Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR1986 Sjálfsvarnarfélag íslands Námskeið í al- mennri sjálfsvörn er nú að hefjast. Námskeiðið bygg- ist aðallega á Jujitsu og stend- ur yfir í einn og hálfan mánuð. Námskeiðið verð- ur 1 ÍR-húsinu við Túngötu. Fyrir fólk á öllum aldri, konur og karla. Takmarkaður fjöldi. Sími 77346. Ibúar jarðar nú 4,9 milljarðar Washington, 31. janúar. AP. MANNFJÖLDINN I heiminum náði 4,9 milljörðum á árinu 1985, jókst um 85 milljónir manna — eða sem nam íbúa- fjölda Mexíkó, að því er Mann- talsstofnunin í Washington greindi frá í gær. Búist er við að jarðarbúar verði komnir yfir fímm milljarða markið á miðju ári 1987 og nái sex millj- örðum í lok aldarinnar, að sögn stofnunarinnar. Þó að heldur hafí dregið úr hlutfallslegri mannfjölgun á síð- ustu árum, hefur það dugað skammt og heildaríbúafjöldinn vaxið stöðugt, þar sem sífellt fleiri eru á bameignaaldri. Forstöðumaður Manntalsstofn- unarinnar, Wemer Fomos, tekur sem dæmi að á árinu 1970 hafí íbúum jarðar ijölgað um 2% og mannfjöldinn aukist um 75 millj- ónir í 3,7 milljarða. A árinu 1985 hafí aukningin verið komin niður í 1,7%, en heild- araukningin orðið meiri en árið 1970, þegar hún varð 85 milljónir eins og fyrr sagði. Að sögn Fomos er nú stuðst við fjölskylduáætlanir víða í þró- unarlöndunum. En þar sem stór hluti íbúa þessara landa er á ungum aldri eða á fíjósamasta aldursskeiðinu, ásamt því að læknisþjónusta og næringar- ástand hafa batnað, er mannflölg- un enn mikil á þessu svæði, en dauðsföll færri að tiltölu. Um 40% íbúa þróunarlandanna eru undir 15 ára aldri — miðað við 22% í Bandaríkjunum, að sögn Fomos. Þegar ungmenni þessi verða fullorðin á næstu áratugum fjölg- ar fólki á bameignaaldri stórlega, og þar með aukast líkindin á vaxandi mannfjölgun. ÞÝSKUR KOSTAGRIPUR zneö íramhjóladrif VOLKSWAGEN JETTA Búnaöui eftir vali: # Dieselvél - 2 gerðir. # Bensínvél • 4 gerðir. # Sjálískipting með íríhjólun. # Handskipting - 4 gíra/5 gíra m.sparnaðargír. Aílstýri. # O.fl. Verð írá kr. 530.000 V.W. JETTA ei allt í serni: # Heíðbundinn heimilisbíll. # Forlátagóður íerðabíll. # Snaggarlegur sportbíll. # Og íyrsta ílokks íjáríesting. A H ■I fl II II Evrópubandalagið: Takmarka innflutning á vissum vörutegund- um frá Bandaríkjunum Brussel og Washington, 31. janúar. AP. UTANRIKISRAÐHERRAR Evrópubandalagsins ákváðu sl. mánudag að takmarka innflutning á vissum vörutegundum frá Bandaríkjunum vegna þeirrar ákvörðunar bandariskra stjórnvalda að setja kvóta á innflutning hálfunnins stáls frá Evrópubandalagslöndunum. EB mun takmarka innflutnmg á feiti, áburði og pappírsvörum frá Bandaríkjunum. Kemur takmörk- unin til framkvæmda 15. febrúar nk. og mun standa til 15. nóvember 1989. Mun hún valda um 43 miilj- óna dollara samdrætti í innflutningi á fyrmefndum vörutegundum. Talsmenn EB segja að ákvörðun Bandaríkjamanna frá því í síðasta mánuði, um að takmarka stálinn- flutning frá Evrópu, bijóti í bága við anda samkomulags þessara aðila um stálviðskipti. Clayton Yeutter, fulltrúi í við- skiptaráðuneyti Bandaríkjanna, sagði að þessi ráðstöfun EB væri „óábyrg hefndaraðgerð". Innflutningshömlur Bandaríkja- manna taka einnig gildi 15. febrúar og standa út 1989. Þær valda því, að stálinnflutningur frá Evrópu dregst saman um 50 milljónir doll- ara. I yfirlýsingu frá Yeutter sagði, að aðgerðir Bandaríkjamanna væru „í einu og öllu í samaræmi við stál- samkomulagið frá 1982“. „Þessi aðgerð Evrópubandalags- ins er óréttlætanleg," sagði enn fremur í yfírlýsingunni, „og mikið áfall fyrir þá aðila — beggja vegna Atlantshafsins — sem unnið hafa að aukinni samvinnu í heimsvið- skiptum." Noregur: Úthluta olíu- vinnsluleyfum Ósló, 31. janúar. AP. NORSKA ríkisolíufélaginu Statoil var í dag boðinn vinnsluréttur á þremur svæðum á landgrunninu úti fyrir Noregi. Olíu- og orkumálaráðuneytið til- kynnti enn fremur, að sex olíufélög- um til viðbótar, ELF, ESSO, Norsk Hydro, Mobil, Saga og Shell, hefði verið boðinn vinnsluréttur í þessum sama áfanga. Tólf félögum var boðin eignarað- ild að vinnslusvæði, sem verður úti fyrir miðju landinu, á svokölluðu Nordland-2-svæði, að sögn ráðu- neytisins. Þau eru AGIP, Hess, ARCO, BP, Britoil, Conoco, FINA, Occidental, Tenneco, Texas East- em, Total og Det Norske Oljesel- skap. Rændu banka með aðstoð dráttarvélar Padúa, ítaliu, 31. janúar. AP. LÖGREGLA leitaði i gær banka- ræningja, sem notuðu dráttarvél til þess að bijótast inní banka nokkurn. Á miðvikudag óku þeir dráttarvél á skotheldan glervegg bankans og brutu hann þannig niður. Er þetta í annað skipti á tæpri viku sem bankarán er framið í Padúa með þessum hætti. í kjölfar dráttarvélarinnar fylgdi grímuklæddur ræningi, sem greip með sér 20 milljónir líra, um það bil 12.500 Bandaríkjadali og flúði síðan brott í bifreið sem beið hans. Lögregla segist ekki viss um hvort um sömu ræningjana sé að ræða í bæði skiptin, en dráttarvélinni hafði verið stolið af nærliggjandi bygg- ingarsvæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.