Morgunblaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. MARZ 1986 31 arstefnu að stuðla í gegnum opin- berar aðgerðir að jafnræði og ör- yggi,“ sagði hann. I lokakafla ræðu sinnar fjallaði Steingrímur Hermannsson um mál- efni Framsóknarflokksins, stöðu hans og framtíð. Hann sagði, að menn yrðu að horfast í augu við þær grundvallarbreytingar sem orðið hefðu á þjóðlífí hér á landi á síðustu áratugum hvað varðar byggð, atvinnuhætti, samgöngur og viðskipti við aðrar þjóðir. „Hraði breytinganna hefur stöðugt farið vaxandi og mun enn vaxa á næstu árum. Hátæknin mun halda innreið sína á öllum sviðum. Nú geta ein- staklingar náð 7 til 8 erlendum sjón- varpsstöðvum beint með tiitölulega litlum kostnaði. Eftir fá ár verða slíkar stöðvar orðnar margfalt fleiri og móttakan auðveldari," sagði hann. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, flytur ræðu sína á aðalfundi miðstjórnar flokksins í gær. Steingrímur Hermannsson á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins; Samningarnir marka ein stærstu tímamót í íslensku efnahagslífi I Atvinnuvegir og einstaklingar þola ekki til lengdar hina háu vexti F ramsóknarflokkurinn lagi sig að breyttum tímum og hefji sókn í þéttbýli STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, sagði í setningarræðu sinni á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins, sem hófst í Reykjavík í gær, að þvi yrði ekki neitað að framsóknarmenn hefðu Iengi verið tortryggnir í garð samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Það væri ekki undarlegt, þegar þess væri gætt, að þessir flokkar hefðu verið höfuðandstæðingar í íslenskum stjórnmálum í áratugi. Sumt af slíkri gagnrýni ætti eflaust rétt á sér, en annað þætti sér á litlum rökum reist. „Ég nefni sem dæmi þá fuUyrðingu flokksmanna, að sjálfstæðismenn hafi óeðlilega mikil áhrif í stjórnarsamstarfinu. Þetta er áróður, sem málgögn Sjálfstæðisflokksins hamra stöðugt á, og virðist ná inn í raðir fram- sóknarmanna, þótt alrangur sé,“ sagði forsætisráðherra. Steingrímur vék sérstaklega að leg.“ Um sjávarútveginn kvað hann landbúnaðar-, sjávarútvegs- og svipað að segja. Framsóknarmenn húsnæðismálum, sem heyra undir ráðherra Framsóknarflokksins. Hann sagði, að það hefði komið f hlut framsóknarmanna að taka á hinu gífurlega vandamáli í land- búnaði. „Við hlupum ekki frá þeirri ábyrgð," sagði hann. „Mér er það fullkomlega ljóst, að þessi aðlögun verður erfíð, en hún er óhjákvæmi- Afleiðing mjólkur- kvótans: Bændur halda að sér höndum BÆNDUR virðast halda að sér höndum i framkvæmdum í hinnm hefðbundnu búgreinum um þess- ar mundir. Er það vafalaust af- leiðing mjólkurkvótans margum- talaða. Magnús Sigsteinsson bygginga- og bútækniráðunautur Búnaðarfé- lags íslands segir að framkvæmdir hjá bændum virtust almennt í bið- stöðu. Mjólkurframleiðendur biðu eftir úthlutun á því sem eftir er að útdeila af mjólkurframleiðslunni til að sjá hvað þeir megi í raun fram- leiða og sauðfjárbændur ættu líka von á kvóta næsta haust og vildu vita um framleiðslurétt sinn, áður en þeir færu út í framkvæmdir. Sagði Magnús að loðdýrabændur virtust halda sfnu stríki f fram- kvæmdum, þrátt fýrir verðfall á skinnum, enda væri að sumu leyti hagstæðara að byggja upp loð- dýrabúin í lægðunum sem alltaf væru í þessari grein. hefðu tekið við þeim málaflokki þegar miklir erfíðleikar blöstu við vegna aflabrests. „Frá því verki var heldur ekki hlaupið," sagði hann. Forsætisráðherra kvaðst leyfa sér að fullyrða, og vita raunar með