Morgunblaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 2
2 ., MQRGUNBLADID,LAUGARDAgUR,15. MAfiZ1986 Áð loknum Stúdentaráðskosningum: Vinstri menn hafa ákveðið viðræður við umbótasinna EINHVERJAR óformlegar þreifingar eiga sér nú stað milli fylkinga að loknum Stúdentaráðskosningum. Eins og kunnugt er fengu vinstri menn 41% atkvæða og 6 menn kjörna, bættu við sig manni. Félag Umbótasinna hlaut 19% atkvæða, og tvo menn, tapaði einum, og Vaka, Félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hlaut 31% atkvæða og fimm menn, sama og það hafði. Félag Manngildissinna hlaut 3% atkvæða og engan mann kjörinn. „í ljósi kosninganiðurstaðna og þar sem vinstri menn og Umbóta- sinnar voru saman í stjóm má gera ráð fyrir að þeir byrji á að tala saman," sagði Benedikt Bogason, efsti maður á lista Vökumanna. „Það þarf að ákveða stjómarmenn í Stúdentaráð og deila niður emb- ættum og öðru, þannig að málin fara ekki að skýrast fyrr en undir páska. Umræður eru í gangi, en engin afstaða hefur verið tekin til þessara mála í heild. Ef til okkar verður leitað munum við meta þau eftir efnum og ástæðum, og skoða málin gaumgæfilega í ljósi fenginn- ar reynslu." Ólafur Darri Andrason, efsti maður á lista vinstri manna, sagði að þeir hlytu að túlka þessi úrslit sem ósk stúdenta um vinstri stjóm. „Ég reikna með því að við hefjum stjómarmyndunarviðræður við Umbótasinna." Hann sagði að engar beinar viðræður væru hafnar, menn væru almennt að átta sig á kosningaúrslitum. „Við héldum þó félagsfund í gær þar sem ákveðið var að óska eftir viðræðum við Umbótasinna og sendum þeim bréf í framhaldi af þeim fundi, ég veit ekki til að því bréfi hafi verið svarað en það er fundur hjá Umbótasinnum í byijun næstu viku og þá reikna ég með að bréfið verði efnislega tekið fyrir. Ifyrr á ég ekki von á að neitt gerist, en það gætu einhveijar þreifíngar hafist." Ama Guðmundsdóttir, efsti maður Umbótasinna, vildi ekkert tjá sig um stöðu mála. „Við Um- bótasinnar höfum ekki fundað formlega enn, ég hef mínar hug- myndir en við skulum bara láta þetta koma í ljós. Við skulum bara láta þá horfa á okkur bænaraugum, bæði vinstri og hægri menn.“ Bankar lækka þjónustugjöld sín í fyrra horf FLESTIR bankanna hafa tekið ákvörðun um að lækka þjónustugjöld sín í það horf sem þau voru fyrir síðustu hækkun, eða að jafnaði um 15-40%. Er það gert vegna eindreginna tilmæla Matthíasar Bjamasonar viðskiptaráðherra. Hann fór þess á leit að bankamir tækju þátt í hrinda þeirri stefnu í framkvæmd, sem mörkuð var með kjarasamningun- um 26. febrúar, að halda niðri verðlagi í þjóðfélaginu. Allir bankar og sparisjóðir nema Alþýðubankinn hafa hækkað gjaldskrá sína á síð- ustu tveimur mánuðum. Morgunblaðið/Bjami Frá setningu Málþings samtaka islenskra félagsmálastjóra. Frá vinstri: Jón Björnsson félagsmála- stjóri Akureyrar, Páll Skúlason prófessor í ræðustól og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir verkakona sem setti þingið. Málþing íslenskra félagsmálastjóra: Kominn tími til að ræða opinberlega um fátækt MÁLÞING á vegum íslenskra félagsmálastjóra, „Fátækt á ís- landi“, var sett í gær. Á þinginu eru flutt framsöguerindi um hugtakið fátækt og fjallað um fátækt frá ýmsum sjónarhom- um. Reynt er að fá svar við spurningunni um hvort fátækt sé til hér á landi og hveraig tekjudreifingin er i þjóðfélag- inu. í setningaræðu sinni komst Aðalheiður Bjamfreðsdóttir verkakona meðal annars svo að orði: „Það er kominn tími til að ræða opinberlega og ítarlega um fátækt en það er erfitt að tala um fátækt. Ekki