Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1986 27 Stúdentaráð HÍ: Vill Ólaf burt úr stjórn LÍN Á FUNDI Stúdentaráðs HÍ sl. fimmtudag beindi ráðið þeirri ályktun til Ólafs Am- arssonar, núverandi fulltrúa stúdenta í stjórn LÍN, að víkja nú þegar úr stjóminni þar sem núverandi stjóm SHI hefði skipað annan mann í hans stað. Þá skrif- uðu 1.000 stúdentar undir þessi mótmæli ráðsins gegn setu Ólafs í stjóminni. islegu framferði þínu og með því að hunsa meirihlutavilja Stúdentar- áðs frá síðasta fundi telst þú ekki lengur fulltrúi stúdenta." Þá vísaði ráðið á bug að allri ábyrgð stúdenta á embættistilfærsl- um innan stjómkerfisins og þeim samanburði sem gerður hefur verið á setu Ragnars Amasonar í stjóm LÍN og setu Ólafs þar. „Fulltrúi stúdenta á að vera full- trúi okkar en ekki pólitísks stjóm- kerfís," segir að lokum í ályktun Stúdentaráðs. í ályktuninni segir m.a.: „Stúd- entaráð neitar að sitja undir þeirri yfirlýsingu þinni að þú víkir ekki úr stjóm LIN fyrr en þú sjálfur telur tíma til þess skominn. Með ólýðræð- Bandarísk söngkona skemmtir í Ypsilon Bandariska söngkonan Debbie Sharp mun skemmta gestum veitingahússins Ypsilon til 10. febrúar nk. Hún er 26 ára gömul, uppalin í Bandaríkjunum, þar sem hún hefur verið í kirkjukór frá bamsaldri. Debbie ákvað að feta í fótspor Billy Ocean og hljómsveita eins og The Cool Notes og Loose Ends. Nýlega kom út hljómplata með henni á Englandi og á meginlandi Evrópu. Meðal laga á plötunni er „Zapped by Love“. Debbie er annar skemmti- krafturinn í röðinni sem kemur hingað til lands á vegum Ypsilon, en ætlunin er að fá hingað fleiri erlenda skemmtikrafta í ár. Debbie Sharp ætlar að syngja fyrir gesti Ypsilon til 10. febrúar. Morgunbladið/Emílía Frá vinstri: Tómas Tómasson kynningardeild SL, Helgi Jóhannsson framkvæmdastjóri SL og Kjartan L. Pálsson blaðafulltrúi. Samvinnuferðir — Landsýn: Endurgreiðir viðskiptavin- um sex milljónir króna Ein af hinum nýju línum Sebast- ian International. Fræðsluefni á myndböndum fyrir hár- greiðslufólk íslenskum hárgreiðslumeistu- rum gefst nú kostur á að kaupa fræðslumyndir Sebastian Intern- ational um nýja hártísku, en fyrirtækið sendir frá sér nýjar myndir í hveijum mánuði til þjálfunar starfsfólks hársnyrti- stofa. Hárgreiðslu- og snyrtistofan Krista sf. hefur fengið umboð fyrir myndimar, en Sebastian Intemat- ional, sem er í Hollywood í Banda- ríkjunum, hefur frá árinu 1976 framleitt upplýsinga- og fræðslu- efni á myndböndum fyrir hár- greiðslufólk. Flutningsmiðlunin í FRÉTT í viðskiptablaði sl. fímmtu- dag af samningi milli IBM á íslandi og fyrirtækisins Flutningsmiðlunar misritaðist nafn fyrirtækisins í fyr- irsögn og á tveimur stöðum í frétt- inni og var það kallað Flutninga- miðstöðin. En fyrirtækið heitir sem sagt Flutningsmiðlunin, eins og lesa mátti annars staðar í fréttinni og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. STJÓRN Samvinnuferða-Landsýnar hefur ákveðið að endurgreiða þátttakendum í hópferðum ferðaskrifstofunnar á sl. ári aamtala sex milljónir króna og koma 1.200 krónur í hlut hvers fuUorðins, en böm fá 600 krónur. Ferðalöngum þeim, er rétt eiga á endur- greiðslu, verða send bréf þess efnis nk. mánudag. Þeir geta valið á milli þess að fá aukaafslátt á ferðum í ár sem nemur endurgreiðslu- upphæðinni, eða að fá upphæðina greidda í reiðufé á timabilinu frá 1. september til 31. desember nk. Helgi Jóhannsson, framkvæmda- kostnað á ferðalögum viðskiptavina stjóri ferðaskrifstofunnar, sagði á blaðamannafundi er haldinn var í gær að þetta væri gert vegna mjög góðrar afkomu SL á sl. ári og myndi hún einnig gera ferðaskrifstofunni kleift að greiða niður erlendan SL í sumar og