Morgunblaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 43
 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1986 Minning: Guðrún Sigurgeirs- dóttir Selfossi Fædd 28. desember 1909 Dáin 6. mars 1986 Blessuð sértu, sveitin mín sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áinþín —yndislega sveitin mín - heilla migogheimtil sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. (Bjami Þorsteinsson.) Þetta ljóð elskaði Gunna frænka, eins og hún elskaði sveitina sína og allt sem henni tilheyrði. Mig langar að minnast með örfáum orðum elsku afasystur minnar, Guðrúnar Sigurgeirsdóttur, sem lést í Borgarspítalanum hinn 6. mars sl. Nú ríkir sorg á Fossi, skarðið er stórt, húsfreyjan góða kölluð burt, falleg og fínleg kona, sem með reisn rækti sitt heimili af ótrúlegu þreki alla tíð. Söknuðurinn er sár, en minningin um ljúfa og göfuga konu, sem hafði að leiðarjósi að sælla er að gefa en þiggja, lifir áfram í hjörtum þeirra mörgu er þekktu hana. Eg er svo lánsöm að eiga ótal minningar um Gunnu frænku, allt frá því ég var lítil hnáta í löngum eða stuttum heimsóknum hjá ömmu og afa á Selfossi, ömmu mína missti ég snemma, en Gunna var í næsta húsi með útbreiddan faðminn og veitti lítilli stúlku og ungum bróður hennar alla sína ást og umhyggju. Gunna var ein af þessum traustu máttarstólpum, sem aldrei brugðust, stóð alltaf sem hetja í hverri raun, hún hafði dásamlega eðlislæga eiginleika til að gefa af sjálfri sér og var allt sitt líf líknandi bæði mönnum og málleysingjum. Hún var sönn góð kona, sem aldrei ætlaðist til neins sjálfri sér til handa. Hennar gleði í lífínu var að gleðja aðra. Ég veit að elsku frænka var orðin þreytt, búin að skila miklu ævi- starfí. Hún þráði hvfld, en fram á hinstu stund var umhyggjan fyrir hennar nánustu allsráðandi. Hún sofnaði hljóðlega með þeirri rósemd sem einkenndi allt hennar jarðneska líf, inn í þá æðri tilveru sem hún trúði á. Hjartans þökk fyrir allt sem hún veitti okkur. Megi hún hvfla í friði. Elsku Bjami og Sigurgeir, ykkar missir er mestur, ég og Asgeir ísak, bróðir minn, sendum ykkur innileg- ustu samúðarkveðjur. Anna Victoría Kristjánsdóttir Þunga sigursöngva syngur elvan mest á Fróni, þar sem hún steypist á flúðunum við Selfoss, myndar hringiður og breiðir síðan úr sér í hægum straumi um Flóa og Olfus til sjávar. Hún hafði brotist undan jökulhettu Langjökuls á öræfum, iljað sér við Fögruhlíð á Kili, speglað skríðjöklana við Hítarvatn og myndð friðartákn almættisins í regnbogans litum í Gullfossi, þar sem hún kyssir sunnlenskar byggð- ir. Þá fléttast hún tæru bergvatninu í Soginu úr Þingvallavatni, barma- full af lífsbjörg og orku, en kennir tregans í hringiðunum við Selfoss, því senn kveður hún þennan dýrðar- geym. „Þú Amesþing, ég elska nafnið þitt", sagði skáldið á Hæli og fljótið tekur undir á flúðunum við Selfoss. Hér á bakkanum verður í dag lögð til hinstu hvflu Guðrún Sigur- geirsdóttir frá Selfossi eða Fossi eins og gamli bærinn er gjaman nefndur. Hér var hún fædd og hér ól hún alian sinn aldur við niðinn úr fljótinu, vaxandi mannlíf og gæsku hins undurfagra héraðs. Gunnu þótti líka vænt um allt fólk, einstök rausnarkona heim að sækja og þeir voru margir, sem sóttu hana heim, því Selfoss er í þjóðbraut. Foreldrar Gunnu voru hjónin á Selfossi Sigurgeir Ambjamarson bóndi og Jóhanna Andrea Bjama- dóttir. Bræður hennar voru þrír, þeir Ambjöm kennari og kaup- maður á Selfossi, Höskuldur Guðjón starfsmaður Kaupfélags Ámesinga og Bjami bóndi á Selfossi, sem nú lifir einn systkina sinna. Föðurfor- eldrar þeirra systkina fómst bæði í landskjálftunum miklu þegar bærinn á Selfossi hmndi. Sigurgeir heitinn á Selfossi var meðal annars ættaður frá Birtingaholti í Hmna- mannahreppi. Jóhanna heitin