Morgunblaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 20
20 jHleööuc á morgun DÓMKIRKJAN: Laugardag: Barnasamkoma í kirkjunni kl. 10.30. Sr. Agnes M. Sigurðar- dóttir. Messa kl. 11. Sr. Hjalti Guðmundsson. Messa kl. 14. Jónas Haralz bankastjóri préd- ikar. Guðmundur Jónsson óperusöngvari syngur einsöng. Leikmenn lesa bænir og ritn- ingartexta. Eftir messu verður Kvenfélag kirkjunnar með kaffi- sölu á Hótel Loftleiðum til ágóða fyrir Orgelsjóð Dómkirkj- unnar. Sr. Þórir Stephensen. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barnasamkoma í Foldaskóla í Grafarvogshverfi laugardag 15. mars kl. 11 árdegis. Barnasam- koma í safnaðarheimili Ár- bæjarsóknar sunnudag ki. 10.30 árdegis. Guðsþjónusta í safnaðarheimilinu kl. 14. Sr. Ingólfur Guðmundsson mess- ar. Sr. Guðmundur Þorsteins- son. ÁSKIRKJA: Kirkjudagur safn- aðarfélags Ásprestakalls: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Ingibjörg Marteinsdóttir syngur einsöng. Veislukaffi safnaðarfélagsins eftir messu. Miðvikudaginn 19. Guðspjall dagsins: Jóh. 8.: Hví trúið þér ekki? mars: Föstumessa kl. 20.30. Sr. Árni BergurSigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Laugardag: Barnasamkoma kl. 11. Sunnudag: Messa kl. 14. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Guðsþjón- usta kl. 14.00. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Helgistund á föstu miðvikudag 19. mars kl. 20.30. Sr. Ólafur Skúlason. Bræðrafélagsfundur mánu- dagskvöld. Flutt verða erindi. Æskulýðsfélagsfundur þriðju- dagskvöld. Félagsstarf aldr- aðra miðvikudagseftirmiðdag. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðar- heimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 11. Kirkjufélagsfundur í safnaðarheimilinu fimmtu- dagskvöld kl. 20.30. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. FELLA— OG HÓLASÓKN: Laugardag: Kirkjuskóli verður í kirkjunni við Hólaberg 88 kl. 10.30. Barnasamkoma í Hóla- brekkuskóla kl. 14. Sunnudag: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Fundur í æsku- lýðsfélaginu mánudaginn 17. mars kl. 20.30. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Messa kl. 14. Fyrirbænir eftir messu. Organ- isti Árni Arinbjarnarson. Fimmtudaginn 20. mars: Messa í Furugerði 1, kl. 19.30. Sr. HalldórGröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Sunnu- dag: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Barnasam- koma á sama tíma í safnaðar- heimilinu. Messa kl. 17.00fellur niður. Mozart-tónleikar List- vinafélags Hallgrímskirkju kl. 20.30. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjudag kl. 10.30. Miðviku- dag: Föstumessa kl. 20.30. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Laugar- dag 22. mars: Samvera ferm- ingarbarna kl. 10.00. Kvöld- bænir eru í kirkjunni alla virka daga nema miðvikudaga kl. 18. HATEIGSKIRKJA: Messa kl. 10. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Messa kl. 14. Sr. Arngrímur Jónsson. Föstuguösþjónusta miðviku- dag 19. mars kl. 20.30. KÁRSNESPRESTAKALL: Barnasamkoma kl. 11 í félags- heimilinu Borgum. Messa í Kópavogskirkju kl. 14. Organ- isti Guðmundur Gilsson. Sr. GuðmundurÖrn Ragnarsson. LANGHOLTSKIRKJA: Óska- stund barnanna kl. 11. Söngur — sögur — myndir. Þórhallur, Jón og Sigurður Haukur sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Organisti Jón Stefánsson. Aðalfundur Lang- holtssafnaðar kl. 15. Rætt um sóknargjöld. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Laugar- dag: Guðsþjónusta í Hátúni 10b 9. hæð kl. 11. Altaris- ganga. Sunnudag: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Eftir messu verður kökusala á vegum kvenfélags Laugarnes- sóknar. Þriðjudag: Bænaguðs- þjónusta á föstu kl. 18. Píslar- sagan, passíusálmar, altaris- ganga og föstutónlist. Kvöld- vaka kl. 20.30 fyrir fermingar- börn. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Laugardag: Sam- verustund aldraðra kl. 15. Spil- að verður bingó. Sr. Guðmund- ur Óskar Ólafsson. Sunnudag: Barnasamkoma kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. Þriðjudag og fimmtudag kl. 13—17. Opið hús fyrir aldraða. Fimmtudag: Föstuguðsþjónusta kl. 20. Sr. Frank M. Halldórsson. SEUASÓKN: Barnasamkoma í Seljaskóla kl. 10.30. Barnasam- koma í Ölduselsskóla kl. 10.30. Guðsþjónusta í Ölduselsskóla kl. 14. Fyrirbænasamvera þriðjudag kl. 18.30 í Tindaseli 3. Fundur í æskulýðsfélaginu þriðjudag kl. 20.00 í Tindaseli 3. Sóknarpestur. SELTJARNARNESSÓKN: Barnasamkoma í kirkjunni kl. 11. Sóknarnefndin. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Pavel Smid. Bænastund í kirkj-_ unni alla virka daga nema mánudaga kl. 18. Sr. Gunnar Björnsson.- KIRKJA ÓHÁÐA SAFNAÐAR- INS: Barnamessa kl. 10.30. Á dagskrá eru t.d. hreyfisöngvar, sálmar, bænakennsla, sögur,.J myndasögur, útskýringar á biblíutextum í myndum, kvik- myndir og margt fleira. Sr. Þór- steinn Ragnarsson. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fila- delfía: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Safnaðarguðsþjónusta kl. 14. Ræðumaður Einar J.' Gíslason. Almenn guðsþjón-- usta kl. 20. Ræðumaður Allon Horby frá Kanada. Fórn til inn- anlandstrúboðs. DÓMKIRKJA Krists konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lág- messa kl. 18 nema á laugar- dögum, þá kl. 14. MARÍUKIRKJA Breiðholti: Há- messa kl. 11. Lágmessa mánu- dag—föstudag kl. 18. HJALPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14. Almenn sam- koma kl. 20.30. Har. Reinholdt- sen talar. Hermannavígsla. MOSFELLSPRESTAKALL: Mosfellskirkja: Barnasam- koma kl. 11. Lágafellskirkja: Messa kl. 14. Gideonfélagar kynna starfsemi félagsins og aðstoða í guðsþjónustunni. Sr. BirgirÁsgeirsson. HORF ÞU INNÍ SKÁPANA Í DAG HVAÐ ER ÞAÐ SEM BARNIÐ SÉR? Kemst það í hættuleg efni og lyf í eldhúsi, baðherbergi eða bílskúr? Hreinsaðu burt allt slíkt sem ekki er geymt á barnheldum stað. EN MENGAÐU EKKl UMHVERFIÐ MEÐ ÞVÍ. Láttu það ekki í öskutunnu eða klósettskál. í DAG! Verðum við allar helstu bensín- stöðvar landsins í dag kl. 1—6. Tökum við hættulegum efnum og eyðum þeim á öruggan og skaðlausan hátt. SLYSAVARNAFÉIAG ÍSIANDS Hams flugforingi o g ránið á týndu örkinni Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Sagan er óneitanlega kunnug- leg. Ævafomri steintöflu fylgir gríðarlegur kraftur, sem hægt er að nota bæði til góðs og ills. Sá sem hefur steintöfluna í hendi sér ræður yfir öllum jarðneskum mætti og þekkingu. Taflan hefur eitthvað að gera með verur utan úr geimnum, sem gistu jörðina fyrir þúsundum ára, en þegar við komum til sögunnar hefur hún brotnað í þrennt og hlutimir dreifst á ólíka staði. Sá sem nær öllum brotunum í sínar hendur öðlast meira vald en nokkur annar í heimi hér. Savage (Max Phipps) heitir vondur maður sem ætlar sér að ná í brotin og beita mætti þeirra til illverka. Indiana ... nei fyrirgefið. Harris flugstjóri (John Hargreaves) er góði maðurinn sem ætlar að koma í veg fyrir að Savage takist ætlunarverk sitt. Þetta er söguþráðurinn í ástr- ölsku myndinni Leynifarmurinn (Sky Pirates), sem sýnd er í A-sal Laugarásbíós. Myndin á að gerast í lok seinni heimsstyijaldarinnar og hún sver sig í ætt við ævintýra- myndir á borð við Ránið á týndu örkinni. Ástralskar myndir era alltaf athyglisverðar og þessi líka en gallinn er bara sá að hún er alltof lík öðram ævintýramyndum, sem gerðar hafa verið undanfarin ár til að hægt sé að hafa nógu gaman að henni. Leikstjóranum, Colin Eggles- ton ferst betur að leikstýra hasar atriðum en leikurum. Hann er líka greinilega undir áhrifum frá Spi- elberg í Ameríku og landa sínum George Miller, sem nú hefur gert þijár Mad Max-myndir, en einn Harris flugforingi í myndinni Leynifarmurinn. ákveðinn bflaeltingaleikur í Leyni- farminum gæti alveg eins verið atriði úr myndum Millers. Eggleston gætir þess að láta ekki líða langt á milli hasaratrið- anna. Harris flugstjóri er sífellt að lenda í hættum hvort sem er um borð í flugvélinni sinni eða á jörðu niðri með elskunni sinni Melanie (Meredith Philipps). Hann er ódrepandi og almáttugur: ekkert ólíkur teiknimyndafígúrum á borð við Tinna eða Benna flug- mann. Þótt fátt greini þessa mynd frá öðram nýlegum ævintýra- myndum, örlar stundum á þeim frúmleika sem gert hefur ástr- alskar myndir svo sérstakar á umliðnum áram. En það er bara ekki nægur frumleiki í Leynifarm- inum. Leikurinn er óraunveraleg- ur og söguþráðurinn laus í reipun- um með fullt af dularfullum at- hugasemdum um verar utan úr geimnum og tímagat, sem óvíst er hvaða hlutverki gegnir. Stjömugjöf ★ V2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.