þar af leiðandi næðust hagstæðari samningar um þau. „Þetta er annað árið í röð sem við greiðum fólki til baka, en í fyrra greiddum við samtals ijórar milljón- ir króna. Þótt afkoman hafí leyft þetta tvö sl. ár, er ekki þar með sagt að þetta verði árviss viðburður heldur fer það algjörlega eftir rekstrinum." Helgi sagði að hann byggist við góðu ferðaári nk. sumar, en árið 1985 var metár í ferðum íslendinga erlendis. „Þrátt fyrir það hefur afkoma flugfélaganna og sumra ferðaskrifstofa aldrei verið verri. Skýringin er eflaust sú að verðið ^ fer sífellt Iækkandi vegna harðn- andi samkeppni og miklar sveiflur geta orðið hjá ferðaskrifstofunum ár frá ári.“ Alþýðubandalagið: Forval í Reykjavík FORVALI Alþýðubandalagsins í Reykjavík fyrir borgarstjórnar- kosningamar í vor lýkur i kvöld kl. 20:00. Kosið er í „Miðgarði“, flokksmiðstöð Alþýðubandalags- ins, Hverfisgötu 105. Af þeim tuttugu og tveimur frambjóðendum, sem eru í kjöri gefa þau Siguijón Pétursson borg- arfulltrúi flokksins og Knstín A. Ólafsdóttir varaformaður flokksins kost á sér í 1. sæti og Amór Péturs- son fulltrúi gefur kost á sér í 1. til 4. sæti. Guðrún Agústsdóttir borg- arfulltrúi gefur kost á sér í 2. sæti og Össur Skarphéðinsson ritstjóri í 2. til 5. sæti. Þeir Guðmundur Þ. Jónsson borgarfulltrúi og Tryggvi Þór Aðalsteinsson framkvæmda- stjóri stefna í 3. sæti og Skúli Thoroddsen framkvæmdastjóri gef- ur kost á sér í 3. til 4. sæti. Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifstofu- maður stefnir að kjöri í 4. sæti og Jóhannes Gunnarsson útgáfustjóri í 6. sæti. Aðrir frambjóðendur eru Björk Vilhelmsdóttir formaður Stúdenta- ráðs Háskóla íslands, Erlingur Rafn Viggósson skipasmiður, Gústi Sváfnisson kennari, Guðni Jóhanns- son verkfræðingur, Helga Sigur- jónsdóttir kerfísfræðingur, Konráð K. Björgólfsson sjómaður, Lena Maigrét Rist kennari, Margrét G. Óskarsdóttir verkakona, Pálmar Halldórsson framkvæmdastjóri, Sigurður Einarsson verkamaður, Sigurður G. Tómasson blaðamaður *- og Þorbjöm Broddason dósent. Kjörgengir em nýir félagsmenn sem greitt hafa hálft félagsgjald og eldri félagar sem ekki skulda meira en eitt árgjald til Alþýðu- bandalagsins. Norrænn leiðtogafundur KFUM og K í Reykjavík FUNDUR formanna og framkvæmdastj óra landssambanda KFUM og KFUK á Norðurlöndum verður haldinn í Reykjavík nú um helgina. Fundinn sitja 20 fulltrúar frá Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og íslandi. Rætt verður um norrænt sam- starf félaganna, sem aukist hefur ár frá ári. Til dæmis var í sumar haldið hér á landi norrænt ungl- ingamót með á annað hundrað þátttakendum og um þijátíu manna hópur fór héðan á hlið- stætt mót í Danmörku. Á fundin- um verður einnig fjallað um kristna boðun í KFUM og KFUK, starf í stórborgum og leitast verð- ur við að móta sameiginlega af- stöðu félaganna á Norðurlöndum til ýmissa mála sem eru ofarlega á baugi í heiminum í dag. Fundarmenn munu taka þátt í almennri samkomu í húsi KFUM og KFUK, Amtmannsstíg 2B annað kvöld, sunnudagskvöld. Ræðumaður verður séra Asbjöm Gjengedal, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK í Noregi. Karl Ágúst Úlfsson og Eggert Þorleifsson i hlutverkum sínum i kvikmyndinni Dalalif. „Þór og Danni“ skemmta , samkomugestum Þeir félagar Eggert Þorleifsson og Karl Ágúst Úlfsson, betur þekktir sem Þór og Danni, hyggjast gefa kost á sér sem skemmti- kraftar við hin ýmsu tækifæri á komandi vikum. Þeir eru hvað best þekktir fyrir leik sinn í kvikmyndunum Löggu- lífi, Dalalífi og Nýju lífi, en ætliui þeirra nú er að grínast fyrir árshátíða- og þorrablótagesti auk annarra samkomugesta sem æskja þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.