var af Bergsætt og í frændgarðinum vom meðal annarra sr. Jón eld- prestur Steingrímsson og Tryggvi Gunnarsson, bankastjóri sem brúaði elvuna miklu við Selfoss. Árið 1925 fluttust móðurforeldr- ar mínir að Tryggvaskála á Selfossi með dætur sínar fímm og æ síðan hefur verið órofa vinátta með fjöl- skyldu minni og Fossfólkinu. Er beðið fyrir innilegar þakkir til lát- innar vinkonu og félaga. Þá vom nákvæmlega fimm hús á Selfossi og getur hver og einn gert sér þá gífurlegu breytingu á höfuðstað Suðurlands í lund, sem fer um Selfoss núna. Þessi mikla saga var lífíð hennar Gunnu minnar á Fossi. Hún þekkti fólkið, tók þátt í gleði þess og sorg, lífí og starfí. Hún var gleðigjafí í vinahóp og höfðingi heim að sækja. Sjálfsagt skiptir það mörgum tonnum laxam- ir, sem Gunna er búin að gefa um ævina, og skipti þá engu hvar við- takandinn var á landinu. Bróðursyni sínum Sigurgeiri Höskuldssyni var Gunna sem móðir og hugsaði um báða foreldra sína og bræður fram í andlátið ásamt fleiri gamalmennum. Hún var mikil húsmóðir og mátti aldrei neitt aumt sjá. Frændfólki og vinum var hún bjarg í stormbyljunum. Bjami minn, Sigurgeir og Sigrún, ég færi ykkur mína dýpstu samúð, og ítreka saknaðarkveðjur frá móð- ur minni og systmm hennar. Aigóð- ur Guð geymi Gunnu mína á Fossi. Guðlaugur Tryggvi Karlsson Guðrún fæddist að Selfossi við Ölfusá, en þar bjuggu foreldrar hennar, þau Jóhanna Bjamadóttir og Sigurgeir Ambjamarson. Þóttu þau hin mestu myndarhjón, af góðu bergi brotin. Nú, þegar ég og kona mín, Elín S. Jakobsdóttir, kveðjum hina tryggn °g sönnu vinkonu okkar, Guðrúnu Sigurgeirsdóttur, verður mér fyrst fyrir að reika í huganum langt aftur í tímann, þar sem ég var sem lítill drengur að alast upp í nágrenni við Selfoss. Þá bjuggu aðeins tveir bændur á Selfossi, og bæir þeirra aðgreindir sem austur- bær og vesturbær. Vom heimili þeirra orðlögð sem myndar- og sóma- heimili. Minnist ég þess, að móðir mín og fleiri í nágrenninu höfðu orð á því, hve hin unga kona, Jóhanna í austurbænum, væri mikil glæsi- kona og mikil húsfreyja í alla staði. Þetta riijast upp nú vegna þess, að síðar í lífínu fékk ég reynslu og mikla sönnun fyrir því, hve Guðrún, sem við nú kveðjum, hafði hlotið mikið að erfðum af eðliskostum sinnar ágætu móður. Áratugum eftir þessar bemsku- minningar, lágu leiðir okkar Am- bjamar, bróður Guðrúnar, saman í samstarfí sem kennarar. Samstarf og frændsemi okkar leiddi svo til nánari kynningar og langvarandi vináttu við flölskylduna alla í aust- urbænum á Selfossi. Varð ég þar tíður gestur og naut hinnar mestu gestrisni og vinsemdar. Skildi ég þá betur en fyrr, að ekki hafði verið ofmælt um reisn og mannkosti hús- freyjunnar. Milli okkar hjóna og Ambjamar og konu hans, Viktoríu, myndaðist vinátta, sem hélst til dánardægra þeirra og síðar hélst alveg sérstakt, þroskandi og vinsamlegt samband milli konu minnar og Guðrúnar. Guðrún naut ekki mikillar skóla- göngu, frekar en allur fjöldi ungra kvenna á þeim tíma. En hún las mikið og lagði sig fram um að læra og þroskast sem mest og best með eigin viljaþreki og framtakssemi. Náði hún því langt á þroska- og þekkingarbraut, enda piýðilega gefín, jafnt til munns og handa. Fannst mér ætíð, að hún hafí náð furðu langt í að skilja margskonar flækjur hins mannlega lífs. Umfram allt lærði hún þó að vinna, jafnt í smáu sem stóru, af hinni mestu samviskusemi og trúmennsku. Þessir eiginleikar komu líka í góðar þarfír, er hún tók við bústjóm af móður sinni. Nokkur hin síðustu ár hefir hún svo haldið heimili með Bjama bróður sínum og Sigurgeiri bróðursyni sínum. Þau reistu sér saman í nýju og glæsilegu húsi, hið fegursta heimili, þar sem Guðrún hefír neytt sinna sérstöku eiginleika til þess að gera allt sem fegurst og mest