Morgunblaðið - 04.02.1986, Page 14

Morgunblaðið - 04.02.1986, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986 Myndverk kvenna Myndlist Bragi Ásgeirsson Seinni hluti sýningar mynd- verka eftir konur, í eigu Reykjavíkurborgar í menning- armiðstöðinni í Gerðubergi hefur staðið yfír í viku, er þessar línur eru festar á blað. í eigu Reykjavíkurborgar eru alls um 90 myndverk eftir konur af hinni margvíslegustu gerð og er það lofsverð hug- mynd að koma þeim á fram- færi með sýningahaldi. A fyrri sýningunni voru einungis verk látinna kvenna en á þessari eru verk núlifandi listakvenna, sem notið hafa þess heiðurs að borgin hafí fest sér mynd eftir þær. Ég gerði fyrri sýningunni allgóð skil hér í blaðinu enda var hún um margt hin at- hyglisverðasta og einkum fyrir þá sök hve vel sumar mynd- anna fóru í þessu annars mjög svo óþjála sýningarhúsnæði. Menningarmiðstöðin í Gerðubergi er frekar þungt hús og er fátt þar inni sem gleður augað utan sjálfrar starfseminnar og eru hér mörg vítín að varast ef framhald verður á byggingu slíkra húsa- kynna. Sífella eftir Krístínu Jónsdóttur. Það eru 17 listakonur, sem eiga samtals 26 verk á þessari sýningu, málverk, vefnað, samlímingar og lágmyndir. Fjöldi listakvennanna er þannig öllu meiri en á fyrri sýningunni og verk einstakra þarafleiðandi færri. Þetta gerir sýninguna til muna ósamstæð- ari og á engan hátt jafn eftir- minnilega. Hér vantar kraft og ferskleika enda eru ýmsar hinna yngstu listakvenna, er mikla athygii hafa vakið á síð- ustu árum, ekki með. Máski hefur láðst að festa sér verk þeirra og óneitanlega orki innkaupin á köflum tvímælis og bregða ekki upp réttri mynd af viðkomandi listakonum. Þetta hefur þó skánað hin síð- ari ár svo sem marka má af samlímingu Bjargar Þorsteins- dóttur svo og hinu einfalda en áhrifaríka myndverki Kristínar Jónsdóttur „Sífella“. Auðvitað eru fleiri ágæt verk á sýningunni en á heildina litið eru flestar listakvennanna sparlega kynntar og í sumum tilvikum beinlínis ranglega. Verkin sýna þá hvorki styrk þeirra né sérstök persónuleg einkenni. Framtakið sjálft er góðra gjalda vert og vafalítið eru þeir fjölmargir í Breiðholtinu sem munu hafa ánægju af að nálgast þessi verk núlifandi íslenzkra listakvenna. Þeir feðgar, Pacino og Sid Owen í grámósku Byltingarinnar Ringnlreið undanskyldu: Hinsvegar virðist sem sá þáttur hafí gagntekið Hugh Hudson við fánýta söguskoðun hans, auk þess dylst engum að leik- stjómin er sama marki brennd. Kvikmyndin Byltingin einkennist af glundroða meira en góðu hófí gegnir og maður hefur á tilfinning- unni að Hudson hafí lent frammi fyrir alvarlegum vandamálum við klippiborðið — kaffært sig í þúsund- um feta af illtilsníðanlegri filmu. Handritshöfundurinn Robert Dillon hefur tekið þann kostinn að skoða byltinguna með augum al- múgamannsins A1 Pacino. Þegar hann kemur til New York 1776 er frelsisstríðið þegar í algleymingi, íbúarnir flestir risnir upp gegn breska nýlenduhemum. Nauðugur viljugur dregst Pacino inní átökin ásamt ungum syni sínum (Owen). Beijast þeir feðgar hlið við hlið með Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabló: Ringulreið Revolution ★ '/i Leikstjóri Hugh Hudson. Framieiðandi Irwin Winkler. Handrit Robert Dillon. Kvik- myndataka Bernard Lutic, Pana- vision, Technicolor. Tónlist David Crozier. Aðalhlutverk A1 Pacino, Nastassia Kinski, Donald Sutherland, Dave King, Joan Plowright, Steven Berkoff, Sid Owen, Dexter Fletcher. Dolby Stereo. Ensk-bandarisk 1985, ca. 120 m. Ringulreið hefur löngum verið tryggur fylgifískur byltinga, að frelsisstríð Bandaríkjanna ekki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.