Morgunblaðið - 04.02.1986, Síða 2

Morgunblaðið - 04.02.1986, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986 Deila flugumferðarstjóra við flugmálastjórn: Horfur á lausn deilunnar í kjölfar tillagna ráðherra GÓÐAR horfur eru á því að samkomulag sé innan seilingar í deilu flugumf erðarstjóra við flugmálastjórn, að sögn Guð- laugs Kristinssonar formanns samninganefndar flugumferðar- stjóra. Kristleifur Jónsson látinn KRISTLEIFUR Jónsson bankastjóri Samvinnubankans er látinn. Hann fæddist 2. júní 1919 að Varmalæk í Andakílshreppi, Borgarfírði, og voru foreldrar hans Jón Jakobsson og kona hans, Kristín Jónatansdótt- ir. Kristleifur var við nám í Sam- vinnuskólanum og lauk prófí þaðan 1940, en auk þess lauk hann prófi frá Bar-Lock Institutet í Stokkhólmi 1947, og lagði stund á enskunám, nám í versiunarfræðum og bókhaldi í London sumarið 1947. Gjaldkeri var hann hjá Kaupfélagi Borgfírð- inga 1940—45. Kristleifur hóf störf hjá SÍS um áramótin 1947—48. Forstöðumaður kaupfélagseftirlits SÍS var hann 1948—52. Hann gerð- ist aðalféhirðir SÍS 1953—67 og jafnframt kennari í bókhaldi við framhaldsdeild Samvinnuskólans um nokkurra ára skeið. Bankastjóri Samvinnubankans var hann frá 1. janúar 1968. Eftirlifandi kona hans er Auður Jónsdóttir. Matthías Bjamason samgöngu- ráðherra lagði fram tillögur til lausnar deilunni á fundi með flug- umferðasrtjórum á föstudag sem þeir segjast geta sætt sig við. Var nánar fjallað um tillögumar á samningafundi í gær. Ráðherra sagðist ekki geta aftur- kallað áminningarbréf þau sem sumir flugumferðarstjórar hafa fengið í hita deilunnar, eins og þeir hafa gert kröfu um, en kveðst hins vegar reiðubúinn til að skoða þau hvort um sig málefnalega. í annan stað kveðst Matthías vilja skipa, án auglýsingar, í stöðu yfírmanna á stofnuninni. Við það losna flórar vaktstjórastöður, sem leysa varð- stjórastöðumar af samkvæmt nýju skipuriti, og ráðherra hyggst aug- lýsa eftir umsóknum í þær stöður. Að sögn Guðlaugs Kristinssonar voru þessar tillögur ráðherra rædd- ar á stjómarfundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra á föstudag og lýsti stjómin sig reiðubúna til að fallast á þær. Ökuf erðinni lauk í Kópavogslæknum Morgunblaðio/Annbjom Aðfaranótt laugardagsins fór fólksbifreið út af veginum við Kópavogslækinn og hafnaði bifreiðin í læknum. Okumaður var fluttur á slysadeild. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar verið var að draga bifreiðina upp úr læknum skömmu eftir að atvikið átti sér stað. Aðstandendur „Fijáls útvarps“ dæmdir fyrir ólöglegan útvarpsrekstur: 20 þúsund króna sekt og greiðsla sakarkostnaðar Dóminum áfrýjað til Hæstaréttar ÞRÍR MENN, aðstandendur „Frjáls útvarps", voru í gær dæmdir i Sakadómi Reykjavíkur fyrir að hafa staðið að ólöglegum útvarps- rekstri í verkfalli BSRB haustið 1984. Mennirnir voru dæmdir í 20 þúsund króna sekt hver um sig sem greiða skal innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins eða sæta gæsluvarðhaldi ella. Þá voru mennirn- ir dæmdir til að sæta upptöku á tækjabúnaði og greiðslu sakarkostn- aðar. Dóminum hefur verið áfryjað til Hæstaréttar. Þetta er annar dómurinn sem Mennimir sem í gær vom dæmd- feliur í sjö málum er höfðuð vom ir fyrir brot á útvarps- og ijarskipta- Kristleifur Jónsson á síðasta ári gegn aðstandendum ólöglegra útvarpsstöðva er starf- ræktar vom á nokkmm stöðum á landinu í verkfalli BSRB. í byrjun desember síðastliðnum vom tíu menn á ísafírði dæmdir í fésektir af þessum sökum. lögunum em Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins og formaður útvarpsrétt- amefíidar, dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson sagnfræðingur og Ei- ríkur Ingólfsson starfsmaður í menntamálaráðuneytinu. * ASI vill að geng- ið verði frvst í niðurstöðum dómsins segir meðal annars að það teljist ekki jafngilda afsali á einkarétti ríkisins til útsendinga á útvarpi þegar út- sendingar ríkisútvarpsins hættu er starfsmenn lögðu niður störf, og það hafí ekki skapað sjálfstæðan rétt fyrir ákærðu eða aðra til að standa að útvarpsrekstri. Röksemd veijanda um neyðarástand í þjóð- félaginu var hafriað. Dóminn kvað upp Sverrir Einarsson sakadómari og veijandi þremenninganna var Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmaður. Kjartan Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins sagði eftir að dómur hafði verið kveðinn upp: „Þessi dómur kemur mér á óvart. Hann endurspeglar ekki rétt réttarviðhorf. Við höfum þegar ákveðið