Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR1986 Heldur fast skotið í kvik- syndi sinnuleysisins - eftirSigurð T. Garðarsson Umræður og skrif um atvinnu- leysi á Suðumesjum, sem greinar- stúfur minn í Morgunblaðinu 16. janúar síðastliðinn hefur komið af stað, er hvað mig snertir komið langt út fyrir tilefnið. En nýr flötur er kominn upp í málinu og eiga blaðamenn Tímans og DV auk Karls Steinars Guðnasonar stærsta heiðurinn af að færa þá hártogun á greininni jafn rækilega og raun ber vitni inn í umræðuna. Hins vegar er efni greinar minnar í mörgu órætt og því ástæða til að ítreka nokkur atriði þar um. Leti — f iskvinnslu- fólk — Suðumes í grein minni má finna öll þrjú ofangreind orð, en hvergi í því samhengi sem blaðaskrifín hafa snúist um. Ég skaut fast og greini- lega óvarlega, því ég hef sært margt fólk sem er mér kært, en ef það les betur þá má sjá að hluti af umfjöllun minni snýst annars vegar um fískvinnslufólk og þá, sem fá tekjutryggingu (atvinnu- leysisbætur) vegna þess að vinna liggur niðri í stuttan tíma og hins vegar þá, sem eru á atvinnuleysis- bótum en ekki fást til að vinna í lengri eða skemmri tíma í vissum atvinnugreinum eins og t.d. sjávar- útvegi, og komast upp með það átölulaust að því er virðist. „Heið- virt vinnandi fólk hjá fisk- vinnslufyrirtækjum og þeir sem af eðlilegum ástæðum lenda milli vita í atvinnumálum sínum liggja undir ámæli á meðan þetta ástand varir,“ eru mín síðustu orð í greininni umræddu, en mér virðist sem margir hafi ekki lesið þessa málsgrein. Ég er persónulega kunnugur flestu því fólki er mótmælt hefur skrifum mínum og þekki það af öðru og betra en leti til vinnu. Ég er afar leiður yfír þeim misskilningi sem þama hefur orðið og vil þakka þeim fyrir ábendingamar. Mér er ekki aðeins skylt heldur og ljúft að taka tilmælum Emu Gunnarsdótt- ur, húsmóður og fískvinnslukonu í Keflavík, og biðja hana og aðra er ég kann að hafa sært að ósekju afsökunar. Fréttir I fjölmiðlum Vegur og virðing starfa í sjávar- útvegi fer þverrandi. Hvort sem það er atvinnurekendum eða verkalýðs- rekendum, alþingismönnum eða embættismönnum, að kenna, þá líð- ur það fólk sem við greinina starfar fyrir. Uppákomur eins og blaða- menn Tímans og DV, Karl Steinar, og nú síðast Víkurfréttir í Keflavík, reyna að koma á, með því að tína út orð í blaðagrein og raða síðan saman og krydda að eigin geðþótta verður ekki til að laga ástandið. Ég vil eins og Karl Steinar að sem flestir lesi umræddan greinarstúf minn og dragi sínar ályktanir sjálf- ir. í ljósi þess bað ég ritstjóra Tím- ans og DV að birta greinina í blöð- um sínum þar eð fréttaflutningur þeirra hallaði mjög réttu máli. Ekki varð mér kápan úr því klæðinu. Upphaf þess að ég skrifa hinn umdeilda greinarstúf var frétt í Morgunblaðinu, þar sem haft er eftir formanni VSFK að aldrei hafí verið jafn margir atvinnulausir frá því hann byrjaðj að sinna verkalýðs- málum. í lok fréttarinnar er gefíð í skyn að ástandið muni ekkert lagast þó vertíð byrji. Flest það fólk er starfar við sjávarútvegsstörf og skráð var atvinnulaust um jól og áramót gengur í sín fyrri störf nú á vertíð. Það hefur tekjutryggingu frá atvinnuleysistryggingasjóði er vinna þess liggur niðri. Ef ekki fækkar á atvinnuleysiskrá í byrjun vertíðar eru einhveijir aðrir á skrá en vinnufúst fískverkunarfólk. Ein- hliða umræða um viðvarandi at- vinnuleysi og tenging þess við sjáv- arútvegsstörf eins og fréttin gerir er óviðunandi. Ég nefni sumar- vinnukonur á Keflavíkurflugvelli til sögunnar. Marga fleiri mætti tina til sem koma frá öðrum atvinnu- greinum en sjávarútvegi. Þeir vilja einnig ganga til sinna fyrri starfa, er þau bjóðast. Ef atvinnuleysis- tryggingasjóði er ætlað að tryggja fólki lágmarkstekjur á slíkum tíma- bilum, þá er rangt að kalla sjóðinn atvinnuleysistryggingasjóð. Engum dettur í hug að segja kennara at- vinnulausa yfír sumartímann. Ef hins vegar er ætlast til að fólk, sem skráir sig atvinnulaust taki þau störf er bjóðast á atvinnuleysistíma sínum, og það kemur sér hjá þeim störfum, þá er allt annað upp á teningnum. Útafspörk Karl Steinar Guðnason tók að sér markvörslu en sparkaði boltanum út fyrir völlinn eftir fyrsta mark- skot. Þar vill hann leika. Fréttir um atvinnuleysi eru al- vörumál. Karl Steinar getur ekkert svarið af sér ábyrgð á því frekar Sigurður T. Garðarsson „Karl Steinar Guöna- son tók að sér mark- vörslu en sparkaði bolt- anum út fyrir völlinn eftir fyrsta markskot. Þar vill hann leika.