aðlaðandi. Þar virtist ætíð opið hús fyrir gesti og gangandi, enda sífelldur straumur vina og kunningja, er notið hafa þar hinar einlægu gestrisni, gleði, hlýju og velvildar á allan hátt. Fegurð heimilisins á ytra borðinu hefír engum dulist, hún blasir svo glæsilega við öllum þeim fjölda, er þar hafa litið inn til skemmri eða lengri dvalar. En hin innri fegurð var mér þó ennþá meira virði, feg- urð, sem mér fannst eins og hún Guðrún hefði sérstaklega flutt með sér úr gamla bænum, fegurð mann- kærleika og fómfysi. En það voru þeir eiginleikar, sem okkur hjónum virtust vera sterkustu þættimir í eðlisfari Guðrúnar. Þá eðlisþætti hafði hún bæði hlotið að erfðum, og síðan sjálf tvinnað saman, svo að af þeim myndaðist hin sanna vinátta, einlægni og velvild til alls og allra, sem henni kynntust, og þeir voru æði margir, er þess nutu á margvíslegan hátt. Því það tel ég mála sannast, að Guðrún væri hvorttveggja í senn, vinamörg og vinföst. Við hjónin kveðjum svo Guðrúnu með mikilli virðingu og innilegri hjartans þökk fyrir allt og allt. Jafnframt vottum við bróður hennar, Sigurgeiri frænda hennar og öðrum eftirlifandi skyldmennum, svo og öllum hinum mörgu vinum hennar okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd okkar hjóna, Halldór Guðjónsson Þegar Gunna á Fossi er kvödd í hinsta sinn verður mér erfitt að tjá hug minn, þvi honum verður ekki lýst með orðum. Gunna á Fossi var hún kölluð af vinum og ættingjum. Fullu nafni hér hún Guðrún, nafn ömmu sinnar bar hún, en það var Guðrún Magnúsdóttir, kona Arin- bjöms Þórarinssonar. Þau fómst í landskjálftanum mikla 1896 þegar bæjarhúsin á Selfossi hmndu. For- eldrar Gunnu vom hjónin Jóhanna Bjamadóttir og Sigurgeir Ambjam- arson bóndi. Tveir bræður Gunnu em látnir: Höskuldur og Ambjöm. Eftir lifír Bjami, sem er yngstur systkinanna. Gunna var ein af þeim persónum sem gaf og fómaði sér. Stærsta hlutverk hennar fínnst mér vera þegar hún tók son minn, Sigur- geir Höskuldsson, að sér, ungabam, og ól hann upp sem besta móðir. Gunna tók þá tryggð við sínar æskustöðvar, þaðan fór hún aldrei. Hún undi sér á bakkanum við Ölf- usá. Þar var hún fædd og ólst upp í faðmi fjölskyldu foreldra sinna og 1 bræðra. Síðustu árin hélt hún heim- ili með Bjama bróður sínum og Sigurgeiri syni mínum í hinu fallega húsi þeirra sem stendur í túninu. Starf Gunnu verður seint fullþakk- að. Kröftum sínum fómaði hún í annarra þágu. Foreldmm sínum þjónaði hún af sannri tryggð. Öldr- uðum föðurbróður sínum veitti hún aðhlynningu. Hann var á heimili foreldra hennar til æviloka. Bræðr- um sínum hjúkraði hún í veikindum þeirra síðustu stundimar. Ég á Gunnu mikið að þakka fyrir það hvernig hún reyndist mér og syni mínum. Á vináttu okkar bar aldrei nokkurn skugga. Ég get aldrei að fullu þakkað þá ást og umönnun serp Gunna veitti honum, því þar var sönn móðurást að verki. Sárt er að kveðja Gunnu þegar sólin fer hækkandi á lofti og gefur lífínu yl sinn og birtu. Gott er að geta þakkað forsjóninni að hún þurfti ekki að dvelja lengi fjarri heimahögum sínum og glíma við veikindi. Hún hafði skamma viðdvöl í sjúkrahúsi áður en hún kvaddi þenhan heim. Bjami bróðir hennar og Sigurgeir hafa mikið misst. Lífí góðrar konu er lokið. Blessuð sé minning hennar. Hulda Stefánsdóttir Hún Gunna á Fossi er dáin. Mig setti hljóðan er mér bámst þessar fréttir símleiðis að morgni sunnu- dagsins 9. mars sl. Nú er fallin frá fómfús og góð kona, vom fyrstu hugsanir sem flugu um huga minn. Kynni mín af Gunnu, eins og hún var oftast kölluð, hófust fyrir um 8 ámm er ég vann um tíma með bróð- ursyni hennar. Strax fyrsta skiptið sem ég sat í eldhúsinu hjá henni og þáði góðan kaffisopa og spjallaði við hana um daginn og veginn, fann ég að hún bjó yfír mikilli hlýju og