Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR1. FEBRtJAR 1986 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1986 25 PIi0rjpmMafoiííi> Útgefandi Framkvœmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fuiltrúar rltstjóra Fréttastjórar Auglýslngastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Arni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvln Jónsson. Ritstjórn og skrlfstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 40 kr. eintakiö. Mistæk ríkisforsjá Um heim allan ræða menn um hina miklu lækkun á olíuverði. í Noregi óttast ráða- menn um efnahag þjóðarbúsins og leggjast gegn launahækkun- um vegna þess að talið er að olíutekjur verði 112 milljörðum ísl. krónum minni í ár en í fyrra. Hér á landi bregður hins vegar svo við, að Kristján Ragnarsson, formaður Landsambands ísl. útvegsmanna (LÍÚ), lýsir því yfir, að útgerðin þurfi verulega hækkun á fískverði, enda sé lækkun á gasolíu hér á landi nánast tálsýn. Það er meira en verðugt umhugsunarefni að velta því fyrir sér, hvemig stendur á þessum mun milli olíufram- leiðslu-landsins Noregs og olíu- innflutnings-landsins Islands. Hvað veldur því að hér verður þess ekki vart að olía lækkar jafn mikið á heimsmarkaði og raun ber vitni? Skýringin er einföld: ríkiseinokun, óhagstæð- ir samningar við Sovétríkin og viljaleysi olfufélaganna til að brjótast undan hinum úreltu viðskiptaháttum. Núverandi viðskiptaráðherra hefur lýst því í Morgunblaðsvið- tali, að hann telji af og frá að heimila íslendingum að kaupa verðbréf í útlöndum. Verði slíkt leyfí gefíð, þá muni allir pening- ar hverfa úr landinu. Þetta er furðuieg röksemdafærsla, svo að ekki sé meira sagt. Hún sýn- ist byggja á þvf viðhorfí, að fs- lenska peningakerfið þoli ekki samkeppni við erlent. Skoðanir af þessu tagi settu of lengi svipmót á afstöðu stjómmála- manna til úthlutunar á gjaldeyri til ferðalaga. Engu var líkara en þeir teldu, að allir flármunir hyrfu úr landi, ef ferðamönnum yrði heimilað að fá nægan gjald- eyri í bönkum. Þessi ótti reynd- ist ekki á rökum reistur. Hið sama á við að því er varðar verðbréfakaup í útlöndum. Rík- isforsjá á þessum vettvangi er tímaskeklga. Olíuverslunin við Sovétríkin er annað hrópandi dæmi um mistæka ríkisforsjá. Nú greiða útgerð og verksmiðjur til dæmis 1.600 krónur af hveiju svart- olfutonni inn á svokallaðan inn- kaupajöfnunarreikning olfufé- laganna, sem á að veija þau fyrir verðsveiflum. Kristján Ragnareson skýrir frá því hér í blaðinu í gær, að forstjórar olfu- félaganna leggi til, að þetta gjald lækki um 1.000 kr. hvert tonn. Innkaupajöfnunarreikn- ingurinn standi hins vegar á sléttu og því megi afnema gjald- ið með öllu. Hvers vegna á að halda í 600 krónur fyrir þennan reikning? Ef ekki væri um for- sjá ríkisins að ræða, gætu olíu- félögin ekki gert kröfu um slík- an skatt. Hvaða aðrir innflytj- endur njóta fyrirgreiðslu af þessu tagi? Þá er forvitnilegt að sjá þá fullyrðingu Kristjáns, að alltaf séu olfubirgðir í iandinu í mesta lagi, þegar olíuverð fer lækkandi. 