“ en ég. Karl Steinar getur ekki held- ur svarið af sér ábyrgð á því smán- arkaupi og minnstu réttindum sem um getur, eins og hann sjálfur segir, því hann er ekki aðeins öðru megin við samningaborðið í öllum kjarasamningum verkafólks heldur einnig einn af þeim á Alþingi er setja þau skilyrði í sjávarútvegin- um, sem hafa komið honum á helj- arþröm. Karl Steinar getur síst af fyrirmönnum þessa héraðs afsakað atvinnuleysið með upphrópunum um gjaldþrot fyrirtækja og sölu fískiskipa af svæðinu, því á síðasta ári gekk hann manna lengst í því að bjóða upp fískiskip míns fyrir- tækis. Hvað viðkemur skoðunum Karls Steinars á persónu minni og fyrir- tækinu sem ég starfa við, þá eru þær algjört aukaatriði í þeirri umræðu er ég hóf. Túlkun hans á skoðunum mínum og orðum eru líka aukaatriði og óviðeigandi. Fréttamennska um hvar og hve- nær ég auglýsi eftir starfsfólki eða hveijum ég sýndi greinarstúfínn áður en hann birtist er enn eitt útafsparkið. Hann minnist ekki á stuttan fund er ég átti með ágætu starfsfólki hans eða hvað var sagt þar. Þátttaka mín í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Keflavík vegna bæjarstjómarkosninga er kannski það eina af fréttamennsku Karls, sem með réttu mætti draga inn í umræðumar, því atvinnuleysið í bæjarfélaginu verður örugglega í brennidepli næstu vikurog mánuði. Löglegt en siðlaust Á meðan formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis er þingmaður mun hvíla yfír félaginu skuggi pólitískrar misnotkunar og á meðan hann er fulltrúi Alþýðuflokksins munu sög- umar hennar Gróu á Leiti draga Alþýðuflokkinn inn í málin. Vonandi er Karl Steinar öðmvísi en aðrir þingmenn, en rómurinn um póli- tíska misnotkun þingmanna á að- stöðu sinni og opinberum fjármun- um er mjög hávær þessa dagana og nægir að benda á Hafskip/ Utvegsbanka, Kolbeinsey/ Fisk- veiðasjóð og Þróunarfélag/flokks- formenn. Hver dregur dám af sínum sessunaut, segir máltækið. Lands- menn horfa allir upp á þetta sið- leysi, sem væntanlega er löglegt. Klækir virðast vera lenska en ekki undantekning á þeim bæ. Ég nefni það misnotkun, þegar stéttarfélag greiðir ekki atvinnu- leysisbætur til annarra en skráðra félaga og tekur síðan skatt í formi félagsgjalda af félögum sínum í neyð atvinnuleysis. Stéttarfélaginu er hagur af að sem flestir skrái sig atvinnulausa, burt séð frá hvort atvinnu er að fá eða ekki. Með því að atvinnurekendur ráði til sín fólk utan héraðs fær verkalýðsfélagið ekki aðeins félagsgjöld af þeim er koma til vinnu á svæðinu heldur einnig þeim er skrá sig atvinnulausa og búa í héraðinu. Eins er það jafn Ijóst og hver vill sjá, að atvinnuleys- isbætur eru ekki annað en ein teg- und lífeyrissjóðsgreiðslu. Sú ástundun að taka lífeyrissjoðsgjöld af atvinnuleysisbótum er leikur sem aðeins þjónar lögmáli Parkinsons. Þetta er eflaust allt löglegt, en siðlaust. Fyrirtæki sem hefur á launaskrá 50—500 manns er á íslenskan mælikvarða stórt fyrirtæki. Ef allir sverja af sér stjóm þess er viðbúið að illa fari. Hinn almenni launþegi, sem aðeins hefur úr að velja illa launuð störf við sjávarsíðuna, í iðnaði eða þjónustugreinum og svo stjómlausar atvinnuleysisbætur, velur eðlilega það sem honum hent- ar best. Vegna samningsbundins atvinnuleysis og með samkomulagi aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera er svo heil stétt