Morgunblaðið - 12.02.1986, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 12.02.1986, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. FEBRÚAR1986 * speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson „Kæri stjömuspekiþáttur. Ég er piltur, fæddur 4. janúar 1966, kl. 7 að morgni í Kefla- vík. Ég hef áhuga á því að vita á hvaða sviði hæfíleikar mínir liggja og hvemig best er að breyta sér til þess að ná sem bestum árangri. Á starf að þjóðfélags- og stjóm- málum vel við minn persónu- leika? Kveðja." Svar: Þú hefur Sól í Steingeit, Tungl, Júpíter í Tvíbura, Merkúr og Rísandi f Bogmanni og Venus, Mars í Vatnsbera. Þú hefur því einkenni frá Steingeit, Tvíbura, Bogmanni ogVatnsbera. Metnaðargjarn Þú ert í grundvallaratriðum jarðbundinn persónuleiki, ert metnaðargjam og þarft að fást við uppbyggileg og hag- nýt mál. Þú hefur skipulags- og stjómunarhæfileika og þarft að ná áþreifanlegum árangri. Frjálslyndur Tvíburinn og Vatnsberinn táknar að þú ert félagslyndur, að þú vilt starfa með fólki, vera í hugmyndalega lifandi umhverfi og skiptast á og miðla upplýsingum. Eirðarlaus Tvíburinn og Bogmaðurinn táknar að þú ert eirðarlaus og þarft að vera töluvert á ferðinni og fást við flölbreyti- leg viðfangsefni. Þetta eirðar- leysi getur verið einn helsti þrándur í götu þinni og komið í veg fyrir að þú náir þeim árangri sem þú óskar. Þú getur t.d. átt erfitt með að sitja kyrr og stunda nám sem er forsenda þess að þér verði falin ábyrgðarstaða. Nú veit ég ekki hveijar aðstæður þín- ar eru en þú ættir að hugleiða þessi atriði. Þú þarft hins vegar að gæta þess að fara ekki út í of langvarandi nám. Þú þarft hreyfingu og fjöl- breytileika og ert ekki lang- hlaupari, heldur millivega- lengdahlaupari. Fjölmiðlun Þú hefur hæfileika á sviði flölmiðlunar og upplýsinga- miðlunar. Þessir hæfileikar nýtast þér þó ekki nema þú leggir rækt við íslensku og lærir til verka. í sambandi við hugsun þína má sjá vissa hættu á ofbjartsýni og óþolin- mæði og fljótfæmi. Þú þarft að varast að ýkja, að gera of mikið úr einstökum málum og horfa framhjá neikvæðari þáttum þeirra. Þjóðfélagsmál Þú spurðir um það hvort þú hefðir hæfileika á sviði þjóð- félags- og stjómmála. Því er auðsvarað. Já, þú hefur slíka hæfileika. Steingeitur eru öðmm merkjum fremur áber- andi í stjómmálum og þjóð- félagsumræðu. Þar sem þú ert einnig félagslyndur er ekki annað að sjá en að þú fallir vel inn í stjómmál. Mikið af stjómmálastarfi er jú fundar- seta og samningagerð sem þarf síðan að styðjast við hæfíleika til að taka skynsam- legar ákvarðanir. Þú hefur upplagið, en þú þarft að leggja á þig mikla vinnu viljir þú komast langt. Þú hefur sterka ábyrgðarkennd, sem ætti að koma sér vel, en þú þarft að afla þér góðrar menntunar og efla yfirsýn þína. Góður stjómmálamaður verður að hafa innsýn í ólíka málaflokka og hann þarf að geta séð hvemig ólík mál tengjast, það hvaða áhrif ákveðin ákvörðun hefur á aðra þætti í þjóðlífinu. LJÓSKA FERDINAND SMÁFÓLK Þú ættir að fá þér vinnu Þá værir þú á grænni uppiítré grein! Ha Ha Ha Ha Ha!!! Byijendum er stundum sagt að það þurfi a.m.k. 25 punkta milli handanna til að vinna þrjú grönd. Það er auðvitað tómt kjaftæði, eins og eftirfarandi spil sýnin Suður gefur; A/V á hættu. Norður ♦ 2 ♦ - ♦ ÁdlO ♦ 1098765432 Vestur ♦ Á ¥- ♦ KG987654: ♦ ÁK Austur ♦ 876543 ♦ 8765432 ♦ - ♦ - Suður ♦ KDG109 ♦ ÁKDG109 ♦ - ♦ DG Vcstur Norður Austur Suður — — — 3 grðnd Dobl Pass Pass Redobl Pass Pass Pass Suður brá á leik með því að opna á þremur gröndum, sem hann ætlaðist til að makker tæki út úr eftir redoblið. Makker hans hafði aðra skoðun á merk- ingu redoblsins og passaði, suðri til mikillar skelfingar. Oft hefur verið spilað út frá styttri lit, og vestur skammaðist sín ekkert fyrir að spila út frá tflitnum sínum. Blindur fékk því fyrsta slaginn á tígultíuna og sagnhafi hóf að sækja laufið. Vestur gat ekki annað en spilað áfram tígli, sem drottningin átti og laufið var svo fríað í næsta slag. Tígulásinn stóð enn eins og klettur fyrir áinu, sem inn- koma á lauflitinn, og sagnhafi hafði unnið þijú grönd redobluð með yfirslag á 6 punkta!! (Og suður þakkaði máttarvöldunum fyrir að hann skyldi hafa sagt gröndin á undan makker, því sé norður sagnhafi getur vömin tekið alla slagina!) Eins og lesandinn hefur að sjálfsögðu gert sér grein fyrir hefur þetta spil aldrei komið upp í átökum flögurra manna við spilaborð. Það er hugarburður þýska greifans Von Zedtwitz, sem lést fyrir tveim ámm. Zedt- witz gerði spilið til að sýna fram á að hægt væri að vinna þijú grönd á minna en 7 punkta, sem menn höfðu fram að þessu meistarastykki greifans, talið að væri lágmarkið. SKÁK Það er enginn óhultur fyrir afleikjum í byijunum, ekki einu sinni 2600 stiga stórmeistarar eins og eftirfarandi skák sýnin Hvítt: Knezevic (Júgóslavíu), Svart: Miles (Englandi), Genf í janúar, 1. d4 — Rf6, 2. Rf3 — e6, 3. Bf4 — c5, 4. e3 — b6, 5. Rbd2 - Bb7, 6. Rc4 - d5, 7. Rce5 — Be7?? (Það merkilega við þennan afleik var að Miles hafði skrifað 7. — Rfd7! á blaðið áður en hann lékl. 8. Bb5+ — Rfd7 (Tapar manni, en 8. — Kf8, 9. Rg5 var engu betra). 9. Rxd7 - Rxd7, 10. Re5 - 0-0, 11. Bxd7 — Ba6, 12. a4 og eftir nokkra tilgangslausa leiki til við- bótar gafst svartur upp. Hér á landi er Knezevic vel kynntur frá því árið 1984 er hann tefldi á fjór- um mótum. Helsti ljóðurinn á ráði kappans þótti að hann var næstum ávallt sáttur við jafntefli. í þessari skák við Miles lék Englendingur- inn svo fljótt af sér að Knezevic fékk ekki ráðrúm til að bjóða jafntefli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.