vissu, að vandamál fjölmargra hús- byggjenda hefðu verið leyst með skuldbreytingum og hagkvæmum viðbótarlánum. „Hitt er svo rétt, að sumir voru það djúpt sokknir, að þessi aðstoð hefur ekki nægt. Enn aðrir reistu sér hurðarás um öxl, eða hafa af öðrum óskyldum ástæðum lent f fjárhagserfíðleikum og hætt húsnæði sínu í þvf sam- bandi. Slfk dæmi hafa iðulega verið gerð að einskonar vitnisburði um erfíðleika heildarinnar," sagði hann. Þá fjallaði forsætisráðherra um hækkanir á húsnæðislánum í tíð núverandi ríkisstjómar. Hann sagði, að árið 1982 hefðu útlán Húsnæðisstofnunar numið 2% af þjóðarframleiðslu, en árið 1985 3,6%. Aukið frelsi er eitt, fijálshyggja annað Steingrímur vék síðan að tali um fíjálshyggju. Hann kvaðst ekki fá séð, að rétt væri, að hin raunveru- lega fíjálshyggja eða öfgar mark- aðskerfísins hefðu aukist svo nokkm næmi á undanfömum ámm. í því sambandi mættu menn ekki mgla saman auknu frelsi og fíjáls- hyggju. Innflutningshöft hefðu t.d. verið afnumin fyrir áratugum, og stærsta skrefíð í átt til fíjáls inn- flutnings verið tekið 1971 er ísland gerðist aðili að EFTA og tók upp viðskiptasamband við Efnahags- bandalagið. „Innflutningur á ýmiss konar óþarfa, sem oft er nefndur í þessu sambandi, hefur því ekkert með fíjálshyggjuna að gera, heldur er afleiðing af viðskiptasamningum okkar íslendinga. Við getum ekki einfaldlega stöðvað innflutning á slíku, ef við viljum halda tollftjáls- um innflutningi á sjávarafurðum o.fl. til viðkomandi landa, en það er okkur lífsnauðsyn," sagði hann. „Helst er það á sviði peninga- mála, að ftjálsræði hefur farið nokkuð úr böndum," sagði forsætis- ráðherra. Einkum hefði sala skulda- bréfa á verðbréfamörkuðum bent til þess. Fijálsræði á þessu sviði væri þó miklu minna en af væri látið. Það væri hins vegar rétt, að vextir væm of háir, en um lækkun raunvaxta gilti, að oft væri hægara um að tala en í að komast. Hann sagðist ekki hafa heyrt neinn and- mæla því, að vextir þyrftu að vera jákvæðir. Aðeins með því móti væri unnt að gera ráð fyrir spamaði, sem væri afar mikilvægt. Hann kvaðst vona, að með hjaðnandi verðbólgu og auknum spamaði innanlands myndi reynast unnt að ná smám saman jafíivægi á innlendum ijár- magnsmarkaði og lækka raunvexti fljótlega. „Reyndar munu atvinnu- fyrirtæki og einstaklingar ekki þola til lengdar þá háu vexti, sem nú em,“ sagði hann. í framhaldi af þessum orðum sagðist forsætisráð- herra hafa verið því fylgjandi að undanfömu, að innlendum fyrir- tækjum yrði leyft að taka lán er- lendis á eigin ábyrgð, þ.e. án ríkis- eða bankaábyrgða. Það myndi verða til þess að draga úr þrýstingi á innlenda peningamarkaðinn og því verða til þess að vextir lækkuðu fyrr. Stærstu tímamót í ís- lensku efnahag'slífi Forsætisráðherra sagði, að efna- hagsmálin hefðu verið meginvið- fangsefni ríkisstjómarinnar. Þar hefði ríkt alvarlegt ástand vorið 1983 og framsóknarmenn ekki talið sæma að hlaupa frá vandanum og því myndað stjóm með Sjálfstæðis- flokknum. Hann sagði, að fram- sóknarmenn hefðu lagt höfuð- áherslu á markviss afskipti stjóm- valda af kjarasamningum og um það hefði náðst samstaða. „Eg vil einnig leggja á það áherslu, að svo fljótt og vei tókst til ekki síst vegna þess, að fullkomin samstaða var í ríkisstjórninni um þessi mál og samstarf við fjármálaráðherra ágætt,“ sagði hann. Steingrímur fjallaði síðan um samningana og aðdraganda þeirra. Hann sagði, að samningamir mörk- uðu ein stærstu tímamót, sem orðið hefðu í íslensku efnahagslífí. í kjöl- far þeirra