0g enn upplýsir hann það að Sovétmönnum sé greidd 25 dollara föst §árhæð fyrir hvert svartolíutonn, af því að olían er þynnri en hjá öðrum. A mánudag var tonnið selt á 91 dollar, þannig að nú er tæplega fímmtungur þess óumbreytan- legur vegna hins séretaka ákvæðis í samningunum við Sovétmenn. Fynr suma kaup- endur olíunnar, svo sem verk- smiðjur, er hér um aukaskatt að ræða. Þær þurfa ekki þunna svartolíu en eru skyldaðar til að kaupa hana af rfkinu. Ef litið er á enn annað mál, sem hefur verið á dagskrá hjá viðskiptaráðuneytinu nýlega, þá má nefna hugmyndir um hÚBa- kaup íslendinga á Spáni til samanburðar. Sú ákvörðun Sovétmanna að fresta brottför olíuskips hingað til lands hækk- aði verð á einum gasolfufarmi um 11,6 milljónir, fyrir þá pen- inga er unnt að kaupa rúmlega 20 fbúðir á Spáni. Eins og kunnugt er telur viðskiptaráðu- neytið nauðsynlegt að stemma stigu við fjárfestingu af þvf tagi með reglum um, að félagsskap- ur ekki færri manna en 60 standí að kaupunum. Það er hins vegar á valdi Sovétmanna einna samkvæmt samningí, sem viðskiptaráðuneytið hefur gert að hrifsa þennan gjaldeyri út úr landinu og það mest frá útgerð og fískvinnslu. Þetta eru óskyld mál en þó angi af sama meiði, þegar íhug- uð eru rökin fyrir ríkisforejá í viðskiptalífínu. Eigi markaðs- öflin að fá að ráða, þá er það í viðskiptum. Þetta eiga Sovét- menn erfítt með að skilja og vilja alls ekki skilja, þegar þeim hentar annað. Önnur sjónarmið ættu hins vegar að ráða í við- skiptaráðuneytinu í Reykjavík, þar sem menn hafa á undan- förnum árum beitt sér fyrir mörgu í fíjálsræðisátt, án þess að nokkrir ógnaratburðir hafí geret. Forsjá ríkisvaldsins getur átt rétt á sér í ýmsum tilvikum. Hún er hins vegar greinilega orðin tímaskekkja í viðskiptalíf- inu, hvort heldur litið er til viðskipta innan lands eða miili landa. Úmsjónarmaður Gísli Jónsson 323. þáttur Samlögun (tillíking, assimila- tion) er það kallað, þegar sam- hljóð „nálgast grannhljóð sitt eða verður eins ogþað (um myndunar- stað og myndunarhátt)", svo að notuð sé skilgreining orðabókar Menningarsjóðs. Samlögun er algeng í fslensku og til þess gerð að auðvelda framburð, eins og títt er um hljóðbreytingar. Lítum fyrst á dæmi þess, er samhljóð nálgast grannhljóð sitt, án þess að breytingin verði alger. Þá tala menn um ófullkomna samlögun. Stundum eru breyt- ingamar viðurkenndar í stafsetn- ingu, stundum ekki. Það flokkast undir ófullkomna samlögun, þeg- ar sögnin að samna (=setja saman) breyttist f safna. F er hóti nær n en m-ið. Nú er þetta reyndar borið fram sabna. Þó hef ég heyrt hinn framburðinn, og einn mann þekkti ég, þann sem ævinlega sagði jafnvel með skýru f-i. Ófullkomin samlögun er það og, þegar *sumd breyttist f sund. Það nafnorð samsvarar sögninni að svima sem nú er týnd. Hún beygðist svima, svam, svámum, sumið, eftir 4. hljóðskiptaröð. Svo er fyrir að þakka, að samlögunin skuli ekki hafa orðið fullkomin f orðinu sund, þvf að þá hefði það breyst í *sudd. Sama breyting hefur átt sér stað, þegar boð- háttarmyndin komdu hefur f framburði orðið kondu og jafnvel með fullkominni samlögun koddu. f skyldu orði, samkundu- hús (<*8amkumduhús), er breyt- ingin viðurkennd í stafsetningu. Þetta er biblfumál, þýðing á syna- goge, sem Wulfila byskup tók hins vegar upp í gotnesku bibl- funa. Hversdagsorð okkar er aft- ur samkomuhús. Ein var sú tegund ófullkom- Innar samlögunar sem þykír nokkuð skrýtin, enda hefur hún oftar en hltt „gengið tll baka". Þegar tvöfalt (langt) n lenti á undan r-i að fomu, breyttist það mörgum sinnum f ð. Dæmi: sunnr (dregið af sunna=sól) >suðr (sfðar suður), mannr>- maðr (maður), brunnr>bruðr, sannr>saðr, Finnr>Fiðr, munnr>muðr o.s.frv. f meiri- hluta þessara dæma „gekk breyt- ingin til baka“, sem betur fór, því að annars héti Finnur Fið- ur, málstaðurinn væri saður og á okkur væri muður. Dæmi eru reyndar um hið síðasta og þá frægust sagan af manni þeim sem nefndur var Ólafúr muður. Skessa kvað: Ólafur muður, ætlarðu suður? Ræð ég þér, rangkjaftur, að þú snúir heim aftur. Snýttuþér, snúinraftur, og snáfaðu heim aftur. Enn má tína til dæmi um ófull- komna samlögun, eins og þegar *málum gi>málungi, hanpr>- hampur eða þegar mannsnafnið Finnbogi verður Fimmbogi f framburði. ★ Fullkomin samlögun skiptist f tvennt, eftir því hvort fremra eða aftara samhljóðið verður hinu yfirsterkara. Framvirk samlög- un er algengust f endingum orða, eins og þegar *stólr hefur breyst í stóll eða *jötunr>jðtunn. Stundum einfaldast (styttist) endasamhljóðið. Það er óglöggt í jötunn, enda ekki viðurkennt f stafsetningu, en mjög p-einilegt í framburði, og löngu viðurkennt f stafsetningu, í orðum eins og ás (<áss) og is (<íss). Afturvirk samlögun á sér sýnu fleiri tilbrigði en framvirk. Hér koma nokkur dæmi: Hvorug- kyn af góður var *góðt. T-ið sigrast á ð-inu, og úr verður gótt. Síðan verður einhljóðsmynd- un (stytting) á undan tvöföldu samhljóði, svo að við segjum nú gott. Ástin hét að fomu öðru nafni fríður og ástmærin var af þeim orðstofni nefnd frfðla. Þetta samlagaðist ( frílla og sfðan fékk orðið blæljóta merkingu. Kona, sem hafði misst mann sinn, var orðin ein, nefndist ‘einlga. Hér verða sams konar breytingar og f gott. Fyrst sam- lagast nk f kk, og sfðan verður einh)jóðsmyndun (stytting) á undan tvöföldu samhljóði. Það eru enn dæmi um aftur- virka samlögun, þegar *kamp>kapp, sbr. kempa og þýska kampfen, eða þegar *mínt> mítt> mitt (hvorugkyn af eignarfomafninu minn). ★ En hvað er þá samdráttur f málfræðinni? Hann er fólginn í því að tvö atkvæði verða að einu. Ég held hann sé séríslenskur og kann ekki á honum erlend heiti. Dæmi eru féar>fjár, séa>sjá, þría>þijá og *éur>jór=hestur. Það kallast svo samruni, þegar tvö orð eða tvö orðtök ruglast saman í eitt, og þetta er þekkt víða og hejtir erlendis contamin- ation. Dæmi um þetta eru mörg hin skringilegustu. Snauður og auðugur hafa runnið saman í *snauðugur. Ég ætti kannski ekki að stjömumerkja þessa orð- mynd, því að ég hef fengið hana í stfl. Að vísu var ég ekki miklu fróðari um efnahag þess, sem frá var sagt, eftir þær upplýsingar. Andvaralaus og grandalaus hefur runnið saman og orðið *grandvaralaus. Á prófí spurði ég einu sinni um hljóðbreytingu þá sem orðið hefði, þegar féar hefði breyst í fjár (sem er þá samkvæmt framan- sögðu samdráttur), en fékk það stórsnjalla svar að þetta væri samskot. Það er nefnilega til hljóðbreyting sem kölluð er inn- skot. Orðin innskot og samdrátt- ur höfðu sem sagt tekið samruna og breyst f samskot. Það er reyndar ekkert fyndið, nema fyrir þá sök að dæmið var féar> fjár. Miklu algengara er að tvö orða- sambönd eða orðtök renni saman f eitt, og verða dæmin þá oft ennþá kátlegri, sbr. koma eins og þjófur úr heiðskiru lofti, hafa vaðlð fyrir neðan nefnið, leggja slg i framkróka, vlta ekki slna ævina fyrr en t ausuna er komið og þegar Benedikt Gröndal var spurður á sfnum tíma f sjónvarpinu: „Skýtur þetta ekki f stúf við stefnu Alþýðuflokkslns?" En þetta er góður matþari“ Uppskerutími grænmetis er löngu liðinn hér á landi og reynd- ar langt að bíða þess næsta. F.inhvetjum kann þvi að þykja það tímaskekkja að birta grein sem leiðir hugann að marg- breytileika og nýtingu sjávar- grænmetis. En liklega er leiðin löng að því marki að fólk nýti sér grænmeti sjávaríns sem sjálf- sagðan hlut; minnugt þess að það er bseði næringarrikt og... ókeypis. Þessi grein skal þvi skoðast sem ábending. Karl Gunnarsson, liffræðing- ur, er starfsmaður á Hafrann- sóknastofnuninni. Hann er um margt fróður varðandi neyslu sjávargrænmetis, sem flestum lætur betur, enn sem komið er, að nefna sinum þekktara sam- heiti: þörunga. Karl var spurður og beðinn að leiða dálftið af sannleikanum um þörunga f ljós. Sem hann og fúslega gerði: „Á Vesturlöndum hefur mjög lftið verið borðað af þörungum. Þörung- ar hafa mest verið borðaðir í Aust- urlöndum; f Japan, Kóreu, Kfna og á Suðurhafseyjum. Umtalsverð aukning hefur þó verið á neyslu þörunga hér á Vesturlöndum nú hin allra sfðustu ár og stafar sú þróun af auknum áhuga okkar á austur- lenskri matargerðarlist. Vissulega hafa þörungar verið borðaðir hér við N-Atlantshaf, nánast eins lengi og sögur herma. Fyrst og fremst hafa það verið söl og þau hafa verið borðuð á fslandi allt frá landnáms- tfð. Sennilega eru elstu heimildir um notkum sölva einmitt frá ís- landi. Það er t.d. getiö um sölvaát f Egilssögu. Þegar Egill missti son sinn lagðist hann f flet og vildi svelta sig I hel. Kom honum þá til bjargar Þorgerður dóttir hans. Hún lagðist f rekkjuna hjá honum og byijaði að japla söl. Hún sagði þau flýta fyrir endalokunum og fékk Egil þannlg tii að smakka. Varð gamli maðurinn þá þyrstur n\jög og fór að drekka og hætti þannig sveltinu. Það er meira en lfklegt Karl Gunnarsson, líffræðingur ræðir um neyslu sj ávargrænmetis: þörunga að fslendingar hafí tekið þann sið með sér frá Noregi og því til stuðn- ings má nefna að söl heita sama nafni þar í landi. Reyndar er orðið gelískt að uppruna, sennilega ættað frá írlandi. Söl hafa verið borðuð samfellt hér á landi frá landnáms- tíð og fram á okkar daga. Að vísu f mjög litlu magni nú hin sfðari ár. Nú eru einungis tfnd og verkuð söl í Vestmannaeyjum og á Eyrar- bakka, en áður fyrr voru söl tínd og borðuð allt f kringum landið. Stærstu og þekktustu sölvafjörur á íslandi eru í Saurbæ við Breiðafíörð fram af Sölvatanga við Tjaldanes. Það var algengt hér áður að kirkjur ættu ítök f fíöruhlunnindum og voru þetta talin verðmæt hlunnindi. Hólakirkja átti m.a. ftök f sölvafíör- unni f Saurbæ. Það eru sagnir um að í ágúst færu hestalestir af Norð- urlandi yfír Laxárdalsheiði þar sem heita Sölvamannagötur, yfír f Breiðafíörð. Þar hrfðist fólkið við meðan það tfndi söl og þurrkaði á völlunum fyrir ofan. Sölin voru svo flutt þurr heim til Norðurlands. Aðrir þörungar hafa einnig verið nýttir hérna, mest hafa það egálf- sagt verið fjörugrös, sem á ensku heitir „irish moss“. Þau voru notuð svipað og fíallagrös, til að hleypa grauta. Einnig var marinkjami notaður til manneldis. Þá var mar- inkjami einnig notaður töluvert sem skepnufóður og það gildir sömuleið- Is um margar fleiri þörungategund- ir. Dýrunum var ýmist beitt beint í flörumar eða þeim gefnir þörung- amlr þurrkaðlr. Kindur éta alls ekki allar tegundir; þær velja úr. Ef söl eru ( flörunni þá taka þær sölin fyrst, síðan