að áfrýja dómnum." Þegar Kjartan var spurður hvort dómurinn hefði áhrif á stöðu hans, sem formanns útvarpsréttamefnd- ar, svaraði hann: „Ég var einróma kjörinn af Alþingi til setu í útvarps- réttamefnd eftir að ég sætti ákæru fyrir brot á fyrri útvarpslögum. Með tilliti til niðurstöðu sakadóms mun ég taka setu mína í nefndinni til athugunar." Lést af völdum vinnuslyss SKIPVERJI á bv. Sveini Jónssyni KE 9, Kjartan Bjamason, lést á sjúkrahúsi í Reykjavík um miðjan janúar af völdum áverka sem hann hlaut er hann varð fyrir slysi um borð í togaranum 28. desember sl. Sjópróf vegna slyssins fóru fram í Keflavík í síðustu viku. Þar kom fram að maðurinn hafði marist illa á baki og bijósti við slysið. Farið var með manninn í land í Bolungar- vík og síðan haft samband við lækni á ísafírði. Hann lá í spítala fyrir vestan þar til 4. janúar, er hann fór með áætlunarvél til Reykjavík- ur. Var gert ráð fyrir að hann hefði samband við lækni í Reykjavík og átti að athuga blóðrás í hægri handlegg. Það gerði hann og kom þá í ljós að ekki var allt með felldu og var gerð aðgerð á honum 7. janúar. Maðurinn lést á sjúkrahúsi 14. janúar. FORYSTUMENN Alþýðusambands íslands leggja á það áherslu að gengi verði fryst á meðan launþegar, vinnuveitendur og rQdsstjómin era að skoða Ieiðir til lausnar kjaramála án þess að verðbólgan magn- ist. Telja þeir að með föstu gengi og að ekki komi til launahækkana megi ætla að hækkun framfærsluvisitölunnar á árinu verði 6,5 - 8%. Asmundur Stefánsson forseti ASÍ tilgangi að ýta undir lækkun verð- og fleiri úr samninganefnd sam- bandsins kynntu blaðamönnum til- lögur ASÍ um aðhald í verðlagsmál- um sem kynntar hafa verið fyrir samninganefnd VSÍ og fulltrúum ríkisstjómarinnar. I tillögum ASÍ segir m.a.: Ein mikilvægasta for- senda þess að unnt sé að draga verulega úr verðbólgu er að tiyggður verði stöðugleiki í gengismálum. Þeim stöðugleika verður ekki náð nema gætt sé ýtrasta aðhalds í öðrum ákvörðunum, á sviði launa- mála, peningamála og opinberra fjármála. Fyllilega er ljóst, að slík leið er ófær nema stjómvöld endur- skoði fyrri ákvarðanir um skatt- heimtu til ríkissjóðs og sveitarfélaga, á grundvelli nýrra verðlagsforsenda og til þess að leggja lóð á vogarskál hjaðnandi verðbólgu. í yfírliti sem ASÍ hefur tekið saman um aðgerðir sem til greina gæti komið að gripið yrði til í þeim bólgu eru nefndir punktar um opin- ber ijármál, peningamál, innkaups- verð og kostnað í verslun og almennt aðhald og traust á aðgerðum. Rætt er um að ríkið dragi hluta þegar ákveðinna hækkana opinberrar þjón- ustu til baka og ekki komi til frekari hækkana á árinu. Fyrirframgreiðsl- ur skatta verði þegar lækkaðar, skattvísitala lagfærð og útsvör verði lækkuð. Þá er rætt um lækkun sölu- skatts og fleiri skatta. f peningamál- um er neftit að ríkisstjómin geri ráðstafanir til þess að almennir vextir lækki, m.a. með vaxtalækkun á skuldabréfum ríkissjóðs, og ströngu aðhaldi að verðbréfasölu á öðrum sviðum. Gerðar verði viðhlít- andi ráðstafanir til þess að stöðva stöðuga útþenslu bankakerfisins og kostnaður verði lækkaður m.a. með upskipan þess. Einnig að settar verði frekari skorður við erlendum lántök- um. Varðandi innkaupsverð og kostnað í verslun er rætt um að stuðlað verði að auknu verðskyni neytenda með víðtækum samanburði á vöruverði og að notendur greiðslu- korta beri kostnað af slíkum við- skiptum. í punktum ASÍ segir einnig að tímabundin verðstöðvun, til dæmis í 6-9 mánuði, kynni ef vel tækist til að styrkja almennt traust á því að árangur náist í viðureigninni við verðbólguna. Takmörkuð verðstöðv- un á búvörur er einnig nefnd. Lokakafli skýrslu ASÍ nefnist sameiginlegt átak og hljóðar hann svo: Ekki þarf að fjölyrða um þau vandamál sem fylgt hafa mikilli og langvinnri verðbólgu hérlendis. Verðbólga sem nemur tugum pró- senta skapar margvíslegan vanda í rekstri fyrirtækja, grefur undan afkomu launafólks á líðandi stund og er dragbítur á nauðsjmlega upp- byggingu atvinnulífs og um leið á kjör landamanna á ókomnum árum. Eigi sigur að vinnast f glímunni við verðbólgudrauginn þarf sameigin- legt átak. Rúnar Brekkan Haraldur Ásgeirsson Létust í flugslysinu Mennimir sem fórust með TF-ZEN í Bláfjöllum á föstudag vom Rúnar Brekkan, sem var flugmaður vélarinnar og Haraldur Asgeirsson. Rúnar var 44 ára vélvirki til heimilis að Stakkholti 3 í Reykjavík. Haraldur var 40 ára prentari til heimilis að írabakka 22 í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.