Morgunblaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. MARZ1986 Mikil sala í fjölbreytt- ar ferðir hjá Utsýn - Rætt við Ingólf Guðbrandsson um sumaráætlun Utsýnar „NÝGERÐUR samningur Útsýnar við Flugleiðir, um leiguflug á hveijum fimmtudegi með flaggskipi íslenska flugflotans, Boeing 727-200, gerir það að verkum að við getum í ár boðið meiri þægindi í leigufluginu en oftast áður, þar sem sætarými i vélinni er mjög gott og veitingar eins og best gerist í áætlunarflugi," sagði Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Utsýnar, er blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hann um sumaráætlun Útsýnar, sem út kom í febrúar sfðastliðnum. Boðið er upp á ferðir tíl að minnsta kosti 12 landa og að sögn Ingólfs gerir rekstraráætlun Útsýnar ráð fyrir allt að 500 milljón króna veltu á yfirstandandi ári. Hann sagði að verð á sólarlandaferðum væri nú hlutfallslega hagstæðara en á síðasta ári og samningurinn við Flugleiðir væri meðal annars grundvöllur þess, að Útsýn getur boðið ferðir í ár til Ítalíu, Spánar og Portúgals á sambærilegu verði við sfðasta ár, þrátt fyrir miklar verðhækkanir milli ára. Jafnframt hefði Útsýn gert sérsamning við Flugleiðir um lækkuð fargjöld á áætl- unarleiðum til London, Kaupmannahafnar, Luxemburg og Salz- burg. Ingólfur sagði að undanfamar vikur hefði eftirspum eftir sólar- landaferðum verið meiri en dæmi væru til um langt árabil. Hann var spurður hvert eftirspumin beindist helst af þeim stöðum, sem boðið er upp á í sumaráætlun Útsýnar: „Eftirspumin er mest til Costa Del Sol enda er mest sætaframboð þangað. Þar er hægt að velja um dvöl í eina, tvær, þijár eða flórar vikur, og nærri upppantað I allar ferðir þangað fram á haust. Við- skipti Útsýnar á Costa Del Sol standa á gömlum merg, en nýir gististaðir hafa bæst í hóp hinna sem fyrir voru. Má þar nefna Benal Beach, sem nú verður aðal gististaður Islendinga á sólar- ströndinni. Af einstökum ferðum á Costa Del Sol tel ég sérstaka ástæðu til að vekja athygli á ódýr- ustu ferðinni þangað, þar sem fólk getur dvalist f 33 daga á vönduð- um gististað fyrir um 25 þúsund krónur, að ferðum og þjónustu meðtalinni. Ferð þessi hefst hinn 6. apríl og stendur til 8. maí og þykir það mjög ákjósanlegur tími fyrir þá sem ekki sækjast eftir miklum hitum. Fyrir þá vandlátustu, sem vilja vera lausir við eril og nábýli við landa sína hefur Útsýn á leigu nokkrar glæsiíbúðir í Marbella, sem er nú einn glæsilegasti bað- staður í Evrópu. Þar er allt miðað við hæstu kröfur, en verðið þó ótrúlega lágt. Og reynslan heftir sýnt, að vissara er að panta snemma til að tiygga sér dvöl í Marbella." Nýjimgar í Portugal og a Ítalíu „Óhætt er að segja, að vinsæld- ir Portúgals meðal íslenskra ferðamanna aukast hröðum skref- um,“ sagði Ingólfur, er hann var spurður um aðra eftirsótta staði í sumaráætlun Útsýnar. „Við verðum með beint leiguflug til Faró á suðurströndinni á þriggja vikna fresti, frá 8. maí, en fyrsta ferðin er 2 vikur. A Algarve í Portúgal tekur Útsýn nú til notk- unar splunkunýja, vandaða gisti- staði, svo sem Alfonso III í bænum Albufeira. Eins má neftia íbúðar- samstæðuna