marinkjama og beltisþara. í fjörunni er hins vegar mest af ýmsum þangtegundum sem eru ekki taldar góðar fyrir búpen- ing. í þeim eru efni sem valda niðurgangi eða meltingartruflun- um. Aftur á móti hefur þari, sem til að mynda þörungapillur em unnar úr, ekki þessi laxerandi áhrif. Þang og þari em óskyldir hópar þömnga — reyndar bæði brún-, þömngar — en þarinn er byggður þannig upp að greinóttur festisproti heldur plöntunni við botninn. Upp af festisprotanum er stilkur og á enda stilksins er ein blaðka, ýmist heil eða klofín f ræmur. Það em til 6 eða 6 tegundir þara hér við land og vaxa þær allar neðan fjörunnar, frá stóretraumsfíömborði og niður á djúpið. En þangið hins vegar em flatvaxnir greinóttir brúnþömngar sem geta orðið 1—2 metrar á lengd og vaxa f fjörunni. Á fíöm þomar á þeim. Þeir hafa festuflögu og upp af henni lítinn stilk sem flest út í greinóttar blöðkur. Það em aðallega áðurtaldar þtjár tegundir þömnga sem nýttar hafa verið til manneldis hérlendis, þ.e. 8öl, fíömgrös og marinlgami. Af öðmm tegundum sem nýttar hafa verið á Vesturlöndum má nefna purpurahimnu, sem heitir á ensku „laver". Einkum er það á Irlandi, f Skotlandi og Wales sem neysla hennar tfðkast. Þar er boðið upp á nokkure konar þjóðarrétt sem þeir kalla „laver-bread" og saman stendur af purpurahimnu sem velt er upp úr haframjöli og steikt ( beikonfeiti. Þeim þykir það flestum góður morgunverður. Þessi purp- urahimna vex einnig hér við land ( talsverðu magni og ber mikið á henni vfða (fjörum á haustin. Purp- urahimna er sú þömngategund sem mest er borðað af ( heiminum ( dag og aðallega af fyrrtöldum Austur- landaþjóðum. Það var þegar á 18. öld að Japanir byijuðu að rækta purpurahimnu og hafa nokkur af- brigði hennar verið ræktuð, þótt þau einu nafni kallist á japönsku „nori“. I dag er ræktun purpura- Karl Gunnarsson I himnu n\jög arðbær og umsvifamik- il atvinnugrein ( Japan. Þeir rækta hana við lága seltu; í árósum og innfjarðar. Þá hafa þeir aukið vöxt hennar með því að bera á akrana. Það gera þeir á þann hátt að þeir hengja innan um purpurahimnuna gegndreyp leirker með áburði í, húsdýraáburði. Sama hafa Japanir einnig gert við ræktun þara, sem einnig er mikið ræktaður og borðað- ur þar austur frá. Mest er það svokallaður Japansþari: „kombu“. Japansþarinn er n\jög skyldur, bæði ( útliti og efnafræðilega, beltisþara æm hér vex. Beltisþarinn hefur svipuð bragðgæði og það væri hægt að nota hann á nákvæmlega sama hátt. En þetta er spuming um matarvenjur fólks. Beltisþarinn hefur aldiei verið borðaður hér og þvf þekkir fólk ekki þessa notkun hans. En þetta er góður matþari. Þörungar eru ipjög næringarríkir. I purpurahimnu er meira af próteini en 1 nautakjöti og eitthvað svipað af c-vltam(ni og I vei\julegri appels- (nu. Þá eru ótalin ýmis b-vítamln og mikið magn steinefna. Þá er joð yfirleitt í miklu magni I þörungum. Þar sem þörungar eru mikið borð- aðir — það á nú reyndar við að einhveiju leyti um sjávarfang al- mennt — þar eru slgaldkirtilssjúk- dómar mun sjaldgæfari en annare staðar. Þessi staðreynd hefur oft verið rakin beint til þörungaáts. Japanir sólþurrka purpurahimnu og þarann, eða gerðu það alla vega til skamms tfma. Purpurahimnan ‘ F hefur verið þurrkuð þannig í Japan að hún er kurluð niður í smábita og þeim sfðan dreift í þunnu lagi á litlar bambusmottur. Þessar