væri ríkissjóður hins vegar kominn í afar þrönga og erfíða stöðu. „Það er sannfæring mín, að þeir sem vilja viðhalda velferðarkerfínu og hafa einnig nokkurt Qármagn til nauðsynlegra framkvæmda, sem er grundvöllur byggða víða um land, verði fljótlega að gera það upp við sig að auka tekjur ríkissjóðs á ný, eða hverfa að öðrum kosti frá þeirri grundvall- Áhyggjm* af Fram- sóknarflokknum Forsætisráðherra kvaðst rekja þessar breytingar vegna þess að þær hlytu að hafa gífurleg áhrif á starfsemi stjórnmálaflokkanna. „Eg er þeirrar skoðunar, að enginn íslenskur stjómmálaflokkur hafí til fulls gert sér grein fyrir þeim áhrif- um. Hver sá flokkur, sem vill vera lifandi og sterkur, verður þó að skilja þessar breytingar og laga sig eftir þeim,“ sagði hann og kvaðst hafa áhyggjur af því, að Framsókn- ^ . arflokkurinn í heild brygðist ekki ' skynsamlega við. „Við eigum að ræða um breyting- amar, óskir fólksins og kröfur, með opnu og jákvæðu hugarfari. Við verðum að hefja nýja og sterka sókn í þéttbýlinu. Við megum aldrei halda fram hlut stijálbýlisins á kostnað þéttbýlisins. Við eigum að leggja áherslu á sameiginlega hags- muni. Við eigum að hætta andstöðu gegn breytingum, sem era óhjá- kvæmilegar, en undirbúa menn til ^ að þola þær, og stuðla að þeim, sem era jákvæðar." Loks lagði Steingrímur áherslu á nauðsyn þess að ungt fólk og konur kæmu til starfa fyrir Framsóknar- j flokkinn. „Okkur sem eldri eram ber að hvetja þá yngri til þess að taka þátt í stjómmálum og víkja svo að þeir megi komast til áhrifa," sagði hann. Og einnig: „Konum ber meiri aðild að forystusveit. Eftir næstu þingkosningar skulu þær verða nokkrar í þingliði flokksins." 15. mars - alþjóðadagur neytendaréttinda: 7 meginkröfur neytendafélaga Alþjóðadagur neytendarétt- inda er í dag, 15. mars. Frá þvi 1983 hafa Alþjóðasamtök neyt- endafélaga (IOCU), haldið dag- inn hátíðlegan ásamt neytenda- félögum um allan heim. Neytendasamtökin hafa reynt að velqa athygli íslenskra neytenda á sjálfsögðum lágmarksréttindum neytenda og styðja eindregið þær 7 meginkröfur sem neytendafélög um allan heim hafa sett fram sameiginlega um árabil. Upphaf- lega var um 4 atriði að ræða, sem Kennedy, Bandaríkjaforseti, setti fram í frægu ávarpi til þjóðþings Bandaríkjanna, þann 15. mars 1962. Síðan hefur 3 verið bætt við. Hin 7 atriði sem hér er talað um eru 1) Öryggi, 2) Upplýsingar, 3) Val, 4) Áheym, 5) Bætur, 6) Fræðsla, og 7) Umhverfí. Mikill sigur vannst í réttindabar- áttu neytenda þann 9. apríl 1985. þann dag samþykkti allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna, samhljóða, stefnumörkun í neytendavemd, (Guidelines on Consumer Protec- tiort). Þessar meginreglur, sem full- trúar allra aðildarríkja SÞ þar á meðal Islands, samþykktu, öðlast að sjálfsögðu ekki lagagildi fyrr en hvert þjóðþing hefur samþykkt þær sem lög. Neytendasamtökin ætla ríkisstjóm íslands, að óreyndu, ekki þá skinhelgi, að samþykkja eitthvað á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, sem ekki er fullur vilji til að lögfesta hér heima. Það er þó ljóst að til þess að svo megi verða þurfa neyt- endur að knýja á um efndir. FLOKAMARKAÐUR FLOAMARKADUR FLÓAMARKADUR ÁHALLVEIGARSTÖÐUM í DAG, LAUGARDAG, 15. MARS, — OPNUM KL. 13.00. ÚRVAL EIGULEGRA MUNA MA: Fatnaður, skótau, búsáhöld, skrautmunir, lampar, leikföng, metravara íúrvali, húsgögn, o.m.f. NÝTT OG NOTAÐ. Kaffi og heitar vöfflur með rjóma fýrir vægt gjald. . ALLERVELKOMNIR J.C.VK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.