins og eftir 6 mínútur var jafnt 12:12 en þá tóku KR-ingar að síga hægt og bítandi framúr heimamönnum. Þeir náðu 12 stiga forystu er tvær mínútur voru til leikhlés, 31:43, en Njarðvíkingar löguðu stöðuna aðeins áður en flautað var til leikhlés. KR-ingar héldu forystu sinni framan af síðari hálfleik en um miðjan hálfleikinn hafði Njarðvík- ingum tekist að jafna leikinn, 56:56, og það sem eftir var leiks skiptust liðin á um að leiða leikinn með einu til þremur stigum. Þegar hálf mínúta var eftir var Njarðvík yfir 74:73 og KR með boltann. Garðar skaut rétt í sama Níu marka sigur í gær byrjunin lofar góðu hjá íslenska liðinu ÍSLENDINGAR byrjuðu Flugleiða- mótið í handknattleik vel. Þeir unnu Frakka í gærkvöldi með 34 mörkum gegn 25 eftir að staðan í leikhléi hafði veríð 17:11. Mikill markaleikur og ágætis leikur hjá íslenska liðinu sem lofar góðu um framhaldið á þessu móti. Það voru Frakkar sem skoruðu fyrsta mark leiksins en jafnræði var með liðunum fram eftir leiknum eða allt þar til staöan var 5:5. Þá fóru íslensku strákarnir í gang og þeir juku forskot sitt jafnt og þétt fram að leikhléi og þegar skammt var til leikhlés höfðu þeir skorað 17 mörk en Frakkar níu. Frakkarnir skoruðu síðan tvö síðustu mörk hálfleiksins og breyttu stöðunni í 17:11. Kristján Arason skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik, þar af þrjú úr vítaköstum, og Atli Hilmarsson skoraði tvö skemmtileg mörk. Hann komst í hraðaupphlaup, stökk langt inn í teiginn, hékk þar í loftinu eins og honum er einum lagið áður en hann skaut að marki. Að sjálfsögðu átti markvörður Frakka enga möguleika á að verja. Einar Þorvarðarson stóð sig einnig vel í marki íslands í fyrri hálfleik. í seinni hálfleik tók Kristján Sigmundsson stöðu Einars í mark- inu og stóð hann sig einstaklega vel, varði alls 11 skot og sýndi svo ekki verður um villst að við eigum tvo frábæra markverði í hand- knattleik. Síöari hálfleikur var annars svip- Flugleiðamótið: Pólverjar unnu Bandaríkjamenn í fyrsta leiknum aður þeim fyrri. íslenska liðið hafði yfirburði og mestur varð munurinn 12 mörk er staðan var 31:19. Strákarnir gáfu síðan eftir á síð- ustu mínútum og Frakkar minnk- uðu muninn niður í níu mörk. Sóknarleikur íslenska liðsins var góður í þessum leik en varnarleik- urinn var frekar gloppóttur og fékk liðið á sig allt of mörg mörk miðað Þjálfari Póllands veikur ÞAÐ vakti athygli f leik Póllands og Bandaríkjanna í gærkvöldi að Stafan Wrzesniewski þjálfari Pól- verja var ekki á varamannabekk þeirra. Ástæðan mun vera að hann veiktist þegar hann kom til landsins og lá veikur á hóteli sínu í Reykjavík. við getu mótherjanna. Kristján Arason átti góðan leik, sérstaklega í fyrri hálfleik eins og áður segir. í síðari hálfleik blómstr- aði Atli Hilmarsson. Hann var eins og gormur þegar hann stökk hátt í loft upp, hékk þar í óratíma áður en hann skaut og var sérlega skemmtilegt að fylgjast með hon- um. Besti maöur Frakkanna var Pascal Mahe (nr. 3), stór og sterk- ur leikmaður sem stekkur upp af báðum fótum til að skjóta. íslenska liðið var frekar heppið með sóknarfráköstin í þessum leik. Ef markvörður Frakka varði, eða skotið var í stangirnar, náðu þeir oft knettinum og skoruðu úr slíkum færum. íslenska liðið var útaf í 10 mínútur eins og það franska. Mörk íslands: Kristján Arason 10/3, Atli Hilmarsson 7, Páll Ólafsson 4, Steinar Birg- issn, Guðmundur Guðmundsson og Þorbjörn Jensson 3 mörk hver og þeir Bjarni Guð- mundsson og Sigurður Gunnarsson 2 mörk hvor. Mörk Frakka: Pascal 8/3, Serinet, Esparre og Gaffet skoruðu 3 mörk hver, Gebureau, Portes og Perreux 2 mörk hver og Deschamps og Bernard eitt hvor. - Val/SUS. mund og gall í 30 sekúndna klukk- unni. Skotið geigaði en Njarðvík- ingar hættu, héldu greinilega að Garðar hefði skotið eftir að klukkan glumdi. KR-ingar fengu boltann og skoruðu. Staðan því 74:75 og 25 sekúndur eftir. Heimamenn fengu síðan víta- kast en Helgi Rafnsson skoraði bara úr fyrra skotinu og náði með þvi að jafna. Þegar ein sekúnda var eftir skaut Teitur Örlygsson frá miðjum eigin vallarhelmingi. Boltinn fór í spjaldið og niður í körfuhringinn en upp aftur og þar með var Ijóst að þaö þurfti að framlengja. Það má segja að Njarðvíkingar hafi verið mun sterkari í framleng- ingunni og þeir náðu fljótt sex stiga forystu og sigur þeirra aldrei í hættu eftir það. Bestur í liði heimamanna var Helgi Rafnsson. Hann var sérstak- lega góður í fyrri hálfeiok og tók þá mörg fráköstin. Valur og Jó- hannes sóttu í sig veðrið er líða tók á síðari hálfleikinn og komust í heild vel frá leiknum. Hjá KR voru þeir Guðni Guðna- son og Garðar Jóhannesson bestir en einnig átti Þorsteinn Gunnars- son góðan leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Stig UMFN: Valur Ingimundarson 27, Jó- hannes Kristbjömsson 16, Helgi Rafnsson 14, Hreiöar Hreiöarsson 9, Teitur örtygsson 8, ísak Tómasson 8, Ellert Magnússon 5, Ámi Lárusson 4. Stig KR: Guðni Guðnason 26, Garöar Jó- hannesson 20, Þorsteinn Gunnarsson 15, Ástþór Ingason 8, Póll Kolbeinsson 8, GuÖ- mundur Björnsson 6, Guömundur Jóhannsson 1. - ÓT. Akureyrarmótið: KA vann Þórsara KA sigraði Þór með 25 mörkum gegn 17 f fyrri leik liðanna í Akureyrarmóti f meistaraflokki karía í handknattleik f gærkvöldi. Staðan f hélfleik var 12:8 fyrir KA. Logi Már Einarsson var marka- hæstur KA-manna með 6 mörk, Þorleifur Ananíasson og Erlendur Hermannsson gerðu fimm mörk hvor. Kristinn Hreinsson var marka- hæstur Þórsaranna með 4 mörk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.