einlægni. Það var engum í kot visað sem átti Gunnu að vini. Hún var alltaf góð viðræðu og vel inni í flestum málum sem bám á góma. Hún bjó einnig yfír mikilli þekkingu um gömlu dagana og hvernig lífið gekk fyrir sig þá. Oft þegar hún sagði mér frá hlutum sem gerst höfðu í gamla daga, eins og sagt er, þá talaði hún tæpitungulaust og dró fátt undan sem máli skipti. Margt af því sem ég veit um heimabæ minn, Selfoss- kaupstað, sem þróaðist í túnfætin- um hennar Gunnu, hef ég gegnum spjall mitt við hana. Gunna átti marga góða vini og ég held að allir geti þeir verið sammála um að hana var alltaf sérlega gott að heimsækja. Stund- um kom það fyrir að brúnin var þung á manni vegna einhvers per- sónulegs vandamáls eða áhyggju- efnis þegar maður heimsótti Gunnu, en þegar haldið var heim á leið var 43 brúnin alltaf léttari, jafnvel þó vandamálið hafí ekki verið til lykta leitt. Gunna var fljót að setja sig í spor annarra og sýndi þeim sem átti bágt mikla hluttekningu. Þessir eiginleikar öðrum fremur hafa áreiðanlega aflað henni allra þeirra vina sem hún átti. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast henni og minningin um góða konu mun lifa í huga mér. Bjami, bróðir Gunnu, og Siggeir, bróðursonur hennar, sem Gunna hugsaði um heimilið fyrir og bar fyrir bijósti í hveiju efni, hafa nú misst mikið. Um leið og ég votta þeim tveimur samúð mína svo og öðrum eftirlif- andi ættingjum hennar bið ég al- góðan Guð að styrkja þau í sorginni. Lárus Þór Kristjánsson Erhelífangi minn hollvin ber þásaknaégeinhvers afsjálfummér. Elskuleg vinkona, hún Gunna á Fossi, er dáin. Við eigum svo bágt með að trúa því, að hún sé horfín okkur, því hún var svo samofín lífi okkar í uppvextinum, þar sem for- eldrar okkar reistu sér hús í túninu í næsta nágrenni við Selfossbæina. Því var daglegur samgangur á milli heimilanna „á hólnum“, sem við kölluðum svo, og alltaf var þar allt í sátt og samlyndi. Gunna fæddist á Selfossi þann 28. desember 1909, dóttir hjónanna Jóhönnu Bjamadóttur og Sigur- geirs Arinbjamarsonar í Austur- bænum á Selfossi. Eftir þeirra dag tók hún við búi þeirra, ásamt bræðr- um sínum Höskuldi og Bjama, en Arinbjöm bróðir hennar rak versl. Addabúð, mörgum að góðu kunnur. Hann var kvæntur Viktoríu Jóns- dóttur og em þau og Höskuldur látin. Á heimilinu ólst upp sonur Höskuldar, Sigurgeir, og sannlega má segja að hún hafí reynst honum sem besta móðir. í minningu okkar er hún Gunna alltaf gæðakonan góða, hlý, um- burðarlynd og örlát í okkar garð, svo sem allra annarra. Margan bar að garði og öllum var tekið með vinsemd og einstakri gestrisni. Um leið og við systkinin og móðir okkar minnumst Gunnu með þakk- læti og söknuði, vottum við Bjama, Sigurgeiri, Sigrúnu og bömum hennar, Ömu Viktoríu og Ásgeiri Isak, okkar innilegustu hluttekn- ingu við fráfall hennar. I fullvissu þess að ef einhver á góða heimkomu á hún Gunna okkar hana. Veri svo vinkona okkar kært kvödd. Systkinin frá Selfossi IV. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma, MARGRÉT BJARNADÓTTIR, Ystu-Vík, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 13. mars. Hólmgrfmur Sigurðsson, Sigurður Hólmgrímsson, Guðrún Eirfksdóttir, Kristin Hólmgrímsdóttir, Magnús Vilhjólmsson, Bjarni Hólmgrimsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Bergljót Hólmgrímsdóttir, Einar Sigfússon, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför TÓMASAR GÍSLASONAR frá Melhóli, Meðallandi, Reykjamörk 12, Hveragerði. Jytta Eiberg og börn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför manns- ins míns, EIÐS FINNSSONAR frá Skriðuseli. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á 14G og gervinýrnadeild Landspítalans. Bergþóra Magnúsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.