Morgunblaðið - 04.02.1986, Page 51

Morgunblaðið - 04.02.1986, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1986 51. rrvc? VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS lcgiaKiiigraaqptaoBsl Sjáið „Villihunang“ Tsékofs Ég skora á alla þá sem hafa gaman af leikhúsi en hafa látið sýningu Þjóðleihússins á „Villihun- angi“ Antons Tsékof fram hjá sér fara til þessa að drífa sig á sýningu áður en hún leggur upp laupana sökum áhorfendaskorts. Það er nú ekki venjan að tekið sé of mikið mark á gagnrýnendum fjölmiðlanna en nú virðast þeir hafa kveðið upp endanlegan dauðadóm sem er með öllu ómaklegur. Þjóðleikhúsinu hefur ekki tekist betur upp undan- farin misseri. Hér fara saman margslungið og mjög skemmtilegt verk, frábær þýðing og góður leik- ur. Fallegri búningar og sniðugri tæknibrellur hafa tæplega sést á sviði hérlendis. Það er okkur áhorf- endum til háborinnar skammar að láta gabbast til að sitja heima og missa af slíku gamni. Aslaug Þessir hringdu .. Ómar alltaf með hárkollu Hulda Guðmundsdóttir hringdi og þakkaði kærlega fyrir þáttinn „A líðandi stundu". „Sérstaklega hafði ég gaman af síðasta þætti þegar Ómar setti upp hárkolluna. Maðurinn yngdist um tuttugu ár og ég hvet hann til að koma alltaf fram með hár- kollu héðan í frá.“ Eigendur „L“ og „Z“ bíla læsi þeim á Selfossi Rangæingur hringdi og varaði sveitunga sína og Skaftfellinga við að skilja við bflana sína ólæsta á Selfossi. „Þannig var að um daginn fór- um við hjónin í innkaupaferð til Selfoss. Við fórum í ríkið og keyptum þijár flöskur og héldum síðan í Kaupfélag Ámesinga til frekari innkaupa. Við læstum bflnum en því miður hefur ein hurðin verið kviklæst þvf að þegar við komum aftur var búið að taka flöskumar. Við kærðum þetta til lögreglunnar og þá sagði hún okkur að stuldir úr kyrrstæðum bifreiðum væru daglegt brauð. Þeir gátu þess einnig að svo virt- ist sem þjófamir sætu um bfla með „L“ og „Z“ númemm. Þess vegna vil ég vara fólk úr Rangár- valla- og Skaftafellssýslum við að skilja við bflana ólæsta á Selfossi. Tapað veski 18. janúar sl. tapaði kona samkvæmisveski í Súlnasal Hótels Sögu. Reyndar fundust krítarkort og önnur skilríki sem f veskinu vom, stuttu seinna en hvorki hefur sést tangur né tetur af veskinu sjálfu. Það er gyllt að lit og ofið og var eiganda þess mikils virði. Biður hann þá sem verða varir við veskið að koma því vin- samlegast á næstu lögreglustöð. íþróttataska töpuð Svo illa vildi til að nokkrir munir urðu viðskila við eiganda sinn í Bláijöllum 19. janúar sl. Hann var á skíðum og á vísum stað skildi hann eftir fþróttatösku sem í vom íþróttaskór, hitabrúsi og húfa. Þegar pilturinn ætlaði að taka til töskunnar á nýjan leik um sex-leytið var hún horfin og önnur eins taska en eldri komin í staðinn. Skíðamaðurinn tók tösk- una með sér f rútuna og kom hún við á nokkmm stöðum áður en hún kom á leiðarenda, þannig að hugsanlega gæti taksan hafa slæðst út á einhveijum þeim stöð- um. Þeir sem hafa orðið varir við íþróttatöskuna geta leitað upplýs- inga í síma 35757 eða hjá Guð- mundi Jónassyni þar sem gamla taskan er geymd. Til sölu Þessi vandaði vinnuskúr, fullbúinn að utan sem innan, er til sölu. Hentar einnig vel sem veiðihús eða fyrir aðra sambærilega aðstöðu. Húsið er byggt á stálgrind þannig að það má hífa á vörubíl til að flytja milli staða. Verð ca. 350.000 eða hæsta tilboð. Staðgreiðsluafslátt- ur. Stærð 27—28 fm. Allar upplýsingar í síma 687787. PAX sófarnir renna út eins og „heitar lummur" PAX er fallegur og þægilegur sófi á daginn meö tveim sætapullum og á nóttunni er hann 160 cm breitt rúm og 200 cm langt. PAX-sófinn er bólstraöur í sérstak- lega meöhöndluö efni sem hrinda frá sér óhreinindum og hægt er aö spretta af honum öllu verinu og setja þaö í hreinsun þegar þörf kref- ur. Pax kostar 23.790. Útborgun 7.000, afgangur á 6 mán. Þú getur að sjálfsögðu greitt útborgunina með greiðslukorti eða staðgreitt með því og fengið hæsta staðgreiðsluafslátt. ■ ■ HUSGAGNABOLLIN BÍLDSHÖFÐA 20 — 110 REYKJAVÍK « 681199 og 681410 '

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.