Portobello, sem er alveg við ströndina í þorpinu Vil- amoura. Það er andspænis Hotel Atlantis, sem mjög hefur verið rómað af Útsýnarfarþegum. Al- fonso III verður aðalgististaður Útsýnar í Portúgal í ár. Á Ítalíu mun Útsýn enn auka á fjölbreytnina með aðstöðu í Lignano, bæði í hinum vistlegu og rúmgóðu íbúðum Olimpo og Sabbiadoro. En nú bætast við ferðir til Gardavatnsins, með gist- ingu í sjálfum bænum Garda, við austanvert vatnið. Þaðan er stutt í kynnisferðir til margra áhuga- verðra staða í nágrenninu þar sem náttúrufegurðin er einstök. Fyrsta ferðin, 14. maí í 3. vikur, er seld á sérstöku kynningarverði, sem ekki mun bjóðast aftur. Önnur nýjung í Ítalíuferðum er dvöl í heilsulindabænum Abano Terme. Ummæli farþega Útsýnar, sem þar dvöldust í fyrra er öll á sama veg, að jafngóðri aðstöðu til afslöppunar, endurhæfmgar og heilsubótar hafi þeir hvergi kynnst. Þama nýtur Útsýn sér- staks kynningartilboðs fyrir næsta sumar, sem stórlækkar verðið." SérfargjÖld Útsýnar „Segja má, að samningur Út- sýnar við Flugleiðir sé heildar- samningur, þar sem farþegar í áætlunarflugi njóta sérstakra fargjalda í tengslum við dvöl í Þýskalandi og á Englandi, annað hvort í sumarhúsum, íbúðum við ströndina eða ferðir með bílaleigu- bíl á meginlandi Evrópu eða um Bretland. Þessum samningi teng- ist einnig framhaldsflug frá Eng- landi til annarra áfangastaða, svo sem Mallorca, Ibisa, Korsíku, Frönsku rivierunnar eða grísku eyjanna Corfu og Krít. Reyndar er of langt mál að telja hér upp alla þá möguleika, sem sérfar- gjöldin fela í sér, enda einstakl- ingsbundið hvemig hver og einn kýs að haga sínum ferðum. Þó má minna á, að aðstaða Útýnarfarþega I vínbænum Bemkastel við Mosel hefur notið mikillar hylli. Nú bjóðast einnig ódýrir gististaðir f einum fegursta hluta Þýskalands, Austur-Bayem. Bílaleigubílar á lágu verði em til reiðu handa þeim sem halda á þessar slóðir. Eins má nefna, að farþegar Útsýnar í fyrra urðu mjög hrifnir af bænum Torquay í_ Suður-Englandi og þar hefur Útsýn enn aukið og bætt gistiað- stöðu sína.“ Fríklúbburinn Ingólfur var að lokum spurður um starfsemi Fríklúbbsins, sem notið hefur sívaxandi vinsælda meðal Útsýnarfarþega: „Fríklúbburinn, sem stofnaður var fyrir 2 ámm hefur að margra dómi breytt sumarleyfishugmynd- inni. í augum þeirra, sem ekki þekkja til, gengur sumarleyfíð fyrst og fremst út á sólböð og bjórdrykkju. Sú mjmd er mikil skmmskæling á vemleikanum. í tengslum við sumarleyfísferðir Útsýnar er boðið upp á fjölda margt til fróðleiks og skemmtun- ar. Sumarleyfíð þarf að vera alls- heijar endurhæfíng og með starf- semi Fríklúbbsins var brotið blað hvað þetta snerti. Allir viðskiptavinir Útsýnar eiga aðild að Fríklúbbnum og geta notið þeirra fríðinda er hún veitir f formi afsláttar við nærri 300 fyrirtæki innanlands og er- lendis. Og sífellt bætast fleiri í hópinn. Félagar klúbbsins njóta afsláttar í skipulögðum ferðum Útsýnar og nam sú upphæð samtals um 6 milljónum króna á sfðastliðnu ári. Spamaður farþega er þó margfaldur ef afsláttar- möguleikar em fullnýttir í við- skiptum við fjölda fyrirtækja og stjómendur Útsýnar telja að hann hafí