bam- busmottur eru sfðan lagðar í raðir í hlíðar mót suðri. Úr þessu verða þunn blöð af purpurahimnu sem eru notuð í ýmsa rétti. Einn rétturinn nefnist „nori maki“ eða „sushi maki“. Fyrst tekur maður blöð/ plötur úr purpurahimnu og mýkir þær yfír gufu. Síðan er lagt á þær hrísgijón, hrár fískur eða græn- meti. Þessu er sfðan rúllað upp og ' > skorið niður í sneiðar. Þetta verða svona litlir sívalningar, þar sem purpurahimnan er utan um hrfs- gijón, fisk eða grænmeti. Reyndar er hægt að fá í verelunum hér þessar þurrkuðu plötur af purpura- himnu, innfluttar frá Japan. Þær eru óheyrilega dýrar hingað komn- ar, fleiri þúsund krónur kflóið. Þetta er hægt að tfna hér í nánast öllum fjörum á haustin og það þarf lftið f eitt svona blað af purpurahimnu. Purpurahimna er eitt stakt blað, þunnt blað og liggur klesst á stein- um f fíörum. Stundum eru nokkur blöð við sömu fótfestuna. Ég kurla þær með hnífí og dreifi svo úr þeim á grisju þannig að það verður ekki !* eitt þunnt lag heldur mörg lög aí himnum sem lfmast saman. Þetta er sú tegund sem ég borða mest af. Þá tíni ég oft sðl og þurrka. Auk þeirra tegunda sem ég er þegar búinn að telja upp hér að framan, þá eru margar aðrar tegundir þör- unga borðaðar 1 einhveijum mæli 1 SA-Asfu. Nokkrar þeirra tegunda vaxa hér eða aðrar skyldar sem einnig má örugglega borða, t.d. marfusvuntu, grænhimnu (Entero- morpha) og þá má ennfremur nýta hafkyiju, fíöruslóg, skollaþvent, sjóarkræðu og qjóarhrís. En úr þvf síðasttalda vinna Austurlandabúar „agar“; hleypiefni ( búðinga og fleira þess háttar. Þegar maður er að safna þörung- um er farið á stórstraumsfíöru og þ& fínnast þörungar innan um þangið ( fíörunni og fíörupollum. Lang mest er af þeim hér við Suður- og Vesturland. Hér er minnstur munur flóðs og fíöru og einnig er halli fíðrunnar minnstur hér. Það er hægt að tfna þörunga allt ( kringum landið og flnna matþörunga alls staðar. Textíi Guðni Rúnar Agnareson Ljósmyndir: Vala Haraldsdóttir Hin nýja stétt á að taka við í Afgamstan Franski prófessorínn Héléne Carrére dé Encausse, ráð- gjafi Francois Mitterrand, Frakklandsforseta, í sovéskum málefnum, sér þess engin merki, að Sovétmenn hyggist hverfa burt úr Afganistan. Að hennar dómi bendir allt til, að Afganistan verði að lokum enn eitt Sovétlýðveldið f Asíu. Svona myndir vifja Sovétmenn sýna frá Afganistan: Brosmildlr Afganir fagna rússneskum hermönnum. Sovétmenn ætla að innlima Afg- anistan f hinn kommúnfska heim og fara f þvf efni eftir langtfmaáætl- un. Sfðan innrásin var gerð fyrir sex árum hafa þúsundir afganskra ungmenna verið sendar til náms f Sovétrílgunum og eftir 10—15 ár eiga þau að verða hin nýja stétt f landinu og tryggja áframhaldandi völd Sovétmanna. „Það er ekkert, sem bendir til, að Sovétmenn vilji hætta hemaðin- um f Afganistan," segir franski prófessorinn Héléne Carrére dé Encausse, sem er einn fremsti sér- fræðingur á Vesturlöndum um sovésk málefni og tók nýlega þátt f ráðstefnu í Stokkhólmi um Afgan- istan. „Sovétmenn telja sig raunar ekki geta farið frá Afganistan," segir Héléne. „Þeir eiga löng landamæri með Afganistan og vilja ekki hafa sér óvinveitt ríki svo nærri og auk þess eru meira en 50 milljónir mú- hameðstrúarmanna f Sovétrílgun- um og þeim gæti dottið f hug að k\júfa sig út úr sovéska heimsveld- inu ef Rauði herinn hrökklaðist þaðan.