vegna þeirra erfiðleika sem em við að afla matar eða breyta flík sem er slitin og ekki heldur vegna þess að þurfa að sitja heima og geta ekki farið í mannfagnað innan §öl- skyldunnar vegna þeirrar auð- mýkingar að geta ekki gefið gjöf eins og hinir, heldur vegna þess - segir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir að litið er niður á fátækt fólk. En nú segir einhver að slíkt gerist ekki í okkar stéttlausa þjóðfélagi en ég fullyrði að fátækur maður mætir öðru viðmóti og fær aðra afgreiðslu en sá sem er bjargálna eða vel það. Slíkt brýtur niður sjálfsvirðingu. Böm sem alast upp við langvarandi fátækt bíða þess aldrei bætur." Að lokum sagðist hún vonast til að niðurstöður málþingsins yrðu ekki eingöngu tölulegur fróðleikur heldur yrði mannlega þættinum einnig gerð nokkur skil. Páll Skúlason prófessor flutti þvf næst erindið „Hvað er fá- tækt?“ og rakti hvað almennt er talið felast í hugtakinu fátækt. Efnahagsleg gæði, siðferðileg gæði, menningarleg gæði og hvemig þessir þættir skarast. „Engin stjómmálastefna sem hefur efnahagsgæði að grundvelli getur tekist á við fátæktina. Menn eiga ekki að þurfa að sýna fram á rétt sinn til að njóta virðingar sem fullgildir í þjóðfélaginu, hvemig svo sem statt er fyrir honum. Fátækt er siðferðilegt vandamál." í lokin benti hann á nauðsyn þess að lífsgildið yrði endurskoðað og að menn hættu að líta niður á þá sem minna mega sín, sem því miður væri ienska hér í hinum vestræna heimi. Síðan var flutt dagskrá með upplestri og söngvum i umsjá Ásdísar Skúladóttur leikstjóra. Dregnar upp myndir af fátækt úr raunveruleikanum og í listum. Fyrri degi málþingsins lauk með erindi Gísla Gunnarssonar sagn- fræðings um „Fátækt á íslandi fyrr á tímum". Málþinginu lýkur á morgun. Morgunblaðið/Bjami Minningarathöfn um OlofPalme MINNINGARATHÖFN um Olof Palme fór fram á því loknu var þögn í eina mínútu. Athöfninni var Lækjartorgi síðdegis í gær. Hún hófst með því að útvarpað. Meðal viðstaddra var forseti Islands, Vig- flautukvartett lék nokkur lög. Síðan fluttu ávörp dís Finnbogadóttir. alþingismennimir Eiður Guðnason og Kjartan Jó- Þeir sem stóðu að athöfninni voru Alþýðuflokkur- hannsson, Gunnar Axel Dahlström sendiherra Svía inn, Samband ungra jafnaðarmanna, Sænsk-íslenska og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Að félagið og Norræna félagið. Vandi ullariðnaðarins: Við erum til viðræðna um hvað sem er — segir Magnús Signrsteinsson oddviti „ÞETTA mál hefur ekki verið rætt í hreppsnefndinni. En ef slikt erindi kæmi tel ég víst að við yrðum til viðræðna um hvað sem er,“ sagði Magnús Sigsteinsson, oddviti í Mosfellssveit, þegar hann var spurður um afstöðu hreppsnefndarinnar til hugmynda iðnrekenda nm lækkun aðstöðugjalds af fyrirtælqum 1 ullariðnaði vegna erfið- leika greinarinnar. Alafoss er eins og kunnugt er í Mosfellssveit. Magnús sagði að umræða um þessa erfiðleika væri nýtilkomin og hefði ekki gefist ráðrúm til að fjalla um málið í hreppsnefndinni, enda hefði ekkert samband verið haft við hreppsnefndina ennþá. Magnús sagði að venjulegt að- stöðugjald væri lagt á Álafoss og ekki gerður neinn greinarmunur á iðnfyrirtækjum í því efni. „Við munum örugglega ekki hafa hærri álögur á þessi fyrirtæki en aðrir,“ sagði Magnús. Hann tók jafnframt fram að Álafoss væri mjög þýðing- armikið atvinnufyrirtæki í Mos- fellssveit. Það væri með 300-400 stöðugildi og veitti mikla atvinnu í hreppnum, þó meirihluti starfs- fólksins væri úr öðrum sveitarfé- lögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.