Morgunblaðið - 11.02.1986, Side 39

Morgunblaðið - 11.02.1986, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1986 39 „ H VIRFILVINDUR" NÝJASTA SKÁLDSAGA JAMES CLAVELLS Greiddu fimm milljónir dollara fyrir útgáfuréttinn Utgáfufyrirtækið William Morrow & Company og Avon Books keypti nýlega útgáfuréttinn að nýjustu skáldsögu rithöfundarins James Clavells, „Hvirfilvindi", fyrir fimm milljónir dollara. Hefur aldrei fyrr verið greitt jafn mikið fyrir eina bók. Þess má geta, að Clavell er höfundur sögunnar „Shogun", sem kunn er af samnefndum sjón- varpsþætti. Haft er fyrir satt, að þegar út- gáfurétturinn var boðinn upp, hafi hæsta boðið verið sex milljónir dollara en þá var gert ráð fyrir, að féð yrði greitt á mörgum árum. Tilboð Morrow-Avons þótti þess vegna hagstæðara. Lawrence Hughes, fram- kvæmdastjóri Hearst Books, sem á Morrow og Avon, var mjög ánægð- ur með samninginn við James Clav- ell. „James er höfundur, sem ekki þarf að kynna, og hér er um að ræða stórkostlegt verk,“ sagði Hughes og bætti þvf við, að bókin kæmist út á hausti komanda í vönduðu bandi. Clavell krafðist þess upphaflega, að útgáfurétturinn rynni aftur til Clavell sem er höfundur skáld- sögunnar „Hvirfilvinds“ er einn- ig höfundur „Shogun“, en hún er lesendum eflaust kunn af samnefndum sjónvarpsþætti. hans eftir 15 ár og að hann fengi í sinn hlut 15% af sölu fyrstu millj- ón eintakanna í góðu bandi og af fyrstu þremur milljónum pappírs- kiljanna. Þegar útgefendur tóku ekki í mál neina takmörkun á út- gáfuréttinum féll Ciavell frá þeirri kröfu. Hæstu greiðslur hingað til fyrir bókarhandrit og útgáfurétt eru um þrjár milljónir dollara. Random House greiddi Edmund Morris þrjár milljónir fyrir ævisögu Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta, og vit- að er til, að vinsælir skáldsagnahöf- undar hafa fengið aðeins meira. Algengt er, að höfundur skili inn handritum, sem eru lítið meira en drög og eru síðan fullunnin hjá út- gáfufyrirtækinu. Clavell hafði hins vegar gengið að fullu frá handritinu og því verður hægt að gefa bókina út strax í haust. Bækur í góðu bandi seljast nú betur en áður í Bandaríkj- unum, sumar í milljónum eintaka, og vegna vinsældanna, sem „Shogun" naut hjá lesendum og sjónvarpsáhorfendum, þykir það gulltryggt, að nafnið eitt, James Clavell, sjái um að selja bókina. Tökum að okkur matseld fyrirfyrirtæki og hópa, fermingarveislur, afmæli, giftingar, árshátíðir og önnur samkvæmi sem þið kunnið að halda. M l/M Hringið og fáið tillögur ísíma 84939 eða 84631. MATSTOFA MIÐFELLS SF. FUNAHÖFÐA 7- SÍMI: 84939 IBM Til sölu er IB 64 ME Vélineríc bundr Allarnána ( system/34 M system/34 tölva með 128K minni, diskarými og 2D diskettudrifi. )óðu ástandi og hefur verið í reglu- iu viðhaldi hjá IBM frá upphafi. r/ upplýsingar veitir: Hugver í síma 651075. X\OSIAOG W ) SMJÖRSALAN SE MLs Mæðgurnar á ferð í St. Moritz Þær mæðgur Christina Onassis og Athena voru nýlega á ferð í St. Moritz í Sviss þar sem með- fylgjandi mynd var tekin. Þó Christ- ina eigi nóg af peningum hefur hún engan hug á að láta aðra annast bamauppeldið og lætur bamfóstrur aðeins sinna hnátunni þegar nauð- syn krefur. COSPER ----Þetta er forngripur, hann er framleiddur sama árið og þú fæddist. Við útbúum veislumat í allar veislur hvaða nafni sem þær nefnast. Fjölbreytt úrval heitra og kaldra rétta. Löng reynsla okkar tryggir veislu sem munað verður eftir. Við heimsendum veislumatinn í sérstökum hitaskápum og getum útvegað öll áhöld. Sérstakur símatími veisluráðgjafa okkar er milli kl: 13-16 mánudaga til föstudaga. VEISLUELDHÚSID IGLÆSIBÆ sími: 686220 - Er veisla framundan? v sr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.