leitt til 30 til 40 milljón króna spamaðar samtals fyrir þá sem ferðuðust á vegum fyrirtækisins. Þessa dagana er verið að undir- búa og endurvekja Fríklúbbsstarf- ið fyrir sumarið. Sérstakir Frí- klúbbsfararstjórar verða starfandi á aðaláfangastöðum Útsýnar og em í senn leiðbeinendur, ráðgjafar og skemmtanastjórar. Óg í þeirri starfsemi, sem klúbburínn hefur með höndum, skiptir aldur ekki máli. Þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi,“ sagði Ingólfur Guðbrandsson að lokum. Heimilispósturinn - þriðja bindi skrifa Gísla Sigurbjörns- sonar um málefni aldraðra komið út 20. árgangur af „Orðinu" kominn út ÚT ER komið Orðið, rit Félags guðfræðinema. Þetta er 20, árgangur. Efni ritsins er fjöl- breytt að vanda og böfðar til allra sem láta sig málefni kirkj- unnar varða. Meginefni ritsins er svokölluð hlaðvarpa- eða eignarfallsguð- fræði þ.e. guðfræði svartra, kvennaguðfræði og frelsunarguð- fræði. Einnig em ljóð, frumort og þýdd, frásagnir og prófþrédikun. Itarleg skrá yfír sérefnis- og kjör- sviðsritgerðir er í ritinu svo og yfírlit yfír fyrstu tuttugu árganga þess. Margt fleira er í Orðinu, enda hafa nemendur, kennarar, prestar og fleiri góðir menn lagt sitt. af mörkum til að það mætti vera sem fróðlegast og fjölbreyttast. Nú á sunnudag, 16. mars, verður Orðið til sölu í kirkjum Reykjavíkurprófastsdæmis. Eftir helgi verður svo hægt að nálgast það í helstu bókabúðum borgar- innar. (FrétUtilkynniiig) ÚT ER komið þríðja og síðasta bindi Heimilispóst8Íns, gefið út af útgáfunni Grund. í heimilis- póstinum eru skríf Gisla Sigur- björnssonar, forstjóra Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, sem hann hefur skrásett síðast- liðin21 ár. Heimilispósturinn er ritaður af guðfræðingnum Pétri Þorsteins- syni og segir hann meðal annars $ formálsorðum, að viðfangsefni þessa sfðasta bindis sé hið sama og fyrr; máleftii ellinnar. Þessi skríf séu ekki aðeins hvatning til að huga að málefnum ellinnar f tíma áður en menn eru orðnir of aldraðir til að áorka einhveiju í þeim efnum, heldur einnig sagn- fræðileg heimild um þróun elli- mála í landinu á þessum tíma. Gísli Sigurbjömsson ritar nið- urlagsorð þessa bindis og segir þar meðal annars, að ýmsar grein- ar, sem hann hafí skrifað f Heimil- ispóstinn sfðastliðin 21 ár, séu nú komnar út sérprentaðar í þremur bindum. Hann segir svo: „Þegar ég las þessar greinar, sem eru margar sffelld endurtekning, rætt er um elli, vandræði fólksins, þegar á efri ár er komið, barátta við skilningsleysi, að mér fínnst úrræðaleysi og hin eilífa þögn og svampurinn frægi, þá datt mér í hug, hvort einhver læsi þessar greinar og gæti ef til vill eitthvað af þeim lært - þá væri tilganginum náð. Björtu hliðamar era samt margar, þrátt fyrir allt. Hagur alls þorra fólks er allur annar, en hann var, þegar Grand var að hefla störf árið 1922. Breyting- amar hafa verið stórkostlegar, á flestum ef ekki öllum sviðum - því má ekki gleyma. Enda þótt mér sé tíðrætt um andstreymið, þá hefur margt áunnist með aðstoð framsýnna dugnaðar- og hugsjónamanna og er þeim af alhug þakkað."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.