“ Pólitísk markmið ekki bara hernaðarleg Flestir virðast líta svo á, að í Afganistan sé aðeins tekist á um hvorir megi sín meira á vfgvellinum, sovéski herinn eða skæruliðar, en Héléne segir, að markmið Sovét- manna séu pólitfsk, ekki hemaðar- leg. „Fyret um sinn reyna þeir aðeins að halda skæruliðum ( skefíum, ekki að vinna skjótan hemaðareig- ur,“ segir Héléne. „Takmarkið er hins vegar að ná tökum á stjóm- kerfínu og það er þess vegna sem nú em sovéskir ráðgjafar á öllum sviðum. Sovétmönnum hefur einnig tekist að koma Afganistan út úr umræð- unni á alþjóðavettvangi, einkum þó í þriðjja heiminum. Alsírmenn for- dæmdu Sovétmenn þegar þeir réð- ust inn f Afganistan en aðeins ári sfðar vom þeir famir að kalla þá „bandamann" sinn. Hvað Banda- rílg'amenn varðar hefur stefnan verið sú að eiga við þá endalausar viðræður, sem engan árangur eiga að bera.“ Hin nýja stétt á að taka við Hvað forvitnilegastar em skoð- anir Héléne dé Encausse á framtíð- armarkmiðum Sovétmanna: „Sovétmenn em nú að reyna að ala upp f Sovétríkjunum nýja sljóm- endur f Afganistan," segir hún. „Mörg þúsund afganskra ung- menna em við nám ( sovéskum háskólum. Það getur tekið nokkrar kynslóðir að skapa hina nýju stétt en Sovétmenn em þolinmóðir. Þeir em tilbúnir að gjalda dým verði það, sem þeir kalla „bylting okkar ogíslams". Það er n\jög fróðlegt að kynnast ungu fólki frá Þriðja heiminum eftir að það hefur verið við nám í Sovét- ríkjunum f sjö, átta ár. í háskólan- um f Parfs er margt af þessu fólki. Yfirleitt er það n\jög andvígt Rúbs- um en — og það skiptir sköpum — þvf hefur verið kennt að hugsa á sovéskan háttí" Skoríð á ræturnar Héléne leggur áherelu á, að ekki sé um að raeða beinan heilaþvott, heldur það, að menningarlegar og þjóðemislegar rætur unga fólksins séu skomar burt og skoðanir þess lagaðar að þvf, sem þykir gott og gilt f Sovétríkjunum. „Jafnvel þótt námsmennimir ski(ji þetta eiga þeir erfítt með að tileinka sér annan hugsunarhátt," segir Héléne. „Útkoman er því sú, að þótt þetta unga fólk hatist við Rússa, þá mun það haga sér eins og Rússar vi(ja. Alveg eins og litlu þjóðimar í Sovétríkjunum, Úzbekar, fbúar Eystrasaltsríkjanna, Úkraínu- menn o.s.frv." Að hugsa eins og Sovétmenn Héléne heldur því fram, að stefna Sovétmanna f Afganistan sé hiið- stæð stefnu þeirra f Sovétlýðveldun- um f Mið-Asfu á sfnum t(ma, einkum (rfkjunum, sem liggja að Áfganist- an. Stefnan sé sú að breyta hugsun- arhætti fólksins og kenna því að hugsa eins og Sovétmenn. „Ég hef hitt að máli marga framm&menn í Mið-Asfu og hrifíst af því ágæta fólki. Þeir vom ekki „Það er tujðg fróðlegt að kynnast ungu fólki frá Þríðja heiminum eftir að það hefur veríð við nám í Sovétrikjun- um í gjð, átta ár . . . Yfir leitt er það n\jög andvigt Rússum en — og það skiptir skttpum ^ — því hefur veríð kennt að hugsa á sovéskan hátt. ánægðir með ástandið en þeir vom eins og á milli steins og sleggju. Þeir bám ábyrgð á s(nu fólki og vissu, að ef þeir væm með múður, yrðu þeir hraktir burt og Rússar látnir taka við. Afleiðingamar yrðu- þær, að menningarhefðir og sér- kenni samfélagsins yrðu máð f burtu,“ segir Héléne Carrére dé Encausse. „Það er þessi framtíð, sem b(ður afgönsku ungmennanna, sem nú ér verið að uppfraeða f sovéskum háskólum...“ r (Heimild: Jyliands-Posten.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.