manna, eins og fískvinnslufólk, sent til að sækja tekjutryggingu sína, er vinna liggur niðri, til sama stjómlausa fyrirtækisins. Það er ef til vill lög- legt en engu að síður siðlaust að kalla ástandið viðvarandi atvinnu- leysi. Atvinnurekendur eru ekki öðru- vísi en annað fólk í hegðun og sið- um. Ef þeir lenda í framleiðslu- stöðvun vegna hráefnisskorts eða rekstrarerfíðleika gera þeir eðlilega það, sem þeir telja fyrirtækinu fyrir bestu í stöðunni hverju sinni. Það má vera að stundum þyki það sið- laust, en löglegt eigi að síður. Leikið utan vallar Menn fara jafnan betur með eigið aflafé, en annarra. Fjármuna trygg- inganets okkar er ekki aflað á skráningarstöðum atvinnuleysis- bóta, eða á skrifstofum stéttarfé- laga. Þeirra er þeim mun síður aflað hjá þeim er ganga um atvinnulaus- ir. Það er auðvelt fyrir fjárhirðingja af Alþingi að slá sig til riddara með fjármunum almennings og segja þá sjúka af aldamótahroka og mann- fyrirlitningu sem reyna af veikum mætti að sinna peningaþörf sam- hjálparinnar, í þjóðfélaginu. Opin- ber fjárhirðingi kallar úlfur, úlfur til að draga athygli að sjálfum sér. Hugsar ekki um hvert féð fer og hluti þess lendir I kviksyndi sinnu- leysis hans. Höfundur er framk vœmdastjóri hjá Vogumhf. Signý áfram hjá LA? Akurevri, 30. janúar. SIGNYJU Pálsdóttur hefur verið boðið starf leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar í eitt ár til viðbótar en samningur henn- ar við LA rennur út fljótlega. Signý hefur látið i ljós að hún hyggist ekki gegna starfínu áfram en hún hefur nú verið leikhússtjóri LA í 4 ár. Hefur tvívegis verið ráðin til tveggja ára í senn. Að sögn Theódórs Júlíussonar, leikara, formanns leikhúsráðs, var það samþykkt einróma í ráðinu að fara þess á leit við Signýju að hún starfaði eitt ár til viðbótar. Hún hefur fengið viku frest til að gefa svar. Kynningartónleikar 20 sönglögeftir Gylfa Þ. Gíslason Flutningur — Garðar Cortes Undirleikur — Ólafur Vignir Albertsson Útsetning — Jón Þórarinsson í tilefni af útgáfu Almenna bókafélagsins á 20 sönglögum eftir Gylfa Þ. Gíslason í útsetningu Jóns Þórarinssonar, gengst félagið fyrir kynningartónleikum í Norræna húsinu sunnudaginn 2. febrúar kl. 20.30. Aðgöngumiðar að tónleikunum verða seidir við innganginn. Almenna Bókafélagið Dalvík: Unnið allan sólar- hringinn í rækiunni Dalvík, 30. janúar. FRÁ ÁRAMÓTUM hefur rækjuveiði Dalvíkurbáta verið góð. Hafa borist á land rúmlega 190 tonn af mjög góðri rælqu. Því hefur verið unnið nær sleitulaust á þrem vöktum allan sólarhringinn í rækjuverk- smiðju Söltunarfélags Dalvíkur. Bæði verð og markaður fyrir unna rækju er góður og má segja að rækjan fari beint i frystigáma eftir að hún hefur verið unnin og er hún flutt þannig á markað erlendis. Mest af þessum afla kemur af selji 4.-6. febrúar. Einn netabátur Dalborginni og Blikanum en í morgun var landað úr Dalborgu um 35 tonnum og 15 tonnum úr Blika. Þá var og landað í dag úr togaran- um Baldri um 30 tonnum af þorski, en hann var að koma úr sinni fyrstu veiðiferð á þessu ári. Utivist hans var skemmri en til stóð vegna ótíð- arinnar sem gerði í byijun vikunnar. í síðustu viku kom Björgin til lönd- unar með 90 tonn eftir sjö daga veiðiferð. Aflinn var aðallega þorsk- ur sem fékkst á miðunum fyrir vestan. Björgúlfur er á leið í sigl- ingu til Þýskalands með 150—160 tonn af karfa og er áætlað að hann hefur hafið veiði, Sæljón, og hefur hann farið í þijár veiðiferðir og afli verið 3—5 tonn í veiðiferð. Fleiri netabátar munu hefja veiðar strax og veður lægir. Um þessar mundir eru útgerðar- menn hér að taka ákvarðanir um val á aflamarki eða sóknarmarki, en frestur til að tilkynna stjóm- völdum þá ákvörðun rennur út þann 1. febrúar næstkomandi. Liggur í loftinu að fleiri munu velja sóknar- markið að þessu sinni en í fyrra var aðeins Dalborg með sóknar- mark. Fréttaritarar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.